Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 18
18 borgarmál flokksstarf Enn sefur Hjörleifur — Mánuður liðinn síðan Rafmagnsveita og Hitaveita Reykjavíkur báðu um staðfestingu á gjaldskrám, án þess að erindin hafi verið afgreidd ■ Nú er tæpur mánuður lið- inn siðan borgarráð sam- þykkti að heimila Rafmagns- veitu ReyRjavikur að hækka gjaldskrá sina um 22% og Hitaveitu Reykjavikur um 13.5% jafnframt þvisem leitað yrði staðfestingar iðnaðar- ráðuneytisins á þeim, sam- kvæmt ákvæðum orkulaga. Iðnaöarráðherra brá skjótt við að vanda og hefur stungið báöum erindunum undir stól. Bjartsýnustumenn bera þó þá fjarstæðukenndu. að þvi er virðist, von i' brjósti að málið verði afgreitt innan fárra daga. Borgarráð var hins vegar ekki jafn bjartsýnt i siðustu viku og ítrekaði þvf erindin við iðnaöarráðherra. Reyndar setti borgarráð iðnaöar- ráðherra úrslitakosti um aö annað hvort staðfesti hann gjaldskrárnar nú um mánaða- mótin ellegar yröi rikið krafið bóta vegna tapreksturs þess- ara fyrirtækja sem hækkunar- beiðnunum nemur. Nú á hins vegar eftir að reyna á hvort Hjörleifur tekur frekar mark á þvingunum flokksbræðra sinna sem m.a. sitja ásamt fleirum viö stjórnvöl Reykja- víkurborgar, heldur en úr- slitakostum i svipaða veru sem hann taldi ættaða frá bandarlska hernum I svoköll- uðu Helguvikurmáli. Sfðasta áratug hafa verið i gildi lagaákvæði sem kveðið hafa á um svokallaða verð- stöövun. Ef litið er yfir siðustu lagaákvæði þar að lútandi kemur i ljós að samkvæmt lögum um kjaramál frá þvi i des. árið 1978 er óheimilt að hækka m.a. verð á vöru eða þjónustu nema að fengnu samþykki réttra yfirvalda og skulu þau ekki leyfa neina hækkun, nema þau telji hana óhjákvæmilega. Leyfi til hækkunar var jafnframt bundiö staðfestingu rikis- stjórnarinnar. Þessu ákvæði var breytt með lögum um ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu frá 13. april 1981. Breytingin var eingöngu fólgin i viðmiðunar- tima. Hinn 30. april 1981 voru enn sett ný lög um verðlagsaö- hald o.fl’ 11. gr. laganna segir m.a. að verð vöru og þjón- ustu megi ekki hækka fram til 31. desember 1981 frá þvi sem það var 30. april 1981 nema að fengnu samþykki réttra yfir- valda og skulu þau ekki leyfa neinar hækkanir umfram brýnustu nauðsyn. Nánari ákvæði eru siðan um viðmiðun verðlagsákvarðana. Þetta lagaákvæði gilti til31. des. sl. samkvæmt ótviræðu oröalagi og ný laga ákvæði um þetta efni hafa ekki verið sett. I greinargerö borgarlög- manns um þetta mál segir m.a.: „Akvæði laga um verö- lag samkeppnishömlur og réttmæta viðskiptahætti nr. 56 frá 16. maf 1978 taka ekki til verölagningar sem ákveðin er með sérstökum lögum, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Hefur þetta jafnan verið túlkað svo að lögin taki m.a. ekki til verð- lagningar á orku. Eins og nú hefur verið rakið eru frá sl. áramótum ekki i' gildi sérstök verðstöðvunarákvæði er taka til verðlagningar á orku. Hins vegareruigildi ákvæði orkulaga nr. 58 1967 um verð- lagningu á raf- og hitaorku sbr. 24. og 29. gr. sbr. einnig 5 gr. laga um Hitaveitu Reykja- vikur nr. 38/1940. Samkvæmt þessum .ákvæðum setur borgarstjóm gjaldskrá fyrir sölu orkunnar sem ráðherra staðfestir. Er þvi ljóst að gjaldskrár orkustofnana Reykjavikurborgar eru eftir sem áður háðar staðfestingu rikisvaldsins. Eðli máls amkvæmt ætti af- staða ráðherra til staðfesting- ar fyrst og fremst að mótast af þvi hvort formlega hafi verið rétt að gjaldskrárákvörðunum staðið. Almenn efnahagsleg áhrif af gjaldskrárbreytingu s.s. á verðlagsbætur, ætti ekki að vera forsenda ákvörðunar án beinnar lagaheimildar. Og mjög verður aö telja hæpið að ráðherra geti ákvarðað aðra gjaldskrárbreytingu en borgaryfirvöld hafa sam- þykkt. Synji ráðherra staðfestingar á ákvörðun um gjaldskrár- breytingu sem formlega er rétt að staðið er sennilegt að unnt sé að leita úrlausnar dómstóla um réttmæti slikrar ákvörðunar en ekki hefur komið til kasta dómstóla hér, svo vitaö sé hverju ólögmæt sjónarmið skipti um gildi stjórnarathafnar”. M.