Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 16
r Lausfrystitæki frá HH FRIGOSCANDIA Reynsla íslenzkra framleiðenda hefur núþegar sýnt að lausfrystitækin opna nýja möguleika á sölu freðfisks á erlendum mörkuðum. EVRÓPUVIÐSKIPTI HF. Haf narhvoli v/T ryggvagötu — Sími 25366 FRIGOSCAIUDIA Svíðþjóð UTGERÐARMENN - SKIPSTJORAR NETAGERÐIN INGÓLFUR HF. SIMAR VESTMANNAEYJUM 1235 og 1309. ERUM ÁVALLT I FARARBRODDI. EINGÖNGU NOTUÐ FRAMLEIÐSLA HAMPIÐJUNAR Lykill að nýjum markaði TILKYNNIR: Veitum alhliða þjónustu, svo sem við: Flottroll, Botntroll, Spærlingstroll, Loðnunætur, Síldarnætur og Þorskanet. Viðgerðarefni ætíð fyrirliggjandi. Heimasímar: Ingólfur 1230 Arnmundur 1428 Guðlaugur 2296 Jón Ólafur 2042 Sigursteinn 1290 Miövikudagur 31. mars 1982 Eigendur Sjóvéla h.f. Unnþór Stefánsson og óöinn Gunnarsson Bátaspilin frá „Sjóvélum” hafa „runnid út” Aö Kársnesbraut 102 i KÓpa- vogi er fyrirtækiö „Sjóvélar h.f.” sem þeir reka Guömundur Unnþór Stefánsson og Oöinn Gunnarsson. Fyrirtækiö er stofn- aö 1. desember 1978 og á þvi hálf fjóröa ári sem siöan er liöiö er svo komið aö þeir félagar og starfs- menn þeirra tveir anna varla eft- irspurninni. Þaö eru einkum spil i allar gerðir og stærðir af bátum sem fyrirtækiö smiöar. Mest eru þetta j>ó spil i 20—30 lesta báta, fyrst og fremst neta og linuspil, en einnig hafa þeir smiöaö togspil. Spilin eru að sjálfsögöu öll vökvaknúin. Þá smiða þeir bómusvingara og löndunarspil og taka aö sér fjöl- mörg önnur verkefni sem eftir er óskaö. Til dæmis hagnýta skipa- smiðastöðvar i grenndinni sér þjónustu þeirra og fá smiðuð stýrisblöö og stýristamma. Hafa þeir einnig flutt inn vökvastýri i báta frá Kanada, smiðaö oliu- tanka i plastbátagerðir og enn má nefna aö margir hafa fengiö smiöaöa afdráttarkarla fyrir iinubáta hjá „Sjóvélum”. Margir vilja fá vöruna í hvelli — helst í gær „Viðskiptin hjá okkur fylgjast nokkuð að viö annirnar á sjónum. Yfirleitt er mest að gera yfir ver- tiðina og fram á sumarið en rólegra þegar kemur fram á haustið”, sagði Ævar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Umboðs- og heiidverslunarinnar Seifur h.f. á Grandagarði. En Ævar flytur inn og selur fjölmargar tegundir veiðarfæra, aðallega þó fyrir neta- og nótabáta. Við spurðum hann þvi m.a. hvort hann horfi ekki fram á minni viðskipti i kjölfar þess hruns á loðnustofn- inum sem nú sýnist blasa við? „Þaðer ansihættvið þvi að ein- hver samdráttur verði, a.m.k. i bili. En ég held þó að flestir séu sammála um að það sé meira af loðnu i sjónum en fiskifræðingar kvæmdastjóri Seifs h.f. á Grandagarði. Timamynd G.E. vilja vera láta. Við höfum verið einna stærstir i þessum loðnu- nótabransa undanfarin ár, þannig að ég er i ágætu sambandi við marga loðnuveiðimenn og þeir á- lita yfirleitt útlitið ekki eins svart og af er látið. — Nú ert þú sjómaður Ævar og m.a.s. fyrrverandi stýrimaður. Kemur það ekki að góðum notum i þessum viðskiptum? —Jú, bæði þekki ég marga siöan ég var til sjós og jafnframt tel ég mig hafa töluvert vit á þvi sem um er að ræða á þessu sviði. — Eru sjómenn forsjálir i kaup- um á veiðarfærum, eða hringja þeir kannski i þig, ,,ég verð að fá þetta með flugi i kvöld”? — Margir hafa góðan fyrirvara. En óneitanlega er það algengt að menn vilja fá vöruna i hvelli — helst i gær. En maður þekkir þetta svo sem sjálfur frá sjó- mannsárunum, vildi fá allt i hvelli svo ég skil þá i aðra rönd- ina. Stundum koma lika fyrir ó- höpp eða eitthvað óvænt hendir. Þetta eru þvi talsverð áhættuvið- skipti að þvi leyti að maður verð- uryfirleittað byggja innkaupin á spádómum töluvert fram i tim- ann. — Nú er almennt álitið að sjó- menn hafi heldur gott upp Ur sér og tæpasthefur þú hættá sjónum fyrir aldurs sakir? — Ég heldaðþaðsama gildium flest sem menn gera, að það sem mikil vinna er lögð i, gefur sæmi- lega af sér. Það skiptir ekki máli hvort maður stýrir verslun eða skipi nú eða einhverju öðru, á- rangurinn fer eftir þvi hvað mikil vinna er lögð af mörkum og menn leggja sig fram við það sem þeir eru að gera. —HEI Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.