Tíminn - 02.04.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.04.1982, Blaðsíða 20
Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir «míU365io Föstudagur 2. april 1982 síðustu fréttir Meirihluti starfs- manna stjórnar- ráðsins vill úrsögn úr BSRB ■ „Samkvæmt lögum BSRB þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að úrsögn úr BSRB sé talin gild. 1 atkvæða- greiðslunni náðist það hlutfall ekki, þvi miður, þótt mikill meirihluti hafi veriö þvi samþykkur. En þetta er þó ákveðin visbending”, sagöi Inga Ólöf Ingi- mundardóttir, for- maður Starfsmanna- félags stjórnarráðs- ins. En alsherjarat- kvæöagreiðsla fór fram I félaginu i gær um úrsögn úr BSRB. Alls greiddu atkvæöi 204 af um 250 á kjör- skrá, eöa um 81-82% félagsmanna, sem bendir til aö flestir hafi ákveðin sjónar- mið i þessu máli. 118 eða 57,8% voru úrsögn samþykkir en 85 eða 41.7% voru á móti. Inga Ólöf sagði þetta mikiö hitamál og nokkrum óheiðarleg- um áróðri hafi veriö haldið uppi. „En ég er fegin þvi aö alls- herjaratkvæöa- greiösla hefur farið fram, þannig aö úr- slitin liggja ljós fyrir. En hvað þá um framhaldið? Aðal- fundi félagsins sem haldinnvari fyrradag var frestaö þegar fram kom tillaga um úrsögn úr BSRB i kjöl- far skoöanakönnunar um það efni er fór fram i janúar s.l., og atkvæðagreiðslan nú ákveöin. Boðað verður til framhaldsaðal- fundar innan 5 vikna. Um framhaldið kvaðst Inga Ólöf ekki vita á þessu stigi málsins. —HEi dropar Gód veisla gjörð var.... ■ Þegar forstjóraskipti verða hjá stöndugum fyrirtækjum láta þau sér venjulega nægja að senda fréttatiikynningu til fjöl- miðla og siöan ekki sög- una meir. En IBM hefur þó annan háttinn á. t tilefni þess að Ottó A. Michelsen lét af for- stjórastarfinu nú um mánaðamótin og Gunnar M. Hansson tók við, lét IBM sig ekki muna um að taka Súlnasal Hótel Sögu á leigu I íyrradag og bjóða heiluin herskara af fólki til hádegisverðar, þar sem tilkynnt var um forstjóraskiptin. Menn létu sér þó ekki nægja aö bjóða hérlendu starfsfólki og viðskipta- vinum til veislunnar, heldur flugu IBM-toppar yfir hafið frá Evrópu til að mæta I matinn á Sögu. Það skal tekið fram að Dropar hafa auðvitað ekkert á móti þvi að menn séu svolitiö rausnarlegir I veisluhöldum, en vildu þó helst fá boð um að vera með þegar vel skal veita... „Súkkuladi- messa” ■ 1 DV i gær sáum við þessa lýsingu á þvi sem kaila mætti „Súkkulaði- messu aldarinnar”. — Þátttakendur voru starfs- ntenn ritstjórnar blaös- ins: „I Nóaegginu var 1 poki af hrisi, 3 karantellur, 4 konfektomolar, 4 brjóstsykursmolar, ínáls- háttur, 3 kúlur. Utan á þvl var ungi og 2 blóm úr tusku eöa pappir, ég veit satt best að segja ekki hvort á að kalla þaö. Nóaeggiö fékk eins og hin misjafna dóma. Sum- um fannst það best. Aörir sögðu þaö of sætt, af þvl appelsínubragö, fúkka- bragö eöa bragð eins og af besta svissneska rjómasúkkulaði. Einum fannst það alveg æði. Mónueggiö innihélt 6 konfektmola, 14 litla súkku la ðim ola með kremi i og málshætti og II litlar kúlur. Utan á þvl var eitt blóin úr pappa og annað úr sykri. Sumir sögðu það best, aðrir gott bragðsterkt, of sætt og einn sagði að það væri •XcteUaéf *éUBÍ«aWttt.Uurir.