Tíminn - 03.04.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.04.1982, Blaðsíða 2
Laugardagur 3. april 1982 2 í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. ■ Ungir sem aidnir dansa „Fugladans- Hans heilagleiki á hjólaskautum ■ Hafið þið séð prest á hjólaskaut- um? Nei/ líklegast ekki, en það sjá ibúarnir í smáborginni Venice i Kali- forniu daglega, því að presturinn þar ferðast um sóknina á rúlluskautum við að boða fagnaðarerindið. Sóknarbörnin virðast nokkuð undr- andi yfir ferðamáta sóknarprestsins. Blanco spangóladi mínútu of snemma ■ A hverjum morgni rekur hann Blanco, hringjarahundur, upp stór- kostlegt spangól þegar klukkan á dóm- kirkjuturninum i Lima í Perú slær níu. En daginn, sem þessi mynd var tekin, var Blanco aðeins á undan tímanum, hann spangólaði einni minútu fyrir níu. ■ Undanfarna mánuði hefur hálfgildingsæði gengiö yfir Evrópu. Er hér átt við „Fugladans- inn", sem tslendingum er að góðu kunnur. En það eru ekki bara lslending- ar, sem hafa falliö fyrir honum. Hvar sem komiö er I Evrópu, þar sem ein- hver hátiöahiild fara fram, hljómar þetta kunnuglega lag I eyrum og allir, jafnt ungir sem aldnir, fá i sig fiðring og taka þátt I dansinum af lifi og sál, þ.e.a.s. allir, nema sjálfur höfundur- inn. Hann veröur að láta sér nægja að horfa á. Hann er draghaltur á öðr- um fæti. Werner Thomas er 52 ára gamall Svisslending- ur, sem rekur veitingahús i heimaþorpi sinu. Er sagt aö hann sé svo laginn gestgjafi, að hann geti lcsiö úr augnaráði viö- skiptavina sinna óskir þeirra. Hann er ágætis kokkur og gengur sjálfur um beina á veitingahús- inu. t ofanálag skemmtir hann gestum sinum með harmónikuleik. Honum til aðstoðar eru kona hans, Maria, og 2 börn þeirra hjóna, dóttirin Nathalie, 10 ára, og sonurinn Mar- cel, 14 ára. Þegar Werner Thomas var fjögurra ára, varð hann fyrir slysi. Hann var úti að hjóla, þegar hundur hljóp I veg fyrir hann, með þeim afleiðingum að hann hentist af hjólinu og skaddaðist á hægra fæti. Með timanum greri sárið, en þá var Werner búinn að fá berkla I fótinn. 13 mánuöum seinna var hann útskrifaður sem læknaður af berklunum, en þá var fóturinn lamað- ur. Þrátt fyrir lömunina, hélt Werner sinni glöðu og léttu lund og ekki sfst létti tónlistin honum Ilfið. Hann náði góðum tökum á harmónfkunni og samdi af fingrum fram. En ekk- ert laga hans hefur náð þvilikum vinsældum sem „Fugladansinn.” Ekki hcfur Werner hug- mynd um i hve mörgum eintökum upptökur að „Fugladansinum” hafa selst. Hann hefur þó veitt viötöku „gullplötu” frá Belgíu, en þar átti æðiö upptök sin. Nú er Werner orðinn margfaldur milljónamæringur. Ekki hefur hann þó breytt lifnaðarháttum sinum hiö minnsta. Eina ósk á hann samt. Hann hefur hugsaö sér að kaupa þriggja her- bergja íbúö i Davos. — Það er nógu stórt pláss fyrir okkur. Það kemur jú að þvi, að börnin fara að heiman. En það er svo fallegt I Davos, segir hann. Werner hefur fengið „gullplötu" fyrir „Fugla- dansinn” ■ Fyrir framan veit- ingahús fjölskyldunnar. Werner leikur á harmó- niku og Nathalie dóttir hans dansar fyrir gesti. ■ Lynne á leið til Los Angeles I loðfeldinum Loð- feld- urinn hennar Lynne ■ Lynne Frederick (áð- ur gift Peter Sellers sál- uga) vakti geysilega at- hygli á flugstöðinni i Heathrow í Englandi I nýja loðfeldinum sinum. Lynne var þar á ferð með núverandi eiginmanni sinum, David Frost sjón- varpsmanni. Þau komu í sömu flugvél til Heath- row, en þar skildust leið- ir, því að Lynne fór I þess- um sérkennilega feldi upp i flugvél til Los Angeles að semja um að leika i nýrri kvikmynd, en Frost fór i Concorde-þotu til New York, til þess að eiga i viðskiptaviðræðum um nýjan sjónvarpsþátt, sem kalla á Onward Christian Soldiers (Afram, Krists- menn, krossmenn)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.