Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. april 1982 7 erlent yfirlit MÍ ■ ‘ ■ . ■ .'■■ Bulent Ecevit Bannar herinn flokk Ecevits? Er stefnt að fasisma í Tyrklandi? ■ UM miðjan april hefjast i Tyrklandi réttarhöld, sem eiga eftir að hljóta heimsathygli en þau munu meðal annars leiða i ljós, hvort núverandi herstjórn i Tyrklandi stefnir að þvi að koma aftur á lýðræðislegri stjórn, eins og hún hefur lofað, eða hvort markmið hennar er að koma á fasistiskum stjórnarháttum, sem eiga að kallast lýðræði. Réttarhöld þessi beinast gegn Bulent Ecevit, leiðtoga Lýð- veldisflokksins og 133 öðrum leið- togum flokksins, þar á meðal mörgum þingmönnum. Lýð- veldisflokkurinn er hinn gamli flokkur Kemals Ataturk en hefur á siðari árum skipað sér við hlið sósialdemókratiskra flokka i Evrópu. 011 starfsemi stjórnmálaflokka hefur verið bönnuð i Tyrklandi siðan herinn tók völdin 12. september 1980. Hins vegar hefur verið reiknað með þvi að flokkun- um yrði leyft að hefja starfsemi sina að nýju þegar stjórnarskrá sú um lýðræðisstjórn, sem herinn hefur lofað, hefur tekið gildi. Bulent Ecevit hefur i viðtölum að undanförnu ekki farið dult með það álit sitt, að tilgangur réttar- haldanna gegn honum og flokks- bræðrum hans sé að banna flokk- innendanlega. Ætlunin sé að bera honum þær sakir á brýn, að starf- semi hans verði óheimil sam- kvæmt nýju stjórnarskránni. ÞRATT fyrir það, þótt slikur dómur vofi yfir Ecevit og flokki hans, heldur hann uppi fullri gagnrýni á herstjórnina. A siðast- liðnu ári var hann dæmdur i fjögurra mánaða fangelsi fyrir slika gagnrýni, en sat ekki inni allan þann tima, sökum þrýstings utan frá m.a. frá Efnahags- bandalagi Evrópu. Eftir að Ecevit var sleppt laus- um hefur hann haldið gagnrýni sinni áfram. Nýlega átti hann t.d. viðtal við hollenzkan útvarps- mann, þar sem hann lét i ljós, að bæði efnahagsástandið og stjórn- málaástandið hefði farið versn- andi i Tyrklandi siðan herstjórnin tók völdin. Utan Tyrklands rikti hins vegar fullkominn ókunnug- leiki á þessu og þar héldu menn t.d. að efnahagsástandið hefði batnað. A stjórnmálasviðinu ætti það eftir að sýna sig, að kommúnist- ■ Kenan Evren um hefði aukizt fylgi siðan her- lögin voru sett, þótt þeir færu sér hægt að sinni. Þá hefur Ecevit nýlega birt grein i þýzka vikuritinu Der Spiegel, þar sem hann mótmælir þeim fullyrðingum herstjórnar- innar, að hún sé eins konar arf- taki Kemals Ataturk. Ecevit færir rök að þvi, að það sé Lýð- veldisflokkurinn sem bezt hafi haldið uppi merki Ataturks. Ecevit segir, að herstjórnirnar i Póllandi og Tyrklandi séu ekki sambærilegar. Herstjórnin i Pól- landi reyni af veikum mætti að bæta efnahagsástandið en tyrk- neska herstjórnin vinniað þvi, að það verði óhagstæðara almenn- ingi. Kæran á hendur Ecevit og félögum hans, virðist einkum byggð á fjórum atriðum. 1 fyrsta lagi er hann kærður fyrir að hafa haft samband við kommúnista. t öðru lagi er hann kærður fyrir að hafa haft samband við róttæku verkalýðshreyfinguna, sem gengur undir skammstöfununum Disk, en dauðadóms hefur verið krafizt yfir helztu leiðtogum hennar. 