Tíminn - 26.03.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.03.1982, Blaðsíða 13
Föstudagur 26. mars 1982 21 Tþróttir Þorvaldur Geirsson sést hér taka við bikarnum úr höndum Kristbjörns Albertssonar formanns KKÍ og ánægjusvipurinn leynir sér ekki. Tlmaniynd Róbert. ft Við erum bestir á íslandi í dag” # sagði Kolbeirm Kristinsson þjálfari Fram eftir að Framarar höfðu tryggt sér bikarinn í körfu með sigri yfir KR 68:66 ■ „Ég eralveg i sjöunda himni með strákana. Þetta var frábær leikur hjá þeim og i heild var leikurinn góður. Við áttum sigur- inn fyllilega skilinn og ég tel að Framliðið sé besta liðið á islandi i dag”, sagði Kolbeinn Kristinsson, þjálfari Fram-liðsins i körfu- knattieik eftir að hans menn höfðu tryggt sér sigur gegn KR 68:66 i úrslitaleik Bikarkeppninn- ar i körfuknattleik en leikið var i Laugardalshöilinni i gærkvöldi. Framarar eru þvi Bikarineist- arar i körfuknattleik 1982 og eru þeir vel að titlinum komnir. ,,Ég er mjög ánægður með vet- urinn i heild. Við vorum klaufar að tapa Islandsmótinu og nú unn- um við bikarinn. Það hefur verið frábært að vinna með strákunum. Áhuginn einstakur og allir mjög jákvæðir”, sagði Kolbeinn. Framarar byrjuðu leikinn af fitonskrafti og var greinilegt á leik þeirra að þeir ætluðu sér sig- ur hvað sem það annars myndi kosta. Brazy skoraði fyrstu stigin úr vitaskotum og i kjölfarið fylgdu mörg stig frá honum og fé- lögum hans. Þegar fyrri hálf- leikurinn var rúmlega hálfnaður var staðan orðin 27:10 Fram i vil og enn siðar komst Fram i 35:14, gifurlegir yfirburðir og allir héldu að Framarar myndu vinna stór- sigur”. — „Astæðan fyrir þvi að við misstum þetta mikla forskot niður var sú að minir menn fóru að taka ótimabær skot sem ekki rötuðu rétta leið. Þá gekk þeim erfiðlega á timabili að losa sig við knöttinn. Þeir áttu i erfiðleikum með taugaspennuna sem rikti en ég var þó aldrei hræddur um úr- slit leiksins. Ég vissi alltaf að við myndum vinna”, sagði Kolbeinn eftir leikinn. Staðan i leikhléi var 38:26 Fram i vil og virtust KR-ingar þá vera að koma meir og meir inn i leik- inn.Sú varðlika á raunin i byrjun siðari hálfleiks. Þegar 8 minútur voru liðnar af hálfleiknum var staðan orðin 46:43, aðeins þriggja stiga munur og allt gat skeð að þvi er virtist. En þá tóku Fram- arar mikinn sprett og löguðu stöðu sina i 56:47 og þá voru 7 minútur til leiksloka. En KR-ing- ar létu ekki deigan siga. Minnk- uðu muninn i 3stig 64:61 og þá var rúm minúta til leiksloka. Þá komst hinn ungi og efnilegi Páll Kolbeinsson inn i' sendingu Fram- ara og skoraði auk þess að brotið var á honum og til góða hlotnað- ist honum eitt vitaskot. Hann gat þvi jafnað leikinn fyrir KR þegar 37 sekúndur voru til leiksloka en taugar þessa unga leikmanns reyndust ekki nægilega sterkar. Hann hitti ekki úr vitaskotinu og Val Brazy skoraði góða körfu fyrir Fram 66:63 þegar 16 sekúndur voru til leiksloka. Jón Sigurðsson gat minnkað muninn i eitt stig stuttu seinna en hitti að- eins úr öðru vitaskotinu af tveim- ur. Simon skoraði 68:64 fyrir Fram og siðasta orðið átti Kristján Oddsson er hann skoraði tvö siðustu stig KR úr vitaskotum þegar leiktiminn var þvi sem næst liðinn. Sigurinn hafnaði þvi hjá Fram og fögnuður þeirra i leikslok var mikill. Liðin Leikurinn sem slikur var dæmi- gerður úrslitaleikur. Mikil tauga- spenna hjá leikmönnum beggja liða og mátti vart á milli sjá hjá hvoru liðinu hún var meiri. Framarar börðust þó betur, skörtuðu meiri leikreynslu en KR-ingar sem léku án Agústs Lindal sem er meiddur. Simon átti stórkostlegan leik fyrir Fram, sérstaklega i fyrri hálf- leik, þegár hann barðist sem óður væri, getan var fyrir hjá pilti og útkoman úr þessu tvennu getur ekki orðið önnur en mjög góður leikur. Þá var Val Brazy frábær. Skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst, 9 i vörn og eitt i sókn. Skotnýting hans 25:11 sem gerir 44%. Þor- valdur fyrirliöi Geirsson var einnig góður og hvatti sina menn óspart. Nokkrar körfur hans voru sérlega glæsilegar. Þeir Viðar og Ómar áttu einnig m jög góöan leik þótt báðir hafi leikið betur. Simon var næststigahæstur Framara með 16 stig, Þorvaldur 10 og Við- ar 8 stig. Ungu leikmennirnir i KR og þá sérstaklega þeir Páll Kolbeins- son, Birgir Michaelsson og Guð- jón Þorsteinsson geta verið