Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 6
6 ____________ stuttar fréttir ■ Hluti þeirra 160 er sóttu aöalfund Bandalags kvenna i Reykja- vik sem haldinn var nýlega. Tímamynd G.E. Um 13.000 félagarl í Bandalagi kvenna| í Reykjavfk REYKJAVÍK: Aðalíundur Bandalags kvenna i Reykja- vik, sem haldinn var um mánaðamótin febr./mars, hófst með helgistund i Nes- kirkju en varsfðan fram hald- ið að Hótel Sögu, að þvi' fram kemur i frétt frá BKR. Aðal- fundinn sottu 160 konur en félagsmenn bandalagsins eru um 13.000. Ellefu nefndir starfa innan bandalagsins árið um kring, er fjalla um hin ýmsu hags- munamál heimilanna og þjóðarinnar. Orlofsnefnd hiísmæðra hefur starfað innan banda- lagsins i 21 ár hvar af Steinunn Finnbogadóttir hefur veriö formaður i 20 ár. HUn lét nú af störfum i nefndinni ásamt Brynhildi Skeggjadóttur og Helgu Einarsdóttur, sem starfaðhafa inefndinni i 12 ár. Hylltu fundarkonur Steinunni fyrirfrábæra forystu og þökk- uðu stjórnarkonum öllum frá- bær störf þeirra. I orlofsnefnd voru kosnar: Halldóra Steins- dóttir, Jóna I. Guðmundsdótt- ir og Sigrún Sturludóttir. í tílefni af ári fatlaðra færðu bandalagskonur Endurhæf- ingardeild Borgarspitalans stórgjöf, svonefndan „tauga- greini”. Stóðu öll félögin að verkinu og höfðu konur mikla gleði af samstarfinu. Unnur S. Ágústsdóttir var endurkjörin formaður banda- lagsins, en aðrar i stjórn eru : Svanlaug A. Arnadóttir, Sjöfn Sigúrbjörnsdóttir, Sigrún Sturludóttir og Vigdis Einars- dóttir. Hinn 3. mars bauð forseti borgarstjórnar fundarkonum til fagnaðrar að Höfða. —HEI Með Júdó- sal í kjallar- anum AUSTURLAND: Umsókn Júdófélagsins Kjarna um að- ild aö Ungmenna og fþrótta- sambandi Austurlands verður tekin fyrir á næsta stjórnar- fundi UÍA. Þaö voru hjónin össur Torfason og Anna Hjaltadóttir er voru aðal- hvatamenn að stofnun féiags- ins og hafa þau komið upp æfingaaðstöðu fyrir félagið i kjallara ibúöarhúss sins, þar sem félagar æfa i 3-4 flokkum nokkrum sinnum i viku. í Fréttabréfi UtA segir að þarna sé unnið aí alvöru, þó ekki sé enn farið að huga að mótahaldi eða þátttöku i mót- um, enda æfingaaðstaðan siður en svo fullkomin. ,,En á- nægjulegast er að þarna stundar likamsrækt fólk sem litt eða ekki hefur stundað aðrar greinar íþrótta. Þarna er þvi um nýja iðkendur að ræða, bæði eldri og yngri og hljóta allir að fagna þeim”. —HEI „Hugmyndir Norðlendinga teknarog nýttar af öðrum” HÚNAÞING: „Fundurinn fagnar nýframkomnu frum- varpi iðnaðarráðherra um steinullarverksmiðju á Sauðárkróki og skorar á rikis- stjórn og Alþingi að veita þvi stuðning”, segiri' ályktun sem samþykkt var einróma á sam- eiginlegum fundi stjórna allra stéttarfélaga i Austur-Húna- vatnssýslu sem haldinn var á Skagaströnd fyrir skömmu. 1 þessu sambandi vill fundurinn benda á aö stað- setning steinullarverksmiðju á Sauðárkróki fyrir fram- leiðslu á innanlandsmarkað hentar mjög vel ef tekið er mið af mannaflaþörf verksmiðj- unnar. Ennfremur benti fund- urinn á að undirstöðuhráefniö, basalt, er eina nýtanlega jarö- efniö sem nú er vitaö um i Skagafirði, en Suðurland hafi ótal möguleika á nýtingu annarra jarðefna. Þá lýsti fundurinn áhyggjum vegna þeirrar óheillaþróunar að margar nýjar hugmyndir um at vinnuuppbyggingu á Norðurlandi, sem kostað hafa mikið fé og fyrirhöfn, séu að könnun lokinni teknar upp og jafnvel nýttar af öðrum. _______________—HEI 14.869torm| til Eyja um miðjan mars| VESTMANNAEYJAR: Þrátt fyrir að tiðarfar hafi oft verið heldur rysjótt á miðum Eyja- báta á vertiðinni hefur afli þeirra verið góður, ekki sist i trollið. Um miðjan mars höfðu 14.869 lestir af fiski borist á land i Eyjum, þar af 2.970 tonn af togurunum og um 11.900 tonn af bátunum. Af bátaafl- anum voru rúm 9.700 tonn veidd i net og rúm 2.000 tonn i troll. Þórunn Sveinsdóttir var enn lang aflahæsti báturinn með 796tonn, 2. var Álsey 562 tonn, 3.Suðurey556 tonn, 4. Ófeigur III 530 tonn, 5. Katrin 466 tonn, 6. Valdimar Sveinsson 453 tonn, 7 Frár 421 tonn, og 8. Gjafar 413 tonn. Aflahæstir trollbátanna voru Björg og Freyja, báðir með rétt um 274 tonn. Þá var Baldur með 217 tonn, Júlia 167 tonn, Sæfaxi 142 tonn og Haf- örn 102 tonn. — IIEl Afli nú betri en mörg undanfarin ár ÓLAFSVÍK: „Héðan eru bara góðar fréttir. Afli