Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 4
4 Vinna erlendis Þéniö meira erlendis i lönd- um eins og U.S.A., Canada, Saudi Arabiu, Venezuela o.fl. löndum. Okkur vantar starfsfólk á viöskiptasviöi, verkamenn, fagmenn, sérfræöinga o.fl. Skrifið eftir nánari upp- lýsingum. Sendiö nafn og heimilisfang til OVERSEAS, Dept. 5032 701 Washington ST., Buffalo, NY 14205 U.S.A. Ath. allar upplýsingar á ensku. \VIDE0- MARKHM/iVIN«f| IMffRABðRClO PÍSáWj! Enri engar greiðsluábyrgdir í Nígeríu: SXREKMRÚmUININGURINN STÖDVAST ÞÓ EKKISTRAX ■ „Það kemur alltaf upp i öllum viðræðum okkar viö Nigeriu- menn, að viö íslendingar erum ekki á blaði yfir þá sem kaupa vörur frá Nigeriu,” sagði Bragi Eiriksson hjá Samlagi skreiðar- framleiðenda, i stuttu viðtali við Timann. Hann sagöi það regin mis- skilning að búið væri að loka fyrir allan skreiðarinnflutning til Nlg- eriu, aðeins væri verið aö athuga gjaldeyrisstöðu landsins og á meðan á þvi stæði, verði ekki gefnar út greiðsluábyrgðir. Hinsvegar stöðvast útflu tningur okkar á skreið til Ni'geriu dtki strax, vegna þess að SSF og StS munu eiga eitthvað af óafturkall- anlegum ábyrgðum og oru um þessar mundir að undirbúa send- ingu á þeirri skreið sem var hengd upp si'ðsumars á siðasta ári. Bragi var spurður hvort nú verði dregið Ur skreiðarfram- leiðslunni, en það sem af er ársins hefur meiri fiskur fariði'skreið en nokkru sinni fyrr. Hann svaraði þvitil að liklega yrði li'til breyting á þvi vegna þess að i rysjóttri tið á netavertið berist óhjákvæmi- lega eitthvað af tveggja nátta fiski eða eldri og hann verði að verka i samræmi við gæði. Fyrirhugað er að viðskipta- nefnd fari frá tslandi og hefji við- ræður við Nigeriumenn i Nigeriu 19. april n.k. SV Fjögur innbrot í Reykjavík ■ Fjögur innbrot voru kærð til rannsóknarlögreglu rikisins um og eftir helgina. Farið var i Bað- stofuna Þangbakka 8 i Breiðholti og stolið talsverðu af páskaeggj- um og öðru sælgæti. Innbrotsþjóf- ar voru á ferð i Söluturninum við Siðumúla 8 og höfðu á brott með sér eitthvað af skiptimynt. Brot- ist var inn i Hagabúðina við Hjarðarhaga, ekki var alveg ljóst hverju hafði verið stolið þegar Timinn talaði við rannsóknarlög- regluna siðdegis i gær. Þá var farið inn i' kaffistofuna i Lögbergi, Háskóla tslands, og stoliö ein- hverri skiptimynt. — Sjó. Frá blaöamannafundi Verslunarráðsins i gær. Tímamynd: GE Miðbærinn verði vakinn til lífsins á ný — Verslunarrád gengst fyrir ráðstefnu ■ „Lifandi miðbær”, nefnist ráðstefna sem Verslunarráð ts- lands boðar til á Hótel Borg kl. 16.15 i dag, en á ráðstefnunni er fjallað um atvinnulifiö og höfuð- borgina út frá þeirri fullyrðingu aöstandenda ráöstefnunnar að miðbær Reykjavikur sé að verða gjörsneyddur öllu lifi vegna þess að engar ráðstafanir hafa verið geröar til þess aö laða fólk að honum i kjölfar nýrra skipulags- framkvæmda. A blaðamannafundi á Borginni i gær sem Verslunarráö boðaði til i þeim tilgangi að kynna fundar- efniö, lýstu menn þeirri skoðun sinni að stofnanir og skrifstofur hefðuhaslaö sérvöll i miðbænum, sem ekkert lif megnuöu að skapa þar á kvöldin og um helgar. Ný verslunar- og þjónustufyrirtæki hafa ekki risiö i miðbænum i' sam- ræmi viö það sem ætla mætti, miðaö viö fjölgun slfkra fyrir- tækja i Reykjavik á undanförnum árum. Gagnrýndu menn hve aðkoma bilaumferðar væri erfið að svip- mót margra gatna væri ósam- stætt og oft samsafn þess lakasta sem I islenskri byggingarlist er að finna. Hvað veldnr? Astæður þessa lýstu menn þær aö borgaryfirvöld hafa skipulagt miöbæinn án þess að markviss framkvæmdaáætlun eða vilji til framkvæmda hafi fylgt i kjölfarið og að við skipulagningu hefur litið samráö verið haft viö þá sem hagsmuna eiga að gæta. Skipulag hefur verið gert á skipulag ofan og sú óvissa sem þvi fylgir dregur úr framkvæmdum. Fasteigna- gjöld og mat eigna taka hvorki mið af raunverulegri notkun né veltumöguleikum fyrirtækja. Vegna kvaða og dráttar á ákvörð- unum hafi menn i raun verið sviptir