Tíminn - 27.03.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.03.1982, Blaðsíða 10
ff kunna ekki að lesa upp móðurmálið” segir Ævar R. Kvaran, sem telur þjóðina einstaka meðal menningarþjóða að þessu leyti „Eftir þvi sem árin hafa liðið hafa áhugamál min sem full- oröins manns aöallega greinst i þrennt. Fyrir utan leiklistina sem ekki var eingöngu áhugamál mitt mikiö, heldur reyndist einnig veröa lífsstarf mitt, hef ég i mörg ár haft mikinn áhuga á dulrænum málum á dulrænum fyrirbærum, eins og ýmsum er kunnugt, þvi ég hef talsvert um þetta skrifaö samtals einar tiu bækur þegar þetta viðtal á sér staö. En eitt er þaö áhugamál sem ég hef getaö sinnt meir, eftir að hafa sagt upp störfum hjá Þjóðleikhúsinu, þar sem ég hef starfað frá upphafi og liggur mér mjög á hjarta. Þessu áhugamáli hef ég barist fyrir i fimmtán ár, án þess aö hafa orðið var viö beinan árangur. Þetta áhugamál er mælt mál á is- lensku." Hjá öllum menntuðum þjóöum, þar sem ég þekki til er það rikur þáttur i menningu þjóðarinnar að leggja rika áherslu á fagran framburð móðurmálsins. Þetta er mjög skiljanlegt. Þetta er svo rikur þáttur i skólakerfinu að þar má jafnvel þekkja menn af mál- farinu einu og heyra hvort þeir hafa gengið lengi i skóla og eru menntamenn eins og kallað er. Astæða þessa er sú að þeir tala móðurmál sitt meö miklu fegurri framburði og betur en fólk sem ekki hefur notið eins langrar menntunar. Ekki hægt að læra framburð á islensku Nú hef ég ekki verið að berjast fyrir þvi að menntamenn skæru sig á einhvern hátt úr öðrum Is- lendingum. Hitt er undarlegt að fögrum framburði á móðurmál- inu skuli vera gjörsamlega sleppt og ég þekki ekki neitt siðmenntað land þar sem þaö er gert. Astandið á Islandi er þannig að það er hægt að læra góðan fram- burö á svo til hvaða tungumáli sem er — nema islensku. Það sem ég hef lesið um islenska tungu er a.m.k. 95% um ritað mál. Það sem okkar lærðustu menn segja um islensku fjallar ævinlega um ritmálið, þ.e. málfræðina eða tvort tveggja. En það rikir algjört sinnuleysi um það mál sem við tölum á hverjum einasta degi. Það er eiginlega afstaðan gagn- vart þessum þætti islenskrar tungu sem veldur þvi að það er eins og islenskan sé sambærileg við latinuna, tungumál sem eng- inn talar á jöröinni lengur, en margir læra. íslénskuframburður er ekki kenndur, þíótt hann sé kenndur á latinunni, tungumáli sem enginn talar. Þetta hefur verið mér undrunarefni i langan tima og ég hef veriö að berjast fyrir þvi að; islendingar sinntu meira mæltu máli en þeir hafa gert. Nú er til dæmis hægt að útskrifast sem kennari frá Háskóla Islands. Þar lærir þú vafalaust allt sem þú þarft til þess að veröa nýtur kenn- ari, en hins vegar lærir þú ekki að tala tungumálið né neitt i fram- buröi, þótt það eigi eftir að veröa hlutskipti þitt þaö sem eftir er ævinnar að tala en það er það sem kennarar fyrst og fremst gera. Góður framburður kennara getur haft áhrif á þúsundir manna og slæmur framburður getur auðvitað haft gagnstæð áhrif, auk þess sem hann dregur úr áhrifum þess sem kennarinn býr yfi'r að þekkingu. Margir menn bua yfir mikilli þekkingu á sinu sviði, t.d. sem kennarar en þeir geta ekki komið þessu frá sér. Þetta nær ekki nokkurri átt að framburður á lifandi tungu- máli sé ekki kenndur i skólum landsins. Hann er nú ekki kenndur reglulega i nema einum skóla, Fjölbrautaskólanum i Breiðholti þar sem ég kenni þessa grein. Það er eingöngu vegna þess að skólameistarinn þar, Guðmundur Sveinsson hefur fall- ist á rök min og talið að þetta sé nauðsynlegt. Þarna kenni ég framsögn og lestur og þar verða nemendur að gangast undir próf hjá mér til þess að ljúka prófi i is- lensku. Það er nýbúið að stofna öldungadeild við þennan skóla og þar hefur þessari kennslu minni verið tekið ákaflega vel og hún gengur prýðilega. Þetta þarf auð- vitaðað kenna i Háskólanum sem annars staðar en þaö gengur erfiðlega vegna þess að i gagn- rýni minni felst vitanlega áminn- ing um það að hér sé vanræktur hluti i islenskri menntun sem er með ólikindum. En kerfið okkar hvort sem er skólakerfið eða ann- ar hluti þess, viðurkennir aldrei neinar vanrækslusyndir og kannske er það ástæðan til þess hve illa gengur að breyta þessu. Alinn upp við linmæli Ég er ekki að kenna neitt og hef aldrei kennt neitt, sem ég er alinn upp við. Ég er fæddur og uppalinn i Reykjavik á linmælissvæði og vandist þvi linmæli og að rugla saman hv og kv. Þegar ég fór að kenna leikaraefnum árið 1947, þá var ég ekki ánægður með þennan framburö sem ég hafði al- ist upp við. Ég vildi heldur haröan framburð, norðlenska fram- burþinn, hvað snerti framburö á p, t'og kög gera greinarmun á hv og kv.