Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 2
2 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR Friðrik, leggurðu í að borga þetta? „Það er undir hælinn lagt.“ Reykjavíkurborg hefur tvöfaldað árgjald í bílastæði í miðborginni. Friðrik Þór Guðmundsson, íbúi í miðbænum, er ósáttur við þetta. ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Ómissandi í veisluna! DÓMSTÓLAR Hæstiréttur dæmdi í gær Guðmund Jónsson, fyrrver- andi forstöðumann í Byrginu, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot meðan hann starfaði í Byrginu. Héraðsdóm- ur Suðurlands hafði dæmt Guð- mund í þriggja ára fangelsi í maí. Hæstiréttur stytti því refs- inguna yfir Guðmundi um hálft ár. Þá dæmdi Hæstiréttur Guð- mund til að greiða þremur stúlk- um, sem hann braut gegn, miska- bætur. Tvær þeirra fá greiddar eina milljón hvor, en sú þriðja fær greiddar 800 þúsund krónur. Héraðsdómur Suðurlands hafði hins vegar dæmt Guðmund til að greiða fjórum stúlkum bætur, ein þeirra skyldi fá eina milljón króna, tvær þeirra eina og hálfa milljón og sú fjórða tvær millj- ónir. Hvað varðar sýknun á brotum Guðmundar gegn fjórðu stúlk- unni þá taldi dómurinn ekki sannað að hún hefði verið vist- maður í Byrginu þegar þau atvik áttu sér stað. Bótakröfu hennar var því vísað frá dómi þar sem Guðmundur var sýknaður af þeirri háttsemi sem talin var beinast að henni. Guðmundur var ákærður fyrir brot gegn almennum hegningar- lögum með því að hafa sem for- stöðumaður, meðferðarráðgjafi og stjórnandi kristilegra sam- koma á vímuefnameðferðar- og endurhæfingarheimili haft sam- ræði og önnur kynferðismök við fjórar konur sem voru vistmenn þar og sóttu meðferðarviðtöl hjá honum. Þannig hafi hann misnot- að freklega þá aðstöðu að kon- urnar voru honum háðar sem skjólstæðingar hans í trúnaðar- sambandi. Það var fréttaskýr- ingaþátturinn Kompás á Stöð 2, sem svipti hulunni af athæfi for- stöðumannsins þáverandi. Við ákvörðun refsingar Guð- mundar leit Hæstiréttur til ungs aldurs eins brotaþolans. Jafn- framt leit dómurinn til þess að brotin beindust að konum „sem höfðu leitað í brýnni neyð eftir meðferð vegna vímuefnaneyslu og ákærði hefði fært sér það í nyt með ófyrirleitni“, eins og kveðið er að orði í dómi Hæsta- réttar. Auk miskabótanna dæmir Hæstiréttur Guðmund til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, nær tvær milljónir króna. jss@frettabladid.is FYRRUM FORSTÖÐUMAÐUR BYRGISINS Guðmundur Jónsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir brot gegn þremur konum. Færði sér neyð í nyt með ófyrirleitni Hæstiréttur dæmdi Guðmund Jónsson í tveggja og hálfs árs fangelsi og til greiðslu skaðabóta, þar sem hann hafði fært sér brýna neyð skjólstæðinga „í nyt með ófyrirleitni“. Guðmundur var sýknaður í máli eins skjólstæðings af fjórum. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt Robert Dariusz Sobiecki í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað stúlku á salerni Hótel Sögu. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms. Hæstiréttur hafnaði staðhæf- ingu mannsins um að tengsl hafi myndast á milli hans og stúlkunnar á þeirri stuttu stund sem það tók að ganga niður að salerninu, sem leitt hafi til þess að í viðmóti hennar hefði falist samþykki við því að eiga við hann kynferðismök. Einn dómara, Jón Steinar Gunnlaugsson, skilaði sératkvæði, þar sem hann vildi láta sýkna manninn. - jss Sögudómurinn staðfestur: Þrjú ár fyrir að nauðga stúlku STJÓRNMÁL „Ég er að nálgast nið- urstöðu og mun gera grein fyrir henni um leið og hún liggur fyrir. Það er ekki langt í það,“ segir Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi. Hann hefur að undan- förnu velt því fyrir sér að blanda sér í formannsslag Framsóknar- flokksins. Valgerður Sverrisdóttir, sitj- andi formaður, tilkynnti í gær að hún gefi ekki kost á sér í stöðu formannsins. Nýr formaður verð- ur kosinn á flokksþingi í janúar. „Ég vil meiri ferskleika en ég get boðið upp á,“ segir Valgerður, sem ætlar þó að sitja áfram á Alþingi. Valgerður tók við stöðu formanns þegar Guðni Ágústs- son sagði óvænt skilið við Alþingi í síðasta mánuði. Þingmaðurinn Höskuldur Þór- hallsson sagðist í viðtali við Vísi. is í gær íhuga alvarlega að gefa kost á sér. Siv Friðleifsdóttir, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins, segir málið ekki á dag- skrá hjá sér. Valgerður ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við nokkurn í sæti formanns. „Ég reikna með að halda mig til hlés. Það á að vera alveg öruggt að fólkið sem mætir á flokksþingið taki ákvörðun sjálft, en fylgi ekki ákveðinni stefnu formanns.