Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 6
Míðvíkudagur 31. mars 1982 6_______ stuttar fréttir Þessi spegilgljáandi tæki i Mjólkurbúi Fióamanna eru sögö notuó til framleiöslu á honum svonefndu G-vörum sem njóta sl- felt aukinna vinsælda. Frædslumyndir um mjólkurframleiðslu SUDURLAND: Þessa dagana standa yfir í flestum hreppum á Suðurlandi deildarfundir Mjólkurbús Flóamanna. Jafn- framt eru aðalfundir naut- griparæktarfélaganna haldnir um svipað leyti og mjög gjarnan sama daginn til hag- ræðis fyrir bændur. A fundum þessum hafa starfsmenn Búnaðarsam- bandsins, ráðunautarnir Kristján Jónsson og Steinþór Runólfsson kynnt bændum niðurstöður nautgriparæktar- starfsins og starfsmenn Mjólkurbúsins þeir Guðni Agústsson mjólkureftirlits- maður og Birgir Guömunds- son framleiðslustjóri hafa sótt fundina eftir þvi sem kostur hefur verið. Hafa þeir frætt bændur um mjaltir og meðferð mjólkur- innar m.a. með erindaflutn- ingi og kvikmyndasýningu, jafnframt þvi sem þeir hafa kynnt ýmsa þætti i starfsemi búsins og þær nýjungar sem unnið er að i framleiðslunni. Þykirmönnum vel til fundið fyrir þessar tvær félagsheildir aö koma á samstarfi sem þessu og nýta þannig sam- eiginlega það tækifæri sem gefst til að koma ýmsum upp- lýsingum til bænda á framfæri. Enda er það mál manna að þessir fundir hafi sjaldan verið jafn vel sóttir. — STJAS. „Eini mögu- leiki til vinnslu jarðefna í Skagafirði” SAUÐARKRÓKUR: „Byggöaleg og fjárhagsleg rök benda eindregið til að þjóöhagslega sé hagkvæmast að reisa og reka steinullar- verksmiöju á Sauðárkróki og skorar fundurinn á stjórnvöld að sjá til þess að sú verði niöurstaöa málsins”, segir m.a. i ályktun sameiginlegs fundar stjórna: Iönaðar- mannafélags Sauðárkróks, Iðnsveinafélags Skagfirðinga, Múrarafélagi Skagfirðinga og Meistarafélags byggingar- manna á Norðurlandi vestra. Jafnframt benti fundurinn á þá staöreynd að þetta er eini möguleikinn i Skagafiröi til vinnslu jarðefna gagnstætt þvi sem er i öörum landshlutum, svosem á Suöurlandi. Bent er á að Steinullarfélagið h.f. hafi unniö að þessu eina verkefni undanfariö. Auk þess muni flutningakerfi landsmanna nýtast best með staðsetningu verksmiðjunnar á Sauðár- króki. —HEI „Vænta studnings þingmanna úr öllum flokkum” HÚNAÞING: „Stjórnarmenn Landverndarsamtakanna vænta stuðnings viö land- verndarsjónarmið sin frá þingmönnum úr öllum flokk- um. Jafnframt er það ljóst að stór hópur manna einstakling- ar og félög eru að vakna til meövitundar um eðli Blöndu- deilunnar”, sagði Helgi Baldursson i Varmahlið eftir almennan félagsfund Land- verndarsamtaka vatnasvæða Blöndu og Héraðsvatna sem haldinn var i Húnaveri s.l. laugardagskvöld. Sagöi Helgi fundinn hafa veriö f jölmennan og umræður hafa staðið langt fram á nótt. 1 samþykkt lundarins eru þau vinnubrögð og sá hraöi sem viðhafður var við undir- búning og undirskrift samninga um Blönduvirkjun harðlega átalin. Jafnframt telur hann að virkjunartilhög- un sem geri ráö fyrir stiflu við Sandárhöfða sé sú eina lausn sem viötæk samstaða náist um, enda valdi hún minni landeyðingu, og féllst ekki á þau rök að breytt tilhögun þurfi að seinka virkjunar- framkvæmdunum. __________________—HEI Fjórðungur Vestmanna- eyinga í f lutningum í fyrra VESTMANNAEYJAR: Miðað við endanlega ibúatölu i Vest- mannaeyjum hinn l.des. 1980, sem var 4.717 og bráöabi rgða- tölu á sama tima 1981 sem er 4.739 hefur Eyjabúum fjölgaö um 22 eða 0,46%, að þvi er kemur fram i samantekt Aka Heimz i blaðinu Dagskrá i Vestmannaeyjum. Aki reiknar þó með aö endanlegar tölur um ibúa 1. des. s.l. verði 4.750 manns. I samantekt Aka kemur fram að mikil hreyfing er á þeim Vestmannaeyingum bæði innan bæjarins og einnig að og frá. Þannig fluttu 611 manns sig milli húsa i Vestmannaeyjum frá 1. des. 1980 til ársloka 1981, frá Eyj- um fluttu 283 og til Eyja 280. Þannig virðast um 1.174 Eyja- búar hafa staðið i lengri eða skemmri flutningum á þessum 13 mánuðum eða um fjórðungur bæjarbúa. Af þeim sem fluttu til Vestmannaeyja