Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 30. mars 1982 ii-MÍMÍii'jj 9 miðsfjórnárfundur Framsóknarflokksins viðskiptakjarajöfnuður hafi verið neikvæður um rúml. 1 milljarð nýkróna eða um 5 af hundraði þjóðarframleiðsiu. Þá er einnig metið að einkaneyslan hafi aukist um u.þ.b. 5 af hundraði en fjár- munamyndun miklu minna og reyndar verið nálægt þeirri fjórðungi þjóðarframleiðslunnar sem við höfðum sett okkur. Þetta eru að sumu leyti um- hugsunarverðar og kannski ugg- vænlegar tölur. Við hljótum að velta vöngum yfir þvi hvers vegna viðskiptajöfnuður var svo neikvæður og reyndar ekki siður, hvers vegna einkaneyslan jókst svo mikið, en fjármunamyndun miklu minna. Gefur þetta ekki tii kynna að við séum að borða kök- una okkar? Peningamál horfðu mjög vel i byrjun ársins. Þá varð miklu meiri aukning á innlánum en út- lánum. Hins vegar snérist þetta við á siðari hluta ársins og þegar á árið i heild er litið kemur i ljós, að innlánsaukningin verður um 71 af hundraði en útlánsaukningin um 69 af hundraði. Þetta er út af fyrir sig ekki slæmt, en engu að siðureru þetta þó langtum lakari tölur en horfði með sparnað á fyrri hluta ársins. Og vitanlega gefur þetta ásamt einkaneysl- unni, þ.e.a.s. eyðslunni til að kynna, að almenningur hafi á sið- ari hluta ársins þegar sparnaður- inn dróst svo mjög saman og Hins vegar hefur tilhneiging ætið orðið sú að launahækkanir ganga jafnt úpp i gegnum kerfið og verða oft hærri á hærri laun, og við okkur blasir jafnframt sú staðreynd, að þótt hækkunin væri litil er afkoma þjóðarbúsins ekki slik, að hún beri neina umtals- verða hækkun á grunnlaunum. Hins vegar virðist alveg ljóst, að kaupmáttur ráðstöfunartekna á árinu 1981 var mjög mikill, at- vinna var mikil og skýrir það fyrst og fremst þá auknu einka- neyslu sem raun ber vitni. Viðnám Efnahagsáætlunina sem rikis- stjórnin birti upp úr s.l. áramót- um vildi ég helst kalla viðnám gegn verðbólgu. 1 þessari áætlun er gert ráð fyrir þvi að auka niðurgreiðslur, eins og þegarhef- ur verið gert, og gert ráð fyrir þvi að lækka tolla. Með þessum að- gerðum, sem haldiðverður áfram næsta visitölutimabil telur Þjóð- hagsstofnun að verðbólga á árinu 1982 ætti ekki að fara yfir 40 af hundraði enda verði ekki grunn- kaupshækkanir. Þetta er þvi miklu fremur viðnám gegn verð- bólgu en áætlun til hjöðnunar verðbólgu. En i þessari áætlun eru ýmsir hlutir sem ég vil nefna sem við framsóknarmenn höfum sérstak- lega beitt okkur fyrir, sem ég tel stig á árinu. Þetta er mjög mikil- vægt og ég tel ánægjulegt þegar verkalýðshreyfingin hefur fallist á að taka að nýju tillit til slikra frádráttarliða og mér finnst stundum að menn liti framhjá þessari mikilvægu staðreynd. Vísitölukerfið En við framsóknarmenn teljum að enn þurfi að skoða vísitölu- kerfið. Við viljum ræða við verka- lýðshreyfinguna og launþega og atvinnurekendur um vissar breytingar á visitölukerfinu.