Tíminn - 27.03.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.03.1982, Blaðsíða 8
i-,u ,r-2 8 _____Mimm. sjávarsíðan dagbók ardagur 27. mars 1982 ■ sndvei&ibúnaOur er of dýr til að nýtast jafnvel aðeins eina viku á ári. Hvað á að gera við síldina? Leikfélag Fljótsdalshéraðs: Frumsýnir Leynimel 13 ■ Fimmtiu þúsund tonn af sild er meiningin að veiða hér við land i ár. En hvað á aö gera við aflann? Það er spurn- ing, sem menn velta nú fyrir sér og það liggur hreint ekki ljóst fyrir. Það er ljóst að neysluvenjur hafa hreyst i Evrópu, sildinni i óhag, og einnig hitt að fram- boð hefur aukist mikið á seinni árum. Það er lika ljóst að við höfum selt okkar sild svo dýra að aðrir hafa komist inn á okk- ar markaði, eða eins og það er orðað, við höfum verðlagt okkur út af mörkuðunum. Þá er litill vafi á að fersksildar- söluævintýrið i hitteðfyrra hefur valdið miklum skaða, þannig að grannar okkar treysta okkur minna en fyrr. Nánast eina von okkar um saltsildarsölu er að Hússarnir kaupi af okkur, eins og að undanförnu upp i vöruskipta- samninga. Það er þó engan veginn nein vissa, þvi aö Kan- adamenn bjóða þeim nú sam- bærilega vöru á 40% lægra verði. Fróöir menn segja að markaður fyrir frysta sild sé mun meiri i heiminum nú, heldur en fyrir saltsild. Okkur hefur þó gengið heldur slak- lega að komast inn á þann markað. Sennilega ræður verðið þvi. Nú bræða menn með sér hvað megi helst verða til bjargar i þessu efni eg þá beinast sjónir manna helst að þvi að lækka framleiðsluverð- ið. Sérstaklega telja menn að hægt sé að draga verulega úr kostnaði við veiðarnar og þá helst með þvi að fækka veiði- skipunum verulega. Flestir munu vera orðnir sammála um nauðsyn þessa, en aðferð- in. stendur enn i mönnum. Það hlýtur lika hverjum manni að vera ljóst að það verður dýr afli hjá bátum, sem búa sig út með hringnót eða hristara og allt annað sem til þarf, og veiða svo kvótann sinn.á viku. Málið verður samsagt að leysa, en hvernig? ýmislegt Skrúfudagurinn ■ Arlegur kynningar- og nem- endamótsdagur Vélskóla fslands — Skrúfudagurinn — er nú hald- inn hátiðlegur i átjánda sinn laugardaginn 27. mars kl. 14.00-17.00. Þennan dag gefst væntanlegum nemendum og vandamönnum þeirra kostur á að kynnast nokkr- um þáttum skólastarfsins. Nem- endur verða viö störf i verklegum deildum skólans og veita þeir upplýsingar um kennslutækin og skýra gang þeirra. Auk þess halda þeir sýningu á kennslubók- um og öðrum kennslugögnum. Kaffiveitingar verða á vegum félags vélstjórakvenna, Kven- félagsins Keðjunnar, i matsal Sjómannaskólans frá kl. 14.00. Aö Skrúfudeginum standa þess- ir aðilar: Skólafélagið, Kven- félagiö Keðjan, Vélstjórafélag ís- lands og Vélskóli Islands. Arshátið I Skiöaskálanum i Hveradölum laugardaginn 27. mars. Kalt borð. Skemmtiatriði. Sjáumst! Upplýsingar á skrifst. Lækjar- götu 6a. simi 14606. Ctivist. Vorvaka og aðalfundur Norræna félagsins í Kópa- vogi: . ■ Vorvaka Norræna félagsins i Kópavogi verður haldin sunnu- daginn 28. mars n.k. aö Hamra- borg 11 kl. 20.00. Unnur Guðjónsdóttir, sem um langt