Tíminn - 27.03.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.03.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. mars 1982 5 erlent yfirlit ■ Ernst Al- brecht (lengst til v.) keppti við Franz Josef Strauss sem kanslaraefni f y r i r þi n g - kosningarnar 198«, en beið ósigur þá. Hann þy k i r h a f a styrkt stöðu sina mikið við kosningasigur- inn á sunnudag- inn. Græningjar efl- ast íÞýskalandi Verða þeir fjórði þingf lokkurinn? ■ KOSNINGAR i Vestur-Þýzka- landisem hafa farið fram á þessu ári, virðast benda til þess, að eftir næstu þingkosningar þar, sem eiga að fara fram 1984, muni verða fjórir flokkar á þinginu i Bonn i stað þriggja nií. Það er flokkur svokallaðra græningja eða umhverfis- verndarmanna, sem er liklegur til að verða fjórði flokkurinn á þinginu i Bonn eftir næstu kosningar. Þetta gæti haft sögulegar af- leiöingar. Græningjar virðast lik- legir til aö taka aðalfylgi sitt frá sósialdemókrötum. Sósialdemó- kratar myndu sennilega tápa svo miklu fylgi að eftir það væri sam- starf þeirra og frjálsra demó- krata Ur sögunni. Tilkoma græningja gæti orðið vatn á myllu kristilegra demó- krata og gæti jafnvel tryggt þeim meirihluta á þingi. Þó myndi þaö siður verða, ef græningjar fengju þingmenn kosna. Þá gætu græn- ingjar fengið oddastöðu á þingi. Stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka og græningja er litilokað. Græningjar eru andvig- ir Nató og sósialdemókratar hafna öllu samstarfi við þá. Liklegast yrði undir þessum kringumstæðum, að kristilegir demókratar og frjálsir demókrat- ar mynduðu stjórn saman, ef kristilegir demókratar fá ekki meirihluta á þingi. Sumar heimildir gefa til kynna, að Franz Josef Strauss vilji ekki Utiloka þann möguleika að kristi- legir demókratar og sósialdemó- kratar myndi stjórn saman eins og var á árunum 1966-1969. Slik stjómarmyndun er þó ósennilegri nú, þar sem vinstri armur sósialdemókrata er óliklegur til að sætta sig viö þetta. A ÞESSU ARI hafa farið fram sveitarstjórnakosningar i Slés- vik-Holtsetalandi og fylkisþings- kosningar f Neðra-Saxlandi. Úrslit sveitarstjórnakosning- anna i Slésvik-Holtsetalandi, sem fóru fram fyrir nokkrum vikum, uröu þau að sósialdemókratar biðu mikinn ósigur. Þeir fengu 34,5% greiddra atkvæða i stað 40,5% i' kosningunum 1978. Frjálsir demókratar urðu fyrir smávegis tapi. Þeir fengu nU 6,8% greiddra atkvæða I stað 7,3% i kosningunum 1978. Þvi fór hins vegar fjarri að Kristilegi flokkurinn græddi til- svarandi. Hann fékk nU 50,1% greiddra atkvæða i stað 49,2% árið 1978. Græningjar þrefölduðu fylgi ■ Stoltenberg sitt. Þeir fengu 3% greiddra at- kvæða nU en fengu 1% árið 1978. I ýmsum sveitarfélögum fengu þeir meira en 5% greiddra at- kvæða og tryggðu sér með þvi fulltrUa I viðkomandi sveitar- stjórnum. Fréttaskýrendur telja að fylgi græningja i Slésvik-Holtsetalandi sé raunar meira ef á reyndi I þingkosningum. Viða buðu fram smáflokkar sem standa mjög nærri græningjum. 