umráðarétti yfir eignum sinum. : Hyggst Verslunarráð nú á næstunni beita sér fyrir þvi að hagsmunaaðilar taki höndum saman og leiti eftir samstarfi við borgaryfirvöld um að hrinda þessu framfaramáli af stað. Enduruppbygging ,,t Reykjavik verður aldrei neinn annar miðbær en sá sem nú er,” sagði Guðlaugur Bergmann á fundinum, sem sat hann sem fulltrúi þeirra sem atvinnurekst- ur hafa með höndum i miðbæn- um. Alitu menn aö við endur- skipulagningu og uppbyggingu yrði að taka mið af gildi verslun- ar og þjónustu fyrir lifandi mið- bæ, byggja bilageymslur og lengja opnunartima verslana og þjón- ustustofnana, t.d. banka, auk þess sem útimarkaðir hverskonar fái aukna og bætta aðstööu. Bent er á sem fjármögnunarleiðir að opinberir lánasjóðir láni til upp- byggingar jafnt i Reykjavik sem úti á landsbyggöinni og skatt- heimta i hverfinu minnkuð, til þess að miöbærinn verði að nýju arðbær fjárfestingarvettvangur. Þetta telja menn hægt að gera og taka um leiö fullt tillit til húsa-- friðunar. Borgarstjóri mætir á fundinn Fundinn mun Ragnar S. Hall- dórsson, form. V.I. setja kl. 16.15, en þá flytur borgarstjóri ávarp. Flutt verða erindi um „Gildi mið- bæjar fyrir höfuðborgina,” „At- vinnurekstur og miðbæinn”, „Bifreiðina og miðbæinn”, og „Framkvæmd miðbæjarskipu- lags” en að erindum loknum verða almennar umræður. Fund- arstjóri verður Albert Guð- mundsson. — AM Valur banka- stjóri Iðnaðar- bankans ■ A aðalfundi Iðnaðarbanka ts- lands h.f. á laugardaginn var frá þvi skýrt, að Valur Valsson fram- kvæmdastjóri Félags islenskra iðnrekenda hafi verið ráðinn bankastjóri við Iðnaðarbankann i stað Péturs Sæmundsen, sem lést i febrúar s.l. Mun hann taka við starfi I septembermánuði n.k. Jafnframt var frá þvi greint að Ragnari önundarsyni aðstoðar- bankastjóra hafi verið falið að gegna starfi bankastjóra til sama tima, en hann hefur gegnt banka- stjórastörfum um skeið, ásamt Braga Hannessyni bankastjóra. Valur Valsson er fæddur i Reykjavik 11. febrúar 1944, sonur hjónanna Laufeyjar Arnadóttur og Vals Gislasonar leikara. Valur lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum i Reykjavik vorið 1964 og kandidatsprófi frá viðskipta- deild Háskóla tslands i janúar 1970. Hann hóf störf hjá Iðnaðar- bankanum i mai 1970. Var verk- efni hans þar i fyrstu stofnun hag- deildar i bankanum, en forstöðu- maður hennar var Valur i 5 ár. Hann var ráðinn aðstoðarbanka- stjóri á árinu 1975. Gegndi hann þvi starfi til ársins 1979, er hann lét af störfum hjá Iðnaðarbank- anum til að taka við starfi fram- kvæmdastjóra Félags Islenskra iðnrekenda. Eiginkona Vlas er Guðrún Sigurjónsdóttir og eiga þau einn son. ■ Valur Valsson Höfum VHS iqyndbo&á og original spólur i VHS. Opið frá kl. 9 til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl. 14— 18 og sunnudaga frá kl. 14— 18. nBilasala'Bilaleiga 13630 19514 Vörubílar til sölu Úrval notaðra vörubíla og tækja á söluskrá: Man 15240 árg. ’78 með fram- drifi og bdkka. Chevrolet Suburban ’76 11 manna með 6 cil. Bedford dieselvél. Benz 1513 ’73 Benz 1519 ’70 Framdr. og krani. Benz 1413 ’70 Scania 111 ’77 Scania 110 ’75 Scania 110 Super ’74, framb. Scania 85 S ’71 Volvo F89 ’72 Volvo N725 ’77 Volvo N-10 ’77 Stonna sturtuvagn á traktor. Vantar eldri traktora á sölu- skrá. Gröfur, loftpressur, bilkrana o.fl. Upplýsingar i sima: 13039. Fræðslu og leiðbein- ingarstöð SÁÁ í Siðu- múla 3-5, Reykjavík. Viðtalstímar leiðbein- enda alla virka daga frá kl. 9-17. Sími 82399. Getum við orðið þér að liði? Er ofdrykkja í fjöl- skyldunni, í vinahópnum eða meðal vinnufélaga? Ef svo er — mundu að það er hlutverk okkar að hjálpa þér til að hjálpa öðrum. Hringdu í fræðslu- og leiðbein- ingastöðina og leitaðu álits eða pantaðu við- talstíma. Hafðu það hugfast að alkóhólistinn sjálfur er sá sem minnst veit um raunverulegt ástand sitt. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið. Síðumúla 3-5. Sími 82399.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.