skeiö hefur dvalið i Sviþjóð og ferðast um landið þvert og endilangt sem fyrirlesari um fs- land, dansstjóri og dansari er hér á fyrirlestrarferð um landiö óg kynnir Sviþjóö. Hún mun sýna myndir frá Sviþjóð og sonur hennar Þór leikur á strengi og syngur sænska söngva. Þá kynnir Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri, sænska rit- höfundinn Sven Delblanc sem fékk bókmenntaverðlaun Noröur- landaráðs nú á dögunum. Hjörtur á sæti i úthlutunarnefndinni og kynnti höfundinn viö verðlauna- afhendinguna i Helsinki 1. mars s.l. meö miklum ágætum. Aðalfundur félagsins veröur haldinn á undan vorvökudag- skránni. Allir eru velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Biskup Islands við biskupsvígslu í Svfþjóð ■ Biskup Islands herra Pétur Sigurgeirsson og frú hans Sólveig Ásgeirsdóttir eru um þessar mundir i Sviþjóð aö boði Olafs Sundby erkibiskups. Mun Pétur biskup vera við vigslu hins nýja biskups i Strangnás, Tord Simon- son, en hann veröur vigður i Upp- saladómkirkju á sunnudaginn. Mun biskup Islands flytja þar ritningarlestur á islensku, en sú er venjan aö biskupar annarra Norðurlanda aöstoöi á þann hátt viö biskupsvigslur. Siðar mun Pétur biskup sækja ráðstefnu um öldrunarmál i Finn landi, en margskonar þjónusta viö aídraöa fer fram i islenskum söfnuðum og mun væntanlega efl- ast nú á ári aldraöra. Biskupshjónin eru væntanleg heim aftur i kyrruvikunni, laust fyrir páska. Þetta er fyrsta utan- ferö biskups i embættistið sinni sem biskup fslands. Systur eftir Von Trotta á kvikmyndasýningu Germaníu ■ A laugardag 27. mars kl. 5 efn- ir félagið Germania til kvik- myndasýningar i Tjarnarbiói. Sýnd verður hin þekkta mynd Schwestern oder die Balance des Glucks, Systur eða jafnvægi ham- ingjunnar. Leikstjóri er Marga- rethe von Trotta. Myndin var sýnd á islensku kvikmyndahátiö- inni fyrr i vetur. Efni hennar er viöburðarikt samband milli tveggja systra og þykir von Trotta lýsa tilfinningum og um- hverfi á sérstaklega næman hátt. Aögangur ókeypis og öllum heim- ill (Fréttatilk. frá Germaniu) Haraldur Ingi sýnir í Rauða húsinu ■ Laugardaginn 27. mars kl. 16 ■ Laugardaginn 27. mars kl. 21.00 frumsýnir Leikfélag Fljóts- dalshéraðs gamanleikinn Leyni- mel 13, eftir Þridrang, I Vala- skjálf á Egilsstöðum. Leikstjóri er Sólveig Trausta- dóttir. Hlutverk i leiknum eru 13. Aðalhlutverkiö, húsbóndann á Leynimelnum leikur Pétur Eiriksson, en með önnur hlutverk fara: Aöalsteinn Halldórsson, Ari Már Pálsson, Baldur Pálsson, Hafsteinn Jónasson, Jón Helga- son, Snorri Benediktsson, Aöal- björg Sigurðardóttir, Auður Garðarsdóttir, Jóhanna Þorleifs- dóttir, Malen Sveinsdóttir, Pálina opnar Haraldur Ingi Haraldsson myndlistarsýningu i Rauða hús- inu á Akureyri. Haraldur Ingi stundaði nám við Myndlista og handiöaskóla Is- lands 1976-1981 I nýlistadeild og lauk þaðan námi. A sýningu Haraldar Inga i Rauða húsinu er leitað fanga vitt og breftt i þjóðsagnaarfleifð ýmissa þjóöa og þjóðflokka og fjallað um heimspekileg hugtök s.s. lif og dauða, náttúrugoðmögn o.fl. Iljósmyndum, teikningum og texta sem saman mynda eitt samfellt verk. Sýningu Haraldar Inga lýkur sunnudaginn 4. april. Tónleikar i Bústaðakirkju ■ Nk. sunnudag 28. mars, heldur Kammersveit Reykjavikur tón- leika i Bústaöakirkju og hefjast þeirkl. 