- ■ Þessi var i siöustu Sjávarfréttum og eins og sjá má er það Gísli Ast- þórsson sem fer á kost- um. likara mjólkursúkkulaði en Nóaeggiö. Einn bað að þess yrði sérstaklega getið að kúlurnar væru góðar og annar hrósaði hrísinu.” Menn hafa væntanlega þurft að fá sér eitthvað stemniandí eftir þessa páskaeggjaorgiu. Krummi ... sér aö Sunnlendingar eiga að fá stálbræðslu, sykur- verksmiöju og álver I skaðabætur ef Norð- lendingar hrifsa frá þeim steinullarverksmiðjuna. Verða það ekki bara að teljast sæmileg skipti... VARA HLUTHl Mikið úrval Sendum um land allt. Kaupum nýlega Opið virka daga bíla til niðurrifs ®19 ,^augar Slmi (91) 7- 75-51, <H1) 7-80-30. daga 1016 HEDP HF. SkeKopavVoeg,Í 20 HEDD HF, ■ Sigurjón Guðnason verkstjóri fylgist meö þegar 1400 stiga heitt járniö rennur úr ofninum I deigluna. (Tlmamynd Róbert). POTTJARNIÐ HELDIIR SfNU GAMIA GILDI Litið vid í Járnsteypunni í Ánanaustum ■ Það var nóg um eld og eimyrju i Járnsteypunni i Ananaustum i gær, enda veriö að steypa af krafti, en þarna eru framleiddar ristar i göturennur, lok á klóak- brunna og tengibrunna fyrir heitaveitur um allt land. Þá má ne&ia brunahanana fyrir slökkvi- liöið, gálgarúllur I togara og loks skot fyrir hvalveiðiskipin svo fá dæmi séu nefnd. Ailir þessir hlut- ir eru gerðir úr steypujárni, (pottjárni) sem enn heldur sinu gamla gildi til ýmissa nota, og sem ekkert kemur i staðinn fyrir. „Fyrirtækið er stofnað 1905 og hefur veriö á þessum stað og á gatnamótum Ægisgötu og Tryggvagötu,” segir Sigurjón Guönason, verkstjóri, þegar við hittum hann aö máli. „Hér i Ananaustum hefur Járnsteypan verið til húsa frá þvi 1941 að mig minnir. Hér starfa 12-15 manns á vetrum og þó nokkru fleiri á sumrin. Nei, nema höfum við enga hér, þótt málmsteypa sé sérstök iðn. Sjálfur fór ég að læra þetta 1934 og lærði hjá þessu fyrirtæki og hjá „De Forenede Jernstöberier” i Fredriksværk á Sjálandi. Þaðan kom ég rétt fyrir striöið heim, 1939. 1 Danmörku voru smiðuð ketilelement og pott- ar og fariðaðsmiöa blokkir i bila. 1 þessari iön hafa verið margir mætir menn hérlendis, en ég nefni þó einkum Arna Jónsson, sem var við málmsteypu frá 1906 til 1973 eða 67 ár. Hann var hér verkstjóri, frá 1910 til ársins 1957. „Það er svonefndur kúpulofn, sem við notum hérna. Hann er kokskyntur og er viðast notaður viö járnsteypu enn þann dag i dag, þótt rafmagnsofnar séu farnir að koma i staðinn. 1 ofnin- um hérna höfum við brætt allt að ellefu tonnum sama daginn, en hann bræðir 2.7 tonn á klukku- stund og er járnið um 1400 stiga heitt, þegar það kemur úr ofnin- um. Hráefnið er auðvitað pottjárn og svo innflutt hrájárn. Einnig bræðum viö hérna nokkuð af kopar eða koparblöndu, sem við höfum lengst af kallað eir á Islandi. Það eru einkum hlutir i fóðringar. Það má geta þess að hér áður á tiö voru menn með nokkra málmbræðslu i smiðjum heirna við bæi og steyptu istöð og ýmsa minni hluti. Við steypuna eru notaðir móta- kassar, sem mótin eru lögð i. Sföan eru þau fyllt af sandi, sem þjappaðer utanaö mótunum. Það er mikil nákvæmnisvinna að smiða mótin, sem eru gerð úr tré og þau eru framleidd á okkar eig- in mótaverkstæði. Mest eru þetta sömu hlutirnir, en sifellt bætist eitthvað nýtt viö og mótin skipta nú þúsundum. Þótt efni kunni að vera til sem þola þennan mikla hita hefur sandurinn samt þann kost auk hitaþolsins að vera eftir- gefanlegur, en væri fast efni not- að i hans staö mundi hluturinn springa. Þvi er hann stöðugt i fullu gildi, þótt miklar framfarir hafi orðið i málmsteypu erlendis meö aukinni vélvæðingu. vélvæðingu. —AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.