“ - hhs Valgerður Sverrisdóttir stígur niður úr formannsstóli Framsóknarflokksins í janúar: Tveir líklegir í formannslaginn PÁLL MAGNÚSSON Er líklegur til að blanda sér í formannsslag Framsóknar- flokksins. Nýr formaður verður kosinn á flokksþingi í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ / SIGURÐUR BOGI DÓMSMÁL Þrjár stúlkur, allar innan við tvítugt, hafa verið ákærðar af ríkissaksóknara fyrir ólögmæta nauðung og hrottalega árás á jafnöldru sína. Samkvæmt ákæru átti árásin sér stað 2. júlí á síð- asta ári í aftursæti bifreiðar sem var í Fossvogs- kirkjugarði. Stúlkurnar þrjár voru þá sextán, sautján og átján ára. Þær veittust í sameiningu að fjórðu stúlkunni, sem var þá átján ára, slógu hana í andlit og líkama, hræktu á hana og helltu yfir hana gosi. Þá stungu þær logandi sígarettu í líkama hennar og neyddu hana til að borða sígarettuna. Að þessu búnu neyddu þær hana til að afklæðast jakka og bol og kastaði ein árásarstúlknanna af sér þvagi á fötin. Þær hótuðu henni lífláti gæfi hún nöfn þeirra upp hjá lögreglu, óku henni síðan klæðalítilli að Perlunni og því næst að Suðurhlíð, þar sem ein árásarstúlknanna dró hana út úr bifreiðinni, sparkaði í nokkur skipti í líkama hennar og skipaði henni að hlaupa í burtu. Við atlöguna hlaut fórnarlambið mar á vinstra gagnauga og glóðarauga, brunasár á hægri öxl og tungu og rispu og mar undir hægra brjósti. - jss Þrjár stúlkur ákærðar fyrir hrottalega árás á þá fjórðu í Fossvogskirkjugarði: Brennd með og neydd til að borða logandi sígarettu FOSSVOGSKIRKJUGARÐUR Misþyrmingarnar áttu sér stað í Fossvogskirkjugarði. MENNING „Þetta var upplifun sem maður hefði helst viljað komast hjá en þetta fór nú samt betur en það hefði getað farið,“ segir Hörður Áskelsson, stjórnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju, um óhapp sem varð á tónleikum kórsins í Hallgrímskirkju á miðvikudagskvöldið. Þá brast pallur undir 30 kórfélögum. „Kórinn var að færa sig í aðra stöðu og þá gaf sig upphækkun sem við vorum búin að setja upp svo fólk sæi betur drengjakórinn sem var að syngja með okkur,“ segir Hörður. Hann segir mikla mildi að enginn skyldi slasast en drengirnir voru ekki á pöllunum þegar þeir hrundu. Hann segir að bæði flytjendum tónlistar og gestum hafi brugðið mikið. „Það er ekki til nein æfð viðbragðsá- ætlun við svona atburðum en þeir voru nú snöggir, strákarnir í kórnum að skipta út pallinum svo tónleikarnir gætu haldið áfram.“ - ovd Jólatónleikar í Hallgrímskirkju: Pallur undir kórnum brast MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU Kórinn endurtekur jólatónleika sína ásamt Drengjakór Reykjavíkur næstkomandi sunnudag. MYND/ARNALDUR HALLDÓRSSON Þriggja milljóna króna bótakröfu Helgu Haraldsdóttur, eiginkonu Guðmundar Jónssonar í Byrginu vegna viðtals í DV á síðasta ári var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Erla Hlynsdóttir blaðamaður skal hins vegar greiða Helgu 100 þúsund krónur. Helga þarf aftur að greiða við- mælendum Erlu, þeim Ósk Erlends- dóttur og Magnúsi Einarssyni samtals 600 þúsund krónur í málskostnað. Helga krafðist ómerkingar fjórtán tilgreindra ummæla sem birtust í grein í DV. Ein ummælin voru dæmd dauð og ómerk. MILLJÓNAKRÖFU Í MEIÐYRÐAMÁLI HAFNAÐ HELGA HARALDSDÓTTIR Ein ummæli af fjórtán dæmd dauð og ómerk. EVRÓPUMÁL Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, segir að hann hafi farið þess á leit að Evrópusambandið búi í haginn fyrir inngöngu Íslands í samband- ið og að hann geri ráð fyrir að af þeirri inngöngu geti orðið á sex til átján mánuðum eftir að aðildarviðræður hæfust. Vanhan- en lét hafa þetta eftir sér í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna í gær. Vanhanen segir að Ísland myndi að sínu mati eiga auðvelt með að uppfylla aðildarskilyrðin, „jafnvel betur en meðal-ESB- ríkið“. Um möguleikann á að Ísland veldi þann kostinn að taka einhliða upp evru segir Vanhanen að hann teldi það ekki ráðlegt; eðlilegast væri að ganga í ESB fyrst. - aa ÍSLANDSVINUR Starfsbræðurnir Matti Vanhanen og Geir H. Haarde. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Forsætisráðherra Finnlands: Innganga á 6 til 18 mánuðum Leitað að rjúpnaskyttunni Á annað hundrað björgunarsveita- menn leita í dag á Skáldabúðarheiði að Trausta Gunnarssyni, rjúpnaskytt- unni sem saknað hefur verið frá því á laugardag. Gert var ráð fyrir að hefja leit strax í birtingu. BJÖRGUNARSVEITIR VIÐSKIPTI Lögfræðingurinn Lee C. Buchheit mun eiga fund á mánudag með íslenskum stjórn- völdum. Hann er sérfræðingur á sviði nauðasamninga landa við lánadrottna sína. Buchheit kom stjórnvöldum í Ecuador til hjálpar þegar þau sömdu við lánadrottna um síðustu aldamót. Hann kom einnig að stærstu ríkisaðstoð sem sögur fara af en það var í október þegar Bandaríkjaþing samþykkti 700 milljón dollara aðstoð. - jse Nauðasamningar: Lögfræði að- stoð að utan SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.