- Ég fyrirmitt leyti er þeirrar skoðun- ar, að ekki sé staða til þess að af- nema visitölukerfið i 40% verð- bólgu. Mér finnst skiljanlegt að launþegar vilji hafa þar nokkra tryggingu. Hins vegar leggjum við rika áherslu á, að við út- reikning á kaupgjaldsvisitölu verði málum ekki þannig háttað að hún þurfi út af fyrir sig að standa i vegi fyrir nauðsynlegum framkvæmdum í okkar þjóðar- búi. Mín persónulega skoðun er, að mér finnst t.d. óeðlilegt, að skattar sem rikið tekur og notar til að bæta þjónustu við almenn- ing leiði til hækkunar launa. Mér er hins vegar fyllilega ljóst, að það getur verið viss áhætta fólgin i þvi að draga sh'kt alveg út úr visitölu. Það gæti orðið tilhneig- ing hjá þeim sem hækka skatta að hækka þá óhóflega, og það þarf að einnig gert ráð fyrir þvi að endur- skoða búvöruverðs- og fiskverðs- ákvörðun. Varðandi búvöru- verðið er fyrst og fremst að ræða um margendurtekna samþykkt bænda þess efnis að semja beint við rikið. Mér er ljóst að um það eru skiptar skoðanir. En ég er þeirrar skoðunar að sú sex manna nefnd sem nú situr hafi runnið sitt skeið. Þeir eru ekki fulltrúar neytenda, eins og til er ætlast. Ég held að það eigi að endurskoða það kerfi. Ég tel að með þeim miklu áhrifum, sem búvöruverð að sjálfeögðu hefur i þessu öllu, sé ekki óeðlilegt að fulltrúi rikisvaldsins sé þar með og þá raunverulegir fulltrúar neytenda. Ég hef einnig komist að þeirri niðurstöðu að það þurfi að endur- skoða fiskverðsákvörðun. Fisk- verðsákvörðun er að sumu leyti jafnvel miklu flóknari ákvörðun enákvörðun um búvöruverð. Sem stafar af þvi, að i verðlagsráði er fjallað um alls konar greinar fisk- veiða, allt frá þorskveiðum i rækju og humar, sild o.s.frv. Þetta er mikil og nauðsynleg stofnun en undanfarin 10 ár hefur ekki orðið samstaða i ráðinu um ákvörðun þess fiskverðs sem i raun og veru visar brautina þ.e.a.s. ákvörðun um botnfisk- verð. Þegar ég lit yfir undanfarin ár er niðurstaðan sú, að botnfisk- verð hefuri raun og veru hækkað sem fylgja og skerða alltaf kaup- máttinn. Þetta er mikið verkefni og þvi verður ekki lokið á skammri stundu. Ég hef kosið að biða með fiskverðsathugunina þar til lengra er komið þeirri athugun, sem nú er i gangi á hinni almennú visitölu, en ég mun fljótlega hrinda þvi af stað. Lækkun gjaida 1 umræddri efnahagsáætlun eru fleiri atriði sem vert er að nefna. Þarkemur m.a. fram baráttumál okkar framsóknarmanna að lækka kostnað af atvinnuvegun- um. Samkomulag náðist um að lækka stimpilgjald af afurðalán- um. Þetta er um 20millj. kr. virði fyrir útflutningsatvinnuvegina. Og þarna náðist einnig samkomu- lag um að lækka launaskatt af fiskvinnslu og iðnaði. Þetta gerir um 30-40 millj. kr. og munar um minna. Ég vii sérstaklega minna á, að þarna er viðurkennd sú stefna, sem við leggjum mikla áherslu á, það beri að draga úr kostnaði atvinnuveganna i þeirri stöðu sem þeir eru. Ég fagna einnig þeirri stefnu, sem tekin var með þessari áætlun.aðauka frelsi i álagningu. Það ber að visu að gera undir ströngu eftirliti og viðskipta- ráðherra hefur þegar flutt frum- varp um það efni. Við fram- rAihimst gegn verdbólgu og öðr- UM ERFKHIIKUM MSSA NÓDFÉLAGS Líf ríkisstjórnarinnar ræðst af hvernig það tekst neyslan jókst misst trúna á hjöðn- un verðbólgu. Menn hættu að leggja fyrir og tóku að eyða að nýju. Einnig þetta sannfærir mig um að skynsamlegt hefði verið að taka litið niðurtalningarskref i lok ársins og fylgja þvi eftir sem við gerðum i upphafi