Þetta hef ég siðan kennt og þótt það sé ekki nema þetta tvennt þá gjörbreytir það skýr- leik og framburði þess sem þaö lærir. En það þarf náttúrulega einbeitingu til, þegar maður er á svæði þar sem þessi framburður er ekki tiðkaður eins og i Reykja- vik. Ég er ekki að segja að það eigi að neyða nokkurn mann til þess að taka upp þennan framburð enda er það ekki hægt. Hitt er dá- litið hart hins vegar að það fólk sem heyrir framburð sinn og er óánægt og vill fá kennslu eigi ekki kost á þvi i nema einum skóla landsins. Aldrei hafa fleiri átt hljóðritunartæki, kassettur og segulbönd en nú og einmitt af þeim ástæðum er fleirum ljóst en áður hve ábótavant framburði þeirra er. Það sem mönnum kem- ur enn meira á óvart er það að þeir eru ekki læsir, þegar þeir lesa upphátt, þvi upp úr þeim kemur islenska sem aldrei hefur verið töluð á Islandi. Lestrar- kennsla i öllum skólum landsins er svo full af vitleysum, að þegar venjulegur Islendingur, sem hefur ekkert um þetta hugsað les upphátt, þá morar lesturinn af vitleysum. „Lestrartónn” Það á ekki aö heyrast neinn munur á þvi hvort menn lesa eða tala, þetta er allt sama tungumál- ið. En þvi fer viðs fjarri hér á Is- landi eins og er og þetta stafáT' af þvi að lestrarkennararnir kunna ekki að lesa á réttan hátt. Að lesa á réttan hátt er það að láta ekki heyrast neinn lestrartón en margir hafa tekið eftir þvi að það er allt annaö að heyra menn lesa upphátt heldur en tala. Eitt sinn fann einhver snillingur upp á þvi að kalla þetta „lestrartón”, og þá voru allir ánægðir með það og héldu að „lestrartónn” væri nauðsynlegur hlutur. En þegar þessi „lestrartónn” hefur i för með sér vitlausar áherslur sem sami maður hefði aldrei látið sér til hugar koma að gera, ef hann væri að tala, þá fer málið að verða alvarlegra. Það er ekkert vit i lestrinum. Þar kemur ekki aðeins það til að islenska hefur aldrei verið töluð með þessum hætti heldur er hér um rangar áherslur aö ræða i stórum stil. Þetta hef ég rannsakað og komist að þvi, að þaö er fyrst og fremst framburður á tveimur stöfum sem veldur þessari ringulreið en það er stafurinn hogstafurinn þ. Það er aðeins til ein leið til þess að hafa orð sem byrjar á há áherslulaust og það er að sleppa h-inu. Það gerum við jafnan þegar viö tölum. Við segjum „Ég sagð’on- um að koma”, en ef við lesum þessasetningu þá segjum við „Ég sagði honum aö koma”. Þetta er rangt, þvi honumá þarna að vera áherslulaust. Við höldum mörg að við lesum betur með þvi að bera alla stafina fram, en þá erum við komin i vitlausar áherslur. Út úr þessu fann ég ákveðna reglu sem við getum kallað h-regluna og hún er svona: „Þegar orð sem byrjar á h er áherslulaust i setningu fell- ur h-ið niður i framburði. Eigi orðið hins vegar að hafa áherslu á að bera h-ið fram”. Dæmi: „Ég sagði honum að koma i dag, en henni á morgun”. Þarna eru h-in borin fram, vegna þess að hér er um samanburð að ræða sem byggist á orðunum honum og henni. Auk þess eigum við að þora að hafa samruna orða þegar i fellur aftanaf sögninni á undan „Ég sagðonum að koma”, er dæmi um þetta. Menn muna þessar reglur ef þeir tala Mjög svipuðu máli gegnir með þ-in. Á þ er tvenns konar fram- burður i venjulegu mæltu máli harður og mjúkur. Hins vegar er öllum Isiendingum kennt að hafa ævinlega harðan framburð á þ i lestri. Þaö þýðir það að hvert ein- asta orð sem viökomandi les upp- hátt og byrjar á þ fær áherslu en slik orð eiga vitanlega að vera áherslulaus stundum. Þetta hefur ótal villur i för með sér. Sá sem ■ Ævar R. Kvaran vinnur nú að bók um framburö Islensku og upplestur, sem verður sú fyrsta sinnar tegundar á landi hér. Þess má geta að stuöst hefur verið viö kassettur