Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 9
„Hins vegar hafa skrif landvemdarmanna vakið athygli og nokkrir ágætir menn á fjarlægimi slóðum hafa lagt okkur lið. Eru margir þeirra þjóðkunnir menn. Nú hefur Búnaðar- þing samþykkt með 25 samhljóða atkvæðum mjög ákveðna landvemdarályktun og áður hafði fundur stjórnar og ráðu- nauta i Búnaðarsambandi Skagfirðinga einnig samþykkt með öllum atkvæðum ágæta ályktun og mæit eindregið með tilhögun IIA, þ.e. þeirri tilhögun sem þrengir mest að Blöndulóninu”. undan einn af öðrum, enda hefur tekist að rjúfa samstöðu hrepps- nefndanna og þar með eyðileggja samningsað6töðu þeirra. Hins vegar hafa skrif land- verndarmanna vakið athygli og nokkrir ágætir menn á fjarlægum slóðum hafa lagt okkur lið. Eru margir þeirra þjóðkunnir menn. Nú hefur Búnaðarþing samþykkt með 25 samhljóða atkvæðum mjög ákveðna landverndar- ályktun og áður hafði fundur stjórnar og ráðunauta i Búnaðar- sambandi Skagfirðinga einnig samþykkt meö öllum atkvæðum ágæta ályktun og mælti eindregið með tilhögun IIA, þ.e. þeirri til- högun sem þrengir mest að Blöndulóninu. Framámenn bænda hafa þannig skipað sér i flokk landverndarmanna I Blöndustriðinu og hafnað þeirri falskenningu að andstaða bænda við gróðureyðingaráform virkjunaraðila stuðli að þvl að yfirráðin yfir landinu verði al- farið tekin úr höndum bændanna. La ndverndarsa mtök vatnasvæða Blöndu og Héraðsvatna Þá hafa nýlega verið stofnuð Landverndarsamtök vatnasvæöa Blöndu og Héraösvatna og hafa þegar gengið i þaö um 400 manns aöallega fólk úr innsveitum Skagafjarðar og Bólstaðarhliðar- og Svinavatnshreppum i A-Hún en félagasöfnun stendur enn yfir. Samtökin héldu félagsfund I Ar- garöi 17. febr. s.l. og sóttu hann um 160 manns. Framsögumenn voru formaður S.U.N.N., land- nýtingarráöunautur Búnaöar- félags Islands og fulltrúi Land- græðslu rikisins. Fulltrúum Rarik var boðiö á fundinn og flutti raf ma gnsveitustjóri ræöu. Fundurinn var i' alla staði hinn ánægjulegasti og lofar góöu um mátt samtakanna. Með stofnun samtakanna hefur komiði ljós aö hinn margumtalaði „fámenni hópurbænda” er i' raun fjölmenn- ur og samstilltur hópur úr ýmsum starfsgreinum. Fyrsta verkefniö er að reyna aö bjarga einhverju gróðurlendi frá eyðileggingu i jökulvatnslóni við Blöndu. Sumir sveitarstjórnarmenn úr hópi Blöndunga (þeir sem vinna fyrir virkjunaraðila) hafa tekið sam- tökunum illa og finna þeim allt til foráttu, einkum þó það að þeim var ekki öllum boðið aö gerast stofnfélagar (svo aö þeir gætu kæft samtökin i fæðingunni eða gert þau áhrifalaus). Er raunar spaugilegt að heyra og sjá mál- flutning Blöndunga, sem ein- kennist m.a. af persónulegum árásum eins og oft vill verða þeg- ar menn hafa slæman málstað. Nokkur bréf til bragð- bætis En þótt málstaöur sterka aðil- ans sé slæmur þá hefur hann unn- ið heldur á siðustu vikur. Hann leggur á það áherslu aö vinna einn og einn sveitarstjórnarmann og hefur i þvi skyni sent nokkur bréf, sem dreift var með samningum á heimili hér. Ber þar fyrst að nefna bréf Ragnars Arnalds og Pálma Jónssonar um að rikissjóður muni bera kostnað af rafleiðslum og spennistöðvum vegna graskögglaverksmiöju i Vallhólmi. Þessi yfirlýsing þeirra fóstbræöra hefur nú verið gagn- rýnd á Alþingi og i Dagblaöinu og réttilega likt við mútur og jafn- framt sagt, aö fóstbræöur hafi ekki haft samþykki samráöherra sinna til þessarar yfirlýsingar. Hins vegar fer þetta vel fyrir aug- um sumra Seylhreppinga og er þó ekki um stórt mál að ræða, þvi rikið mun greiöa 75% af stofn- kostnaði verksmiöjunnar sam- kvæmt samningi þar um og heföi þvi greitt a.m.k. 