ánægðir með sina frammistöðu i þessum fyrsta alvöruleik sinum. Þessi leikur var mikill sigur fyrir þá og sannar að framtiðin er björt. Páll skoraði 6 stig og gerði vart mistök i leiknum, Guðjón barðist eins og tvö ljón og aðall hans var góður varnarleikur og útsjónarsamar blokkeringar fyrir samherja sina. Birgir kom vel út i vörn og sókn, skoraði 10 stig og mistökin voru afar fá. Stewart Johnson má muna sinn fifil fegri. Fyrri hálfleikurinn var hrein martröð fyrir hann. Þau eru teljandi á fingrum annarrar handar skotin i fyrri hálfleik sem rötuðu rétta leið og var óhittni hans einstök. En hann tók sig á i siðari hálfleik og náði þá að rétta við nýtingu sina og það var ekki að sökum að spyrja, KR-ingar efldust. allir og komust inn i leik- inn eins og sagt er. Jón Sigurðs- son lék vel að venju og skoraði 13 stig en Stewart var stig'ahæstur, skoraði 25 stig. Skotnýting hans 11:29 eða 38% sem ekki er nægi- lega gott. Hefði hann hitt úr 50- 60% af sinum skotum sem ekki er óvenjulegt hefðu úrslitin eflaust orðið önnur i leiknum. Þá er aðeins eftir aö geta dóm- aranna. Leikinn dæmdu þeir Sig- urður Valur Halldórsson og Gunnar B. Guðmundsson og að minu mati dæmdu þeir allt að þvi óaðfinnanlega. Frábær frammi- staða þeirra félaga i mjög svo erfiðum leik. „Byrjunin á stórveldi” • sagði Val Brazy um Fram ■ „Þetta var mjög erfiður leikur og viö áttum i vandræðum i lok- in” sagði Val Brazy erlendi leik- maöurinn hjá Fram eftir leikinn. „Við lékum mjög vel i fyrri hálfleik og það gerði útslagið með aö við unnum þennan leik. Þetta var góður leikur hjá okkur en við eigum að geta leikið betur en i þessum leik. Þetta hefur verið mjög gott hjá Fram i vetur, Reykjavikurmeistarar, bikar- meistarar og silfurverölaunin i deildinni. Þetta er byrjunin hjá Frám sem stórveldi i körfuknatt- leiknum. Það hefur verið mjög gaman að vera hérna og strákarnir hafa gert góða hluti, gert það sem ég ætlaöist til af þeim”. Við spurðum Brazy hvort hann yrði áfram hjá Fram ef erlendir leikmenn yrðu hér næsta ár? „Það getur verið möguleiki á þvi, en ennþá hefur ekkert verið ákveðið. Ég vil frekar biða og sjá til og athuga minn gang heima fyrir fyrst, það liggur ekkert á”. röp-. „Seinir í gang” •sagdiJón Sigurdsson ■ „Þetta er með betri bikarúr- slitaleikjum sem ég hef tekið þátt i”, sagði Jón Sigurðsson fyrirliði KR eftir leikinn. „Við vorum allt of seinir i gang, við vorum of seinir að breyta um varnartaktik hjá okkur. Mér finnst Fram og KR vera tvö jafn- bestu liðin i körfuknattleiknum i dag. Fram náði góðri forystu i upphafi og það var engin tauga- veiklun hjá þeim. En það var mjög gott hjá okkur að vinna upp 21 stigs forystu Framara og undir lokin gat sigurinn lent hvoru megin sem var. Þá var ég ósáttur við hve mikils ósamræmis gætti i dómgæslunni, án þess þó að þaö hallaði á annaö liöið. Ég óska Frömurum til hamingju með þennan sigur og titilinn”. röp-. „KR-ingar erfiðir,, • sagði Símon Ólafsson ■ „Það er ekki laust viö að maður sé þreyttur”, sagði Simon ólafsson er við ræddum við hann eftir leikinn. „Það var erfitt að eiga við KR-ingana og þó aö okkur hafi tekist að ná góðri forystu þá eru þeir þekktari fyrir annað en aö gefast upp. Forystan sem við náöum i fyrri hálfleik held ég að hafi gert útslagiö með aö okkur tókst að sigra. Ég haföi alltaf trú á þvi frá upphafi leiksins aö við myndum vinna KR-ingana. En undir lokin þá gat sigurinn lent hvoru megin sem var”. röp-. „Fram átti þetta skilið” • sagði Einar Bollason ■ „Þetta var hörkugóður leikur, KR-ingarnir voru hreinlega ekki tilbúnir i fyrri hálfleik, þeir voru óöruggir og slappir”, sagði Einar Bollason eftir leikinn. „Þó finnst mér aö KR-ingarnir eigi hrós skiliö fyrir þann leik sem þeir sýndu er þeir unnu upp 21 stigs forskot Framaranna. Fram átti þennan sigur skiliö og ég vil óska þeim innilega til hamingju meö þennan titil. röp-. -SK/RÖP- ■ KR-ingar urðu bikarmeistarar i Meistaraflokki kvenna eftir að hafa sigrað lið ÍS i spennandi úrslitaleik I Laugardalshöll i gærkvöldi 58:51. Staðan i leikhléi var 17:15 KR I vil. KR-stúIkurnar urðu einnig islands- meistarar sem kunnugt er og þar var erkióvinurinn einnig lið ÍS A þessari mynd Róberts fagna nokkrar af yngismeyjunum úr KR unn- um sigri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.