Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 12
HOMELITE ke&jusagir 1*1 ^ ►*« »*s Igf Útboð Tilboö óskast i götuljósaperur fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 6. mai 1982kl. 11 f.h.. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frílcírkjuvtgi 3 — Sími 25800 Veiðimenn Svartá framan Hvamms i Svartárdalog Fossá eru til leigu til stangveiði sumarið 1982 (þrjár stangir silungur) Veiðitimabii í'rá 1. júli til 31. ágúst. Tilboð skilist fyrir 20. april til Péturs Hafsteins- sonar Hólabæ Austur-Húnavatnssýslu simi 95-4349 sem veitir frekari upplýsing- ar. Veiðifélag Blöndu og Svartá. BRÚÐUVAGNAR 3 gerðir 1X2 1X2 1X2 29. leikvika — leikir 27. mars 1982 Vinningsröð: 1 1 X —2 X X —1 1 2 —1 2 X 1. vinningur: 12réttir—kr. 160.840,00. 85865(1/12,4/11) + 2. vinningur: 11 réttir—kr. 3.628,00 8218 24015 4529 59584 84777+ 15702 35305+ 58532 81086+ 85863+ 22849+ 35541 59553 82914+ 85864+ Kærufrestur er til 19. april kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni i Reykjavik. Vinningsupphæöir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða aö framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK ■ Stærstur hiuti tslenska landsliðsins sem þegar hefur hafið undir- búning sinn fyrir B-keppnina, ásamt landsliðsþjálfaranum Hilmari Björnssyni. Eftir dráttinn i gærkvöldi eru menn ennþá bjartsýnni á vel- gengni islenska liösins en nokkru sinni áður. Timamynd Róbert. B-keppnin í handknattleik: íslendingar lentu f besta ridlinum ■ Það má segja að islendingar hafi verið tiltölulega heppnir þegar dregið var i riðla B-keppni heimsmeistaramótsins i hand- knattleik. islendingar lentu tvi- mælalaust í auðveldasta riðlinum og leika i C-riðli ásamt liðum Spánverja, Svisslendinga og Belgum. 1 A-riðli ieika lið Ung- verjalands, Sviþjóðar, israels og Búlgariu. B-riðill er skipaður lið- um frá Vestur-Þýskalandi, Tékkóslóvakiu.Frakklandi og Hollandi. Þanng að Islendingar geta vel við sinn hlut unað. Tvær efstu þjóðir mótsins komast beint I lokakeppnina sem fer fram i Los Angeles 1984, en næstu 4 þjóðir halda sæti sinu í B-keppninni hinar falla I C-riðil. Islenska liðið hyggst undirbúa þessa keppni mun betur en nokkru sinni fýrr, meðal annars með þvi að láta landsliðið leika mun fleiri lands- leiki erlendis en tiðkast hefur og einnig með þvi að láta landsleiki hefjast fyrr en áður. HG. Landsleikur í körfuknatt- leik við Englendinga: „Höfum oft unnið lið sem við eigum ekki möguleika í" — segir Einar Bollason, landsliðsþjálfari ■ Við höfum það oft unnið lið sem við höfum ekki átt að eiga neina möguleika i, og þessvegna gætum við eins unnið Englend- ingana sagði Einar Bollason, landsliðsþjálfari, er Timinn ræddi við hann um möguleika islenska liðsins á móti Englend- ingum i þeim leikjum sem þjóð- irnar leika hér um helgina. Eitt er vist að þetta enska lið sem hingað kemur er mjög sterkt og er það skipað sömu mönnum og það var skipað þegar það siðast lék við tsland. 