1 raun megi áætla að græningjar og liklegir bandamenn þeirra hafi fengið 6,6%. Til þess að fá mann kjörinn i þingkosningum þarf flokkur að fá minnst 5% greiddra atkvæða. ÚRSLITIN I Slésvik-Holtseta- landi uröu til þess, að sósialdemó- kratar hertu mjög róðurinn i fylkiskosningunum, sem fóru fram i Neðra-Saxlandi á sunnu- daginn var. En þaö kom fyrir ekkert. Þeir töpuðu einnig 6% greiddra at- kvæða i kosningunum þar. Þeir fengu nU 36,5% greiddra atkvæða i staö 42,2% árið 1978. Kristilegir demókratar bættu við sig fylgi en ekki að sama skapi. Þeir fengu 50,7% en fengu 48,7% I fylkiskosningunum 1978. Frjálsir demókratar bættu heldur stöðu sína og komust nU i fyrsta sinn yfir 5%-markið og fengu því 10 fulltrUa kosna á fylkisþingið. Það voru þó græningjar sem báru mestan sigur af hólmi. Þeir fengu sáralitið fylgi 1978. NU komust þeir upp fyrir frjálsa demókrata og fengu 11 fulltrUa kjörna. Þetta er i fyrsta sinn, sem þeireignast fulltrUa á fylkisþingi. Sigurvonir græningja i næstu þingkosningum byggjast ekki eingöngu á þvi aö fylgi þeirra sjálfra sé aðeflast. Viöhlið þeirra hafa risiö upp nokkrar smáflokk- ar sem þykja liklegir til að gera við þá bandalag i þingkosningun- um. 1 hópi þeirra flokka er m.a. ný- stofnaður sósialistaflokkur. Stofnendur hans eru tveir þing- menn sem nýlega voru reknir Ur þingflokki sósialdemókrata sök- um „vinstri villu”. Græningjar segjast tilbúnir til bandalags viö þennan flokk. Athygli beinist nú i vaxandi mæli að borgarstjórnarkosning- um i Hamborg, þar sem kristi- legir demókratar gera sér vonir um að hnekkja meirihluta sósialdemókrata i fyrsta sinn. Þessi kosning fer fram i vor. Þaðhefur vakið aukna athygli á úrslitunum i Slésvik-Holtseta- landi, að forustumaður kristi- legra demókrata þar er Gerhard Stoltenberg, sem oft hefur verið tilnefndur sem kanslaraefni flokksins. Sama gildir raunar einnig um Ernst Albrecht, sem er forsætisráðherra I Neðra-Sax- landi. Þá þykir Walther Leisler Kiep, sem er forustumaður flokksins f Hamborg, einnig koma til greina íþessum efnum, ef hann verður sigurvegari i kosningun- um. Þeir Albrecht og Kiep þykja hafa það framyfir Stoltenberg, að þeir séu alþýðlegri og afli sér meira fylgis á þann hátt. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Portoroz-mót íslandsmótið hófst f gærkvöldi ■ Samvinnuferðir-Landáyn munu, i samvinnu viö Bridge- samband Islands, efna til hóp- ferðar á alþjóðlega bridge- mótið i Portoroz, dagana 26,- 30. mai næstkomandi. Porto- roz er einn þekktasti sólbað- staður Evrópu svo spilarar geta fengið á sig smá lit miili spila. Hægt verður að dveljast á staðnum i eina eða tvær vikur eftir mót ef óskað er. Agóði af þessari ferð mun renna til landsliðs yngri spilara i'bridge en Evrópumót þess aldurshóps fer fram á ítaliu seinna i sumar. Þá munu Samvinnuferöir og BSl efna til svokallaðs Porto- roz-móts laugardaginn 3. april næstkomandi. Spilað veröur i Félagsstofnun Stúdenta og hefst spilamennska kl. 13.00. Þátttaka er takmörkuð við 40 pör. Spilaöur verður Baro- metertvimenningur, 13 umferðir meö 3 spilum á milli para og keppnisgjald verður kr. 300 á par. 1 verðlaun verða: 1. Ferðir og uppihald i viku á bridgemótið i Portoroz 26.-30. mai 1982 fyrir 2. 2. Flugfarfyrir 2 til Toronto. 3. Ferðaúttekt fyrir kr. 5000. Upplýsingar um hópferðina veita Samvinnuferöir og Bridgesamband íslands, en viö skráningu i Portorozmótið tekur Guðmundur Sv. Hermannsson isima 18350 eða Peningar i TBK Fimmtudagana 1., 15. og 29. april svo og 6. mal verður spiluð tvimenningskeppni hjá félaginu þar sem hvert kvöld er sjálfstætt. Veitt verða peningaverðlaun bæði fyrir hvert kvöld og einnig fyrir bestan árangur öll kvöldin fjögur. Væntanlegir þátttak- endur geta skráð sig i sima 19622 (Auðunn) eða 44988 (Sig- fús). I fyrrakvöld lauk Baró- meterkeppni félagsins með sigri Ingólfs Böðvarssonar og Braga Jónssonar og hlutu þeir 100 stig. I næstu sætum komu Auðunn Guðmundsson