Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 31. mars 1982 ■ Segja md að tölvur séu I raun tveir aðskildir hlutir: 1. Vél- búnaöur 2. Hugbúnaður. Vél- búnaðurinn hefur tekið störstig- um framförum á undanförnum árum og jafnframt oröið ódýrari. Hugbúnaöurinn hefur þróast hægar. Þetta hefur leitt til þess aö stöðugt færist i vöxt notkun staðlaðra hugbúnaðarkerf a. Þetta hefur bæði kosti og galla i för með sér. Stærsti kosturinn er sá, að þetta er ódýrara. 1 fisk- iðnaði er þessi tilhögun að ýmsu leyti erfiö t.d. er bónusútreikning ur mjög misjafn eftir landshlut- um og jafnvel innan landshluta. Þvi' þarf að breyta hinu staðlaöa kerfi fyrir hvern notanda sem aftur leiðir til aukins viðhalds- kostnaöar. Tölvunotkun i fiskiðnaði hefur á undanförnum árum verið að þrtí- ast frá því að vera hrein gagna- vinnsla þ.e. að létta störfum af skrifstofu, i að taka jafnframt yfir hluta af skráningunni sjálfri. Tilkoma ýmissa rafeindatækja s.s. voga hafa gert það mögulegt að láta upplýsingarnar fara beint inn i tölvu þegar þær verða til. Einnig hefur með skermanotkun opnast möguleiki á þvi fyrir stjórnendur að nota þessar upp- lýsingar við stýringu mun fyrr en áður var. r r Pn li -i ’/• Ifl 11.1* -P_ *;s\ú%n\n \ ■ Vigtað og upplýsingar skráðar beint inn á töivu. TÖLVUVERKEFNI I FRYSTIHÚSUM Saga vélabúnaðar Arið 1973 var sett upp tölva hjá Rekstrartækni s.f., sem vann ýmis verkefni tengd fiskiðnaði. Á næstu árum voru svo settar upp tölvur hjá fiskiðnaðarfyrirtækj- um viða um landið. Þá fóru menn aö velta fyrir sér hvort ekki væri hægt aö vélvæða skráningu upp- lýsinga fyrir tölvurnar, en skráningin var þá þegar orðin viðamikil, t.d. i bónus o.fl. Þetta leiddi siðan til þess að um ára- mótin 1978/79 var tekið i notkun hjá tsbirninum h.f. gagnasöfn- unarkerfi af geröinni IBM 5230. Þetta kerfi safnar saman upp- lýsingum, sem berast hjá út- stöðvum. Hægt er aö tengja þær beint við vigtar og á þann hátt fást mun nákvæmari upplýsingar en áður var, og þær berast fyrr. Með nýrri tækni opnuðust möguleikar á að tengja skráningarbúnaðinn beint við tölvuna og fá fram nýjustu upp- lýsingar, sem til voru um nýtingu og fleira. Hugbúnaður Til að byrja með voru þaö fyrst og fremst laun og bókhald sem unnin voru með tölvum en fljót- lega bættist bónusútreikningur við. Siðan hafa bæst við jafnt og þétt kerfi s.s. framlegðarút- reikningar, vélanýting, borðanýt- ing, timaskráning framleiðslu- verðmætisútreikningur, birgða- bókhald, aflabókhald, gæðaeftir- lit, verðsetningaskýrslugerð, skipverjauppgjör og fleiri tengd kerfi. Jafnframt hafa verið vegna aukinnar notkunar skerma, Ut- búnaðar ýmiskonar.fyrirspurnir I tengslum við þessi kerfi. Yngstu kerfin eru að sjálfsögðu hönnuð með skermavinnslu i huga. Amynd 1 má sjá yfirlit yfir þau verkefni sem notuð eru i frysti- húsum og hvernig þau tengjast vinnslurásinni og innbyrðis. Viö skulum skoða nánar innihald hvers kassa fyrir sig og athuga lauslega þau kerfi sem þar eru talin upp. A—Aflabókhald Heldur skrá yfir afla hvers skips: tegund, gæði, stærð, verð- mæti. Reiknarút framlegð hverr- ar veiðiferðar og heldur skrá yfir alla þá hluti sem tengjast upp- gjörihverrar veiðiferöar s.s. oliu- notkuno.fi. Skrá yfir veiöafæriog birgðir skips. Skýrslugerð s.s. til Fiskifélags Islands o.fl. Skipverjauppgjör. Reiknar út hlut hvers skipverja. Tengist beint bókhaldi