Tíminn - 26.03.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.03.1982, Blaðsíða 12
20 Föstudagur 26. mars 1982 BRÚÐUVAGNAR 3 gerðir BRÚÐU- KERRUR 4 gerðir Póstkröfusími Aðalfundur Svinaræktarfélags íslands verður haldinn i Veitingahúsinu Glæsibæ laugardaginn 3. april kl. 14.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Borgartúni 18, laugardaginn 27. marz n.k. kl.14.00 DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent- ir ábyrgðarmönnum eða umboðsmönnum þeirra föstudaginn 26. marz i afgreiðslu sparisjóðsins að Borgartúni 18, og við inn- ganginn. Stjórnin. Ameríska bókasafnið Frá og með 1. april verður bókasafn menningarstofnunar Bandarikjanna að Neshaga 16 opið sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 11.30-17.30, fimmtudaga frá kl. 11.30-20.00. Fyrirspurnum svarað i sima 19900. frá kl. 8.30-17.30. Árshátíð framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldin laugardaginn 27. mars 1982 að Hótel Heklu Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Hefst hún með borðhaldi kl. 19.30. Dagskrá: Ávarp, eftirhermur og önnur gamanmál;dans Fjölmennum Stjórnirnar. T ÚTBOÐ Tilboð óskast i að bora og sprengja I grjótnáminu við Korpúlfsstaði og að moka efninu á bll og aka þvl I inntaks- op grjótmulningarstöðvarinnar við Elliðavog. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frlkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. aprfl n.k. kl.ll f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKiAVÍKURBOR.GAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 14806 Iþróttir Stórleikur í bikarnum ★ Þróttur og Víkingur mætast í 16-liða úrslitum ■ Vikingar, nýkrýndir Islands- meistarar i handknattleik og Bikarmeistarar Þróttar mætast I kvöld i siðasta leiknum i 16-liða úrslitum Bikarkeppni HSÍ. Leikurinn verður i Laugardals- höll og hefst hann kl. 20. Þessi sömu félög léku til úr- slita í Bikarkeppninni i fyrra og þá sigruðu Þróttarar i æsi- spennandi leik. Vikingar hafa örugglega fullan hug á þvi að hefna fyrir þann leik og einnig með sigri i kvöld eiga þeir möguleika á þvi að vinna tvö- falt. Það eykur sjálfsagt sigur- likur Vikinga að Ólafur Bene- diktsson markvörður Þróttar mun ekki leika með félögum sinum i kvöld vegna meiðsla. Sigurður Ragnarsson mun þvi standa i markinu hjá Þrótti, en Sigurður er ekki enn kominn i sitt gamla form vegna meiðsia sem hann hlaut fyrr i vetur. röp—. ■ Þessir kappar, Sigurður Ragnarsson markvörður og þeir Sigurður Sveinsson og Arni Indriðason verða I sviðsljósinu I kvöld er Þróttur og Vikingur leika I bikarnum. Trimmdagur 27. júní ■ Akveðið hefur verið að efna til sérstaks TRIMMDAGS fyrir Létt hjá Val ogFH ■ Tveir leikir fóru fram i 16- liöa úrslitum Bikarkeppni hand- knattleikssambandsins i fyrra- kvöld. FH sigraði Fram 31-20 i Laugardalshöll. FH-ingar höfðu mikla yfirburði í leiknum og var aldrei um það að ræða að Fram ógnaði sigri þeirra. Þá léku á Akranesi Akranes og Valur og sigraði Valur 35-23. Eins og markatalan i þessum leikjum sýnir þá hefur varnar- leikurinn ekki verið stórbrotinn og markvarslan köflótt. röp—. Lands- flokka- glíman ★ verður á morgun ■ Landsflokkagliman veröur haldin i iþróttahúsinu að Varmá á morgun og hefst hún kl. 15. Kepptverðurifimm flokkum og verða allir bestu glimukappar landsins með á þessu móti. alla landsmenn og fyrir valinu hefur orðið sunnudagurinn 27. júni n.k. Með þessu er ætlunin að vekja athygli alls almenn- ings á iþróttastarfinu og hvetja sem allra flesta til að vera með. Yfirstjórn á þessu verkefni verður hjá Trimmnefnd ÍSÍ, en ætlast er til, að framkvæmdin verði i höndum héraðssam- banda innan ISl og þá einnig á vegum allra iþrótta- og ung- mennafélaga. Akveðið hefur verið að veita a.m.k. þrenn verðlaun til þeirra héraðssambanda, sem best standa sig m.a. til þess héraðs- sambands sem flest stig hlýtur miðað við ibúafjölda 1. des s.l. Nánar verður skýrt frá hver verðlaunin verða siðar. íslandsmöt í fimleikum ★ verður í Laugardalshöll um helgina ■ tslandsmeistaramótið i fim- leikum verður haldið um helg- ina i Laugardalshöll, mótið byrjar á morgun kl. 14 og þvi verður siöan framhaldið á sama tima á sunnudeginum. Þátttakendur eru frá þremur félögum, Armanni, Björk og Gerplu, 15 stúlkur og 5 piltar. Jónas Tryggvason sem stundar nám við Rikisiþróttaháskólann i Moskvu er nu staddur hér á landi og mun hann taka þátt i þessu móti. Stúlkurnar keppa i Olympiu- skylduæfingum FIG fyrri dag- inn og I frjálsum æfingum seinni daginn. Piltarnir keppa f skylduæfing- um fyrri daginn og frjálsum æf- ingum seinni daginn. Álafosshlaupið ★ verður á sunnudaginn ■ Hið árlega Álafosshlaup vérður haldið á sunnudaginn og hefst hlaupið við Vésturiands- veg kl. 14. Skráning mun íara fram viö íþróttahúsið að Varmá og hefst hún kl. 13 en i iþróttahúsinu er aðstaða fyrir keppendur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.