75% af þessu hvort sem var. Þá er óundirrituð „samþykkt” ríkisstjórnarinnar frá 28. jan. s.l. um að fela Framkvæmdastofnun rikisins að gera úttekt á atvinnu- lifii'Norðurlandskjördæmi vestra og móta tillögur um eflingu þess. Þetta minnir á aö sama stofnun vann að svipuðu eða sama verk- efni fyrir Norðurland fyrir fáum árum og gaf út litla gula bók sem heitir „Iðnþróunaráætlun fyrir Norðurland — Könnun á viðhorf- um sveitastjórna til atvinnu- mála”. Grunar mig að litið hafi heyrst um það mál sfðan nema hvað fulltrúar Framkvæmda- stofnunar komu á fund á Sauðár- króki og sögðu að heimamenn yröu að hjálpa sér sjálfir. Yfirlýsing um atvinnu- mál Þriðja bréfiðer „yfirlýsing um atvinnumál” dagsett 05.02.82 og undirritað af rafmagnsveitu- stjóra. Segir þar að virkjunaraðili sé reiðubúinn að eiga viðræöur við verkalýðssamtök á Norður- landi vestra varðandi atvinnu við Blönduvirkjun. Gefið er i skyn að þaö verði i svipuðu formi og venja hefur verið við virkjanir. Engu er lofað i bréfi þessu um forgang heimamanna. Hins vegar hefur fregnast að við virkjanir syöra hafi hlutur aðkomumanna verið drjúgur og jafnvel útlendinga og atvinnuþróun ekki hagstæö nær- liggjandi byggöum og fólksfjölg- un minnst i þeim landshluta s.l. ár. En öll þessi bréf eiga að greiöa fyrir undirritun samningsins og mun ekki af veita, þvi þótt mörg- um skrautfjöðrum hafi veriö inn i hann smeygt þá er hann ennþá ekki betri en eignarnám og lik- lega snöggtum verri. Engin samstaða um tilhögun I Aður en ég hafði lokiö viö þessa grein geröust miklir atburðir. Samningsnefnan hefur verið samþykkt af meirihluta hrepps- nefnda i fimm hreppum af sex og siðan undirrituð suöur i ráðherra- bústað i óðagoti miklu. Málið er þó ekki til lykta leitt þvi engin samstaða er i viðkomandi sveit- um. Landverndarsamtökin fjalla nú um málið svo og Alþingi og fleiri aðilar. Mun ég i sérstakri grein vikja nokkrum orðum að meðferö samninganna á siðustu dögum, en öll málsmeðferð sterka aöilans er með ólikindum og stórlega vitaverð Lokiö21. mars 1982 Rósmundur G. Ingvarsson BLÖNDUVIRKJUN - Samanburðarskrá <u s u o 3 o A a c Tilhögui nr. Grunnk nr. c 3 — s * iso Orkuvir E Gwh/a Stofnk. K Mkr. Stofnk. K/E kr/kWh Jarðark dK/dE kr/kWh s £ 0J u J "9 .* « 2 rt W> 3 cc Ath. i 2 420 791 740 0,935 0,543 1,466 2595 0) I 2 550 884 805 0,910 0,910 1,429 2915 2) I 4 440 800 746 0,933 0,923 1,463 2650 2) i 4 520 826 776 0,940 1,442 1,452 2845 3) i 5 220 740 684 0,925 1,247 1.489 1980 1) i 5 290 753 703 0,933 1,482 1,483 2220 3) ii 2 400 776 793 1,023 1,024 1,473 (1795) 2) n 4 310 749 735 0,982 1,465 1,485 (1670) 3) ii 5 220 740 687 0,928 2.124 1,489 (1520) 1), 4) Uppsett afl miöast viö 5000 nýtingarstundir á ári. Tilhögun: I: Miölun viö Reftjarnarbungu II: Miöiun ofan Sandárhöföa. Grunnkerfi. 2: Virkjun eftir Hrauneyjafossvirkjun og tangastifiu. 4: Virkjun eftir Hrauneyjafossvirkjun, tangavirkjun, Stórasjávarmiölun og stækkun Búr- fellsvirkjunar. 5: Virkjun eftir fyrri áfanga Fljótsdalsvirkjunar (sjá nánar I bréfi) Kostnaöur er skráöur I nýkrónum miöaö viö verölag i des. 1980 Ath. 0) Grunntilhögun, miölun takmörkuö meö hliösjón af umhverfisvernd. 