Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 2
St !1:*. Miftvikudagur 31. mars 1982 X-'' Aj MYNDIR, SEM nBHBM LATA HENDfl ■ Marilyn Monroe, mesta kynbomba Holly- wood meöan hún var og hét, heföi oröiö 56 ára um þessar mundir. Hún lést sem kunnugt er 1962 36 ára. Þær myndir sem hér birtast voru teknar af henni 5 dögum áöur en hún dó. Þær voru f möppu meö öörum myndum, sem hún var óánægö meö og sagöi aö mætti ekki nota. En þegar hún var látin þá timdi enginn aö henda nokkurri mynd af hinni fögru leikkonu svo þess vegna eru þær enn á siöum blaöa viöa um heim. Þaö er engu likara en fólk geti aldrei fengiö nóg af myndum af Mari- lyn, sem einu sinni var bara fátæk og einmana litil stúlka og hét Norma Jean Baker. - Eftirspurn er alltaf gifurieg eftir myndum af Marilyn og eiga sumir safnarar dýrmæt söfn af myndum af henni. Þar á meðal er listasafnsfor- stjórinn Edward Weston, en hann hefur keypt upp allir myndir og filmur af Marilyn Monroe, sem hann hefur komist hönd- um yfir. I — Ég er enginn „baöstrandarkroppur” og ég var sárfætt á þessari mynd og er öll i keng, — henda henni! — Allt of úfin um háriö! sagöi Mari- lyn um þessa mynd. i — Of stif og alvarleg. Ómöguleg mynd, var dómurinn um þessa útgáfu af hinni fögru Marilyn Hún Pia er vel gift ■ Þaö er sama hvaö Piu Zadora langar i, Pia skal fá þau. Þegar maöur Piu, milljónamæringurinn Meshulam Riklis, segir þetta, meinar hann hvert orö. Pia hefur veriö kölluö „hin nýja Brigitte Bar- dot”. Hún hóf feril sinn I sjónvarpsauglýsingum fyrir Dubonnet. Meshul- am er umboðsmaður Dubonnet I Bandarikjun- um. Pia hefur eigin kaba- rettsýningar á Riviera hótelinu i Las Vegas. Meshulam er eigandi hótelsins. Pia hefur þegar sungiö inn á 2 breiöskifur, en Meshulam framleiddi og fjármagnaöi fyrirtæk- iö. Meshulam fjár- magnaöi tvær siöustu kvikmyndir hennar, Butterfly og Fake Out, meö þeim skilyröum aö mótleikarar hennar væru Orson Welles og Telly Savalas. Og enn er Meshulam ekki af baki dottinn. Hann hefur þegar lýst þvi yfir, aö ef önnur eöa báöar myndirnar veröa misheppnaöar, sé hann reiöubúinn til aö fjármagna enn eina kvik- mynd, þar sem kona hans færi meö aðalhlutverk. Pia er oröin 25 ára, en litur ekki út fyrir aö vera degi eldri en 19 ára. Hún þykir þegar hafa sýnt meö frammistööu sinni, aö hún eigi framtið fyrir sér I skemmtanaiönaöin- um. En fari svo aö hún kjósi heldur aö sinna ein- göngu eiginmanni sinum og heimili getur hún valiö á milli þriggja stórhýsa og henst á milli þeirra I einkaþotu þeirra hjóna. Þar sem aldurinn er far- inn aö færast yfir hinn ör- láta eiginmann hennar, hann er oröinn 57 ára, kann svo aö fara, aö hún neyöist til aö velja á milli framans á leiksviðinu og þess aö hlynna aö manni sinum, sem hún á svo mikiö aö þakka. ■ Pia Zadora hefur ýmislegt til brunns aö bera. ■ Frakki nokkur setti svohljóöandi auglýsingu I blaö: — Ef þú ert oröin leiö á manninum þinum, skrifaöu mér þá bréf. Hann fékk tvö svör, ann- aö frá fyrrverandi eigin- konu sinni og hitt frá einkaritara slnum! Hann giftist einkaritar- anum. Dýrapassarinn notar bæði hendur og fætur f starfinu ■ Mamma hans Jamie Vordermans biöur hann stundum aö hjálpa til viö aö hugsa um dýrin I Windsor Safari-dýra- garöinum. Jamie sem er aðeins þriggja ára, nennir ekki alltaf aö rétta henni hjálpandi hönd viö dýrapössun- ina en hérna á myndinni sjáum viö hvernig hann hefur þaö: hann skoðar myndablaö og heldur pelanum fyrir Ijónshvolpinn meö fótunum. Mamma Jamies, Trixie Vorderman, veröur oft aö sjá um aö gefa ungunum i dýragarðinum aö eta og hlynna aö ungu dýrunum, þvl aö mæöurnar vilja stundum ekki hugsa um unga sina, þegar þær eru I dýragöröum. Svo fór fyrir þessum litla hjónshvolpi.mamma hans vildi ekki skipta sér af honum, svo nú fær hann pela hjá Jamie litla. • Gina furstynja I I Liechtenstein er komin I vigaham. IÞar hafa konur ekki enn Jhlotið kosn- (ingaréti • A Vaduz, en svo nefnist þing furstadæmis- ins Liechtenstein sitja 15 þingmenn, 15 karlar. Þeir liafa jafnan veriö og núna siöast nýlega, veriö kosn- ir af 5000 Liechtenstein- búum. 5000 körlum! Kosningaréttur kvenna semSvisslendingar féliust loksins á aö koma á hjá sér 1971 er Lichtenstein- búum jafnfjarlægur og Satúrnus er jörðinni. Þó eiga konur sér ötulan málsvara þar sem fursta- frú landsins Gina af Liechtenstein er. En hún segir döpur i bragöi: — Þvi miöur hafa karl- mennirnir til þessa synj- aö okkur um þennan rétt. Þaö hafa þeir svo sannarlega gert. Þjóöar- atkvæöagreiösla fór fram um kosningarétt kvenna á árinu 1971 og fóru leikar þá þannig aö meö aöeins 81 atkvæöis meirihluta var fellt aö veita konun- um þennan rétt. Tveim árum seinna var kosning- in endurtekin og þá fór hvorki betur né verr en svo aö meirihlutinn var kominn upp í 481 atkvæöi. Slöan hefur málinu ekki veriö hreyft. Aöalröksemdafærsla karlanna er sú aö flestar konur sem búsettar eru I Liechtenstein séu aöflutt- ar, þó aö þær séu giftar innfæddum. Það er reyndar rétt. Jafnvel furstynjan sjálf fyllir þennan hóp. Hún er austurrisk aö uppruna en litur þó á sig sem hreinan Liechtensteinbúa og nú finnst henni timi til kom- inn aö konur fái að hefja raust sina og taka þátt I stjórn landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.