17. Þetta eru fjórðu og sið- ustu áskriftartónleikar Kammer- sveitarinnar á þessum vetri. Kammersveit Reykjavikur hefur nú starfaö I átta ár og er oröin fastur liður i tónlistarlifi höfuð- borgarinnar. Aösókn að tónleik- um hefur sannaö að tónleikagest- ir kunna vel að meta framlag hennar. Kammersveitin heldur ferna áskriftartónleika á ári i Reykjavik, en auk þess kemur hún fram við ýmis tækifæri og hefur haldiö tónleika úti á landi og á Noröurlöndum. Starf á vegum Kammersveitarinnar er unniö endurgjaldslaust og er stundað af áhuga I þvi skyni að veita hljóö- færaleikurum og áheyrendum ánægju og menntun með aukinni fjölbreytni i tónlistarlifinu. A tónleikunum á sunnudag veröur flutt Sónata fyrir flautu, lágfiölu og hörpu eftir Debussy, „Dover Beach” eftir Samuel Barber, en þar fer John Speight með einsöngshlutverkið og aö lokum verður flutt eitt vinsælasta kammerverk Beethovens, Septett op. 20. Erindi ■ Daniel Parro, yfirmaöur hönnunardeildar Wartsila diesel- framleiðanda I Finnlandi heldur erindi á vegum Verkfræöistofn- unar Háskóla Islands mánudag- inn 29. mars kl. 17.15, i stofu 158, i húsi Verkfræði- og raunvisinda- deildar við Hjarðarhaga 6. Erindiö fjallar um svartoliu- brennslu dieselvéla við breytilegt álag og nýjustu þróun i gerö die- selvéla fyrir brennslu mismun- andi svartoliu. Hauksdóttir og Sigriöur Hall- dórsd. önnur sýning verður I Vala- skjálf sunnudaginn 28. mars kl. 15.00. Hugmyndin er aö feröast um nágrannabyggðir ef veður og færð leyfa. Leikfélag Fljótsdalshéraös var stofnað 1966 og er þetta 18. verk- efni félagsins. Stjórn félagsins skipa, formað- ur Kristrún Jónsdóttir, ritari Sól- veig Traustadóttir, gjaldkeri Aðalsteinn Halldórsson, með- stjórnendur, Ari Már Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Vigdis Sveinbjörnsdóttir. öllum er heimil þátttaka á meðan húsrúm leyfir. Verkfræðistofnun Háskóla fslands Kaffi- og merkjasala í Langholtskirkju ■ Að lokinni guðsþjónustu nk. sunnudag heldur Kvenfélag Langholtssóknar merkja- og kaffisölu til styrktar kirkjubygg- ingunni. I 30 ár hafa konurnar lagt sinn skerf til kirkjubygg- ingarinnar og má geta þess, að á sl. ári var þeirra framlag yfir 82 þúsundir króna. HHér á landi er nú staddur norski saxófónleikarinn John Paal Ind- erberg. Hann er hér á vegum Nordjazz og Jazzdeildar Félags islenskra hljóðfæraleikara. John Paal hefur unnið með saxófón- nemendum i Tónlistarskóla FIH og einnig kennt hljómfræði meö tóndæmum i sama skóla. John Paal Inderberg er einn af fremstu saxófónleikurum norð- manna, ásamt þeim Jan Gabarek og Knut Riisnæs. Hann hefur leik- ið með miklum fjölda þekktra jazzleikara viða um Evrópu, s.s. Kenny Wheeler, Bob Brookmey- er, Warne Marsh, Albert Mang- elsdorff og leikið undir stjórn Gil Evans. Asamt norðmönnunum Aage Midtgaard, Björn Alten- haug og Espen Rud stofnaöi