Tíminn - 27.03.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.03.1982, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. mars 1982 7 liU'iitilí á vettvangi dagsins KIARNORKUELDFLAUGAR A SKIPUM OG KAFBATUM GETA LEYST ELDFLAUGAR I EVROPU AF HOLMI Styrkur ftiandaríska flotans verður stóraukinn á næstu árum ■ Verður NorBur-Atlantshafiö og þar með hafið umhverfis ísland, nýr skotpallur fyrir eldflaugar sem borið geta kjarnorkuvopn? Ráðamenn í Bandarikjunum og hjá NATO hafa ihugað þennan möguleika vandlega, ekki sist vegna hinnar sivaxandi andstöðu gegn kjarnorkuvopnum i Vestur- Evrópu. Aukinn styrkur hinnar svokölluðu friðarhreyfingar i Evrópu og andstaðan gegn stað- setningu nýrra langdrægra og meðallangdrægra eldflauga með kjarnaoddum, m.a. i Hollandi og Vestur-Þýskalandi, gæti orðið til þess að þessum eldflaugum yrði i auknum mæli komið fyrir um borð i skipum og kafbátum. Þessar upplýsingar koma m.a. fram i skýrslu sérstakrar nefndar um kjarnorkuvopn i Evrópu, til þeirrar nefndar bandarisku öld- ungadeildarinnar sem hefur með samskipti við erlenda aðila að gera, en Timinn hefur auk þess fengið hluta þessara upplýsinga staðfestan f samtölum við hátt- setta embættismenn i Washing- ton. Þáttur Helmut Schmidt 1 skýrslu nefndarinnar segir að sökum vaxandi andstöðu gegn staðsetningu eldflauga á landi, hafi áhugi farið vaxandi á því að staðsetja slikar eldflaugar á hafi úti. Minnst er á fyrri hugmyndir i þessu sambandi og þess getið að þá hafi verið talið mun betra að staðsetja eldflaugarnar á landi, bæði út frá hernaðarlegum og pólitiskum sjónarmiðum. Vitnað er í aðsamkvæmt upplýsingum v- þýskra yfirvalda, þá hafi Helmut Schmidt, kanslari V-Þýskalands, lagt á það þunga áherslu aö þessi mál væru könnuð ofan i kjölinn, en Schmidt mun hafa haft áhyggjur vegna vaxandi and- stöðu gegn kjarnorkuvopnum heima fyrir. Niöurstöður þeirrar athugunar sem gerð var, leiddi sem fyrr segir i ljós að ekki væri nógu heppilegt að staðsetja eld- flaugarnar á hafi úti, m.a. vegna þess að áhrif sllkra eldflauga staðsettra á landi væru miklu meiri. — Sovéskir ráðamenn þyrftu ekki að gera sér grillur um að kjarnorkuárás á eldflauga- stæði á meginlandi Evrópu, yrði ekki svaraðá sama háttaf NATO. önnur atriöi sem fundin voru eldflaugum staðsettum á hafi úti til foráttu voru m.a. þau að flaug- ar á landi væru mun virkari og eins væri erfiðara að stjórna eld- flaugunum frá skipum og kafbát- um. Upp gætu komið stjórnunar- vandamál, ef yfirmenn skipa og kafbáta væru ekki bandariskir og eins var bent á að búast mætti við kröftugum mótmælum er skip eða kafbátar með kjarnorkueld- flaugum kæmu til hafna i Evrópu og viðar. Eftir mótmælaaðgerðirnar að undanförnu i Evrópu má búast við þvi að eldflaugar á hafi úti þyki I dag fýsilegri kostur, en þegar þessi mál voru til umræðu fyrir nokkrum árum. „Raunhæfur möguleiki” — Ég get staðfest að þaö er rætt alvarlega um það að eldflaugar á skipum og kafbátum, geti leyst eldflatgar á landi að einhverju leyti af hólmi, segir Ken Myers, einn yfirmanna Center for stra- tegic and international studies við Georgetown-háskólann i Ken Myers hjá Center for strategic and international studies Washington, en einn aöalráðgjafi þessarar stofnunar er Zbigniew Brzezinski, fyrrum aðalráögjafi Carters Bandarikjaforseta. My- ers, sem hefur komiö oft til Is- lands og m.a. eytt sumarleyfi sinu hér með fjölskyldu sinni, segir að eldflaugar á hafi séu raunhæfur valkostur sem ekki megi lita fram hjá. — Þaö eru fyrirhugaðar breytingar á varnarkerfi Vesturveldanna, seg- ir Mayers, en bætir þvi við að hann geti ekki sagt til um hvaða áhrif þaðkunni að hafa á Island. —Þaðerekkertleyndarmál, að þessi stjórn sem nú situr aö völd- um ætlar