Tíminn - 02.04.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.04.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. apríl 1982 erlent yfirlit Lét d’Aubuisson myrða Romero? ' ; / Sennilega verður hann forseti El Salvador ■ Jose Napoleon Duarte og Roberto d’Aubuisson. ■ RÉTT fyrir þingkosningarnar, sem fóru fram i E1 Salvador á sunnudaginn var, gafst eftirlits- mönnum, sem Bandarikjastjórn haföi sent á vettvang, tækifæri til aö hitta á sameiginlegum fundi leiötoga þeirra flokka.sem tóku þátt I kosningunum. Viö þetta tækifæri náöu ljós- myndarar myndum af höfuöand- stæöingunum, Duarte forseta og Roberto d’Aubuisson, I vinsam- legum viöræöum a.m.k. aö þvi er virtist. Þessar myndir af þeim Duarte og d’Aubuisson gætu gefiö til kynna, aö kosningabaráttan heföi veriö hin friösamlegasta. I reynd var annaö uppi á teningnum. Ekki munu aörir keppinautar i frjálsum kosningum hafa boriö hvor annan þyngri sökum en þeir Duarte og d’Aubuisson. José Napoleon Duarte, hrópaöi d’Aubuisson á kosningafundum, er hinn raunverulegi fjandmaöur þjóöarinnar, sem er aö selja hana I hendur hinna kommúnistisku stigamanna i fjöllunum. En ég skal lofa ykkur þvi, ef ég næ völd- um, aö allir hryöjuverkamenn veröa strádrepnir. Enginn af vin- um glæpamannsins Juans Napo- leons Duarte mun sleppa lifandi. D’Aubuisson vék siöan aö ööru. en kom innan stundar aftur aö Duarte: Eruö þiö ánægö meö þennan vitfirring á toppnum.Juan Napo- leon Duarte? Ætliö þiö aö fela honum völdin? Siöan kom stutt þögn og d’Aubuisson hrópaöi: Niöur meö alla þessa rauöu glæpamenn! Leggjum kommún- ismann endanlega aö velli i loka- orustunni! Iöulega breytti d’Aubuisson frá þessum texta og sagöi t.d.: Du- arte skal veröa sá sem fyrst verö- ur hengdur! Mikiö var klappaö fyrir þessu. Beztar undirtektir fékk d’Au- buisson þó, þegar hann greip vatnsmelónu og brá henni hátt á loft: Duarte er eins og þessi me- lóna, grænn aö utan en rauöur aö innan. Siöan kreisti hann melón- una, fleygöi henni og hrópaöi: Látum Juan Napoleon Duarte rotna eins og þessa melónu. DUARTE geröi sér sennilega of seint grein fyrir þvi aö hér var ekki viö lamb aö leika. D’Aubuisson sem er 38 ára gamall fyrrverandi liösforingi, stofnaöi flokk sinn fyrir tæpu ári. Hann var þá illræmdur leiötogi hægri sinnaöra skæruliöa. Ihalds- ■ D’Aubuisson á kosningafundi flokkurinn sem haföi fariö meö völd 1961-1979, vildi ekkert hafa saman viö hann aö sælda. Þess vegna stofnaöi d’Aubuisson eigin flokk. ótrúlegt þótti, aö hann myndi fá mikiö fylgi. Þegar kom fram á haustiö breyttist þetta. Hinn óvægni og haröi málflutningur d’Aubuissons virtist falla mörgum vel i geö. Hann hótaöi andstæöingunum og lofaöi aö friöa landiö á þremur mánuöum. Þá myndi allt færast i betra horf. óbreyttur almenning- ur sem var oröinn þreyttur á styrjöldinni, fannst þetta geta veriö liklegasti maöurinn til aö koma á friöi. Höröustu Ihaldsöflin veittu honum traust fylgi. Kristilegir demókratar vökn- uöu eiginlega ekki fyrr en d’Au- buisson var aö rifa frá þeim fylg- iö. Duarte taldi sig sigurvissan og leyniþjónusta Bandarikjanna var á sama máli. Þessir samherjar reiknuöu lengi vei ekki meö d’Au- buisson. En aö lokum var brugöizt hart viö. Kristilegi flokkurinn lét gera kvikmynd.sem hét: D’Aubuisson afhjúpaöur. Þar voru rifjaöar upp hótanir d’Aubuissons I garö ým- issa þekktra manna, sem siöar höföu veriö drepnir af skæruliö- um hægri manna. Meöal þessara manna var Oscar Arnulfo Rom- ero erkibiskup sem var myrtur viö guösþjónustu 24. marz 1986. Kvikmyndin var sýnd viös veg- ar um landiö og birt var augíýs- ing i blööum á þessa leiö: D’Au- buisson er maöurinn,sem stóö bak viö moröiö á Romero erkibiskupi. Þetta dró þó ekki úr vinsældum d’Aubuisson. Sennilega hefur þetta jafnvel aukiö þær. Þetta þótti sýna aö hann