1) Lágmarksmiölun 2) Lágmark stofnk. á orkuein., dK/dE K/E. 3) Miöiun viö hagkvæmnismörk, dK/dE J Sultar- 4) óhagkvæm miölun, dK/dE J x) Aö meötalinni 20 Gl miölun i inntakslóni. Sultar- 9 vísnaþáttur „Ingibjörg er aftandigur...” ■ Sigfús Kristjánsson i Keflavik sendir þessar haust- og vetrar stemmningar: HAUSTVISA Fölskvast litir, feliur lauf. Fölnar jarðar bráin. Loftsins hjörö er dauöadauf, drúpa höföi stráin. ÞORRAVÍSA Þorri gól viö gluggann minn, gerði úr svefni vöku. Viö höfum áöur kinn viö kinn kveöiö saman stöku. E.G., Reykjavik sendir þessa stöku, sem hann segist ekki vita til að hafi komið á prent áður, höfundar ógetið: VORVtSA Suöa lindir létt og hlýtt, leggjast vindar niöur. Voriö myndar viöhorf nýtt, veitist yndi og friöur. Prófkjör eru nú I algleym- ingi um land allt, og veitir sumum betur en öðrum miður, eins og gengur. „Kol-Brand- ur” var i námunda við eitt- hvað slikt hanaat og var spurður fregna: Margir hjala, spyrja og spá, spenna eykst I hrinum. Hver og einn vill fylgi fá framhjá öllum hinum. Um úrslit atkvæðagreiðslu varð honum þetta að orði við einn frambjóðandann: Aö mörgu skal hyggja og margt beraögera, þótt menn veröi ljótir i framan. Þaö ætti ykkur sundur i skyndi aöskera og skeyta svo alla saman. Þessi minnir mig reyndar á gamlan húsgang, sem ég lærði svona: Ingibjörg er aftandigur, en of mjó framan. Skyldi ekki mega sker’an’i sundur og skeyt’enni aftur saman? Sumir höföu þarna reyndar „aftanbrött”. En „Kol-Brandur” heldur áfram meö prófkjörsvisur. Tækifærissinni hlaut þessa: Lengur má ei timann tefja. Tækifæriö eitt skal rikja. Innra meösér veröur aö vefja viljann, til aö lofa — og svikja. „Og til hverser að vera aö jagast þetta?” spurði einn: Til hvers iökast oröaskak, ef ei þaö getur neinu breytt? Vort llf er aöeins andartak, án þess ráöist viö þaö neitt. næsta þáttar. Einhverjum þótti timabært, að „Kol-Brandur” leggði sitt af mörkum til umræðunnar. Hann umorðaði þá bón á þenn- an veg: Margt er gott, sem kátir kveða. Komdu og segöu hvers er vant. Leggöu fram þitt öskur, eða annaö, sem aö helst þú kannt. Halldór Pjetursson skrifar i tilefni af visum, sem hér voru tilfærðar eftir Jóhannes á Skjögrastööum. Halidóri finnst vanta þar á hausinn og sporðinn. Hann segir: „Jóhannes á Skjögrastöðum bjó lengst af á Austurlandi, en var Mýrdælingur að ætt, að mig minnir Jónasson. Einn af bestuhagyrðingum austur þar á minni tiö var heimilisvinur fjölskyldu minnar, hafði verið vinnumaður hjá sr. Magnúsi (Blöndal), og þekkti þetta allt út i æsar. Jóhannes var snilld- ar visnasmiður og markhitt- inn. Sr. Magnús merkur gáfu- maður, en hefði kannski notið sin betur i annarri stétt en presta. Maður sá, sem ég nefndi, og sagði okkur til, var málhvatur, en aldrei heyrði ég hann leggja sr. Magnúsi til. Hér verða engir dómar upp kveðnir, en nákvæmur þótti hann i viðskiptum, samt ekki kenndur við „svindl”. Hann óx upp, að sögn, við sára fátækt og strengdi þess heit að sigr- ast á henni. Það gerði hann á mannsæmandi hátt, en varð aldrei „af aurum api”. Jóhannes var alla tið fátæk- ur. Hvort þeim presti hefur borið eitthvað á milli veit ég ei, en margt kvað hann um prest i háifkæringi. Visan „Mikið er hvaö margir lof’ann” er snilld. Jón hét fylgdarmaöur sr. Magnúsar, og visan, sem þú tilfærir, er rétt (Þegar deyr sá drottins þjónn/ um dagana fá- um þekkur?/ sálina eflaust eltir Jón/ ofan i miðjar brekk- ur). Næst þegar þeir hittast, prestur og Jóhannes, segir prestur: „Er það rétt hermt, að þú sért farinn aö yrkja um mig flim”, og fer með visuna. Ansar hinn: „Já, strákarnir hafa gaman af að snúa öllu við. Hjá mér var það „um dagana flestum þekkur” og seinni parturinn: „Sálina eltir sjálfsagt Jón/ svona i miðjar brekkur”. Báðir glottu og málið var útrætt.” Fylgja svo nokkrar visur Jóhannesar. Sú fyrsta er skattskýrsla frá honum: Gamla min á gamlan rokk grlöarlcga útleikinn. Svo á ég minn skitna skrokk. Skoöiö, hérna er „statusinn”. Framhald verður að biða Ólafur Hannibalsson, bóndi, Selárdal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.