Tíminn - 03.04.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.04.1982, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. apríl 1982 erlent yfirlit! bridge ■ Jenkins f HiUhead Thatcher tók vel ósigrinum Healey boðaði sókn gegn Trotskyistum ■ MARGARET Thatcher lét sér ekki neitt bregða þegar hún frétti þau úrslit að Roy Jenkins hefði sigrað i aukakosningunni til brezka þingsins i Hillhead i Glas- gow fyrra fimmtudag (25. marz). Þetta kom mér ekki á óvart, sagði hún, þvi að stjórnarflokkur- inn má alltaf búast við áföllum i 'aukakosningum, þegar erfiðlega gengur. En þetta á eftir að breytast bætti hún við með sigurbrosi. Efnahagsbatinn er alveg á næsta leiti. Þá snýst þetta við. Biðið bara og sjáið. Viðbrögðin urðu ekki alveg eins hjá Verkamannaflokknum. Denis Healey varaformaður flokksins notaði tækifærið til að herða bar- áttuna gegn Trotskyistunum i Verkamannaflokknum. Hann hélt þvi hiklaust fram að gera ætti þá brottræka. Trotskyistar hafa hreiðrað um sig i ýmsum kjördæmafélögum Verkamannaflokksins. Fyrir nokkru var einn þeirra, Pat Wall, valinn til framboðs fyrir flokkinn i Bradford. Við það tækifæri lét hann hafa eftir sér ummæli þar sem hann lýsti fylgi sinu við byltingu. Roy Jenkins notaði þessi ummæli óspart i kosninga- baráttunni i Hillhead. Á vegum Ðokksstjórnar Verka- mannaflokksins er nú unnið að skýrslugerð um starfsemi Trotskyista innan kjördæma- félaganna. Henni á að vera lokið i júni og mun flokkstjórnin þá taka hana til meðferðar. Bæði Healey og Foot, formaður flokksins munu beita sér fyrir þvi að Trotskyistar verði reknir úr flokknum. Tony Benn hefur hins vegar boðað að hann muni beita sér gegn þvi. Það má þvi búast við harðri deilu i' Verkamannaflokkn- um um Trotskyistana. UM SKEIÐ voru horfur þær i kosningabaráttunni iHillhead, að Roy Jenkins sem var fram- bjóðandi kosningabandalags flokks sósialdemókrata og Frjálslynda flokksins myndi biða ósigur og þar með yrði stjórn- málaferli hans lokið. Þegar fáir dagar voru eftir, tók Jenkins að vinna á. Þeir kjósendur sem höfðu lýst sig óákveðna snerust á sveif með honum. Orslitin urðu þau að hann náði kosningu. Hann hlaut 33.4% greiddra atkvæða en i' kosningun- um 1979 fékk Frjálslyndi flokkur- inn 14.4% greiddra atkvæða. Miöað við úrslitin þá er talið að Jenkins hafi fengið 16.7% af fylgi Ihaldsflokksins og 13.7% af fylgi Verkamannaflokksins. Frambjóðandi íhaldsflokksins fékk nú 28.6% greiddra atkvæða i stað 41% i kosningunum 1979. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins fékk 25.9% greiddra at- kvæða i stað 34.4% árið 1979 Frambjóðandi skozkra Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar mestra vinsælda hjá frjálslynd- um. Samvinna Jenkins og Davids Steel, formanns Frjálslynda flokksins, er sögð með miklum ágætum. Það er mikill styrkur fyrir bandalagið, að þeir Roy Jenkins og David Steel virðast nú verða þéir stjórnmálamenn Breta, sem eru i mestu áliti. Framundan eru nú aukakosn- ingar i tveimur kjördæmum i Bretlandi, en kosningadagar hafa enn ekki verið ákveðnir. í öðru þessara kjördæma, Beaconsfield, hefur Ihaldsflokk- urinn