Tíminn - 02.04.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.04.1982, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. apríl 1982 21 'fþróttir- " ~ ^^maajaiaasaii Eitthvað fyrir alla um helgina ■ Það veröur mikiö um aö vera á iþróttasviðinu um helgina og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Knattspyrna: Reykjavikurmótið i knatt- spyrnu hefst um helgina, og verð- ur keppt i kvennaflokki i fyrsta sinn. Bráðabani svo kallaður, en það var vitakeppni framkvæmd i lok leikja, sem enduðu með jafn- tefli, verður ekki með lengur. Hins vegar heldur sú nýbreytni áfram, að gefa aukastig fyrir 3 mörkskoruð eða meira i hverjum leik. Fyrsti leikur mótsins verður á laugardaginn, en þá leika Vik- ingur og KR kl. 14. Núverandi Reykjavikurmeistarar, Fylkir, hefja svo vörn titilsins á mánu- daginnmeðleik gegn Armanni kl. 18.30. Sund: Innanhúsmeistaramót tslands i sundi verður haldið i Sundhöll Reykjavikur um helgina. Hér er um að ræða eitt fjölmennasta sundmót, sem haldið hefur verið hérlendis og eru keppendurnir um 200 frá 12 félögum. Ráðgerð er þátttaka Islands i Norðurkollu- mótinu, sem fram fer i Finnlandi um miðjan mánuðinn og munu úrslit á þessu móti ráða nokkru um val keppenda fyrir það mót. Blak: Upp úr helginni mun Island leika þrjá landsleiki við Fær- eyinga i blaki i flokki pilta og kvenna. Islendingar hafa leikið tvo landsleiki við Færeyinga i piltaflokki, og tapað báðum. ís- land hefur hins vegar alltaf unnið i kvennaflokki. Piltalið Fær- eyinga er sagt mun sterkara en A- landslið þeirra og má þvi búast við skemmtilegri keppni. Fyrstu leikir þjóðanna fara fram á Akra- nesi á mánudag og hefst leikur piltanna kl. 18:30, en kvenna- leikurinn strax á eftir. A Selfossi verður leikið á sama tima á þriðjudag. Þriðju og siðustu leikirnir fara svo fram i Hagaskóla á miðviku- dag. Skiði: Um helgina verður hinn frægi skiöasýningarhópur „Volvo ski show” með athyglisverða sýn- ingu i Bláfjöllum, bæði laugardag og sunnudag og hefst sýning þeirra kl. 13:30 báða dagana. Hér er á ferð einstakur hópur sýn- ingarmanna sem bæði er skipa skipaður fyrr- og núverandi heimsmeisturum i skiöafimi, og hefur þvi enginn efni á að láta hana fram hjá sér fara. Allur ágóði af sýningunni rennur óskiptur til Skiðafélags Reykja- vikur. Badminton: Islandsmótið i badminton verð- ur haldið um helgina i Laugar- dalshöll og hefst mótið kl. 10 bæði laugardag og sunnudag. Undan- úrslit keppninnar verða á laugar- dag og úrslit á sunnudag. Allir bestu badmintonmenn landsins verða á meðal keppenda og má þvi búast við spennandi keppni. Góða skemmtun. HG. ■ Nær uppselt er á leik(sýningu) háðfuglanna Harlem Globetrotters sem verður í Laugardalshöll i þessum mánuði. Harlem Globetrottes vekja athygli ■ Aðsókn að töframönnum Harl- em Globetrotters hefur slegið öll aðsóknarmet aö iþróttaleik hér- lendis. Aðeins örfáir miöar eru eftir óseldir i stæöi á siöari sýningu kappanna, og er þó langt til sýningar ennþá. Island er 100. landið sem þessir snillingar heimsækja, en raunar hefur áður staðið til að þeir kæmu hér við á leiö sinni yfir Atlanshafið, en ekki oröið úr fyrr en nú. Sagt er um þessa kappa, og þaö ekki ofsagt, að þeir