Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.03.1982, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 30. mars 1982 16 Tímamynd Rdbert. Þróttur sld tslandsmeistara Vikings úr bikarkeppni H Bikarkeppni íslands- meistar- arnir lágu fyrir Þrótti ■ Þróttur sló nýbakaða Islands- meistara Vikings úr bikarkeppni H.S.t. og eru þar með komnir i áttaliöa úrslit. Þaö var ljóst frá fyrstu minútu til hinnar siðustu að Þróttur ætlaði sér ekkert annað en sigur i leiknum. Strax um miðjan fyrri hálfleik hafði Þróttur náð afgerandi forustu, og ileikhléi leiddu þeir 13:8. Það var sama upp á teningnum i siðari hálfleik þó svo að einu sinni næðu Islandsmeistararnir að minnka muninn i tvö mörk, en þá tóku Þróttarar leikinn i sinar hendur á ný og sigruðu verðskuldað 25:20. Vikingarnir náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit i leiknum, og vantaði alla baráttu i leikmenn liðsins. Aðallega var það þó vörn- in sem átti slæman dag, og þar af leiðandi var markvarslan i slakara lagi. Þróttur spilaði leik- inn af mikilli festu og dkveðni og kann það að hafa komið Vikingi i opna skjöldu. Það var einna helst Sigurður Sigurðsson sem lék Vikinga grátt þvi tiu sinnum sendi hann knöttinn i mark Vikings á þann glæsilega hátt sem honum einum er lagið. Gunnar Gunnarsson lék einn sinn besta leik með Þrótti á móti sin- um gömlu félögum og skoraði sjö mörk. Gamla kempan Arni Indriðason lék sinn siðasta leik fyrir Viking og er þar með höggið stórt skarð i lið Vikings þar sem Arni hefur um árabil verið einn traustasti leikmaður liðsins. Arni hefur staðið i eldlinunni siðustu 18 árin og er þvi engin furða að hann hyggist nú leita hvildar. Markahæstur Vikinga var Þor- bergur Aðalsteinsson sem skoraði sjö mörk. Leikinn dæmdu Arni Tómasson og Rögnvald Erlings og skiluðu þeir hlutverki sinu á- gætlega þar sem um erfiðan leik var að ræða. HG. Landsflokkaglíman að Varmá: Adeins tveir þátttak- endur í yfirþungavigt Dregið í átta liða úrslitum í bikarkeppni H.S.Í. liða úrslitum bikarkeppni H.S. Þar verður að minnsta kosti ui einn stórleik aö ræða þar sem í Valur og Þróttur drógu: saman. Þar gæti orðið ui spennandi leik að ræða þó a Þróttur sé óneitanlega sigu: stranglegri aðilinn, en þeir haf unnið Val i öllum innbyrð: leikjum liðanna siðustu tv keppnistimabil. Onnur lið ser að drógust saman voru: KR - gekk íslendingum ■ Landsflokkaglfman var háð að Varmá i Mosfellssveit á laug- ardaginn, og hefur hún verið haldin óslitin siðan 1946. Til glim- unnar voru mættir margir snjöll- ustu glimumenn landsins þó aö einnig vantaði mörg kunn andlit úr röðum gli'mumanna. I yfir- þungavigt vantaði meðal annarra þá Inga Ingvason H.S.Þ. og Guð- mund ólafsson Armanni. Tveir þátttakendur voru þvi aðeins mættir til leiks i yfirþungavigt þeir Pétur Ingvason og Arni Þór Arnason KR, og var þvi um eina úrslitaglimu að ræða sem lauk með sigri Péturs Ingvasonar. I milliþungavigt voru mættir til leiks margir kunnir kappar og þar fóru fram skemmtilegar gllmur, og þegar yfir lauk stóð Kristján Ingvason H.S.Þ. uppi sem sigurvegari með 3 vinninga. Annar varð Ólafur H. Ólafsson KR með 1 1/2 vinning og þriðji varð Halldór Konráðsson Vik- verja með 1 vinning. 