Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 11
Miövikudagur 31. mars 1982 11 kaupendum endalaust að éta islenska verðbólgu, þ.e. að greiða hærra verð fyrir afurðirnar sam- kvæmt þvi hvernig verðbólgan hér þróast hverju sinni. Takist sjómannastéttinni díki að tryggja sig á þessum vettvangi þá er það að sjálfsögðu efst i' min- um huga að það kerfi sem við búum við í dag megi syngja sitt siðasta.” Nú er stöðugt rætt um stærð fiskiskipastólsins og sýnist sitt hverjum? „Ég held að öllum eigi að vera kunn afstaða min og minna félaga i Sjómannasambandi íslands hvað stærð islenska fiskiskipa- stólsins varðar. Um þetta höfúm við gert samþykktir, bæði á Sjó- mannasambandsþingi og á öðr- um kjaramálaráðstefnum okkar, þar sem við höfum varað eim dregið við stækkun fiskiskipa- stólsins. Þvi miður verður að segja að árangur af þessum sam- þykktum okkar hefur ekki orðið sásem skyldi. Hver maðurhlýtur að sjá það að þótt islenskir sjómenn séu manna fegnastir að komast um borð i nýtt skip, sem er vel búið að öllum tækjum sem til þarf og þar með öryggistækj- um, þá verður að líta til þess að fiskiskipastóllinn er of stór og eitthvaðþarf til að koma, til þess að minnka hann. En þvi miður, — þrátt fyrir bæði lög og reglu- gerðir, þar sem rikisstjórnin, hver sem hún hefur verið, hefur viljað spyrna við fótum, þá finnast alltaf einhverjar smugur. Þegar þetta viðtal fer fram, þá eru ný skip að bætast við bæði i dag og i gær. Það hefur svo þá af- leiðingu i för með sér að minna verður til skiptanna fyrir þá sem fyrir eru. Aðgát þarf næstu árin 1 þessu sambandi verður að nefna það mikla áfall sem við höf- um orðið fyrir, þar sem loðnu- veiðar okkar eru. Við skulum vona að þau 52 skip sem orðið hafa að leita i þorskstofninn og aukið þannig mikið sóknarþungann i' takmarkaðan stofn, valdi ekki varanlegu tjóni. Þetta segi ég með tilliti til þess að nú undanfarin ár hefur hrygning þorsks ekki tekist jafn vel og gerðist 1973 og 1976 og þvi þarf að hafa allan varann á næstu árin. Það er krafa sjómannasam- takanna til stjórnvalda að þau láti að sér kveða við að sporna gegn stækkun fiskiskipastólsins f ljósi þessara staðreynda.” Hvað um sökn I aðrar fiskteg- undir? Með tilliti til þess sem áður seg- ir um loðnustofninn þá vaknar sú spurning hvað eigi að taka við. Margir minnast á kolmunna i'þvi sambandi, en islenskum fiski- skipum hefur ekki tekist til þessa að ná sama árangri við kol- munnaveiðar og öðrum þjóðum, svo sem Norðmönnum, Færey- ingum ofl.. Þarna hlýtur það m.a. að koma til að stærð og vélarafl þeirra útlendu skipa sem þessar veiöar stunda og ná bestum á- rangri er um það bil þrefalt meira en okkar bestu skipa. Inn i þetta blandast svo auðvitað sá mikli kostnaöur sem oliunni er samfara, en ég tel að við búum við eitt hæsta oli'uverð sem þekk- ist i heiminum i dag. Nágranna- þjóðirnar greiöa þvi miklu lægra oliuverð en viö. Það er ekki um margar fiskteg- undir að ræða sem gætu fleytt okkur yfir þann þröskuld sem við stöndum frammi fyrir i dag. Við vitum að karfastofninn er ofnýtt- ur og fiskifræðingar hafa lagt til að sóknarþunginn á karfaveiðum verði minnkaður. Ég held að það ALVEG SKÍNANDI __i_i____ UMFEROAR RÁÐ hljóti að vera öllum ljóst, sem eitthvað þekkja til sjávarútvegs- mála i dag að með tilliti til þess að okkar togarafloti verður að stunda veiðar á karfa og ufsa 150 daga á árinu núna, þá verður að stefna sókninni að öðrum fiskteg- undum. Og hverjum? Þá beinist hugurinn að karfanum og ef karf- inn er að verða ofveiddur, ja, hvað er þá til ráða?” Ekkert má til spara Öryggismál sjdmannastéttar- innar hafa verið mönnum ofar- lega i huga. Hefur