Tíminn - 02.04.1982, Page 1

Tíminn - 02.04.1982, Page 1
og dagskrá ríkisf jölmiðlanna 3/4 til 9/4 "82 ■ Frá uppfærslu tslensku óperunnar á Sfgaunabaróninum W . t1 | \ ' 4 1 Hb í 1 1W ,Slegist um miðana’’ segir Garðar Cortes um aðsóknina að Sígaunabaróninum ■ „betta hefur gengið betur en flestir þorðu að vona, en ég átti alltaf von á að Sigaunabaróninn myndi ganga vel,” sagði Garðar Cortes, óperusöngvari, þegar Timinn spurði hann um gengi Islensku óperunnar. „Mig minnir að það verði sýningar niímer 36 og 37 sem.verða nú um helgina,” sagði Garðar „og enn hefur alltaf verið fullt og það virðist ekkert lát á aösókninni. Meðan aðsóknin er þá höldum við áfram og mér sýnist allt benda til að við getum haft fleiri en fimmtiu sýningar, en fimmtiu sýningar er það sem við þurfum til að uppfærslan borgi sig.” — Nú er Sigaunabaróninn létt og skemmtileg ópera, nokkurs- konar óperetta. Attu von á að þyngri stykki fái jafngóöa aö- sókn? „Já ef óperan verður eins þekkt og vinsæl þá sé ég ekkert þvi til fyrirstöðu,” svaraði Garðar. — Hafiði ákveðið hvað verður sett upp næst? „Nei, ekki er þaö nú alveg. En það eru náttúrulega ýmsar hug- myndir á lofti en að svo komnu borgar sig ekki að tala um þær. Við höfum að sjálfsögðu viðrað þær hugmyndir sem okkur fyrst og fremst langar til að koma á framfæri en ef það tekst ekki þá er hætt við að yfirlýsingar valdi vonbrigðum i okkar hópi.” Þrjár i gangi — Hvenær verður næsta stykki sett upp? „Ja, það er von til þess að það verði i vor og siðan aftur snemma næsta haust.” —En þá er ekki seinna vænna að ákveða sig? „Já það er alveg rétt, enda reikna ég með að við tökum á- kvörðun á næstu dögum.” — Stefnið þið að þvi að hufa fleiri en eina uppfærslu i gangi i einu? „Já, það er draumurinn að hafa a.m.k. þrjár uppfærslur i gangi i einu. bá þurfum við ekki að sýna hvert stykki fimmtiu sinnum. Við getum kannski sýnt eina óperettu 15 til 20 sinnum til að byrja með siðan hvilt okkur um stund og tekið hana til sýninga aftur og haft þá aðrar tiu til tuttugu sýningar. bannig ætlum við okkur að hafa stöðugt eitthvað i gangi.” — Nú rekiö þiö Gamla bió? „Já og það kemur sér mjög vel að reka það samhliöa óper- unni. Með þvi losnum viö við að taka peninga af tekjum óper- unnar til reksturs hússins. bað er aldrei gróði á óperum, en kvikmyndasýningarnar borga sig, þær borga gjöldin af húsinu og reka eiginlega húsið.” — Hvað kostar ein óperu- sýning? „Ég er nú ekki með það alveg i kollinum. En það er ansi drjúgt enda margir sem vinna við þetta. baðmega ekki vera mörg auð sæti i húsinu til að tap verði á sýningum. Enda neyðumst við til að hætta sýningum á hverju einstöku stykki um leið og að- sóknin fer að dvina.” — bú ert þá jafn bjartsýnn og i upphafi? „Já móttökurnar sem við höf- um fengið hafa virkað mjög hvetjandi. Ahugi fólks, hvort sem er i Reykjavik eða úti á landi, hefur verið með eindæm- um. bað er slegist um miðana, hópar af fólki koma utan af landi. betta sýnir það að það var virkilega þörf á þvi að setja á stofn islenska óperu,” sagði Garðar. —Sjó . ■ Garðar Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir i hlutverkum sin- um. ÞÚ byrö vel og ódyrt hjá okkur .«Horaúi> =ik—i □ n Þeir sem hafa hug á ad koma upplýsingum á framfæri í TTHelgar- pakkanuirT’ þurfa ad hafa samband við blaðið fyrri hluta viku og alls ekki sídar en á miðvikudegi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.