Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. april 1982 11 Ég llt svo á aö útgeröarmenn hafi taliö aö þaö gæti veriö æski- legt aö hafa I þessu starfi mann, sem ætti ekki persónulegra hags- muna aö gæta I sambandi viö á- kvaröanir, sem hér eru teknar. Þó tel ég að fyrirrennari minn i starfi hér, Sverrir Júlíusson, sem var miklu kurteisari og hæversk- ari maður en ég, hafi leyst starfiö afskaplega vel af hendi.” Fór á síld, en er hrjáður af sjóveiki — Hvað haföir þú mikla reynslu af útgerö, þegar þú byrjaðir hér? „Faöir minn var framkvæmda- stjóri fyrir frystihús og átti báta heima á Flateyri, og ég dvaldist þar til sextán ára aldurs, að ég fór i Verslunarskólann. Ég ólst upp við aö vinna I frystihúsinu frá þvi ég var tiu ára og maður var auö- vitað heimagangur i beitninga- skúrunum og fékk að reyna þau störf og kynnast þvi mannlifi sem þar er og þeirri skemmtilegu um- ræðu, sem löngum vill tengjast við beitningaskúra. Að þvi leyti kom ég að þessu kunnugur. Og ég hafði tvisvar farið ú sild meðan ég var i skóla. Það var öll min sjómennska en það var nóg til þiess að ég get sagt að ég hafi migið i salt vatn. Þó skortir mig á, ég hef löngum ætlað mér að taka mér leyfi til að fara einstak- ar veiðiferðir. Ég leyni þvi hins- vegar ekkert að sjóveiki hefur háð mér og kannski hefur það dregið úr kjarki minum til þess að gera þetta. En ég hef tileinkað mér að ferðast mikið um landiö og halda mjög góðu sambandi við þá sem ég hef umboð fyrir. Ég heimsæki þá og kynnist störfum þeirra og kynni mér hvað er að gerast á hverjum stað. Ég tel að það sé þýðingarmikið fyrir mann i starfi eins og minu og held að ég sæti annars ekki hér i þessum stól.” Hef ekki hugsað mér til hreyfings — Hefurðu áætlanir um póli- tiskan frama? „Það hef ég ekki. Þvi er ekkert að leyna að ég hef minar pólitisku skoðanir og mönnum er alveg ljóst hverjar þær eru. Hinsvegar hef ég ekki tekið þátt i pólitisku starfi og hef ekki flutt mál á póli- tiskum vettvangi. Ég hef haft það sem leiðarljós i minu starfi, að það fari ekki saman að koma á einhvern stað "til að heimsækja mina umbjóðendur og vera þar svo annan dag i pólitiskum erind- rekstri. Ég héldi ekki þeim trúnaði og trausti sem ég hef i dag, ef ég gerði það, og ég vii varðveita þetta samband.” — Hugsar þú þér að halda þessu starfi áfram um alla framtiö? „Ég er búinn að starfa hér i 24 ár og það má segja að það sé orö- inn langur starfstími. Þetta starf er þannig að menn vorkenna manni fyrir eril. Ég hef hinsvegar sagt að það sé engin ástæða til að vorkenna mönnum, sem taka svona starf aö sér og ég geng þessvegna ekki um kvartandi um annir. Mér hefur fundist þetta starf skemmtilegt og fjölbreytt og það hefur veitt mér ánægju. Ég hef ekki hugsað mér til hreyfings, en enginn veit sina æf- ina fyrr en öll er.” — Gæfir þú kost á þér til fram- boðs til Alþingis, ef eftir væri leit- að. „Ég er ekkert að leyna þvi aö á- kveðnir félagar minir hafa fært slikt i tal við mig. Ég hef hins- vegar talið það viðs fjarri hingað til og hafnaö þvi að gefa kost á mér til pólitiskra starfa.” S.V. ÞJONUSTA SÚÐARVOGI 38 . REYKJAVlK Nú getum vlö stillt allar geröir sérbyggöra olíuverka meö allt aö 90 mm kólfum og sambyggö olíuverk fyrir allt aö 20 strokka vélar SlMI 33540 Stillum stærstu olíukerfi fyrir dieseivélar méö stærsta stillibekk á Noröurlöndum SEXTIU OG SEX NORÐUR VINYL GLÓFINN • MEÐ HRJÚFU YFIRBORÐI • ÖRUGG HANDFESTA • FÓORAÐIR MEÐ 100% ÝFÐU BÖMULLAREFNI • ROTVARÐIR (SANITIZED) • STERKIR EN MJÚKIR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÖRUGG HANDTÖK MEÐ fe SEXTIU OG SEX NOffOUR VINYL GLÓFUM SJÓKLÆÐAGERÐIN HF Skúlagötu 51 - Reykjavík - Sími 1-15-20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.