væri maöur- inn, sem stæöi viö orö sin. Hann væri ekki einn þessara venjulegu stjórnmálamanna. ÞAÐ ER áreiöanlega rétt aö d’- Aubuisson er ekki i hópi venju- legra stjórnmálamanna. óum- deilanlega er hann gæddur mikl- um hæfileikum sem lýöæsinga- maöur. Ýmsir erlendir frétta- menn, sem hafa sótt kosninga- fundi hans, telja hann minna aö mörgu leyti á Göbbels. Aróöurs- hæfileikar hans hafa komiö i veg fyrir, aö úrslitin yröu eins og Du- arte og Bandarikjastjórn geröu sér vonir um. Sterkar likur viröast benda til þess, aö d’Aubuisson veröi kosinn forseti E1 Salvador þegar þingiö kemur saman i næstu viku. Sendi- herra Bandarikjanna i E1 Salva- dor hefur látiö svo ummælt, aö honum veröi gefiö tækifæri til aö sýna sig og sjá hvort hann reynist ekki betur en ætla megi af kosn- ingaræöum hans. D’Aubuisson segist ætla aö reyna aö mynda stjórn á breiöum grundvelli. Hann muni meöal annars bjóöa hæfum kristilegum demókrötum aö taka þátt I henni. Ósennilegt er aö hann telji Duarte I hópi þeirra. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar 7 erlendar fréttir Sovétmenri treysta lítt á boð Reagans ■ Sovétstjórnin hefur nú svaraö siöustu orðsendingu Reagans forseta þar sem hann skorar á Sovétmenn að taka upp viðræður um fækkun i kjarnorkubirgðum landanna. Segir Sovétstjórnin að tillögur Bandarikjamanna séu við þaö miöaöar að veita Bandarikj- unum forskot i kjarnavopna- búnaði, en Reagan hefur i hyggju að hækka framlög til hermála um 18% á árinu. Reagan setti tilboð sitt um viöræöur fram i fyrradag á blaöamannafundi, þar sem hann lýsti boð Breshnevs um að hætta viö f jölgun SS-20 eld- flauga ganga allt of skammt. Hefðu Sovétmenn eftir sem áöur um 300 SS-eldflaugar i Evrópu, sem miðað væri að Vesturveldunum. Hafa menn túlkað boð Reagans sem svo aö þaö sýni áhyggjur leiötoga vesturveldanna vegna þess ■ Ronald Reagan. áróöurslega sigurs Sovét- manna sem boðið um tak- mörkun fjölda SS-flauganna var. Aukin heimastjórn á N-írlandi? ■ Breska stjórnin hefur látið I ljósi áhuga á þvi að fá Norö- ur-lrum nokkra sjálfsstjórn i hendur, en landinu hefur að meginhluta verið stjórnað frá London sl. 10 ár. Mun fulltrúi N-lrlands ræða nánar um þessar fyrirætlanir á breska þinginu i næstu viku. Er talið aö áhugi sé á aö efna til kosn- inga i landinu síðar á árinu en vandi hefur verið aö skipa svo I ábyrgðarstöður á N-lrlandi aö hlutur hins kaþólska minni- hluta væri ekki fyrir borö bor- inn. Breska stjórnin hefur lengi haft áhuga á aö færa meira af valdstjórninni til Norður Irlands, en deilur milli heimaflokkanna hafa jafnan veriö þar þrándur i götu. ■ Ef komið er á heimastjórn á Noröur-trlandi er kannski von til aö sprengjutilræöum IRA á Englandi fækki. Tveir her- menn skotnir á N-írlandi ■ Leyniskyttur vógu tvo breska hermenn i grennd viö herbúöir þeirra á Norður Ir- landi I gær. 1 fyrri viku voru þrir hermenn skotnir af skytt- um IRA, og telja yfirvöld aö þessar hefndaraðgerðir komi i kjölfar þess árangurs sem lög- regla hefur að undanförnu náð I baráttunni við hryöjuverka- menn, en all stór vopnabúr IRA fundust og voru gerð upp- tæk fyrir skömmu. 1 gær tókst skemmdar- verkamönnum einnig að eyöi- leggja járnbrautarbrú á landamærum Noröur trlands og lýöveldisins, sem var ein helsta umferöaræð á milli þessara landshluta. 10.5% hækkun landbúnaðarvara í EBE ríkjum? ■ Þing EBE rikja hefur mælt meö hækkun á landbúnaðar- vörum, sem næmi að meðal- tali 10.5%. Þessi uppástunga er 1.5% hærri en áður haföi veriö rætt um og er gerö til þess aö ná samkomulagi milli landbúnaöarráöherra rikj- anna. Höföu þó nokkur aöildarrikjanna, þar á meöal Bretar, lýst þvi yfir aö fyrri hækkunartillaga væri of há. Frakkar og fleiri riki höföu hins vegar mælt með miklu meiri hækkun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.