sér að auka styrk bandariska flotans mjög veru- lega, bæði á N-Atlantshafi og ann- ars staöar, segir John Lellen- burg, yfirmaöur i málefnum NATO I bandariska varnarmála- ráðuneytinu (Pentagon) og sér- fræðingur i þeim málum sem lúta að N-Atlantshafssvæöinu. Lellen- burg segir að yfirvöld hermála I Bandarikjunum, fylgist mjög ná- iö meö framvindu mála á haf- svæðinu fyrir norðan Island, sér- staklega á svæðinu milli Jan Mayen, Svalbarða og Noregs. — Atlan tshafsfloti Sovétmanna og flotastöðin á Kola-skaganum, er eina alvarlega ógnin sem við þurfum að hræðast á sjó. Bæði Svartahafs- og Balkanfloti Sovét- manna er tiltölulega hættulaus og það yrði ekki mikið vandaverk að loka hann inni, segir Lellenburg. 3000-4000 nýjar eldflaug- ar til flotans Það er greinilegt að Lellenburg fer ekki með neitt fleipur þegar hann segir að styrkur bandariska flotans verði aukinn verulega. Samkvæmt skýrslu hinnar sér- stökunefndar um kjarnorkuvopn i Evrópu, hefur verið gerð áætlun fyrir flotann sem miðar að þvi að komiö verði fyrir á milli 3000 og 4000 nýjum eldflaugum um borö i skipum og kafbátum. Eru þetta venjulegar meðallangdrægar (700-1100 milur) eldflaugar, sem hægt er að nota til að granda óvinaskipum og gera árásir á stöðvar á landi. Verður byrjað að koma þessum eldflaugum fyrir á næsta ári og i athugun er að nota einnig eldflaugar með kjarnaodd- um. Robert Bell, sem er einn starfs- manna nefndar þeirrar sem fer með samskipti við erlenda aðila á Robert Bell, starfsmaöur hjá bandarisku öldungadeildinni (myndir: ESE) vegum öldungadeildarinnar og jafnframt sérfræðingur I málefn- um N-Evrópu, er ekki trúaður á að eldflaugar á hafi séu til þess fallnaraðleysa eldflaugar á landi af hólmi. Bell útilokar þó enga möguleika, en bendir á að ýmsir annmarkar séu á fyrmefnda kerfinu. — Það yrðu stööugt mótmæli, þvi að þessi skip og kafbátar þurfa alltaf að leita hafnar af og til og eins yrði mjög erfitt að hafa fjarskiptasamband við kafbát- ana. Þeir verða að koma upp á yfirborðið til að hægt sé að ná sambandi við þá og þetta ,,sam- bandsleysi” held ég aö sé ekki heppilegt þegar kjarnorkuvopn eru annars vegar, segir Robert Bell og bætir þvi við að stöðugt sé leitað nýrra leiöa á hernaðarsvið- inu, þannig að þaö sem er talið óhagkvæmt I dag, geti allt eins orðiö ofan á á morgun. I banda- riska utanrikisráðuneytinu i Washington fékk Timinn þær upplýsingar að beðið væri niöur- staðna fundarins I Genf, um tak- mörkun kjarnorkuvopna, en á meöan á þeim fundi stæöi, væri engu hægt að svara til um kjarn- orkuvopn i Evrópu. Það eina sem hægt væri aö segja, væri að Bandarikin myndu gera allt til að tryggja öryggi bandamanna sinna i Evrópu og I þvi skyni yrðu öll skynsamleg ráö notuð. „Látum Evrópu lönd og leið” Fæstir búast þó við þvi að fundarhöldin I Genf beri árangur og það verður þvi raunverulega þróun mála i' V-Evrópu sem sker úrum hvort fyrirhuguðum kjarn- orkueldflaugum verður komiö þar fyrir, eða annars staðar. Seinustu atburðir, s.s. mótmæla- aðgerðirnar, sem I raun og veru er beint mót Bandarikjunum og sú staðreynd aö lönd I V-Evrópu hafa samþykkt gasleiðsluna frá Slberiu, þvert gegn vilja Banda- rikjamanna, hefur orðið til þess að ýmsum ráðamönnum I Banda- rikjunum finnst nóg um. Talað er um að Bandarlkjahatur færist i vöxt I Evrópu og þeir áköfustu ræði um þaö i alvöru á Banda- rikjaþingi að láta „hina óþægu” Evrópumenn sigla lönd og leið. — Hvers vegna eigum við að styðja varnir Evrópu, ef fólk þar vill ekki hlusta á okkur og fara að okkar ráðum, segir öldunga- deildarþingmaðurinn, Ted Stev- ens frá Alaska I samtali við norska Dagblaöið. Stevens þessi þykir valdamikill og vitaö er um fjölda þingmanna sem eru á sama máli og hann. I samtalinu við