Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 14
14 %ýmm Fimmtudagur 1. april 1982 Hjálmar Vilhjálmsson lodnusérfræðingur í alvarlegum viðræðum við Tímann: ,,ÞETTA ER FJANDI ÓHUGNAN- LEGT FALL” ■ — Er loðnan búin? var það fyrsta, sem blaðamanni datt i hug að spyrja Hjálmar Vilhjálmsson, þegar hann var búinn að koma sér vel fyrir framan við skrifborð Hjálmars. Eins og allir vita er Hjálmar okkar allrahelsti sér- fræðingur i loðnu og öllu sem henni viðkemur. ,,Nei, hún er það nú ekki, sem betur fer,” svaraði Hjálmar mjög ákveðinn. „Aftur á móti hefur stofninn minnkað uggvænlega á siðustu árum,” viðurkennir hann. Siðan dregur hann fram nokkur blöð með linuritum og tölum, sem hann segir að eigi erindi fyrir augu alþjóðar, þvi að þau sýni fram á að „þessar mælingar okkar væru ekki eins vitlausar eins og sumir hafa verið að halda fram.” Og er það nema von hann segi það. Fáir, ef nokkur sérfræðinga * okkar hefur orðið að þola eins mikla gagnrýniá niðurstöður sin- ar og hann. Það eru reyndar ekki aðrir sérfræðingar meðal þeirra sem hafa menntað sig i fiskifræð- um eða meðferð þeirra mæli- tækja, sem notuð eru við mæling- ar á fiskistofnum, sem hafa hátt til að gera litið ur niðurstöðum Hjálmars. Þeir sem þar hafa sig mest i frammi eru sjálfskipaðir sérfræðingar og það er erfitt að verjast þeirri hugsun að mat þeirra sé ekki alveg hlutlaust, þeir telji sig jafnvel eiga rétt á að veiða loðnu meðan þeir geta fund- ið torfu. En nóg um það. Við gef- um Hjálmari orðið aftur, hann ætlar aö útskýra linuritin sin. Þetta pírumpár, sem fræðingar hafa svo gaman af „Sko, þessi lina sýnir stærð hrygningarstofnsins eins og hann var mældur fyrst i október 1978,” segir Hjálmar og bendir á neðstu linuna á mynd 1, efri endann, sem sýnir að þá var hrygningarstofn- inn 600 þúsund tonn. „Hinar lin- urnar á myndinni sýna heildar- stærö stofnsins. Sú efri eins og stofninn er við mælingu i okt./no'v. og neðri linan sýnir mælinguna i jan./feb. árið eftir. Fyrsta mælingin er i okt./nóv. 1978 (efsti punkturinn á efstu lin- unni) Næsta mæling er i jan./feb. 1979 (efsti punkturinn á annarri linu) Bilið á milli þessara punkta sýnir hvað var veitt mikið úr stofninum á milli mælinganna og það sem talið er að þorskurinn hafi étið og hafi fyrirfarist á ann- an hátt. Næstu punktar á linunum sýna mælingar ári siðar o.s.frv.” Blaðamaður er eins og flestir aðrir „venjulegir” tslendingar, þannig stemmdur gagnvart linu- ritum, aö hann fleygir blaðinu frá sér, þegar kemur að þessu pirum- pári, sem fræðimenn hafa svo gaman af. En þarna var þó eitt, sem var hægt að skilja, liklegast vegna þess hve vel það var út- skýrt. Það fer ekkert milli mála að mælingarnar hafa sýnt vel hvert stefndi og neðstu punktar allra linanna sýna hvernig staðan er núna. En kannski er réttara að Hjálmar skýri hvað linurnar segja: ,,Nú erum við hræddir” „Það sem þetta segir er að mælingin sýnir alveg örugglega hlutfallslega minnkun hrygning- arhluta stofnsins. Við teljum að við séum að vinna með raunverulegum tonnum. Það er þó hugsanlegt að tonnatalan eigi að vera örlitið hærri, en það skiptir i rauninni engu máli, svo