komu 112 frá Stór-Reykjavikursvæðinu, 65 frá öðrum kaupstöðum, 69 frá sýslum landsins og 34 frá út- löndum. Af þeim sem fóru frá Eyjum fluttu 169 til Stór-Reykjavikur, 41 til annarra kaupstaöa, 57 til sýslna landsins og 16 af landi brott. — HEI. Hægt er að minnka olíunotkun fiskiskipa ■ Fjórir af þingmönnum Fram- sóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um sparn- að I oliunotkun fiskiskipa. I tillög- unni felst að rikisstjórninni verði faliðaö láta rannsaka hvað draga megi úr oliunotkun fiskiskipa með breyttu byggingalagi, og þá jafnframt hvort hagkvæmt verði að gera breytingar á þeim skip- um, sem nú eru i notkun. Flutn- ingsmenn eru Jón Helgason, Stef- án Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason og Jóhann Einvarðs- son. I fylgiskjali með tillögunni er áætlun sem Sigurður Arason skipatæknifræðingur hefur unnið i samstarfi við Sigurð Ingvason, þar sem þeir benda á að miklu lengra megi ná i oliusparnaði en nú er, með breytingum á bygg- ingalagi skipa. Greinargerðin með tillögunni er svohljóðandi: „öllum eru kunnugir þeir miklu erfiðleikar sem hækkandi oliuverö hefur valdið útgerð fiski- skipa. Til þess að mæta þessum útgjaldalið hefur m.a. verið lagt svonefntoliugjald á aflann.Hefur það valdið mikilli óánægju sjó- manna og er nú rætt um afnám þess. En hvaða leið sem fundin verð- ur til breytinga á oliugjaldinu er brýn nauðsyn fyrir alla aðila, út- gerðarmenn, sjómenn og þjóðfé- lagiö i heild, að leitað sé allra leiða til að draga úr þessum mikla útgjaldalið. Mikið átak var gert i þessu máli með þvi aö taka upp notkun svartoliu i stað gas- oliu á mörgum skipum, enda þótt árangurinn hafi orðið eitthvað misjafn eftir þvi, hvað vélarnar hentuðu vel til þeirrar breyting- ar. Enn fremur hafa veriö geröar aörar breytingar til hagræðingar, t.d. settir skrúfuhringir á skipin. En eins og fram kemur i fylgi- skjali með þessari tillögu, sem er áætlun er Sigurður Arason skipa- tæknifræðingur hefur unnið i samstarfi viðSigurð Ingvason, þá telja þeir að miklu lengra megi ná með frekari breytingum á bygg- ingarlagi, sérstaklega togskipa. Til staðfestingar réttmæti þeirra tillagna, sem settar eru fram i þessari áætlun, má benda á þá reynslu sem þegar er fengin á togaranum Ottó N. Þorlákssyni, en hann var smiðaður samkvæmt tillögum Sigurðar Ingvasonar. Samkvæmt upplýsingum frá Bæj- arútgerð Reykjavikur var oliu- eyðsla þess togara á árinu 1981 um 5600 litrar á úthaldsdag, en hjá togaranum Jóni Baldvinssyni tæplega 7000 litrar. Enn þá meiri munur er þó á oliueyðslunni á hvert aflatonn, en það er vitan- lega það sem skiptir mestu máli. Skýringin á þvi er sá aukni tog- kraftur sem bætt byggingarlag hefur i för með sér. Að öðru leyti nægir að benda á nánari skýring- ar um þetta atriði i fylgiskjalinu. Enþarsem um er að ræða jafn- stóran útgjaldalið fyrir þjóöarbú- ið og oliunotkun fiskiskipanna, þá er mjög brýnt að leitaö sé allra leiöa til aö draga úr þessum út- gjaldalið og leggja i nauðsynlegar rannsóknir i þvi skyní. Ekki er hægt að fullyrða, áður en slik rannsókn hefur farið fram, hversu mikill árangur kann að nást. En Sigurður Ingvason hefur gert sér vonir um að það kynni að draga úr oliunotkuninni, miðað við aflann, um 25 - 40%. En jafn- vel þó að árangurinn yrði eitthvað minni, þá myndi kostnaðurinn við rannsóknirnar fást greiddur margfaldlega til baka. En auðvitað skiptir það mestu máli við smiði nýrra skipa, að fyllsta tillit sé tekið til orkusparn- aðar við hönnun þeirra. En jafn- framt þarf að athuga, hvort ekki kynni að vera hagkvæmt að breyta einhverjum þeirra skipa sem þegar eru i flotanum og verða munu i notkun allmörg ár áfram. Með nákvæmum tilraun- um á einu þeirra ætti að vera hægt að fá visbendingu fyrir mörg önnur. Við flutningsmenn þessarar til- lögu væntum þess að Alþingi sé sammála okkur um það, að hér sé um svo stórt mál að ræða að sjálf- sagt sé að fela rikisstjórninni að athuga það nákvæmlega, eins og gert er ráð fyrir með þessari til- lögu.” ■ Jón Helga- son. ■ Stefán Guðmundsson. ■ G uömundur Bjarnason, ■ Jóhann Einvarðsson. Hámarkssekt verði ein milljón króna ■ Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á hegningarlögunum. Eru breytingargreinarnar i 54 liðum, svo að sitthverju þarf að breyta. Frumvarpið er samið af hegningarlaganefnd, sem skipuð var til að endurskoða hegningar- lög en gerðar hafa verið nokkrar breytingar i dómsmálaráðuneyt- inu. Frumvarpið fjallar um breytingu á sektarmörkum i 50 greinum hegningarlaganna. Eru þaö ákvæöi um sektarupphæðir og sitthvað fleira er varða sektir vegna brota en ákvæði þessi eru nú orðin úrelt að mati þeirra er um fjalla. Auk þess er fjallað um breytingu á sektarmörkum i 52 öðrum lögum, svonefndum sér- refsilögum. leinstaka greinum er einnig lagt til að breytt sé ákvæðum um refsivist. 1 athugasemdum með frum- varpinu segir m.a.: „Refsiákvæði sérrefsilaga eru frá ýmsum timum. Hafa þau ekki veriö samræmd og er þvi sist aö kynja að þau séu sundurleit. Að visu var gerð tilraun til þessa meö lögum nr. 14/1948 um hækk- un fésekta i eldri lögum til sam- ræmis við visitölu. Lög þessi virðast eigi hafa verulegt gildi nú á timum. 1 ýmsum lögum eru sektamörk svo lág að það hamlar virkri refsivörslu. Eru sekta- mörkin viða meö öllu úrelt. Hegningarlaganefnd hefir kannað ákvæði sérrefsilaga. Leiðir sú könnun i ljós, að um það bil 200 lög utan almennra hegningarlaga hafa refsiákvæði að geyma þar sem tilgreind eru sektarrefsiákvæði i krónutölu og sum hver mörg ákvæði. Horfið hefir verið að þvi ráði með þessu frv. að leggja til breytingar á sektamörkum i þeim lögum sem talið er brýnt að lagfæra i fyrsta áfanga. A næstunni má svo vænta lagafrumvarps um breytingar á sektarrefsiákvæðum ýmissa ann- arra laga. Er raunar eðlilegt að kanna öörum þræði hvort ekki sé forsvaranlegt að leggja til afnám nokkurra refsiákvæða i lögum. Er það mikilvægt verkefni i ljósi þeirra strauma i refsirétti sem lúta aö þvi að draga beri úr refsiákvæðum (dekriminaliser- ing)”. Siðar segir: „I ýmsum þeirra laga sem hér eru lagðar til breytingar á eru ákvæði þess efnis að sektir sam- kvæmt lögunum renni i bæjarsjóð sveitarsjóð sýslusjóð eða jafnvel til uppljóstrarmanns að hluta. Af hálfu dómsmálaráðuneytisins er meö frumvarpi þessu lagt til að slik ákvæði verði felld niður og sektir renni alfarið i rikissjóö. Löggæsla er nú kostuð af rikis- sjóði eingöngu en ekki sameigin- lega af rikissjóði og sveitarsjóð- um eins og áður var. Telja verður þvi niður fallna forsendu þess að láta sektartekjur renna til sveitarfélags. I fyrstu grein nýju laganna seg- ir: „Eigi má beita hærri fésekt en einni milljón króna nema heimild sé til þess i öðrum lögum”. 1 núgildandi lögum er þessi upphæð 30 millj. kr. og er það átt viö gamlar kr. I athugasemd segir að sektarhámark þetta þurfi að breytast með tiltölulega stuttu millibili til samræmis við sveiflur i peningagildi. Hefur reynst torvelt að finna viðhlitandi „sektarvisitölu”, sem tengja mætti sektarákvæðum laga. OÓ Jafnrétti í Suður-Afríku ■ Sex þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um stofnun landsnefndar til stuðnings jafnrétti og frelsi i Suður-Afriku. Er hún svohljóð- andi: Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að hafa frumkvæði að þvi að komið veröi á fót lands- nefnd til stuönings jafnrétti og frelsi i Suöur-Afriku. I nefndinni eigi sæti fulltrúar helstu fjölda- samtaka i landinu. Nefndin skal einnig gera tillögur um það hvernig Islendingar geti best orðið við tilmælum Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna um refsiaögerðir gegn Suður-Afriku. Nefndin hafi enn fremur það hlut- verk að kynna islensku þjóöinni ástand og þróun mála i Suður-Af- riku og þær hörmungar sem kyn- þáttaaöskilnaöarstefna (Apartheid) stjórnvalda þar hefurleitt yfir þorra suður-Afriku þjóöarinnar svo og að kynna og fræöa um stööu Namibiu og þá sjálfstæðisbaráttu sem þar er nú háö gegn ólöglegum yfirráðum Suöur-Afriku yfir landið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.