Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 10
10 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is OPIÐ HÚS HJÁ SVFR Föstudaginn 5. desember Dagskrá: • Séra Pálmi Matthíasson blessar mannskapinn. • Formaður S.V.F.R Guðm. Stefán Maríasson talar um liðið ár og hvað framtíðin ber í skauti sér. • Sigurður Pálsson og Lárus Karl Ingason kynna straumfl ugubókina sína • Guðmundur Guðjónsson kynnir nýjustu bók sína Vötn og veiði • Karl Lúðvíksson ( Kalli Lú ) kynnir nýjustu mynd sína Veitt með vinum” • Laxá í Mývatnsveit og Laxárdal – kynning á nýju svæði • Myndagetraun • Stórglæsilegur happahylur í boðið Interstport Allir velkomnir - Húsið opnar klukkan 20:00 INDLAND, AP Öryggisráðstafanir voru hertar á flugvöllum og höfn- um á Indlandi í gær af ótta við frekari árásir. Sérstaklega var athyglinni beint að þremur flug- völlum, í Nýju-Delhi, Bangalore og Chennai. Stjórnvöld sögðust hafa fengið veður af því að árásir væru yfir- vofandi. Indversk stjórnvöld segja einn- ig að frekari sannanir hafi feng- ist fyrir því að árásirnar á Mumbai í síðustu viku hafi verið skipulagðar í Pakistan, árásar- mennirnir hafi komið þaðan og fengið þar þjálfun. Meðal annars er talið að tveir Pakistanar, báðir meðlimir í sam- tökunum Lashkar-e-Taiba, hafi skipulagt árásirnar. Mennirnir tveir heita Zaki-ur-Rehman Lak- hvi og Yusuf Muzammil. Þeir eru taldir vera í Pakistan. Lakhvi er sagður stjórna aðgerðum Lashkar-e-Taiba í Pak- istan, en Muzammil er sagður stjórna aðgerðum þeirra í Kasm- ír og á Indlandi. Einn árásarmannanna á Mumb- ai, Ajmal Amir Kasab, sagði lög- reglunni að Lakhvi hafi fengið sig til að taka þátt í árásinni. Einnig sagði Kasab árásarmenn- ina hafa hringt í Muzammil í gegnum gervihnattarsíma eftir að þeir höfðu rænt indversku skipi sem var á leiðinni til Mumb- ai. Lögreglan á Indlandi hefur einnig komist að því að á meðan á árásunum stóð hafi árásarmenn- irnir notað farsíma, sem teknir voru af hótelgestum, til að hringja til borgarinnar Lahore í Pakist- an. Indverjar hafa oft áður sakað Pakistana um hryðjuverk, sem framin hafa verið á Indlandi. Pakistönsk stjórnvöld hafa jafn- an vísað því á bug, en í þetta skiptið hafa þau lofað því að málið verði rannsakað. Asif Ali Zardari, forseti Pakist- ans, sagði í gær á fundi með Condoleezzu Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að gripið verði til „harðra aðgerða“ ef í ljós komi að pakistönsk samtök hafi átt hlut að máli. Árásarmennirnir voru einung- is tíu. Þeim tókst á tveimur klukkutímum að ráðast á tíu staði í Mumbai, þar á meðal tvö glæsi- hótel, veitingahús, miðstöð gyð- inga í borginni og fleiri þekktar byggingar. Indversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið mark á viðvörunum, sem bárust fyrir árásirnar. gudsteinn@frettabladid.is Öryggisráðstafanir hertar á Indlandi Indverjar búa sig undir fleiri árásir. Pakistönsk stjórnvöld lofa rannsókn og hörðum viðbrögðum ef í ljós kemur að árásin á Mumbai hafi verið skipulögð í Pakistan. Böndin berast enn að pakistönsku samtökunum Lashkar-e-Taiba. VEGSUMMERKIN SKOÐUÐ Indversk fjölskylda leigði sér sjónauka til að skoða skemmdirnar sem urðu á framhlið hótelsins Taj Mahal í Mumbai í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KVEIKT Á OBAMA Í bænum