haft öruggan meirihluta. Samkvæmt reglum kosninga- bandalagsins verður frambjóð- andi þess þar valinn af Frjáls- lynda flokknum. Liklegast þykir, að Ihaldsflokkurinn haldi Beaconsfield, enda yrði það mik- ill ósigur fyrir hann að tapa þvi. 1 hinu kjördæminu, Merton and Morden, er kosið vegna þess, að þingmaður þess hefur yfirgefið Verkamannaflokkinn og gengið i flokk sósialdemókrata. Hann hef- ur þvi talið rétt að segja af sér og sækja um endurkosningu. ■ Jenkins og Steel þjóðernissinna bætti aðeins at- kvæðatölu þeirra,en miklu minna en horfur voru á um skeið. Eins og greint er frá hér á und- an vann Jenkins fylgi frá báðum aðalflokkunum, þó öllu meira frá Ihaldsflokknum. Þrátt fyrir það er Verkamannaflokknum nú tal- inn stafa meiri hætta frá sósialdemókrötum en Ihalds- flokknum. Þessu valda einkum átökin i flokknum. Einkum má búast við þvi að sósialdemókratar vinni verulegt fylgi frá Verka- mannaflokknum, ef stefna Benns verður ofan á. SIGUR Jenkins var ekki aðeins mikilvægur fyrir hann persónu- lega, en talið er að hann hafi með sigrinum tryggt sér sæti sem aðalleiðtogi sósialdemókrata. Fyrir kosningabandalagið var sigur Jenkins einnig mikilvægur. Samkvæmt skoðanakönnunum var fylgi þess minnkandi. Liklegt þykir nú, að það rétti við aftur. Leiðtogar Frjálslynda flokksins fögnuðu sigri Jenkins alveg sér- staklega. Hann er sá leiðtogi sósialdemókrata, sem nýtur Portoroz-mótið í dag ■ Undanúrslit Islandsmótsins i sveitakeppni voru spiluð á Hótel Loftleiðum um siðustu helgi, svo og i Iðnskólanum á Akureyri. Fyrirkomulagið var þannig, að sex sveitir spiluðu i fjórum riðlum og komust tvær efstu sveitirnar áfram i sjálf úrslitin, sem spiluð verða núna um páskana. Úr A-riðli komust Sævar Þorbjarnarson og Eirikur Eiriksson, Akra- nesi. Úr B-riðli Asmundur Pálsson og Gestur Jónsson. Úr C-riðli Stefán Ragnarsson, Akureyri og Þorarinn Sigþórs- son. Úr D-riðli örn Arnþórs- sonog Steinberg Rikharðsson. Allar sveitirnar eru úr Reykjavik nema annað sé tekið fram. Athygli vaktisigur Stefáns á Akureyri, en i þeim riðli voru m.a. hinar sterku sveitir SigurðarB. Þorsteinssonar og Aðalsteins Jörgensens. Þá komust ekki heldur núverandi Islandsmeistarar áfram i D- riðli, þ.e. sveit Egils Guðjohn- sens. SveitÁrmanns sigraði i Kópavogi Sveit Armanns J. Lárussonar sigraði Kópavogs- mótið, sem lauk s.l. fimmtu- dagskvöld i Þinghóli i Kópa- vogi. Sveitin var i raun búin að sigra mótið fyrir siðustu umferð. I sigursveitinni eru auk Armanns þeir Ragnar Björnsson, Sígurður Vil- hjálmsson, Vilhjálmur Sigurðssonog Sturla Geirsson. Annars varð röð efstu sveita sem hér segir: 1. Armann J. Lárusson 154 2. Aðalsteinn Jörensen 150 3. Ómar Jónsson 140 4. ÞórirSigursteinss. 