hann New Cool Quartet, en sú hljóm- sveit hefur leikiö á jazzhátiöum viö góðar undirtektir. Inderberg hefur leikið á flestar tegundir saxófóna, en hefur á seinni árum gert baritónsaxófóninn að sinu höfuðhljóðfæri. Hann vinnur i anda s.k. Tristano-skóla, sem kenndur er við Lennie Tristano, einn af höfuösmiöum hins svala djass, og minnir leikur hans i mörgu á þá félaga Lee Konitz og Warne Marsh. Tónleikarnir i Djúpinu veröa laugardaginn 27. mars og hefjast kl. 15.00. Þar mun leika saxófón- kvintett sem Inderberg hefur þjálfaö — I honum eru Vilhjálmur Guðjónsson og Sigurður Flosason (altsaxar), Þorleifur Gislason og Sigurður Long (tenórsaxar) og stjórnandinn á baritónsax. Þá mun Inderberg leika með is- lenskri ryþmasveit, en hana skipa Friðrik Karlsson gitar, Tómas R. Einarsson kontrabassi og Gunnlaugur Briem trommur. Jazzunnendur eru hvattir til að mæta og drekka kaffið sitt I Djúp- inu á laugardaginn! Silfraðar fjörur ■ I vikunni flugu fréttir um landið, þess efnis að allar fjör- ur, allt frá Vik i Mýrdal og austurúr, eins langt og augn- fránir menn greindu, væru silfurlitaöar af loðnu, sem rekið hafði á land. Menn brugðu við hart, fóru með til- tæk ilát að fá'sér björg i bú, ýmist til að ala menn eða skepnur. Þegar mesta veiöi- gleðin var runnin af mönnum fóru þeir að velta fyrir sér hvort svo þröngt væri nú orðið um loðnuna i sjónum að hún kæmist ekki þar fyrir lengur og hvort það gæfi þá ekki góða vísbendingu um loðnuveiöina i haust. Hjálmar Vilhjálmsson loönusérfræðingur leiddi okk- ur i sannleikann um málið. Þegar loðnan er i hrygn- ingarhugleiðingum gengur hún mjög nærri landinu, reyndar sérstaklega eftir að hún er búin að hrygna verður hængurinn eftir á svæðinu, jafnvel alveg uppi i fjöru. 1 svona miklum sunnanáttum, eins og verið hafa að undan- förnu, er ekki skritið að eitt- hvað af loðnunni kastist á land. Þetta er raunar ekkert nýtt i sögunni, loðnan hefur oft kastast á land með þessum hætti. ,,Ég held að þetta sé alls ekki þannig að svo þröngt sé orðið um loðnuna,” sagði Hjálmar og hló pinulitið. ,,Ég óska þeim þarna fyrir austan bara þess að þeim verði gott af þessu, en sjálfur vil ég heldur sjá loðnuna einhversstaðar annars staðar heldur en á matborðinu. „Nei, ég held ekki heldur aö þetta gefi neina visbendingu um að mikill loðnuafli verði i haust”, sagði Hjálmar. Þorskgangan er komin ■ Þorskurinn er kominn á miö Grindavikurbátanna, sagði Grétar Sigurðsson vigtarmaður Timanum. Hann sagði að fyrir um viku til hálf- um mánuði siðan hafi þetta verið rigafiskur, svo stór að menn hafi talaö um að ekki þyrftinema 100 i tonnið. Nú er aftur fariö heldur að draga úr stærðinni, en samt er þetta ágætur fiskur, að sögn Grét- ars. Aflinn er sæmilegur, sagði Grétar, þegar gefur. En að undanförnu hefur verið ótið og mikið um landlegur minni bátanna, en þaö má ganga töluvert á, til að stóru bátarnir fari ekki út. En nú er þorskgangan kom- in og þá er mun meiri bjart- sýni i mönnum þar suðurfrá. Sigurjón Valdimarsson bladamaður skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.