þess. En þetta er einnig boðskapur fýrir okkur á þessu ári,boðskapur sem við þurfum að taka fullt tillit til er við ákveðum aðgerðir á þessu ári. Reyndar má i örfáum orðum draga þetta saman og segja, að rikisstjórnin náði nokkurn veginn þvi markmiði sem hún setti sér varðandi verðbólguna, að ná henni niður i um 40 af hundraði, en staðreyndin er sú, að trú al- mennings á aðgerðir rikis- stjórnarinnar virðist hafa minnk- að seinni hluta ársins og það er einnig staðreynd að með þessum aðgerðum varð staða útflutnings- atvinnuveganna erfið. Við þær aðstæður sem voru um siðustu áramót og eftir þá 3.2 af hundraði grunnkaupshækkun, sem varð i haust, spáði Þjóðhagsstofnun að verðbólga á árinu 1982 yrði um 55 af hundraði. Þetta var sem sagt viðfangsefnið þegar önnur áætlun rikisstjórnarinnar i efnahags- málum birtist skömmu eftir ára- mótin. Grunnkaupshækkun upp á 3.25 af hundraði er mjög i hóf stillt, miðað við það sem við höf- um kynnst og miðað við það að hækkun á lægri laun er mikil. mjög mikilvæga. Ég vil i fyrsta lagi nefna það markmið sem samkomulag náðist um, að verð- bólga á árinu 1982 yrði um 35 af hundraði og verðbólguhraðinn i lok ársins um 30 af hundraði. Þarna er tekin sú stefna, að verð- bólgan skuli jafnt og þétt fara niður á við en ekki eins og gerðist á siðasta ári, fyrst niður og siðan dálitið upp að nýju. Vitanlega eru það þessi markmið sem rikis- stjórninni ber að standa við og það ætlar hún að gera. Það er ýmislegt fleira i þessari efnahagsáætlun sem vert er að geta. í fyrsta lagi náðist sam- staða um það, að halda áfram þeirri endurskoðun á visitölukerf- inu, sem hafin var i rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1978, og leiddu þá m.a. til þess, að við ákvörðun á kaupgjaldsvisitölu er nú tekið tillit til viðskiptakjara, þ.e.a.s., að launin hækka ekki sjálfkrafa þegar kaffi hækkar i Brasiliu, eins og oft hefur verið nefnt, og sömuieiðis vegna frá- dráttar vegna hækkunar á launa- liðbóndansoghækkunar á áfengi. Frá þessum ákvæðum var fallið á árinu 1981 i stað þeirra 7 visitölu- stiga sem komu til frádráttar, en eru nú aftur komin inn og eru það með þeim samningum sem verkalýðshreyfingin gerði i lok siðasta árs og þessi ákvæði ein út af fyrir sig geta orðið til þess að draga úr verðbötavisitölu um 6-7 ■ Þórdls Bergsdóttir frá Seyðisfirði I góðum félagsskap Eysteins Jónssonar fyrrv. ráðherra og Magnúsar Einarssonar, útibússti. á Egilsstöðum. ræða við launþega um hvernig stemma eigi stigu við sliku. Mér finnst heldur ekki, að átak sem gert er til þess að jafna kostnað um landið, t.d. orkuverð eigi að leiða til að hækka laun. Þá ber að skoða, hvort ekki eigi að taka t.d. orkuverð út úr visitölunni á þeim tima sem við erum að gera sér- stakt átak til að breikka grund- völl okkar atvinnulifs með gifur- lega miklum framkvæmdum á þessu sviði. En staðreyndin er sú, að vegna þess að orkuverð vegur þungt i visitölunni hafa menn haft tilhneigingu til þess að ráðast i miklar framkvæmdir, t.d. byggðalinurnar með eintómu er- lendu lánsfé, og menn hafa ekki lagt i það að greiða fyrir þessar framkvæmdir, að minnsta kosti að hluta strax. Framkvæmdir sem eru svo sannarlega til þess