1 léttþungavigt sigraði Helgi Bjarnason KR og kom það kannski fáum á óvart sem fylgst hafa með framförum Helga i vet- ur. Hann sýndi á laugardaginn að það var engin tilviljun að hann er núverandi skjaldarhafi. Helgi glimdi að miklu öryggi og lagði alla andstæöinga sina og hlaut þvi 3vinninga. Annar varö Árni Unn- steinsson Vikverja og með 2 vinn- inga og þriðji varð svo Asgeir Viglundsson KR með 1 vinning. Glímurnar i unglingaflokki báru þess ótvirætt merki að i náinni framtið eiga eftir að koma mjög frískir glimumenn fram á sjón- arsviðið, og væri óskandi að fleiri unghngar legðu stund a þjóðariþrótt Islendinga, glimuna. Sigurvegari I þessum flokki varð Austfirðingurinn Bryngeir Stef- ánsson sem lagði alla sina keppi- nauta og hlaut 4 vinninga. I öðru sæti var Hjörtur Þráinsson H.S.Þ. sem hlaut 3 vinninga og þriðji varðEinarStefánsson U.I.A. með 2 vinninga. 1 flokki þeirra allra yngstu, sveinaflokki voru mættir til leiks alla leið austan af fjörðum tveir knáir sveinar sem háðu eina úr- ííia hjá ■ Það gekk heldur brösulega hjá þeim liðum sem islensku at- vinnumennirnir leika með á meginlandi Evröpu. I Belgiu töp- uðu Arnór Guðjónsen og félagar hans i Lokeren á heimavelli 0:2 fyrir FC Brugge. Arnór lék allan leikinn þráttfyrir meiðsli á hné. Pétur Pétursson kom inn á sem varamaður I leik Anderlechtog Molenbeek en það dugði ekki til, Anderlecht tapaði 0:1 á heima- velli. Úrslit leikja helgarinnar i Belgiu var þessi: Tongeren — FC Liege........1-3 Anderlecht-Molenbeek.......0-1 Standard-Gent..............3-1 Waterschei-Beveren.........0-1 CS Brugge-Waregem..........2-1 Antwerpen-Malines..........3-0 Courtrai-Beringen..........4-0 Lokeren-FC Brugge..........0-2 Lierse-Winterslag..........3-1 slita glimu. Það voru Agnar Arn- arsson og Gauti Marinósson og lauk glimunni með sigri Agnars. Að sögn Harðar Gunnarssonar gat að lita margar fallegar og skemmtilegar glimur á mótinu sem fóri alla staði mjög vel fram. HG. Staðan er nú þannig: Standard ... .28 15 10 3 46-23 40 Anderlecht . .28 15 7 6 43-26 37 Antwerpen . .28 14 7 7 37-19 35 AA Gent.... .28 12 11 5 33-19 35 Lokeren .... .28 13 8 7 36-28 34 Courtrai. ... .28 12 9 7 36-31 33 Lierse .28 13 6 9 41-42 32 Beveren.... .28 10 10 8 31-23 30 Waregem .. .28 9 9 10 28-26 27 Molenb., ... .28 11 4 13 34-35 26 Watersc.,... .28 9 7 12 34-44 25 Wintersl. ... .28 9 7 12 23-34 25 CS Brugge.. .28 8 8 12 32-49 24 FC Liege ... .28 9 6 13 33-40 23 Tongeren... .28 7 8 13 29-50 22 Beringen ... .28 7 6 15 26-46 20 FC Brugge . .28 6 8 14 35-42 20 Malines .... .28 5 4 19 24-50 14 1 Þýskalandi töpuðu Atli Eð- valdsson og félagar 1:0, fyrir Karlsruhe, þó að Dusseldorf hafi sótt látlaust nær allan timann. Dusseldorf skapaði sér mýmörg marktækifæri en tókst ekki að koma knettinum i mark. Aðeins voru leiknir tveir ieikir i V- Þýskalandi um helgina vegna keppnisferðar þýska landsliðsins til Argentinu og Brasiliu. Staðan er nú þessi í v-þýsku knattspymunni: Köln .25 14 6 5 48-21 34 Bayern .24 16 2 6 59-35 34 Hamborg... .24 13 7 4 67-31 33 Gladbach... .25 11 8 6 46-37 30 Bremen .... . 23 11 7 5 39-34 29 Dortmund .. .25 12 4 9 44-32 28 Braunschw. .24 13 0 11 46-39 26 Kaisersl. ... .24 9 8 7 49-45 26 Bochum .... .26 9 7 10 38-36 25 Stuttgart ... .23 9 6 8 37-26 24 Frankfurt .. .25 11 2 12 61-59 24 Nurnberg .. .25 9 4 12 39-54 22 Karlsruhe .. .25 8 5 12 39-46 21 Bielefeld ... .25 7 5 13 27-38 19 Dusseldorf . .26 6 7 13 39-59 19 Darmstedt . .24 4 8 12 31-55 16 Leverkusen .23 5 5 13 27-53 15 Duisburg... .25 6 3 16 28-55 15 HG. Týr Vestmannaeyjum, FH — Stjarnan og Afturelding — Haukar. Leikur Vals og Þróttar fer á miövikudaginn kl. 20.15 i Laugardalshöll en á undan þeim leik eða kl. 19 fer fram úrslita- leikurinn I bikarkeppni kvenna og leika þar liö Fram og 1R. Á fimmtudagskvöld leika siðan KR og Týr i Laugardal kl. 20, en hinir tveir leikirnir geta ekki farið fram fyrr en að keppni i 2. deild er lokið. HG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.