Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 1. april 1982 2 í spegli tímans umsjón: B.St. og K. L. Þeir sýndu vald sitt f rúminu Það hefur ekki alltaf verið litið á rúm eingöngu sem svefnstað. öldum saman var litið á þau sem tákn um vald! Háttsettir menn kröfðust þess að fá stór rúm og þvi Iburðar- meiri sem þau voru þvf betra! Tutankhamen egypski faróinn forni er álitinn upphafs maðurinn að þessari rúmatisku. Þegar hann dó fyrir meira en 3000 árum, iét hann grafa eftirlætisrúmin sin i sömu gröf og hann sjálfur var lagður i. Sparirúmið hans bar vott um algert óhóf — smiðað úr gullhúðuðu filabeini. Fótagafl og fæt-j ur voru úr skiragulli. Lúðvik II brjálaða kónginum I Bæjaralandi er eignuð fyrsta upp- götvun á heilsubætandi rúmi. Það var engin smá- smiði byggt i gotneskum dómkirkjustíl og ekkert látið á skorta til að áhrifin yrðu þau sömu. M.a.s. skartaði það háum glugg- um og útskurði ýmiss j<onar. Lúðvik II sagði, að það hefði róandi áhrif á sig að sofa i kirkju og þar að auki læknaðist hann I rúminu góða af þrálátum bakverk sem hafði hrjáð hann. Nýlega var gerð könn- un meðal breskra hús- mæðra þar sem þær voru spurðar hvaða kröfur þær gerðu til rúma sinna. t ljós kom, að mikill meiri- hluti þeirra vildi sofa I hjónarúmi og mætti það ekki vera minna en 190x140 cm. Og hæð frá gólfi skyldi vera minnst 50 cm. svo að ekki væri erfitt að þrifa undir rúm- inu. Að öðru leyti létu þær sér i léttu rúmi liggja gerð og lögun rúmsins og engin þeirra nefndi nein- ar sérstakar ábendingar um hvernig rúm gæfu bestan svefn eða hvild. ■ Georges Simenon höf- undur ,,Maigret”-leyni- lögreglusagnanna frægu, er orðinn 77 ára. Hann sagði nýlega i blaðavið- tali að hann hefði átt óteljandi ástkonur um ævina. 1 það minnsta 10.000 sagði hann! Ein af þessum óteljandi ástkon- um Simenons var reynd- ar hin þeldökka dans- og söngkona Joscphine Bak- er, — þessi sem frægust var hér áður fyrr á árun- um fyrir að dansa nakin á sýningu i Paris en hún var skrýdd bananaknipp- um svona hér og þar. Annars var Josephine Baker frægust siðustu ár sin fyrir öll fósturbörnin sem hún tók að sér, og ól upp I höll i Frakklandi. Sannleiksgildi frásagn- ar Georges Simenons um ástmeyjarnar var ekki getið um i blaðinu en ein- hvern tima var nú sagt hér á landi: — Er þetta hægt, Matthias? ■ Asgeir Þorvaldsson og Guðrún Ásta: „Meatloaf” og frú syngja og skemmta Grétar Schmidt, (t.v.) Pétur Sigurðsson og Edvarö Sturluson blása i blöðru með ioftpumpu ■ Starfsfólk Freyju flytur skemmtiþátt: Grin um verkstjóra sem finnur orma I fiskflökum, flutt af erlendum starfsstúlkum Sudureyri vid Súgandafjörd: r SUNGIÐ OG DANSAÐ A ARS- r / HAT1B FISKIBJUNNAR FREYJU ins og var haldin í Félagsheimili staðarins. Þar var m a r g t t i I skemmtunar, og Spegli Tímans hafa borist nokkrar myndir, sem teknar voru á skemmtun- inni. Á Suðureyri búa rúmlega 500 manns og einnig eru þar 20-30 útlendingar við vinnu, þegar mest er að gera á vertíðinni. Fólkið er komið víða að aðallega frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Aðkomu- fólkið er fljótt að samlagast heima- mönnum og tók af áhuga þátt í árs- hátíðinni bæði uppi á leiksviðinu og sem áhorfendur. Skemmtiatriðin voru því ýmist á ís- lensku eða ensku eða jafnvel á báðum tungumálunum í einu. Á föstudagskvöld- ið hélt Fiskiðjan Freyja barnaball og kom þar fjöldi barna sem dönsuðu og skemmtu sér. „Fugladansinn" var vinsælastur sagði einn úr hljómsveit- inni Aría, sem Tím- inn átti tal við. Öll börnin voru svo leyst út með gjafa- pökkum. ■ Á Suðureyri við tíð Fiskiðjunnar Súgandafjörð var Freyju. Það var 5. nýlega haldin árshá- árshátíð fyrirtækis- ■ Hljómsveitin ARtA lék fyrir dansi ■ Gunnar Pálsson framkv.stj. Bjarni Thors frkvstj. og óskar Lindal vélsmiður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.