Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.04.1982, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 1. april 1982 15 ■ Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur. „Það sem þeir segja ekki, en vita ábyggilega....” hún er eina fisktegundin, sem leitar þarna norðureftir til að éta. Hún eykur þar likamsþyngd sina, og þar með heildarþyngd stofns- ins, og flytur þann aukna þunga hingað, handa þeim sem éta hana hér, þorskinum eða hver sem það er. Að þvi er ég best veit er hún eina kvikindið, sem gerir þetta og hlýtur þvi að vera ákaflega merkilegur og þýðingarmikill hlekkur i fæðuöflun þorsksins, sem hún ómótmælanlega er, sér- staklega á vissum timum árs- ins.” Og áfram er rabbað og þar kemur rabbinu að Hjálmar segir frá þvi að Llú fékk Kára Jóhann- esson, starfsmann hjá FAO, til að rannsaka hvað mikið væri að marka starfsaðferöir Hafrann- sóknarstofnunar i loðnumæling- um. „Hann gaf skýrslu sem, ja, að mér finnst svo jákvæð að ég eiginlega roðna i hvert skipti sem ég heyri á hana minnst. Ég veit að Kristján Ragnarsson tekur ekki þátt i þessu öfgatali, sem margir hafa uppi um loðnustofn- inn. Hann orðar þetta nefnilega alveg hárrétt, þegar hann segir að það sem við höfum getað aflað okkur af upplýsingum, sérstak- lega siðustu fjögur árin, það er það lang skársta sem til er. Það er ekki vist að það sé nákvæm- lega rétt, en það er ekki til neitt annað betra. Og það bendir til þessarar skuggalegu þróunar. Þegar horft hefur verid á stofnana hrynja hvern af öðrum Þegar maður hefur horft á sild- arstofnana hér við land, við Nor- eg suður i Norðursjó, vestur við LaÉrador plús loðnustofninn þar hrynja þannig að það er næstum ekkert eftir á ótrúlega skömmum tima, þá náttúrlega getur niður- staðan ekki orðið önnur en sú að nú sé ekki lengur hægt að ganga áfram á sömu braut og gengið hefur verið.” Og svo komum við aftur að upp- hafinu, gagnrýninni. „Mér finnsta alveg sálfsagður hlutur að menn gagnrýni það sem aðrir menn eru að gera, þar á meðal ég og aðrir hér á þessari stofnun. En menn þurfa helst að gera það á einhvern svona skap- legan hátt, eða við skulum segja málefnalegan hátt. Mér finnst að það hafi skort æði mikið á að svo hafi verið að undanförnu. Mér er til dæmis mjög illa við það, þegar skipstjórar slá fram einhverju, sem ég held að hver maður hljóti að sjá að er eintóm vitleysa, og styðja það þeim rökum að þeir hafi verið við þessar veiðar alveg frá þvi að þær byrjuðu, og hljóti þessvegna að vita hvað þeir eru að segja. Það sem þeir segja ekki, en vita ábyggilega jafnframt, er það að ég er búinn að vera á sjó við loðnurannsóknir — að visu ekki inni i miðjum veiðiflotanum allan timann — áreiðanlega jafn- langann tima og hvaða skipstjóri sem er, hefur verið á loðnuveið- um.” SV FISKVINNSLUSTÖÐVAR Verktakar - Bændur - Sveitarfélög Hvað skyldi 5 eða 10 tonna vörubíl kosta? URSUS 85 ha..... kr 10 tonna sturtuvagn kr URSUS 65. ha. .. 5 tonna sturtuvagn : )> fa-195.000.- : 'SZr y kr. 118.000, Hagstæð greiðslukjör VEUECEC Sundaborg 10 — Símar 8-66-55 & 8-66-80 RACAL DECCA Clearscan ratsjár Margar gerðir Sjálfvirk úrvinnsla á: • sjódeyfi • regndeyfi eigin truflunum litlum merkjum ratsjártruflunum daufum merkjum RAFEiNDAÞJONUSTAN HF. Eyjagötu 9 - Sími 23424 - Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.