Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 7
ÞriOjudagur 30. mars 1982 fcAnariMiXí 7 erlent yfirlit erlendar fréttir ■ SENDIHERRA Sovétrikjanna á Islandi, M. Sterltsov, hefur i bréfi til undirritaðs látið i ljós, að i forustugrein Timans 24. þ.m. (Brésnjef verður að bjóða betur) hafi komið fram misskilningur á umræddri ræðu Brésnjefs. Sendi- herrann fer þvi þess á leit að birt- ur sé sá kafli úr ræðu Brésnjefs þar sem tillögur hans séu reifaðar. Rétt þykir að verða við þeirri ósk enda breytir það ekki niðurstöðum umræddrar forustu- greinar: „Þegar L. Brésnjef hélt ræðu sina á 17. þingi Alþýðusambands Sovétrikjanna sagði hann m.a.: „...sovéska forysta sem leitast við að auðvelda gerð réttláts samkomulags um meiri háttar fækkun kjarnorkuvopna beggja aðila i Evrópu og sem vill gefa gott fordæmi hefur tekið þá ákvörðun að tilkynna einhliða stöðvun uppsetningar meðal- drægra kjarnavopna i Evrópu- hluta Sovétrikjanna. Við „fryst- um” þau vopn sem þegar eru staðsett hér, bæði hvað snertir magn og gæði og frestum þvi að ■ Brésnjef að ávarpa þing AlþýOusambands Sovétrikjanna Hvað sagði Brés- njéfum afvopnun? Orðiö við ósk sendiherra Sovétríkjanna skipta um gömlu eldflaugarnar sem kunnar eru sem SS-4 og SS-5 og setja i stað þeirra hinar nýju SS-20 eldflaugar. Þetta ástand skal vara, þar tii náðst hefur samkomulag við Bandarikin um það að fækka meðaldrægum kjarnorkuvopnum á grundvelli jafnréttis og jafns öryggis eða þar til bandarisku leiðtogarnir sem láta sig engu skipta öryggi þjóðanna fara að hefja undirbUning i þá átt, að taka niður Pershing-2 eldflaugarnar og stýrisflaugarnar i Evrópu. Enn fremur staðfestum við að ef báðir aðilar næðu samkomu- lagi um frystingu værum við reiðubUnir til þess að fækka ein- hliða i röðum kjarnavopna okkar i Evrópu, þar sem það yrði hluti af þeim samningi sem gerður yrði. NU höfum við ákveðið að taka nýtt skref til að sýna friðar- vilja okkar og trU okkar á mögu- leika á samkomulagi sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Sovétrik- in hafa i hyggju á þessu ári að fækka meðaldrægum eldflaugum sinum um visst magn að eigin frumkvæði. Þegar við tilkynnum þessar ákvarðanir erum við fullvissir um, að þjóðir heimsins muni kunna að meta friðsamlegar fyrirætlanir okkar og þann góða vilja sem kemur fram hjá Sovét- rikjunum. Við vonum einnig að hinir vestrænu viðræðuaðilar okkar geti svarað þessu raunhæfa skrefi með góðvilja. Á sama tima litum við á það sem skyldu okkar að setja eftir- farandi fram á skýran hátt: Ef rikisstjórnir Bandarikjanna og bandamanna þeirra i NATO gagnstætt friðarvilja þjóðanna, ætluðu sér i raun og veru að fram- kvæma þá áætlun sina að setja upp i Evrópu hundruð nýrra bandariskra eldflauga sem geta náð til skotmarka i Sovétrikjun- um kæmi upp annað strategiskt ástand i heiminum. Það kæmi upp raunveruleg viðbótarógnun við land okkar og bandamenn þess af hálfu Bandarikjanna. Þetta mundi neyða okkur til að taka skref, sem mundi setja hinn aðilann, þ.e.a.s. Bandarikin, i álika stöðu. Þessu má ekki gleyma. Þessar aðstæður minna á það hversumikilvægt vandamálið um samning Sovétrikjanna og Bandarikjanna um takmörkun strategiskra kjarnorkuvopna er fyrir örlög friðarins i þá átt að draga Ur ógnun alheimskjarn- orkuátaka. Eins og vitað er hafa Bandarikin neitað að láta þann samning sem undirritaður var árið 1979, taka gildi. Ekki hefur Washington heldur óskað eftir þvi að halda áfram viðræðum um þetta málefni. En það er orðið af- ar knýjandi. 