Tíminn - 02.04.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.04.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. aprfl 1982 3 Sjávarútvegsráðherra um kaupin á Einari Benediktssyni: „UÓST AD VIÐ HðFUM VERIÐ PUTAÐIR í ÞESSU MAU” ,,Tel ekki ástæðu til að gera neitt frekar í þessu”, segir Tómas Árnason viðskiptaráðherra ® Hiö umdeilda skip, Einar Benediktsson BA-377. ■ „Þeirri reglu hefur alltaf verið fylgt að tnia útgerðarmönnunum. Þeir hafa sent inn skriflega um- sókn og þeir hafa aldrei veriö beðnirum aðsanna eða staðfesta að þeir eigi skipin, manni hefur bara aldrei dottið það i hug, og það hefur heldur aldrei komið upp að það væri rangt.” Þetta sagði Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra,um fréttir af þvi að innflytjendur ný ja skips- ins, Einars Benediktssonar, hefðu ekki verið löglegir eigendur skip- anna Fálka og Sæhrimnis, sem Einar Benediktsson áttiaðkoma i staðinn fyrir. Kaupendur Einars Benedikts- sonar fengu innflutningsleyfi fyrir skipinu, til þess að koma i staðinn fyrir Fálkann BA-309, sem fórst við Látrabjarg 19. september 1981, 59 brl., og Sæ- hrímnis tS-100, sem var seldur Úreldingarsjóði, 87 brl. Snemma kom á daginn að kaupendur Einars Benedikts- sonar voru ekki löglegir eigendur Fálkans, en þá var talið að ekki væri rétt að stöðva kaupin, þvi kaupendurnir væru búnir að leggja fé og ábyrgðir í kaupin. En þegar skipið kemur til landsins, fyrir fáum dögum koma upp efa- semdir um að kaupendur hafi átt Sæhrimni heldur. „Það er auðvitað ljóst að við höfum verið plataðir i þessu máli,” sagði Steingrimur Her- mannsson, „en samkvæmt upp- lýsingum sem við fengum frá Tálknafirði, var taliö að maður- inn ætti báða þessa báta.” Viðskiptaráðuneytiö veitti leyf- ið til innflutnings skipsins. Tómas Arnason var spurður hvort eitt- hvað veröi gert i þessu máli, t.d. að skipið verði tekið af innflytj- andanum. ,,Ég álit aö þeir hafi átt Sæ- hrimni samkvæmt afsali, þótt þvi hafi ekki verið þinglýst. Ef ekkert nýtt kemur fram i málinu tel ég ekki ástæðu til að gera neitt frek- ar i þessu,” sagði viöskiptaráð- herra. Sæhrimnir var i eigu samnefnds fyrirtækis á Þingeyri, en var selt Vélskip h.f. á Tálkna- firði. Afsal var gert við af- hendingu þess, en þvi var aldrei þinglýst. Rekstur skipsins gekk mjög illa hjá Vélskip h.f. og þar kom að skipið var kyrrsett i slipp i Reykjavik. Siðan var það boöið upp og selt á nauðungaruppboði. Annar eigenda Vélskips h.f. er innflytjandi Einars Benedikts- sonar, en það var meðeigandi hans, sem keypti skipið á uppboð- inu og seldi siðan Úreldingar- sjóði. Viðskiptaráðherra telur nægilega sannaö að kaupandi Einars Benediktssonar hafi veriö eigandi Sæhrimnis, þegar hann sótti um innflutningsleyfið. SV PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða Loftskeytamenn - Símritara til starfa i NESKAUPSTAÐ og á HÖFN i Hornafirði. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild og stöðvarstjórum i Neskaupstað og á Höfn. Á Skagaströnd er til sölu 4ra herbergja ibúð. Alveg sér. Laus fljótlega. Upplýsingar i sima 95-4677. „Skipið samrým- ist ekki á nokkurn hátt okkar kröfum” — segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍU ■ „Við komum allir af f jöllum að heyra að þetta skip væri á leið- inni,” sagði Kristján Ragnarsson hjá Llú, þegar Timinn spurði Aprfl- göbb ■ Af marggefnu tilefni lýsir Timinn því hér með yfir, að frétt blaðsins i gær um að taugaveikibróðir væri kom- inn i hunda, var aprílgabb. Enginn grunur leikur á sliku og við biðjum þá hunda- eigendur sem hlupu apri'l að taka þvi með skilningsbrosi á vör. Raunar var fréttin um kaup Flugleiða á DV april- gabb lika en maður veit jú aldrei... hann álits á komu nýjasta fiski- skipsins, Einars Benediktssonar, inn i flotann. „Forsendurnar sem gefnar eru, eru alveg fráleitar, vegna þess að við erum aö tala um að smiða skip, að hluta upp i það sem úr- eldist. Siðan er alltaf fariö fram- hjá þvi og skipum hleypt inn, framhjá þessu markmiði. Það virðist allt eiga að koma tvöfalt, þvi það er leyfður innflutningur i staðinn fyrir það sem ferst og úr- eldist og svo á lika að byggja nýtt innanlands fyrir það. Þetta er auövitað alveg fráleitt. Enn siður tel ég ástæöu til að vera að flytja inn skip, sem ekki á nokkurn hátt samrýmast okkar kröfum, hvorki hvað vinnuað- stöðu eöa meöferð aflans snertir. Eins og þetta skip er, þá á allt aö gera á hnjánum. Ég leit á þetta skip i gær og sá að það er ekki nokkur aðstaða til þess að gera að fiski meö þeim hætti, sem við gerum. Skipiö er af stærö, eins og minni skuttogarar okkar, en þar er ekki gert ráð fyr- ir að sé nema nlu eöa tiu manna áhöfn og þarna er verið að gera ráð fyrir að taka upp allt annað vinnufyrirkomulag heldur en tiökast hefur á skuttogurum okk- ar og við höfum samið um. Þaö er gert ráö fyrir að taka upp miklu meira vinnuálag. Ef þetta er það sem koma skal, tel ég að við séum á rangri leiö,” sagði Kristján Ragnarsson. — Hvaö viltu segja um aðferð- ina við að fá innflutningsleyfi? „Ég veit ekkert um þaö annað en það sem komið hefur fram I fréttum, aö þau skip sem tilvitnuð voru, voru alls ekki i eigu þeirra sem þarna voru að kaupa skip. Ef þetta er þannig, þá er þetta hreint svikamál, en maöur verður að ætla að stjórnvöld hafi kynnt sér hvernig málið stendur. Ég tel lika fráleitt að vera að leyfa innflutning skipa i stað þeirra sem farast eða úreldast, þvi viö erum með of stóran flota og við ætlum að minnka hann,” sagði Kristján Ragnarsson. SV. | Fyrirliggjandi: 4.236 M 55 HoTvið 1800 sn. á mín. Tilvalin við rafal Góðar vé/ar - Miki/ ending Talið við okur strax Það borgar sig % Perkins Bátavélar - Ljósavélar Suðurlandsbraut 32 - Sími 86500 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.