Cugand í Frakklandi var í gær kveikt á þessu fagurgræna kerti, sem steypt er í mót Baracks Obama, næsta forseta Bandaríkjanna. Um allan heim eru nú framleiddir minjagripir af ólíklegasta tagi tengdir Obama. NORDICPHOTOS/AFP RÚSSLAND, AP Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagðist í gær fullvissa Rússa um að laun þeirra og lífeyrir muni ekki rýrna þrátt fyrir alþjóðlega fjármálakreppu. Þetta sagði Pútín í beinni sjónvarpsútsendingu í gær, þar sem almenningur fékk að beina til hans spurningum. Hann sagði ríkisstjórnina geta komið í veg fyrir að lífskjör versnuðu og hún ætlaði að hrinda í framkvæmd áður boðuðum áformum um hækkun launa og lífeyris. Forsætisráðherrann spáir nærri sjö prósenta hagvexti á þessu ári og lofar launa- og lífeyrishækkun upp á 12 prósent. - gb Pútín svarar spurningum: Segir að lífs- kjörin muni fara batnandi Hægt á í kreppunni Bæjarstjórnin á Blönduósi ætlar að verja grunnþjónustu við íbúa og halda gjaldskrárhækkunum í lágmarki. Draga á úr rekstrarkostnaði og nýráðningum. Fresta á sumum framkvæmdum og hægja á öðrum, til dæmis nýrri sundlaug. BLÖNDUÓS Öldungar fyrir bæjarráð Stjórn Öldungaráðs mætti á fund bæjarráðs Hafnarfjarðar fimmtudag. Á dagskrá var að fara yfir reglur varð- andi afslátt á fasteignagjöldum fyrir eldri borgara og öryrkja. HAFNARFJÖRÐUR Tafir í fólkvangi Umsjónarnefnd fólkvangsins Einkunna í Borgarbyggð hefur lýst áhyggjum af töfum á framkvæmdum við Álatjörn. Einn nefndarmanna segir að ef verktaki ljúki ekki verkefninu samkvæmt samningi fyrir áramót verði hann bótaskyldur. BORGARBYGGÐ Jóhanna furðar sig á útgáfu nýrra íslenskra bóka. „Því er ekki hægt að kaupa nýju íslensku „jólabækurnar“ í kiljum fyrir jólin?,“ spyr hún. „Það er ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar sem þær eru gefnar út í kiljum. Ég skil ekkert í því af hverju ég fæ ekki að velja hvort ég kaupi kilju eða harð- spjalda bók í desember. Persónulega finnst mér kiljur handhægari og ég er ekki ein af þeim sem safna bókum í bókahillur.“ Jóhanni gladdist þegar hún gat keypt Myrká Arnaldar í kilju á 2.690 kr. í Eymundsson á Leifsstöð. „Afgreiðslu- stúlkan sagði mér að kiljan fengist bara í Flugstöðinni. Mig langar að fá skýringar á þessu. Ég sé að bókin (harðspjalda) er auglýst á tilboði hjá Eymundsson á 3.790 og í Bónus á 3.390. Það eru því greinilega hagsmunir neytenda að fá að kaupa kiljurnar.“ Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefanda svarar. „Tíminn sem líður milli frumútgáfu í hörðu bandi og kiljuútgáfu er sífellt að styttast, er oft ekki nema nokkrar vikur, í mesta lagi tveir til þrír mánuðir. Konungsbók Arnaldar var fyrsta bókin sem kom samtímis út harð- spjalda og í kilju fyrir Leifsstöð. Þetta lag hefur síðan verið haft á útgáfunni á verkum Arnaldar. Meðalkiljuverð er um 2.000 kr. en þessar Leifsstöðvarkiljur hafa verið nokkuð veglegri en venjulegar kiljur og því dýrari. Verðmunurinn á kiljunni og bókinni út úr búð með afslætti er í raun fremur lítill, rétt 1.000 kr.“ Lengri útgáfuna af svari Kristjáns má sjá á blogg. visir.is/drgunni. Neytendur: Myrká Arnaldar bara til í kilju á Leifsstöð Harðspjalda íslenskar jólabækur og kiljur Í KILJU Á LEIFSSTÖÐ Arnaldur Indriðason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.