Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 31.03.1982, Blaðsíða 21
fK* Miðvikudagur 31. mars 1982 Wrnmm 21 ákveönar tillögur, þaö er, aö sett- ur veröi kvóti á hvern bát og þar með er komin aflatakmörkun á hvert svæöi. Þetta eru herrarnir i Sjávarútvegsráðuneytinu ekki tilbúnir aö samþykkja, einungis vilja þeir kvóta á hvert svæöi og kenna um að of mikil vinna sé aö setja kvóta á hvern bát. Þeim leiðist ekki einn ganginn enn aö etja sveitungum saman i brjál- æðislegt kapphlaup viö veiöar sem veriö er aö takmarka, nú skulu þaö vera grásleppusjómenn sem fái að sprikla, áður hafa loönusjómenn, sildarsjómenn og rækjusjómenn fengiö aö kenna á þessu veiöiformi, og siöast en ekki si'st togarasjömenn, meö þvi skrapdagakerfi sem þar hefur veriö i gangi i nokkur ár. Skemmd hrogn vegna lélegs húsnæðis og umhirðuleysis Nú hafa loðnu-, sildar- og nú siöast rækjusjómenn viö Djúp fengið sinn kvóta á hvert skip, þvi skyldi ei vera eins hægt aö setja kvóta á hvern grásleppubát, eöa hvern togara, þá gætu menn vitað hvaö þeir mættu veiöa mikiö og hagað veiöum sinum eftir þvi. Þaö hefur komiö i ljós nú undan- fariö og reyndar fyrr aö talsverö- ur hluti þeirra hrogna sem metin hafa verið til útflutnings hafa reynst skemmd vegna lélegs hús- næöis og umhiröuleysis. Hefur veriö talaö um verömæti sem næmi svo sem einni góöri kæli- skemmubyggingu. Nú er vertiö hafin á Norðurlandi og byrjar fljótlega á öörum veiöisvæöum, mennfara nú aö róa á misstórum bátum og misjafnlega búnum. Margir þessara manna hafa róiö ótryggöir undan farin ár vegna þess aö ekki hefur veriö hægt aö fá tryggöa menn á minni bátana nema meö algjörum okurtrygg- ingum. Þaö er þvi mjög aökall- andi aö frumvörp þau sem nú liggja fyrir Alþingi veröi sam- þykkt sem allra fyrst þannig að menn þurfi ekki að róa eina vertiö enn ótryggöir. Ég skora þvi á Sjávarútvegsráöherra og aöra Alþingismenn aö þeir hraði þess- um málum sem kostur. Þó mót- mæli hafi borist viöa af lands- byggðinni, þá finnst mér Al- þingismenn ekki geta hundsað þannþögla meirihluta sem styöur frumvörpin og hafa unnið aö upp-j byggingu þeirra, S.G.H.F. eru, landssamtök og ekki óeðlilegt aö menn séu ekki allir á einu máli. Ég minni á tvö stórmál, önnur sem nú eru i' sviösljósinu, þaö eru Blöndu-og Helguvikurmálin. Þar sem menn eru ekki á eitt sáttir. Um heilaþvotta- stöðvar í Morgunblaöinu 11/3 1982 er grein eftir Auöun Benediktsson frá Kópaskeri. Þar talar hann um heilaþvottastöð ólafs Jónssonar og aö stjórn S.G.H.F. hafi verið heilaþvegin þar. Mér finnst að þeir menn eigi ekki aö kasta steinum sem I glerhúsi búa. Skyldi ekki Auðunn þessi Bene- diktsson hafa lent i heilaþvotta- stöö Karls Agústssonar frá Raufarhöfn. Þaö var aö minnsta kosti ekki hægt aö merkja annaö ALLIRÞURFA AO ÞEKKJA MERKIN! þegar hann kom á stjórnarfund Samtakanna 17.2. 1982, þar sem hann bar fram tillögu frá Karli Agústssyni um sölumál 1982. Þessar tillögur var stjórn Sam- takanna ómögulegt aö sam- þykkja. Þetta hljóp i skapiö á Auöuni og varö til þess aö hann hljóp fyrir borö af stjórnarskútu Samtakanna. A aðalfundi S.G.H.F. 6.12.1981, urðu miklar umræöur um veiöistefnu og einn- ig um skemmubyggingu. Tveir menn töluöu þar áberandi mest. Þaö voru þeir Kristinn B. Glsla- son, Stykkishólmi, og Einar Guö- mundsson, Seltjörn, og töluöu þar fyrir munn margra þvl báöir höföu umboö meöferöis frá mönn- um i sfnu héraöi. Inntakiö I ræöu KristinsB. var aö þeir einir fengu aö veiöa 1982 sem heföu getaö selt sln hrogn 1981. Einar Guömunds- son talaöi móti skemmubyggingu sem ætti aö byggja I Reykjavlk, fyrir erlenda hrognakaupmenn I hinu orðinu ræddi hann um aö byggja kæliskemmu helst á hvern bæ vestur á Baröaströnd. Þetta voru þeirra lýöræöishugsjónir. Skyldu þessir tveir menn ekki hafa lent i heilaþvottastöö Jóns Asbjörnssonar og Guðmundar frá Kvi'slarhóli, mér er spurn? Birgir Guöjónsson ■ Svona er þaö gert. Grásleppan er rist á kviöinn og hrognin renna f stampinn. borðann á bremsugjörðina fullt slit næst út úr borðanum 20 ára reynsla sannar þetta. Fyrirliggjandi flestar þykktir og breiddir af borðum fyrir togspil frá 2"x1/4" Skeifan 11 Símar 31340 og 82740

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.