ö.o. þá telur borgarlög- maður að ráðherra sé ekki stætt á þvi að synja staðfestingu gjaldskránna á grundvelli almennra efna- hagslegra áhrifa gjaldskrár- breytinga m.a. á verðlags- bætur og eins sé ráðherra óheimilt að skera hækkunar- beiðnina niður. Þessa skoðun hafa borgaryfirvöld gert að sinum. Það verður spennandi að vita hver niðurstaðan verður, þvi staðfesti ráðherra ekki gjaldskrárnar möglunarlaust, má búast við þvi að Reykja- vikurborg gri'pi til sinna ráöstafana sem e.t.v. geta dregiðdilká eftir sér fyrirrik- isvaldiö.Hins vegarmunu for- dæmi þess i stjórnarfram- kvæmd hérlendis að ráðherra dragi um langan tima að staðfesta erindi frá lægra settu stjórnvaldi. Einhverjir eru sjálfsagt þeirrar skoðunar að það sé einmitt taktikin hans Hjörleifs og loks þegar ákvöröunin komi seint og siðar meir þá sé hún „vit- laus”. Vonandi verður Reykja- vikurborg hlift við þeim vinnubrögðum. —Kás ax Kristinn Hallgrímsson, Jsr ) bladamaður, skrifar Reykjaneskjördæmi Fundur verður haldinn með formönnum framsóknar- félaga og miðstjórnarmönnum i Reykjaneskjördæmi, að ■ Hamraborg 5, Kópavogi mánudaginn 5. april n.k. kl. 8.30 s.d. Ef aðalmenn geta ekki mætt, tilkynni þeir varamönnum mætingu. Stjórnin. Viðtalstimar frambjóðenda Framsóknarflokksins i Borgarstjórn- arkosningum laugardaginn 3. april verða til viðtals að Rauðarárstig 18 kl. 10-12 f.h. Jósteinn Kristjánsson, As- laug Brynjólfsdóttir og Pétur Sturluson. Iiafnfirðingar og nágrannar 3ja kvölda spilakeppni_ veröur i Iönaðármannahúsinu Linnetsstig 3, 2. april og'hefst kl. 20.30 Kvöld-og heildarverölaun. Mætiö stundvislega. Allir velkomnir Framsóknarfélag Hafnarfjaröar. Framsóknarfélag Reykjavikur Hringborðsumræður um borgarmál verða haldnar i kvöld fimmtudaginn 1. april kl. 20.30 á skrifstofu flokksins að Rauðarárstig 18. Rætt verður um hafnarmál og mætir Jónas Guðmundsson á fundinn og heldur framsöguerindi. Stjórnin. Felagsmálastofnun Reykjavikurborgar :Dagvistun barna Fornhaga 8, simi 27277. Fóstrur - Ritari Stöður forstöðumanna við dagheim- iii/leikskóla ösp, Asparfelli 10, Leikskól- ann Árborg, Hlaðbæ 17 og Leikskólann Leikfeil, Æsufelli 4 eru lausar til um- sóknar. Fóstrur óskast til starfa á nokkur dag- vistarheimili. Fóstrumenntun áskilin. Staða ritara á skrifstofu dagvistar barna, Njálsgötu 9, er laus til umsóknar. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknir sendist til skrifstofu dagvistar barna, Fornhaga 8, fyrir 15. april n.k., en þar eru veittar nánari upplýsingar. Nýju Fjölfætlurnar: meiri vinnsluhreidd aukin afköst sterkbyggóari {Auglýsið í Tímanumi Fimmtudagur 1. aprll 1982 Kvikmyndir Sími 78900 Klæði dauðans (Dressed to kilD EVERY NlGf ITMARE HasABeginning... THis One Never Ends Dresseo TOKILL Myndir þær sem Brian de Palma gerir eru frábærar. Dressed to kill sýnir þaö og sannar hvaö I honum býr. Þessi mynd hefur fengiö hvell aösókn erlendis. Aöalhlutv: Michael Caine, Angie Dickinson, Nancy Allen Bönnuö innan 16 ára Isl. texti. Sýnd kl. 3-5-7.05-9.10-11.15 Fram í svíðsljósíð (Being There) IC: Grlnmynd i algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék I, enda fékk hún tvenn öskarsverölaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLaine, Melvin Douglas, Jack Warden. lslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. Sýnd kl. 3-5.30 og 9 Dauöaskipið Sýnd kl. 11.30. Endursýnd vegna fjölda áskor- ana. Þjálfarinn (COACH) G0AGH Jabberwocky er töfraoröiö sem notaö er á Ned i körfuboltanum. Frábær unglingamynd. Sýnd kl. 3-5-7-9-11 Endless Love Enginn vafi er á þvi aö Brooke Shields er táningastjarna ungl- inganna I dag. Þiö muniö eftir henni úr Bláa lóninu. Hreint frá- bær mynd. Lagiö Endless Love er til útncfningar fyrir besta lag i kvikmynd I mars nk. AÖalhlutverk; Brooke Shields, Martin Hewitt, Shirley Knight. [ Leikstj.: Franco Zeffirelli. Islenskur texti. I Sýnd kl. 7.15 og 9.20 Halloween ruddi brautina I gerö hrollvekjumynda, enda leikstýrir hinn dáöi leikstjóri John Carpen- ter (Þokan). Þessi er frábær. Aöalhlutv.: Donald Pleasence, Jamie Lee Curtis, Nancy Lomis. Bönnuö börnum innan 16 ára. lslenskur texti. Sýnd kl. 3.15-5.15 11.20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.