óvenju góöur, betri en mörg undan- farin ár á sama tima og horf- urnar bjartar”, sagði Stefán J. Sigurðsson i ólafsvik er Timinn spurði hann almennra frétta úr ólafsvik nú nýlega. —HEI „Biðlistinn geigvæn lega langur” — segir Grétar Bergmann, sem sæti á í happdrættisnefndinni ■ „Biðlistinner svo geigvænlega langur hjá SAA — sifellt um 140 mannssem biða eftir að komast I meðferð — aö mjög brýnt er orðið aö komast i varanlegt og stærra húsnæði. Sjúkrastöð SAA hefur veriö á hrakhólum þannig aö við erum búnir að flytja fjórum sinn- um á fjórum árum. Á Silungapolli erum við komin inn á mengunar- svæði Vatnsveitu Reykjavikur og stöðin þvi ekki talin æskileg þar lengur. Við setjum þvi markið hátt og ætlum okkur að vera kom- in inn í nýja sjúkrastöð fyrir jól, þar sem 60 manns eiga að geta rúmast 1 einu”. Greinilega bjart- sýnismaður sem svo mælir en SÁÁ byggir sjúkrastöð: ■ Vinningarnir IHappadrætti SAA. það er Grétar Bergmann, sem á- samt Gisla Lárussyni og Páli Stefánssyni skipa Happdrættis- nefnd SAA sem nú er i gangi með stórhappdrætti til að afla fjár til þessara miklu framkvæmda. Liklega hafa flestpr konur landsins þegar fengiö eða munu fá happdrættismiða SAA senda á- samt giróseðli og þá væntanlega von um að vinna einn af hinum 9 glæsilegu bilum sem i boði eru sem vinningar. En af hverju ein- göngu konur Grétar? — Einfaldlega vegna þess að við trúum á, að konur veiti þessu happdrætti meira brautargengi. Karlmennirnir eru hirðulausari um svona mál þótt þeir séu allra góðra gjalda verðir. Auk kvenn- anna eru það ekki sist stóru fyrir- tækin sem við leitum tilog treyst- um á að sjái sóma sinn I að styrkja okkur all verulega. Og eiginlega má segja að þetta sé i aðra röndina nokkurskonar skoð- anakönnun á þvi hve fólk vill sýna þessu starfi SAÁ mikinn vel- vilja. En nú hafa hátt á fimmta þúsund manns farið i gegn um stöðina hjá okkur, þannig að þetta snertir hverja einustu f jölskyldu i landinu. Þetta er fjölskyldusjúk- dómur þar sem varla er vitað til að nokkur þeirra sleppi. — Hafa fyrirtæki mikilla hags- muna að gæta i þessu sambandi? — Það erstaðreynd að i flestum stærri fyrirtækjum eru einhverjir og jafnvel töluverður hluti starfs- liðsins búinn að fara i meðferð hjá okkur. Auk þess að þetta varðar fyrirtækin miklu og sparar þeim launagreiðslur i „veikindatilfell- um” hefur það gifurlega þjóð- hagslega þýðingu, að hundruð manna sem aldrei borguðu skatta til þjóðfélagsins eru nú orðnir drjúgir skattgreiðendur. — En verðið þið ekki komnir langt með að þurrka upp alla „alkana” innan tiðar með sama áframhaldi? — Þótt það séu fyrst og fremst áfengisvandamálin sem snúa að SAA i dag, þá verða þau kannski hverfandi með timanum miðað við eiturlyfjavandamálin sem knýja sifellt meira og meira á hjá okkur. Þeim fjölgar stöðugt sem þurfa á hjálp að halda vegna lyfjaneyslu, hassneyslu, kókain- neyslu og m.a.s. hafa legið hjá okkur heróinneytendur sem kom- ið hafa frá Danmörku. — Nú minnir mig að „hassá- hugamenn” telji kost hassins' vera, að það sé ekki vanabind- andi? „Það er tómt rugl. Allt leiðir þetta tilhinssama. M.a.s. valium er svo vanabindandi, að fólk sem tekið hefur það i nokkur ár fær „delerium tremens” verði það án þess. Og liklega eru flestir sjúk- dómar sem hrjá okkur i hinum vestræna heimi vegna ofeldis af einhverju tagi.” —HEI íslands- kynning í frétta- blaði IBM ■ í mánaðarlegu fréttablaði Evrópusvæðis IBM-fyrirtækisins sem gefið er út i Paris var itarleg kynning á starfsemi IBM á Islandi og almennn kynning á landi og þjóð nú á dögunum. Þar er rakin saga IBM á tslandi i' stórum dráttum og þess getið að hún nái um þrjá áratugi aftur i tim- ann en um 1950 kom fyrsti tækja- búnaðurinn af IBM-gerð hingaö til lands og átti að nota hann viö gerð þjóðskrár i tengslum við rann- sóknarverkefni á vegum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar. Þá erþessgetið að IBM-tölvur og tækjabúnaður sé nú i notkun i 45 byggðarlögum landsins. I greininni um Island i þessu fréttablaði IBM sem ber nafnið EHQ NEWS er komið viða við varðandi sögu landsins, menningu, atvinnulif og efnahagsmál og auk þess rætt við forstjóra IBM á Is- landi Ottó A. Michelsen. ! I 14 * 3rrlanb ®

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.