Tíminn - 26.03.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.03.1982, Blaðsíða 7
rfkisfjölmiðlanna 7 Leikfélag Reykjavik- ur: Þrjár vinsælar hætta. ■ Um helgina eru allra siðustu sýningar á þremur leikritum hjá L.R., reviunni Skornum skömmtum, Rommi og Ofvitan- um. 1 kvöld er siðasta sýning á Ofvitanum sem hefur verið sýndur 191 sinni, er sýningin þar með komin i hóp allra vinsæl- ustu sýninga L.R. frá upphafi. Hlutverkaskipan i Ofvitanum hefur verið svo til óbreytt frá upphafi, þó hefur Aðalsteinn Bergdal leikið hlutverk Rögn- valds i vetur og siðustu vikurnar hefur Kjartan Ragnarsson farið með hlutverk Þorleifs i stað Hjalta Rögnvaldssonar. 1 hlut- verkum Þórbergs eru sern fyrr Jón Hjartarson og Emil Guð- mundsson. Á laugardagskvöldið er leikrit Kjartans,,Jói” sýnt i 54. skipti. Þar eru í stærstu hlutverkum Hanna Maria Karlsdóttir, Sigurður Karlsson og Jóhann Sigurðsson sem öll voru hlaðin lofi fyrir leik sinn á sinum tima. Viðtökur áhorfenda á sýningum eru ætið með allra besta móti. A laugardagskvöldið er svo allra siðasta miðnætursýningin i Austurbæjarbiói á reviunni Skornum skömmtum eftir Jón Hjartarson og Þórarin Eldjárn en hún hefur verið sýnd þar i allan vetur við mikla aðsókn. A Sunnudagskvöldið er svo allra siðasta sýning á banda- riska leikritinu Rommi eftir D.L. Coburn sem þau Gisli Hall- dórsSon og Sigriður Hagalin leika af alkunnri snilld. Leik- stjóri jþeirrar sýningar er Jón Sigurb|örnsson sem nú er að leggja siðustuhönd á næstu sýn- ingu Leikfélagsins ,,Hassið hennar 'mömmu” eftir Darió Fó. Frumsýningin verður fjórða april. Þjóðleikhúsið ■ Mjög góð aðsókn hefur verið að Þjóðleikhúsinu undanfarið og fjölbreytt úrval af góðum sýn- ingum i gangi. Sögur úr Vínarskógi eftir ödön von Horváth verður sýnt á föstudagskvöld, en sýning þessi hefur fengið frábæra dóma og vakið athyglifyrir hversu brýnt erindi verkið á við okkar sam- tið. Hér er á ferðinni fyndin og miskunnarlaus lýsing mannlifs og tiðaranda á timum upplausn- ar og rótleysis. — Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson og leik- mynd og búningar eftir Alistair Powell. Annað merkilegt mið- evrópskt leikrit er Kisuleikur á Litla sviðinu. A þvi er sýning kl. 16.00 siðdegis á sunnudag, en slikar eftirmiðdagssýningar hafa mælst vel fyrir og jafnan verið uppselt á þær. Amadeus eftir Peter Shaffer nýtur mikilla vinsælda. Morð- sagan i æðra veldi. Var Mozart myríur? Róbert Arnfinnsson leikur öfundarmanninn Salieri, en Sigurður Sigurjónsson er Mozart. Verkið verður sýnt á laugardagskvöld. Giselle, ballettsýningin sem Anton Dolin og John Gilpin svið- settu fær hástemmt lof allra gagnrýnenda og þykir Islenski dansflokkurinn vinna stóran listsigur. Asdis Magnúsdóttir er Giselle, en Per Arthur Seger- ström, aðaldansari Svia, dansar hlutverk Albrechts. Segerström hefur vakið athygli viða um lönd fyrir túlkun sina á hlutverkinu og er sömu sögu af þvi að segja hérlendis auk þess sem hann vakti ómælda aðdáun allra sem sáu er hann tók fyrirvaralaust við þegar Helgi Tómasson meiddist. Nú fer hver að verða siðastur að sjá sýninguna, þvi Segerström