Tíminn - 27.03.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.03.1982, Blaðsíða 2
Laugardagur 27. mars 1982 2 ______________________________gmmm fspegli timans Umsjón: B.St. og K.L. ■ Fyrirmyndin... Bráðum geta allir eignast sína eigin Brooke ■ Þó að Brooke Shields sé enn ung að árum, ekki nema rétt 16 ára, þykir hún sýna þó nokkurt peningavit. Reyndar á hún hauk í horni þar sem mamma hennar er, en hún hefur hönd í bagga með öllu því sem dóttir hennar tekur sér fyrir hendur. Nýjasta tiltæki þeirra mæðgna er innrás á leikfanga- markaðinn. Þegar Brooke var búin að vekja á sér ærna at- hygli í kvikmyndun- um Bláa lónið og ,, Endless Love" og þá ekki síst í sjón- varpsauglýsingum, þar sem hún klædd- ist svo níðþröngum gallabuxum að sum- um þótti nóg um, þóttist hugvitssam- ur leikfangasali viss um að tími væri kominn til að gefa óbreyttu fólki kost á að komast í nána snertingu við Brooke Shields. Handhægasta og eðlilegasta aðferðin væri sú, að setja á markað brúður í mynd Brookes, svona svipaðar og þær vinsælu Barbie og Cindy, sem hafa verið eftirlæti margra víða um heim árum saman. Þær mæðgur voru strax með á nótun- um og senn rennur upp sú stund, að tvær milljónir Bandaríkjamanna eiga þess kost að eignast sína eigin Brooke Shields! I vasa Brookes renn- ur ein milljón doll- ara fyrir að leyfa útgáfu brúðanna. .Trojuhesturinn” I Karlsruhe hélt upp á afhjúpun slna meö pomp og prakt og prumpi. ALGJORT PRUMP ■ Myndastytta af hesti eftir Jurgen Goertz gaf frá sér gufustrók ásamt búkhljóöum á heldur óvenjulegan hátt af myndastyttu aö vera dag- hjúpaöur fyrir utan Borgarleikhúsiö i Karls- ruhe i Þýskalandi. Hesturinn er þrlfættur, koparhúöaöur og einnig geröur úr bronsi og plasti inn sem hesturinn var af- og var hann útbúinn af leiksviösmanni meö til- færingum til þess aö gefa frá sér reyk og gufu. Þeg- ar svo styttan var af- hjúpuö sá leikhúsmaöur- inn um aö allt færi i gang og þá var þessi mynd tek- in. Ahorfendur uröu steinhissa, en skemmtu sér prýöilega yfir þessari nýlundu. Hesturinn var strax á staönum skírður „Trojuhesturinn”. Fólk haföi litlar mætur á lista- verkinu i fyrstu en nú segjast vegfarendur kunna vel viö þaö á þess- um staö. Hún er i „fiskamerkinu” og þess vegna... Hún á sinn eigin kastaia... og ber hann með sér. Segja má að kjötkveöjuhá- tíðin stígi þeim til höfuðs ...og eftirmyndin ■ Hugmyndaflugiö fékk byr undir báöa vængi, þegar úrvals föröunar- meistarar frá leikhúsum og áhugamenn i faginu kepptu um frumlegustu og sérkennilegustu „ævintýra-grimuna” ásamt viöeigandi höfuö- búnaöi. Sú sem keppti fyrir Nurnberg i Þýskalandi var i fiskamerkinu og var auðsýnilega „aö fiska eft- ir gullhömrum”, en hún haföi sjá varfisk á höföi og var máluð og hreistruö i framan. Aöaikeppinautur henn- ar um verölaunin haföi heilan kastaia á höföi meö varöturnum og öllu tilheyrandi og var þaö mjög tignarlegt á aö lita. Þekkir þú mann- inn? ■ Þekkirðu þetta andlit? Unglingur- inn á myndinni er fæddur 1941 í Ástra- líu. Hann fluttist með foreldrum sín- um til Englands þegar hann var tíu ára gamall. Og hér skilur á milli hans og Gibbbræðra. Hann þótti snemma stóref nilegur á gítarinn og var sett- ur til náms í þeim fræðum og árangur- inn var orða breska heimsveldisins, hon- um veitt 1980. Og þar lá að, auðvitað John Williams! Shields

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.