og Guðmundur Eiriksson með 97 og þá Hróðmar Sigurbjörns- son og Haukur Sigurösson með 88. Reykjanes Sveit Aðalsteins Jörgensens varð Reykjanesmeistari i sveitakeppni, en spilaö var dagana 6-8. mars s.l. I sveit Aðalsteins eru auk hans As- geir P. Asbjörnsson, Georg Sverrisson, Rúnar Magnús- son, Stefán Pálsson og Ægir Magnússon. Annars urðu úr- slit mótsins: 1. Aðalsteinn Jörgens...148 1. Armann J. Láruss.....144 3. Ester Jakobsd........129 4. ÞórirSveinsson.......121 5. GuðniÞorsteinss......118 24371. Spilað um landsliðs- sæti Fyrirhugað er að halda landsliöskeppni i byrjun mai vegna þátttöku Islands i Norðurlandamóti, opnum flokki. Keppnisformiö veröur sveitakeppni, i 4ra manna sveitum. Þær sveitir sem hafa áhuga á að taka þátt i þessu móti eru beðnar um aö hafa samband við BSl fyrir 15. april. Spilurum er bent á aö meö þvi að taka þátt i' lands- liðskeppninni hafa þeir skuld- bundið sig til að spila á Noröurlandamótinu sé þess óskaö. Einmenningur hjá BR Stjórn félagsins hefur á- kveðið aö gera þá breytingu á fyrirhugaðri dagskrá, að i stað Butler keppni, sem var á dag- skrá 14. april, 28. april og 5. mai veröur haldin ein- menningskeppni þessa sömu daga, þar sem keppt verður um farandbikar, en þann bik- ar gaf Bridgefélag kvenna félaginu I tilefni af 40 ára af- mælinu.Nokkuð langt er sfðan einmenningskeppni hefur verið á dagskrá hjá félaginu og er þess vænst, að félags- menn taki þessari nýbreytni vel. Að loknum 9 umferðum I sveitakeppni með 7 spila leikjum hefur sveit Siguröar B. Þorsteinssonar náö tals- verðu forskoti og er ljóst, aö erfitt veröur að ógna sigri þeirra héðan af. Röð efstu sveita er annars þessi: SigurðurB. Þorst.son.....149 Karl Sigurhjartarson.....124 Armann J. Lárusson.......110 Simon Simonarson ........106 Aðalsteinn Jörgensen .... 98 Þórarinn Sigþórsson ..... 95 Björn Halldórsson........ 90 Siðustu fjórar umferðirnar veröa spilaðar n.k. miðviku- dag i Domus Medica kl. 19.30 stundvislega. íslandsmótið Undankeppni Islandsmóts- ins hófst i gærkvöldi. 24 sveitir spila i 4 riðlum, þrir á Hótel Loftleiðum og einn á Akureyri. í dag verða spilaðir 2 leikir og 2 á morgun. Tvær efstu sveitirnar i hverjum riðli komast áfram i úrslitin, sem spiluð verða um páskana. Þórarinn stórmeistari Hinn kunni spilari Þorarinn Sigþórsson hefur náö fyrstur Islendinga þeim merka á- fanga að verða útnefndur stór- meistari i bridge. Slíkum á- fanga nær spilari með 500 gull- stiga markinu. Blaöið óskar Þórarni til hamingju með verðskuldaðan titil. BK Sveit Armanns hefur svo til tryggt sér Kópavogsmeistara- titilinn I ár, þegar ein umferð er eftir af keppninni. Staðan er: 1. Armann J. Lárusson ....154 2. Aðalsteinn Jörgensen ... 130 3. Ómar Jónsson .........124 4. ÞórirSigursteinsson ....112 5. Sævin Bjarnason....... 98 6. GIsliTryggvason ...... 96 Siðasta umferðin verður spiluð n.k. fimmtudag. Keppnisstjóri er Sigurjón Tryggvason. Skagfirðingar Sigurvegarar i Barometer keppni deildarinnar eru Guðmundur Aronsson og Sigurður Amundason, eftir mjög góðan endasprett hlutu þeir 199 stig. 1 næstu sætum komu Garöar Þórðarson og Guðmundur Ó. Þórðarson með 188 og þá Óli Andreasson og Sigrún Péturs- dóttir meö 175. Þriöjudaginn 30. mars hefst fjögurra kvölda „Butler”. Nýir spilarar tilkynni sig i tima til Sigmars Jónssonar i sima 12817 og 16737. Keppnisst jóri verður Guömundur Kr. Sigurösson. Magnús Ólafsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.