1 þriðja lagi er hann kærður fyrir meiðandi ummæli um herstjórnina. Loks er hann kærður vegna óviðurkvæmilegra ummæla um landstjórann i Austur-Anatóliu. ÞVl er nú yfirleitt haldið fram, að f Tyrklandi séu milli 30-40 þús- und pólitiskir fangar. Aðbúnaður fanganna er talinn hinn versti. Herstjórnin sjálf hefur viður- kennt, að 15 menn hafi látizt af völdum pyntinga en alþjóðasam- tök, sem fylgjast með þessum málum, halda þvi fram, að þeir séu miklu fleiri. Undanfarið hefur starfað sér- stakt stjórnlagaþing, sem her- stjórnin hefur tilnefnt. Verkefni þess er að semja nýja stjórnar- skrá sem siðar verður borin undir þjóðaratkvæði. Þetta verk hefur dregizt mjög á langinn og er það m.a. taliö stafa af þvi, að hershöfðingjarnir séu ekki á einu máli um þá stjórnar- hætti sem stefnt skuli að. Kenan Evren sem er forseti herstjórnarinnar, er talinn vilja koma á svipuðu skipulagi og er i Frakklandi, en Nurettin Ersin yfirhershöfðingi vill færa stjórnarfarið í fasistiska átt, þótt talaðverði um lýðræði i orði. Sumir fréttaskýrendur, sem fylgjast með málum i Tyrklandi telja sitthvað benda til þess, að Ersin sé i raun hinn sterki maður stjórnarinnar og hann kunni að skáka Kenan Evren til hliðar, þegar hann áliti að sinn timi sé kominn. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Fjöldafang- elsanir í Argentínu ■ Um það bil 2000 manns munu nú sitja i haldi eftir að lögregla i Buenos Aires i Argentinu hleypti upp mót- mælagöngu sem farin var i fyrradag til þess að mótmæla efnahagsráðstöfunum stjórnarinnar. Verkalýðssam- tök eru bönnuð í landinu en það voru þau sem til göng- unnar efndu. , handteknu er verðlaunahafa launa, Adolfo Meðal hinna sonur friðar- Nobelsverð- Perses Esti- velle, sem er mjög þekktur maður i Argentinu. Herskip stefna Falklandseyja enda eru ibúarnir flestir af bresku og norrænu bergi brotnir. Hefur Argentina lengi krafist yfirráða á eyjunum, svo og Chile. Breskt herskip er komið á svæðið til þess að gæta hagsmuna bresku ibú- anna og að sögn mun kjarn- orkukafbátur frá Englandi vera á leið þangað suður... A Falklandseyjum lifa menn á kvikfjárrækt, enda er veðrátta að sögn og fleiri að- stæður mjög áþekkar þvi sem gerist á Islandi. Bandarikjastjórn er talin hafa boðist til að miðla málum i deilunni ■ Þrjú argentinsk herskip liggja nú við Falklandseyjar sem eru úti fyrir suðurhluta Argentinu og eru skipin að sögn þarna komin til þess að gæta hagsmuna litils hóps argentinskra verkamanna sem gengu á land á eyjunni Suður-Geirgiu til að rifa gamla hvalstöð. A eyjunni hafa nokkrir breskir visinda- menn haft aðsetur vegna rannsókna á Suðurskautinu. Andmæla Bretar komu verka- mannanna, en Argentinu- stjórn krefst þess að þeir fái að fara sinu fram á eynni. Falklandseyjar teljast vera undir breskum yfirráðum, Grunsamiegur kafbátur á ferð við Skotland ■ Breski flotinn hefur til- kynnt að ókunnur kafbátur hafi sést undan vesturströnd Skotlands og fylgjast varðskip hans nú með feröum hans. Flugvélar flotans urðu bátsins varar á sunnudag skammt frá minni Clyde-ár. Ferðir kaf- báta um þessar skiðir eru sjaldgæfar og geta menn sér til um að sovéskt skip, sem gæti verið að njósnum og hefur v.erið nærri Skotlandi aö undanförnu, sé tengt ferðum kafbátsins. ■ Breshnev við komu Jaruzelski til Moskvu á dögunum. BRESHNEV Á SJÚKRAHÚS ■ Leonid Breshnev, forseti Sovétrfkjanna og leiðtogi sovéska kommúnistaflokks- ins, liggur nú á sjúkrahúsi i Moskvu, en hann mun hafa veikst er hann var á ferðalagi um landið I siðustu viku. Breshnev hefur lengi verið talinn heilsuveill og margar sögur hafa myndast um það að hann eigi i erfiðleikum með að koma fram og gegna opinber- um skyldum sinum. Nýlega var heimsókn forseta Yemen til Sovétrikjanna frestað fyrir- varalaust og er talið að sú á- kvörðun eigi rætur að rekja til þess að forsetinn eigi við van- heilsu að striða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.