hverfur fljótlega af landi brott. Gosi er alltaf jafn vinsæll og hafa yfir 12000 áhorfendur séð sýninguna á 25 sýningum. Tvö tækifæri gefast til þess aö kynn- ast Gosa og ævintýrum hans nú um helgina, á laugardag og á ■ Brúöuleikhúsmaðurinn Erik Bass verður gestur brúðuleikhús- hátfðarinnar sem fram fer á Kjarvalsstöðum. sunnudag og hefjast sýningarn- ar klukkan 14.00 báða dagana. Brúðuleikhúshátið ■ Brúðuleikhúshátiðin að Kjarvalsstöðum, sem forseti ís- lands frú Vigdis Finnbogadóttir opnaði fyrir viku, lýkur nú um helgina. Dagskráin siðustu dag- ana verður fjölbreytt og ættu þar flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Helst er að geta ánægjulegrar heimsóknar Bandarikjamanns- ins Eric Bass sem sýnir hér leikritið „Haustmyndir”. Verk- ið er i þrem þáttum, sem allir fjalla um dauðann. Eric Bass er vel þekktur um öll Bandarikin, en auk þess hefur hann sýnt i Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Hann er allt i senn leikritahöfundur, stjórnandi, leikari. Sýningar hans verða á föstudag (I dag) kl. 20.30 og laugardag kl. 16.00 og eru vel við hæfi fullorðinna.Kynnir er Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Aföstudagkl. 11.00 og 14.30 og á laugardag kl. 14.30 sýnir Leik- brúðuland „Hátið dýranna” og „Eggið hans Kiwi” eftir þær Hallveigu Thorlacius og Helgu Steffensen, en ásamt þeim ljá leikarar brúðunum raddir sin- ar. Þessir þættir hafa i vetur verið á verkefnaskrá Leik- brúðulands og eru þetta siðustu sýningar á þeim. Á sunnudag sýnir Leikbrúðu- land þrjár þjóðsögur: „Gipa, Atján barna faðir i álfheimum og Púkablistran”. Þessar þjóð- sögur voru frumsýndar við opn- un Brúðuleikhúshátiðarinnar og eru eftir Bryndisi Gunnarsdótt- ur, Helgu Steffensen, Hallveigu Thorlacius og Ernu Guðmars- dóttur. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Fjöldi kunnra leik- ara ljá brúðunum raddir sinar. Sama dag kl. 16.00 sýnir Leik- brúðuland i kaffistofu Kjarvals- staða leikritið „Krakkarnir i götunni”, fræðslusýningu um fötlun. Islenska Brúðuleikhúsið (Jón E. Guðmundsson) sýnir „Gamla konan” og „Kabarett” á sunnudag kl. 16.00. Þessir þættir voru frumsýndir á Brúðuleikhúshátiöinni. Kynnir á sýningunni er Sigriður Hannesdóttir. Alþýðuleikhúsið ■ Leikritið DonKikóti eða Sitt- hvað má Sanki þola verður sýnt i Alþýðuleikhúsinu á föstudags og sunnudagskvöld klukkan 20.30. Don Kikóti var frumsýnd- ur um siðustu helgi og hefur hann hlotið frábæra dóma, bæði gagnrýnenda og leikhúsgesta. En allt um það, þótt Don Ki- kóti og Sankó Pansa séu ótæm- andi brunnur heimspekilegra vangaveltna um eðli mannsins, eru þeir lika skiljanlegir hverju barni. Svo einföld og svo marg- brotin, svo hlægileg og svo sorg- leg er sagan af þeim félögum að allir geta notið hennar, skilið hana og hlegið að henni. Karl Guðmundsson þýddi þessa leik- gerð James Saunders á Don Ki- kóta. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikmynd, bún- inga og grimur gerði Messiana Tómasdóttir, tónlist er eftir Eggert Þorleifsson en lýsingu stjórnar David Walters. Leik- endur eru Arnar Jónsson, Bjarni Ingvarsson, Öorgar Garðarsson, Eggert Þorleifs- son, Guðmundur ólafsson, Helga E. Jónsdóttir og Sif Ragnhildardóttir. Elskaðu mig — i sið- asta sinn ■ Á laugardagskvöldið eru sið- ustu forvöð að sjá hið umtalaða leikrit Vitu Andersen „Elskaðu mig” i Alþýðuleikhúsinu, Hafnarbiói. Leikritið hefur ver- iðsýnt við mikla aðsókn frá þvi i haust, en nú er Alþýðuleikhúsið að leggja afstað með það i leik- för um landsbyggðina. Fyrir skömmu var Elskaðu mig sýnt á Sólrisuhátið á Isafirði, en næstu sýningar utan Reykjavik- ur verða á mánudag kl. 15.00 og 20.30 i Selfossbíói á vegum Fjöl- brautarskóla Selfoss. Elskaðu mig fékk á sinum tima mjög lofsamleg ummæli gagnrýnenda og þykja þau Arn- ar Jónsson og Tinna Gunnlaugs- dóttir, sem fara með hlutverkin tvö i leiknum fara á miklum kostum. Eggert Þorleifsson hef- ur samið og flytur tónlistina i leikritinu, en aðrir, sem að sýn- ingunni standa eru Bjarni Ingvarsson, Dóra Einarsdóttir, Grétar Reynisson og Sigrún Valbergsdóttir. Aö undanförnu hefur Pæld’i ði-hópurinn/Alþýðuleikhúsinu sýnt barnaleikritið „Súrmjólk með sultu— ævintýri i alvöru” við frábærar undirtektir. Hjá ósköp venjulegri fjöl- skyldu gerast á sunnudags- morgni mjög óvenjulegir hlutir: Fjórir litrar af mjólk hverfa, ungbarn verður fyrir göldrum, hundur talar mannamál og að lokum yfirgefur fjölskyldufaðir- inn húsið með fáránlegan kven- hatt á höfði. Að leiksýningunni lokinni er áhorfendum svo boðið að koma upp á svið og skoða sig um. „Súrmjólk með sultu” hefur nú verið sýnt yfir 30 sinnum grunnskólum Reykjavikur og einnig úti á landsbyggðinni, nú siöast i Borgarfirði og Keflavík. Almennar sýningar á verkinu eru alltaf á sunnudögum kl. 15:00 i Hafnarbiói. Súrmjólk með sultu verður á fjölum Félagsbiós i Keflavik i dag klukkan 15 og 17. Garðaleikhúsið ■ Garðaleikhúsið sýnir gamanleikinn „Karlinn kassanum” á laugardags- og sunnudagskvöld klukkan 20.30 i Tónabæ. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir og með helstu hlut- verk fara þau Magnús Olafsson, Aðalsteinn Bergdal, Guðrún Þórðardóttir og Valdimar Lárusson. Miðasalan er opin frá klukkan 17-19 á föstudag og svo frá klukkan 17 báða sýningar- dagana. Miðapantanir eru i sima 46600 allan sólarhringinn. Miðasölusiminn i Tónabæ er 35935. Beltankó kórinn úr Garðabæ kemur i heimsókn og syngur fyrir leikhúsgesti i leik- hléi, á laugardagskvöldið. — Sjó. JASS - JASS - JASS - JASS í STÚDENTAKJALLARANUM Sigurður Flosason, Tómas Einarsson og Friðrik Karlsson leika jass Stúdentakjallaranum á sunnudagskvöld frá kl. 21-23.30. Haukur Morthens rifjar upp Ijúfar endurminningar. Undirleik annast gömlu félagarnir Eyþór Þorláksson, Guðmundur Steingrímsson og Jónas Þórir. «HDT« U m ífTll Grétar Laufdal fró diskótek- inu Rocky sér um dansmús- ikina í sal Disco 74. Snyrtilegur klæðnaöur. ; _ Simi: 86220 Borðapantanir 85660 Sími25700 Vetrarverð okkar hafa sjaldan verið hagstæðari. Eins manns herbergi með sturtu kostar aðeins kr. 248,- og tveggja manna herbergi með sturtu aöeins kr. 325.-. Ný og glæsileg gestamóttaka, setustofa og Piano Bar. Föstudagur 26. mars 1982

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.