að jafna aðstöðuna um landið og þegar verið er að byggja grund- völl undir okkar eigin framtið. Mér er fyllilega ljóst, að öll þessi atriði eru umdeilanleg og hljóta að vera umræðuefni við launþega. Þessar umræður eru nú hafnar. Erfitt er að spá hvenær þeim lýkur, en ég tel mikilvægt að menn hafa fengist til að setjast niður og ræða þessi mál. Endurskoðun verðlagningar í þessari efnahagssamþykkt er að meðaltali um nokkurn veginn það sama og verðbótavísitalan i iandi. Það hvarflar mjög að mér hvort ekki væri réttast að tengja verðákvörðun á botnfiski við verðbótavisitölu i' landi. Mér er ljóst að þetta er umdeilt atriði en ég skil mæta vel þá kröfu sjó- manna, að fá svipaða hækkun og menn fá I landi en reynslan er bara sú, að þegar til lengri tima er litiðhefur þetta hafnað á mjög svipuðum slóðum. Mér er fyllilega ljóst, að launa- kerfið á sjó er mjög á annan veg en i landi, þ.e.a.s. hlutaskiptin. Ég er ekki að mæla með þvi að sjómenn fari yfir á timalaun. Það væri mikið skref aftur á bak. En ég hef einnig komist að þeirri niðurstöðu, að það væri skynsamlegast að ákveða allar þessar hækkanir á sama degi — og aðgerðir sem nauðsynlegar eru þeirra vegna strax. Ég geri mér vonir um að þá verði mönn- um ljóst hve þessi hringrás er i raun og veru litils virði og þær hækkanir, sem menn telja sig fá af þeim, sem siðan er fylgt eftir með gengisaðlögun eða einhverju öðru, sem tekur aftur meira eða minna brottaf þvi sem menn hafa fengið. Ég geri mér vonir um að með sliku kerfi fallist menn frem- ur á að taka niðurtalningarskref með þvi að skera ofan af hækkun- um, enda verði þá um leið dregið úr þeim nauðsynlegu aðgerðum sóknarmenn erum að vissu leyti brautryðjendur i þessu efni, þvi fyrrverandi viðskiptaráðherra Ólafur Jóhannesson lagði grund- völlinn að þeirri þróun, sem nú fyrst er að nokkru að koma til framkvæmda. En þessar aðgerðir duga ekki til að koma verðbólgunni niður aö ráði. Menn hljóta að spyrja hvað eigi að gera til viöbótar? Það er satt að segja dálitiö er- fitt að svara þeirri spurningu á þessari stundu. Það fer mjög eftir þvi hvers konar samningar nást. Miðað við siðustu áætlun Þjóð- hagsstofnunar um hag þjóðarbús- ins á þessu ári, held ég að menn geti samþykkt, að krafa um 13% launahækkun jafnvel á tveimur árum sé mjög stif, þvi miður. Þjóðhagsstofnun telur að þjóðarframleiöslan á árinu 1982 muni dragast saman um hálfan til einn af hundraði. Þetta stafar fyrst og fremst af gifúrlegum samdrætti á loðnuveiðum, og fleiru sem veldur okkar atvinnu- vegum erfiðleikum i dag. Ég er þeirrar skoðunar, að i þessum samningum beri atvinnurekend- um og launþegum að leggja áherslu á að bæta kjör þeirra lægstlaunuðustu með sem allra minnstri grunnkaupshækkun yfir linuna, en jafnframt að snúa sér að ýmsu öðru, mjög mikilvægum atriðum, sem launþegar og at- vinnurekendur verða að fara að ■ Formaöurinn Steingrimur Hermannsson I ræöustól, en viö boröiö sitja Sigrún Magnúsdóttir sem er I þriöja sæti á borgarstjórnarlista Framsóknar, Totr.as Árnason, Halldór Asgrlmsson, Guömundur G. Þórarinsson, tna Jónasdóttir frá Stykkishólmi og Þórir Maronsson af Suöurnesjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.