nóg verið að gert á þvi sviði? ,,A hverju ári verðum við i sjómannastétt að horfa á bak fjölda félaga okkar, þvi hæsta slysatiðni í atvinnuvegum okkar er meðal sjómanna. Við hljótum þvi að beina þeim tilmælum til bæði stjórnvalda og atvinnu- rekenda að reynt verði svo sem framaster unnt að tryggja öryggi manna á sjó þótt vist sé ég þeirr- ar skoðunar að seint verði komið i veg fyrir að höfuðskepnurnar beri hærri hlut frá borði í því striði sem á sjónum er háð og taki sinn toll. Það hlýtur þvi að vera okkur mikið keppikefli að efla öryggi sjómanna okkar og ekkert má til spara f þeim efnum, hvorki af einum né öðrum i þjóðfélaginu. Nú eiga sjómenn erfiðast allra starfsstétta með að sinna eigin félagsmálum? ,,Já, það hefur lengi verið svo þvi atvinnu sinnar vegna eiga þeir ekki hægt með að sækja fundi ifélögum sinum. Stopularstundir i landi þurfa þeir að nota til þess að ganga frá ýmsum málum sin- um og sinna heimili sinu og fjöl- skyldu. Þaðgefureinnig auga leið að þeir njóta þar með hvergi nærri þess menningarlifs, sem við sem i landi erum eigum svo auðvelt með að stunda. Myndbönd gætu komið að gagni Sjómannasamband tsland hef- ur fullan hug á þvi að reyna með einhverjum hætti að koma aukn- um tengslum á innan sjómanna- stéttarinnar um félagsmál henn- ar og ég held að i dag séu mögu- leikarnir til þess arna miklu meiri en var fyrr á árum, með tilkomu myndbanda og annars sliks. Sjómenn hafa nú margir slik tæki um borð i skipum sínum og gætu þannig átt kost á þvi að horfa á þætti sem varða sjómannastéttina og málefni hennar. Við höfum hug á að taka upp þætti sem varða réttinda-, kjara- og öryggismál sjómanna, senda þá um borð i skipin og kom- ast þannig i nánari tengsl við félagana.” Hve margir má ætla að starfandi sjómenn á tslandi séu nú? „Starfandi sjómenn, þ.e. fiski- menn, eru um 5900 skv. skýrslum Þjóðhagsstofnunar. Égheld samt að það sé svo að það séu dcki margir sjómenn sem ráðnir séu i að gera sjómennskuna að ævi- starfi sinu og við höfum orðið á þreifanlega varir við að sjómenn leita mikið i það að komast i aðra vinnu i landi um tima amk. Til þess liggja ástæður sem við þekkjum vel, menn eru langdvöl- um i burtu frá heimilum sinum og ástvinum og möguleikinn til þess að stunda menningarlif er litill. Þeir eru fagnar sins skips og frelsi þeirra takmarkast af borðstokk skipsins langtimum saman. Þvi kemur oft upp sú staða að menn vilja fá sér annað að gera i landium hrið til þess að losna frá þessari vinnu.” Erfiðar aðstæður eldrisjómanna Aðstaða sjómanna, sem stundað hafa sjómennsku alla sina ævi til þess að fá eitthvað að gera þegar í land kemur, er iðu- lega erfið. Hvenig mætti bæta úr þessu? ,,Já, þetta ereinn sá Akkilesar- hæll sem lengi hefur verið til staðar. Menn koma i' land eftir margra ára starf til sjós og hafa ekki kynnst öðrum störfum en sjómannsstarfinu. Það verður að segjast eins og er að eftir þennan langa sjómennskuferil eru at- vinnumöguleikarnir afskaplega takmarkaðir. Helst er um að ræða fiskvinnu i landi eða venju- lega verkamannavinnu og það hlýtur þvi að vera mjög brýnt að sjómannasamtökin vinni að ein- hverskonar endurhæfingu, eftir að menn eru komnir i land, til þess að tryggja þeim góða lifsaf- komu. I þessu sambandi minni ég samt á að ástæða er til að fagna þeim lögum sem sett voru á Alþingi á fyrra ári varöandi lif- eyrisrétt sjómanna eftir 25 ára samfellt starf til sjós. Ég tel að þarséum mikla viðurkenningu af hálfu Alþingis og þjóðarinnar að ræða á störfum sjómanna, þvi þarna er þeim gef inn kostur á eft- irlaunum fyrr en öðrum þjóðfélagsþegnum.” —AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.