framarlega sem þú hefur seriur. Neðsta linan er útreikningur á þvi hvað var eftir til að hrygna árin 1979, 1980, 1981 og 1982, eftir að búið var að veiða og þorskur og annað var búið að taka sinn skammt. Og eins og þú sérð er þetta fjandi óhugnanlegt fall. Það er engin furða, finnst okkur, að við erum hræddir, og nú erum við hræddir.” — Við hvað eruð þið hræddir? „Þessi stofn hagar sér likt og sildarstofnar gera. Þetta er torfu- fiskur sem er veiddur i nót. Á vissum timum ársins hópar hann sig saman og er þá auðveiddur. Það er nánast hægt að halda uppi háum afla, þangað til svo til ekk- ert er eftir. Það er það sem gerð- ist i sfldarstofnum, bæði hér við land og i nágrenni við okkur. Ef haldið verður áfram að keyra veiðarnar eins og gert hefur ver- ið, álitum við vera yfirgnæfandi likur á að við sitjum uppi með loðnustofn, sem er nánast ekki til.” Algjörlega óleyfilegt að kenna náttúrunni um þetta allt — Telur þú rétt að stoppa veið- ar alveg i nokkur ár? „Við erum ekki i stakk búnir til að spá mikið fram i timann, þvi miður. Niðurstöður mælinga i haust á stofninum sem á að hrygna ’83 er mjög lág, svarar- tæplega til þess, sem við teljum að þurfi aðhrygna til að fá sæmi- legan árgang. Við höfum fjölda loðnuseiöa, hlutfallslega, siðan við byriuðum aðkanna þetta árið 1972. Mæling- arnar á hlutfallslegum fjölda loðnuseiða, gefur þetta linurit hérna,” segir Hjálmar og dregur fram linurit númer tvö. „Eins og þú sérð þá er fram um ’76, mikil framleiðsla. Siðan minnkar hún mjög ört fram að ’78. Svo kemur svolitið viðbragð ’79, enda hrygndi þá ómótmælan- lega töluvert mikið af loðnu. Það eru allir menn sammála um það, ekki bara við. Árið hefur senni- lega verið óhagstætt fyrir seiðin og verið meiri afföll heldur en venjulegt er og þess vegna er þessi punktur tiltölulega lágur. En eftir það heldur linan áfram niður. En ef þú berð þetta saman við aflann,” segir Hjálmar og dregur fram þriðja linuritið, „þá sérðu að meðan við erum með veiðina i kringum 450 þúsund tonn, þá er- um við með þennan tiltölulega háa seiðafjölda. Siðan að aflinn hrökk upp, er svo að sjá að stofn- inn hafi ekki getað framleitt al- mennilegan árgang. Náttúran og aðstæður á vorin spilar ákaflega mikið inni svona dæmi. Það er i rauninni ekki hægt að sanna neitt með svona hlutum. Þetta er ekki það sama og þegar þú byggir hús og ákveður að það skuli vera niu metrar á lengd og þú ferð bara með þinn tommu- stokk og mælir niu metra og ókei. En eins og við vinnum, finnst okk- ur algjörlega óleyfilegt að kenna náttúrunni um þetta allt saman. Þetta eru þó for helviti orðin fimm ár sko. Okkur list ekki á þetta.” „Ég roðna í hvert skipti sem ég heyri á hana minnst” Nei, þeim hjá Hafrannsóknar- stofnun list ekki á þetta og það sama vilja vist ýmsir aðrir segja. Og við höldum áfram að rabba um loðnu. Þá kemur Hjálmar inn á athyglisverðan þátt, sem blaða- maður minnist ekki að hafa rekist á á prenti. „Loðnan gegnir afskaplega þýðingarmiklu hlutverki, sem tengiliður pólsjávarins og þessa Atlantssjávar, sem er hérna i kringum landið, vegna þess að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.