norska Dagblaðiökemur fram að Stevens hefur hugsað sér að leggja fram tillögur um að allir bandariskir hermenn verði kvaddir hám frá Evrópu og hætt verði að eyða fjármunum til varnarmála I sama heimshluta. Tillögur þessar verða þó að sjálf- sögðu aldrei samþykktar óbreytt- ar, a.m.k. ekki á meðan sama stjórn situr við völd I Washington. Búastmá þó við þvi að Stevens og félagar geti haft einhver áhrif á hve miklu fjármagni verður eytt til varnarmála i Evrópu. Ef ákveöið veröur að fækka banda- riskum hermönnum I V-Evrópu, má einnig gera ráö fyrir aö hag- kvæmara verði fyrir Bandarikja- menn að koma varnarvopnum sinum fyrir á öðrum stööum, s.s. á hafi úti. Eða eins og einn þing- maður demókrata orðaði það ný- lega, — h vaða vit er i að hafa her- stöðvariV-Evrópu, ef Sovétmenn geta hvenær sem er skrúfað fyrir ljós og hita. Atti þingmaðurinn þar við fyrirhugaða gasleiðslu sem sjá mun V-Evrópu fyrir u.þ.b. 20% af heildarorkuþörfinni. Evrópuvinir i æðstu stöðum Robert Bell, sem vitnaö er i hér að framan, er ekki trúaöur á syórnvöld I Washington hafi i hyggju að láta V-Evrópu sigla sinn sjó. Þvert á móti er Bell þeirrar skoðunar að stjórnin geri allt hvaö hún geti til að tryggja sambandið sem best. Bendir Ro- bert Bell á, að I fjármálafrum- varpi Reagan-stjórnarinnar hafi verið gert ráð fyrir stórauknum útgjöldum til hermála i V-Evrópu og hafi það verið samþykkt. Þá hafi þingið einnig samþykkt heimild til aö bæta viö tveim her- deildum i Evrópu, við þær fjórar sem þar eru fyrir, ef brýna nauö- syn bæri til. Sagði Bell jafnframt að aldrei fyrr heföu æðstu menn Bandarikjanna veriö jafn tengdir Evrópu og einmitt nú. Alexander Haig, utanrikisráðherra væri fyrrverandi yfirmaður herafia NATO i'Evrópu. Varnarmálaráð- herrann, Caspar Weinberger, væri tengdur Englandi steikum böndum og siðast en ekki sist, þá væri Lawrence Eagleburger, sem gegnt hefur starfi aðstoöar utan- rikisráðherra, með Evrópumál- efni á sinnikönnu, nýlega oröinn þriðji æðsti maður bandarlska utanrikisráðuneytisins. — Þetta bendir ekki til kólnandi sambands af hálfu Bandarikjamanna, segir Robert Bell. ESE/Í Washington Tíminn í Washington Texti og myndir: Eirikur St. Eiriksson. árnað heilla Jón R. HJálm- arsson, frædslustjóri á Selfossi — sextugur Fyrir norðan fjöll og heiöar Fiskivötn og lendur breiðar þykir flestum fögur sjón. Skartar litum Skagafjörður af skaparanum fagur gjörður Fram i dalnum fæddist Jón. Vaskur piltur hélt að Hólum og hristi af nám i mörgum skólura Sagnfræði með sæmd hann lauk. Siðan út á hafið hélt hann, hvert sem siglt var farsæld eltihann, er brimþung aldan byrðing strauk. Fór um lönd á heiminn horföi, hvergi þá varð vant að orði. Hefur á máium mikið vaid Ensku, þýsku og fær I frönsku Fallega talar sænsku og dönsku, er þó norskan uppáhald. Tók svo starf og stefndi austur við stjórn i Skógum reyndist traustur Lengi njóta verk hans vib Heimavistir, hús og gróður Hamhleypa við þungan róöur, var i bát hans valib lið. Þekkir iandsins linur friöar, liklega fáir komið viðar, inn til fjalla og út viö strönd Óbyggöunum er hann kunnur um ailt hið iibna sagnabrunnur, atburðanna undralönd. Heiðavötnin himinbláu, hraun og jökulfljótin gráu, grænar brekkur, berjaland. Vaka I huga vorsins myndir, votur mosinn tærar lindir. Fugl á vappi um Fjallasand. Enn er Jón sem ungur maður, iðar af fjöri starfaglaður. Snjall viö samtöl sin á band. Með öðru, — bók á ári skráir ætla ég það leiki fáir, og hann er ekki að hala I land. Um landið bjarta leiðsögn veitir lífi gæðir allar sveitir, er húmor og fróðleik flytur Jón. Hann er vinur vina sinna, verma stundir góðra kynna. — Kveðja að austan,kæru hjón. Pálmi Eyjólfsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.