1 fyrsta lagi gæti framkvæmd þeirra áætlana Bandarikjanna að staðsetja nýjar eldflaugar i Evrópu raskað þvi strategiska jafnvægi sem báðir aðilar hafa náð og með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. I öðru lagi gæti þróun nýrra gerða af gereyðingarvopnum orðið til þess að kippa fótum und- an takmörkun og eftirliti sem enn er möguleiki á. Þess vegna biðjum við rikis- stjórn Bandarikjanna þess að setja ekki upp hindranir i garð SALT-viðræðnanna þannig að halda megi þær i náinni framtið. Við viljum leggja til, að báðir aðilar taki á sig gagnkvæma skuldbindingu þess efnis að hefja ekki nýja hrinu i vigbUnaðar- kapphlaupinu og setja ekki upp langdrægar eldflaugar hvorki á sjó eða landi. Almennt trUum við þvi að ástandið i heiminum krefjist þess aðlöndin tvöhaldi sem mest aftur af sér i hernaðarlegu tilliti. Við erum t.d. reiðubUnir til að gera gagnkvæmt samkomulag um tak- markanir aðgerða á sjó. Einkum teljum við nauðsynlegt aö gera samning þess efnis að kafbátar beggja aðila verði fluttir frá nU- verandi svæðum sinum, að stýris- flaugum verði fækkað niður i það magnsem samiðer um. Við erum einnig tilbUnir til aðræða málefni tengd ráðstöfunum á höfum og Ut- höfum, ráðstöfunum, sem eru ætlaðar til að byggja upp traust, einkum á svæðum, þar sem eru tiðar skipaferðir. I stuttu máli sagt, erum við fylgjandi þvi að stærstur hluti af heiminum veröi geröur að friðarsvæði i náinni framtið. Þetta eru hinar nýju tillögur okkar i þá átt að draga Ur vig- bUnaðarkapphlaupinu og koma i veg fyrir heimsstyrjöld. Eins og þið sjáið félagar, gerir flokkur okkar og sovéska rikisstjórnin það, sem þjóðin hefur falið þeim. Þaugera allt til að réttlæta vonir þjóöa lands okkar og alls mann- kynsins til að tryggja frið og skapa bjartan himin yfir höfðum okkar. Það mætti segja að samskipti þjóöa i heild séu komin á kross- götur. I aðra átt liggur leið til eflingar friði og vaxandi friðsamlegrar samvinnu milli allra rikja. Sam- vinnu, sem grundvallast á sannri virðingu fyrir sjálfstæði, rétti og hagsmunum sérhvers lands. Samvinnu, sem grundvallast á þvi, að ekki séu höfð afskipti af innanrikismálefnum og á sam- eiginlegum aðgerðum til eflingar örygginu i heiminum og gagn- kvæmu trausti. Þessi leið hefur verið skýrt mörkuð i samþykkt- um Helsinki-ráðstefnunnar og i mörgum öðrum alþjóðaskjölum siðasta áratugs. HUn hefur verið staðfest i hagnýtri reynslu þjóð- anna, einkum Evrópuþjóðanna á þessum tiu árum. Hins vegar liggur leið inn i þann heim, sem er rekinn af þeim, sem hafa helgað sig kalda striðinu, heim, sem riðar á barmi raun- verulegs striðs. 1 hreinskilni sagt, þá er stefnan i átt frekari spennu á alþjóðavett- vangi aukið vigbUnaðarkapp- hlaup og spilling eðlilegra tengsla milli rikja ekki til góðs fyrir nokkra þjóð. Og þetta á einnig við um Bandarikjamenn. En sá skaði sem hUn mun valda mannkyninu, getur orðið marg- faldur. Þaðer þess vegna sem við erum fyllilega sannfærðir um, að þessi stefna geti ekki áunnið sér stuðning þjóða og eigi sér enga framtið. Þvi fyrr sem upphafs- menn hennar gera sér grein fyrir þessu þvi betra fyrir alla aðila. Hernaðarstefna og árásar- stefna NATO sem Bandarikin eru i forsvari fyrir, neyða okkur til að viðhalda vörnum landsins á við- eigandi stigi. Það er harkaleg nauðsyn i þeim heimi, sem við byggjum i dag og auðvitað krefst það Utláta sem skaða áætlanir okkar á sviði friðsamlegrar upp- byggingar. En eins og ég hef þeg- ar sagt oftar en