geti gert allt við knöttinn nema látið hann tala. Aösókn að sýningum þeirra út um allan heim hefur veriö með miklum einsdæmum, og geta þeir Islendingar, sem hafa tryggt sér miða á sýningu þeirra hrósað happi. Hg ■ Fyrirliði Englands I körfuknattleik,Lloyd Johnson, aðeins einn af sex ameriskum leikmönnum i liði Englands. Körfuknattleikur í|\ 4 Tveir leikmenn með merkisleik — þegar ísland og England mætast í landsleik í kvöld ■ Fyrsti landsleikur tslands og Englands af þremur, sem hér verða háðir um helgina, fer fram i Laugardalshöll kl. 19 i kvöld. Hann verður fyrir margar sakir merkisleikur, þvl Jónas Jóhannesson Njarð- vikingur leikur sinn 50. lands- leik og Jón Kr. Gislason, Kefla- vik leikur sinn fyrsta landsleik, fyrir Islands hönd. A laugardag veröur leikiö I Borgarnesi og þá leikur Guösteinn Ingimarsson sinn 25. landsleik. Flesta lands- leiki fyrir tslands hönd hefur leikiö fyrirliðinn Jón Sigurðs- son, eða 107 leiki, og bætir hann þvi eigiö landsleikjamet með hverjum leik. Landsliðsnefnd Körfuknattleikssambandsins hefur tekiö upp þá skemmtilegu nýbreytni, varðandi heiöurs- gesti að bjóða nú föður Jónasar Jóhannessonar að koma og sjá son sinn leika sinn 50. leik fyrir Islands hönd. Er þetta einkar skemmtilegt framtak af hálfu K.K.t. þar sem Jóhannes faðir Jónasar hefur stutt verulega viö bakið á Jónasi og öörum körfu- knattleiksmönnum i Njarövik. Eins og fram hefur komið er enska liðið ekki skipað neinum nýgræðingum, þvi nákvæmlega sömu menn skipa liöiö og léku gegn tslandi siðast þegar þjóð- irnar mættust, en þá sigruöu Englendingarmeð 28stiga mun. Liö Englands vann sér rétt til að leika I A-riðli Evrópu- keppninnar á siöasta ári, en af einskærri óheppni duttu þeir niður i B-riðil aftur, og er ekki búist viö að þeir muni eiga i vandræðum með að vinna sæti sitt i A-riöli á ný. Enska körfu- knattleikssambandið hefur tek- iö upp þá stefnu, að byggja lið sitt nær eingöngu upp á leik- mönnum, sem eru bandariskir rikisborgarar, og hafa flestir þeirra leikið með góöum liöum vestan hafs. Þrátt fyrir þetta er engin ástæða fyrir tslendinga til að örvænta, þvi ekki er lengra en I fyrra að sigur vannst á tveimur þjóðum. sem leika i A-riðli, liðum Finna og Frakka. Þetta eru fyrstu leikirnir sem tsland leikur til undirbúnings fyrir C-riöil Evrópukeppninnar, sem fram fer bráðlega, en auk þessa er fyrirhugað aö halda til Englands og leika þar leiki til undirbúnings keppninni. HG. Þróttur tapaði á Tacca ■ Sú nýbreytni Þróttar að semja við mótherja sina i Evrópukeppni um að leika báða leikina hér- lendis, virðistekki hafa færtþeim gull i greipar, þvi að tap var á leiknum. Er ansi sárt til þess að vita að landinn hafi ekki gefiö þessu mikla framtaki Þróttar meiri gaum, en raun varð á. Þetta gerði það meðal annars að verkum að til tals kom að Þróttur léki báða leiki sina i 4-liða úrslit- um Evrópukeppninnar i Prag, þar sem það er eina tryggingin sem þeir hafa fyrir þvi að koma ekki fjárhagslega öfugir út úr keppninni. Það er skiljanlegt að forráðamenn félaganna hugsi út i þessa hlið málanna, þegar þessi mót eru orðnar fjárhagslegur baggi á félögunum. HG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.