1 liðinu eru sex Ameri- kanar, en þeir geta leikið lands- leiki fyrir England þó svo að þeir haldi ennþá bandariskum rikis- borgararétti. Þeim nægir að geta á einhvern hátt rakið ættir sinar til Englands, kannski i gegnum afa sinn eða ömmu, þá teljast þeir gjaldgengir i enska landsliðið. Til gamans getum við borið það saman við þær reglur sem eru i gildi hériendis, en þá þurfa út- lendingar að hafa verið hér i 5 ár og fengiö islenskan rikisborgara- rétt, og 3 ár til viðbótar við það til aö fá að leika fyrir Islands hönd i Evrópukeppni. Einar sagði að koma Englend- inganna væri viku fyrr en best hefði verið á kosið þar sem að islendingarnir væru að byrja á sinum undirbúningi fyrir Evrópu- keppnina. tslenska landsliðiö var alla siðustu helgi i æfingarbúöum i Borgarnesi og sagði Einar að liðið hefði tekið daglegum fram- förum. Fyrirliði Englendinganna Dan Loyd er Amerikani og er það leik- maður sem KR hafði mikinn hug á að fá til sin fyrir 4 árum en hann fór þá til Crystal Palace og næst þegar KR-ingar sáu til hans var hann iklæddur enska landsliðs- búningnum. Miövikudagur 31. mars 1982 Heims- frægir kappar í Bláfjöllum ■ Það fer fram stórfengleg sýning á vegum Skiðasambands Islands i Bláfjöllum um helgina, og er þar á ferö sýning sem marg- irheimsfrægirkappar taka þátt i. Hópurinn nefnir sig Volvo ski show er skipaður bæði fyrrver- andi og núverandi heimsmeistur- um, og hefur haldið sýningu i mörgum Evrópulöndum við gifurlegar vinsældir. Þessir kappar hafa verið vinsælt sjón- varpsefni út um allan heim og nú vinna þeir aö gerð kvikmyndar sem meðal annars hefur það hlut- verk að kynna island og Flugleið- ir, en hópurinn flýgur vitt og breitt um heiminn með Flugleið- um og heldur sýningar. Mynd þessi hefur nú verið pöntuð i mörgum löndum bæði austanhafs og vestan. Allur ágóði af þessari sýningu rennur beint og óskiptur til starfsemi Skiðasambands Islands, og er það höfðinglega að verki verið. Hér er á ferðinni sýning sem á erindi langt út fyrir raðir skiðaáhugafólks og ættu menn þvi ekki að láta þennan við- burð fram hjá sér fara. Sýningar verða bæði á laugardag og sunnu- dag. HG. Verður leikjum f jölgað í 1. og 2. deild? ■ Það gæti fariö svo að umferðum i deildarkeppni 1. og 2. deildar yrði fjölgað I 26 umferðir á næsta keppnistimabili. Um helgina funduðu stjórnarmenn H.S.l með forráðamönnum félaganna og kom þar i ljós mikill áhugi hjá öll- um aðiljum að fjölga leikjum I deildum en tillaga þessi þarf að hljóta samþykki aðalfundar ■ H.S.I. Það eina sem að mælir á móti þvi að tillaga þessi nái fram að ganga er húsnæðisskortur i Reykjavik, þar sem svo mikil fjölgun leikja mundi krefjast auk- ins húsnæðis. Einnig er i athugun að fjölga leikjum I unglingaflokk- HG. Tveir stórleikir ■ i kvöld veröa háðir tveir stór- leikir i bikarkeppni H.S.I. og fara þeir báðir fram i Laugardalshöll. Klukkan 19 hefst úrslitaleikurinn i meistaraflokki kvenna og eigast þar við Fram og IR. IR stúlk- urnar hafa verið i mikilli sókn i undanförnum leikjum og má þvi búast við skemmtilegum leik. Strax að þeim leik loknum eða um kl. 20.15 leika svo Valur og Þrótt- ur i 8-liða úrslitum meistara- flokks karla. Hér verður örugg- lega um fjörugan leik að ræða þó svo að Þróttur hafi ávallt haft yfirhöndina i siðustu leikjum lið- anna. Vaiur hefur sótt talsvert i sig veðrið nú undir lok mótsins og ætla sér örugglega að selja sig dýrt. HG HG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.