einu sinni, þá höf- um við ekki eytt og munum ekki eyða einni rUblu umfram það sem er bráðnauðsynlegt til að tryggja öryggi þjóðar okkar og vina okk- ar og bandamanna. Og við sjáum framtiðina ekki i samhengi viö ótakmarkaöa birgðasöfnun vopna, heldur i samhengi við það að við náum skynsamlegu sam- komulagi hvor við annan með þvi að draga Ur hernaðarlegu and- spæni. Samt sem áður höfum við alls ekki misst von um, að ná skyn- samlegu samkomulagi á grund- veli jafnréttis og jafns öryggis beggja aðila. Enn fremur munum við gera allt, sem i okkar valdi stendur til að vinna þaö verk til fulls bæði i orði og á borði.” Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Kristilegum demókrötum í El Salvador spáð 27 þingsætum ■ Þær tölur sem fyrir lágu i kosningunum i E1 Salvador i gærkvöldi virtust ekki skera endanlega Ur um það hvort Kristilegir demokratar eða hægri menn mundu mynda næstu stjórn i landinu. Kristi- legir demókratar höföu aö visu hlotið 40% taldra atkvæða og kvaöst foringi þeirra José Napoleon Duarte forseti og formaöur flokksins ætla aö þaö mundi tryggja flokknum ein 27 sæti á þinginu, sem telur 60 meðlimi, ef þessar tölur visaá Urslitin. Yrði flokkurinn því að leita fylgis annarra flokka, eigi meirihluti að fást. Sagði Roberto d’Aubuisson, foringi stærsta hægriflokks- ins, Arena, að hann treysti sér til að ná samstarfi viö aðra hægri flokka i landinu og ná þannig nægum meirihluta til stjórnarmyndunar. Sem kunnugt er taka vinstri menn ekki þátt i kosningun- um. Hefur verið agasamt i höfuöborginni E1 Salvador sið- ustu daga og voru 60 manns drepnir á kosningadaginn. Berlinske Tidende íhættu ■ Danska stórblaðið Ber- lingske-Tidende á nU við geysilegan fjárhagsvanda aö striða. I upphafi var ætlunin að leysa vandann með eigna- tilfærslu, sem hefði aflað 120 milljóna danskra króna, en eigendur uröu að gefa þá fyr- irtælun upp á bátinn. Hefur upp frá þvi verið reynt að finna leiðir til þess að Utvega 160 milljónir króna og hafa viðræður farið fram við ýmsa aðila i þeim tilgangi. Er ljóst að lausn á fjárhagsvanda blaðsins verður að finna mjög skjótt að sögn talsmanna Ber- lingske Tidende, þvi að öðrum kosti kemst blaðið i greiðslu- þrot, sem leiddu til stöövunar Utgáfunnar og vafa um að htin mundi hefjast aftur. Sögur hafa verið uppi um að Spring- erpressan þýska vilji kaupa blaðið, en þær sögur hafa ver- ið bornar til baka. Lifa þær góöu lifi samt. Jaruselski í A-Berlín ■ Um helgina átti Jaruselsky hershöfðingi viðræður við for- ingja austur-þýskra kommUn- ista í Berlín, Honecker og kom fram í skeytum a-þýsku fréttastofunnar að sá siðar- nefndi hefði lýst fullum stuðn- ingi viö þá ákvörðun pólsku stjórnarinnar að grípa til her- laga, en A-Þjóðverjar gagn- rýndu Pólverja harðast allra A-Evrópurikja, áöur en her- lögin voru sett. Asökuðu þeir stjórnvöld harðlega fyrir lin- kind við andstæðinga sina. Er talið að þetta bendi til að Pól- verjar þyki nU á ný orönir gildir bandamenn i heimi A- Evrópuþjóðanna. Lendingu Columbiu frestað ■ Geimskutlan Columbia átti aö lenda í gærkvöldi um kl. 19, en lendingunni var skyndilega slegið á frest og ollu þvi óhag- stæð veöurskilyrði, stormur og slæmt skyggni. Er ætlunin aö skutlan komi til jarðar um kl. 191 kvöld, en fresturinn var miðaöur við 24 stundir. Ferð geimskutlunnar hefur gengiö vel og langflestar þær rann- sóknir sem hún átti aö inna af hendi hafa verið framkvæmd- ar áfallalaust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.