fyrirtækisins. Lagerbókhald móttöku. Fylgist með hreyfingum I mtíttöku og auðveldar verkstjóra að ákveða vinnslu I frystihúsinu. Heldur ut- anum skiptingu hráefnis i vinnslugreinar þ.e. skreið, salt, frystingu eöa fiskskipti sem viða tiðkast. Sigurður Bergsveinsson útgerðartæknir, kerfisfræðingur hjá IBM á fslandi: TÖLVUR — FISKIÐNAÐUR 100PJ | Tlmaskráning Hægt er aö nota tölvuskerm i móttöku til að skrá þær upp- lýsingarsem berast, vigtarnótur, matsnótur, o.f.frv. B—Vélanýting Við vigtar eru tengdar skrán- ingarstöövar. Við vigtun er skráð á stöðina, með þar til geröu plast- spjaldi upplýsingar um fiskteg- und og vélanúmer. Sjálfvirkur af- lestur er afvigtinni. Þegar vigtað er frá flökunarvélum eru sömu upplýsingar skráðar aö viðbætt- um fiskafjölda sem fenginn er frá teljurum á flökunarvélum. Þessar upplýsingar berast jafnóðum til tölvunnar og verk- stjóri getur kallað fram á skerm eða fengið skrifaðar út upp- lýsingar um nýtingu á einstökum vélum, i einstökum fisktegund- um, meöalþyngd fiska og flaka, heildarflakað magn o.fl. Þessum upplýsingum er safnað saman og verkstjórigeturkallað fram tölur frá ákveönum degi eða dögum (timabil) til samanburðar við töl- ur dagsins. C— Borða- nýting/ Bónus Þegar lokið hefur verið við aö snyrta flökin eru allar nauðsyn- legar upplýsingar skráðar á skráningarstöð (mynd 2) þ.e. borðaniimer, fisktegund, pakkn- ingartegund, stærð. Þungi er les- inn sjálfvirkt eins ogi'vélanýting- unni. Allar þessar upplýsingar eru þegar i stað tilbúnar til notk- unar fyrir verkstjóra til að fylgjastmeð vinnslunni i salnum. Upplýsingarnar fara sjálfvirkt yfir i bónusúrvinnslu daglega. 1 bónuskerfinu er ýmiskonar upp- söfnun og allar kaupupplýsingar fara sjálfvirkt yfir i launavinnslu vikulega. Gæðaeftirlit. Skráðir eru gallar i framleiðslu og m.a. reiknaðir út staðaltimar á grund- velli þeirra. D— Framleiðslu og birgða- bókhald Daglega er reiknað út fram- leiðsluverðmæti og umbúða- kostnaður hverrar pakkningar og fisktegundar. Fundið er hlutfall hverrar pakkningar innan fisktegundar. Haldiö er utanum allar hreyfingar á af- urðum frystihússins s.s. út- flutning, rýrnun, selt innanlands o.s.frv. Hægt er að spyrja á skermi um birgðastöðu hverrar pakkningar hvenær sem er. 011- um upplýsingum safnað uppog á grundvelli þeirra reiknuð út ýmiskonar statistik s.s. hlutfall útflutnings af framleiðslu (af- skipunarprósenta), veltuhraöi hverrar pakkningar, meðal- geymslutimi hverrar pakkningar, framleiðsluverð- mæti yfir ákveðið timabil, fram- leiðsluskýrsla til sölusamtaka, o.fl. Veðsetningarskýrsla er skrifuð út og reinað út verðmæti veösetningarinnar ásamt láni viðskiptabanka. E—Tímaskrán- ing/Laun Hver starfsmaður fær plast- spjald sem i er gatað nafnnúmer viðkomandi. Þegar starfsmaður kemur til vinnu stingur hann spjaldinu iskráningarstöð (mynd 3) og stimplar sig á þann hátt inn. 1 tölvunni eru geymdar upp- lýsingar um I hvaða kostnaðar- stað (deild) viðkomandi vinnur og skráist vinnutimi hans sjálf- virkt á þann kostnaðarstað. Óski verkstjóri eftir þvi' að starfs- maður hefji störf i öðrum kostnaðarstað, þá fer hann að skráningarstöð og skráir sig inn á nýjan kosnaðarstað. Tölvan sér um að stimpla hann út af þeim kostnaðarstað sem hann var að vinna i. Með þessum hætti má fylgjast náið með skiptingu vinnulaunakostnaðar á einstaka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.