120 5. Sævin Bjarnason 118 Næst verður spilað fimmtu- daginn 15. april eins kvölda tvimenningur, en ekki hefur enn verið afráðið hvað taki við að honum loknum. Keppnisstjóri i BK mótinu var Sigurjón Tryggvason. Breiðholt S.l. þriðjudag var spilaður eins kvölda tvimenningur hiá félaginu og var spilað i tveim- ur tiu para riðlum. Úrslit urðu: A-riðilI: 1. Halldór — Þórarinn 118 2. Helgi — Alison 116 3. Guðlaugur — Þorsteinn 115 B-riöiIl: 1. Bergur —Sigfús 133 2. Helgi — Hafsteinn 132 3. Anton — Friðjón 131 Meðalskor var 108. N.k. þriðjudag verður spilaður páskarúbertubridge og eru peningaverðlaun i boði, en eftir páska verður aftur eins kvölda tvimenningur á dagskrá. Spilað er i húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54 og hefst spilamennskan kl. hálf átta stundvislega. Portoroz-mót i dag I dag kl. 13 hefst Portoroz mótið, sem Samvinnuferðir og Bridgesambandið standa fyrir. Spilaö verður i Félags- heimili Stúdenta Barómeter- tvimenningur, 13 umferðir með 3 spilum milli para. Keppnisgjaldið er 300 kr. á par, en I boði eru vegleg verð- laun: 1. Ferðir og uppihald i viku á bridgemótið i Portoroz 26.—30. mai 1982 fyrir 2. 2. Flugfar fyrir 2 til Toronto. 3. Ferðaúttekt fyrir kr. 5000. Þá vill þátturinn minna les- endur á, að Samvinnuferðir- Landsýn munu i samvinnu við Bridgesamband Islands efna til hópferðar á alþjóðlega bridgemótið i Portoroz, dag- ana 26.—30. mai næstkomandi. Portoroz ereinn þekktasti sól- baðstaður Evrópu svo spilarar geta fengið á sig smá lit milli spila. Hægt verður að dveljast á staðnum i eina eða tvær vikur eftir mót ef óskað er. Agóði af þessari ferð mun renna til landsliðs yngri spilara i bridge en Evrópumót þess aldurshóps fer fram á Italiu seinna i sumar. BR Sveitakeppni með stuttum leikjum lauk hjá Bridgefélagi Reykjavikur s.l. miðvikudag. Sveit Sigurðar B. Þorsteins- sonar, sem tók forystu fyrsta kvöldið, hélt henni til loka mótsins og sigraði með nokkrum yfirburðum. Auk Sigurðar spiluðu i sveitinni þeir Helgi Sigurðsson, Gisli Hafliðason, Gylfi Baldursson, Björn Eysteinsson og Guð- brandur Sigurbergsson. Röð og árangur efstu sveita varð þessi: Sigurður B. Þorteinss . 209 Karl Sigurhjartarson 171 Armann J. Lárusson 153 ■ Simon Simonarson 148 Jakob R. Möller 137 Þórarinn Sigþórsson 135 BragiHauksson 129 Björn Halldórsson 126 Næstkomandi miðvikudag verður ekki spilað hjá félag- inu, en 14. april hefst þriggja kvölda einmenningskeppni, sem lýkur 5. mai. Keppt verður um farandgrip, sem er gjöf frá Bridgefélagi kvenna. Eru B.R. félagar og aðrir hvattir til að fjölmenna. Félagið óskar spilurum og öðrum velunnurum félagsins gleðilegra páska. TBK 1 fyrrakvöld hófst fjögurra - kvölda tvimenningskeppni hjá félaginu sem er þó með þvi sniði, að hvert kvöld er sjálf- stætt. Veitt eru peningaverð- laun bæði fyrir hvert kvöld og bestan samanlagðan árangur öll kvöldin. Forystuna hafa nú Ingólfur Böðvarsson og Sigfús Orn Arnason, sem sigruðu B- riðilinn með 63,7% skori. Annars urðu úrslit: A-riöill (14 pör): 1. Sigurður B. Þorsteinss. — Þórður Harðarson 186 2. Jón S. Gunnlaugss. — Gestur Jónsson 179 3. Geirarður Geirarðss. — Sigfús Sigurhj. 176 4. Jakob Möller — ÞorgeirEyjólfsson 174 B-riðill (8 pör): 1. Ingólfur Böðvarsson — Sigfús örn Arnarson 107 2. Gunnlaugur Óskarss. — HelgiEinarsson 99 3. Georg Sverrisson — Kristján Blöndal 97 4. Óskar Karlsson — Steingr. Steingrimss. 95 Næst verður spilað fimmtu- daginn 15. april. Magnús Ólafsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.