meö upplestri hans á söguljóöum og draugasögum við vandaöa lestrarkennslu (Timamynd G.E.) lærir að lesa i skóla gerir það að reglu sinni að hafa áherslu „á hverju einasta orði sem byrjar á'þ og þ. Dæmi: „Ég sagði þér að . koma”. Hér á orðið þér að vera áherslulaust, en það er einungis hægt með þvi að bera þ-ið fram mjúkt eða eins og ö. Þetta gerum við lika öll, þegar við tölum og við eigum vitanlega að lesa eins. En tökum svo aðra setningu til samanburðar: „Ég sagði þér að koma i dag, en henni á morgun.” Sökum samanburðarins sem felst i setningunni eiga orðin þér og henniað hafa áherslu. Þess vegna er þ-ið i orðinu þér borið hart framog h-ið i henniborið fram en ekki sleppt, eins og þegar orð sem byrjar á h á að vera áherslulaust. Úr þessu verður ný regla: „Þegar orð sem byrjar á þ er áherslulaust i setningu er þ-ið borið fram mjúkt eins og ð en eigi orðið hins vegar að hafa áherslu er þ-ið borið fram hart”. Þessar reglur eru orðnar til eftir að ég hef kynnt mér eftir hvaða reglum við tölum. Þessar reglur kunna menn þegar þeir tala en ekki þeg- ar þeir lesa, enda aldrei verið bent á það að lestur og mælt mál verður að vera eins i sama tungu- máli. Hér er þvi mikið verk að vinna i sambandi við mælt mál. Ég hef kenntþetta i Fjölbrautaskólanum i Breiðholti i fjóra vetur og mun halda þvi áfram meðan þess er óskaö. Enn er það þvi miður eini skólinn þar sem slik kennsla er fyrir hendi en ég vona að það sé bara byrjunin, þvi það er mikil- vægt að Islendingar verði læsir á eigið móðurmál eins og tiökast meðal annarra þjóða, og þaö má ekki tefjast lengur. Svo undarlegt sem það er að þessu skuli hafa verið sleppt úr kennslukerfi skól- anna þá er þó aldrei of seint að byrja að bæta úr. Bók i sköjpun Þetta hörmulega ástand i lestrarmálum þjóðarinnar stafar vitanlega af þvi að islenskur framburður hefur aldrei verið samhæföur þótt t.d. norrænudeild Háskólans hafi verið búin að fall- ast á það. En þegar dr. Björn Guðfinnsson féll frá á besta aldri var tækifærið notað til þess að stinga öllum tillögum hans i þess- um efnum og annarra iærðra manna, svo sem Sigurðar Nor- dals undir stól og þess vegna bú- um við enn við þetta furðulega fyrirkomulag sem vekur stór- furðu allra erlendra mennta- manna sem hingað koma og kynnast af eigin raun þessu furðulega ástandi. Aðeins einn hópur Islendinga kann að lesa með þessumhætti og þaðeruleikarar. Ekki vegna þess að ég hafi kennt þeim öllum, þótt ég hafi kennt ýmsum þeirra sem löngu eruorðnir þjóðkunnir. Hins vegarstafar þetta af þvi að þegar þeir t.d. eru að leika i útvarp þá verða setningarnar að hljóma eins og þeir séu að tala. Þvi kom- ast þeir aö sömu niöurstööu og ég. Ég er búinn aö kenna þetta i mörg ár og halda fram ýmsu og hugsa mikiö um þetta og það er orðið það fyrirferðarmikið i kollinum á mér að ég hef ákveðið að skrifa bók um þetta sem fjallaði ekki eingöngu um fram- burð og leslur, heldur einnig list- rænan upplestur. Bókin er i sköpun hjá mér núna og ég vona aö hún geti komið út á næsta hausti. Hún yrðifyrsta bókin sem skrifuö er um upplestur og vandamál vandaðs upplesturs i bundnu og óbundnu máli. —AM Þegar menn ákveða að kaupa sérstaka bíltegund eru mörg atriði sem þeir hafa í huga. Ekki hvað síst framleiðanda, sem hefur getið sér gott orð fyrir vandaða vöru. Sjáldan vegur álit einstaklingsins og persónulegt mat hans þyngra en einmitt þegar hann kaupir nýjan bíl — ákvörðunin endurspeglar traust hans á bílaframleiðandanum. Opel hefur áunnið sér slíkt traust fyrir margra hluta sakir. Tækni- og verkfræðingar fyrirtækisins gera strangar gæðakröfur og eru sífellt að rannsaka, hvernig unnt sé að beita nýrri tækni til að gera Opelinn þinn sem bestan. Árangurinn verður vandaðir, tækniþróaðir bílar, sem upp- fylla þarfir okkar tíma og kröfur viðskiptavinanna um afköst, spar- neytni, öryggi og þægindi. Af þessari ástæðu getið þið treyst Opelfyrirtækinu og bílunum, sem það framleiðir. Þeir eru traustir, endingargóðir og um fram allt — á háu endursöluverði. Frumkvööull í betri akstri $ VtlADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík MÚLAMEGIN) Sími38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.