Tíminn - 03.04.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.04.1982, Blaðsíða 12
Laugardagur 3. april 1982 12 I Ertu að byggja? Viltu breyta? Þarftu að bæta? | > < m JJ > < m JO > < m jj > < m jj dPUTAVER AUGLYSIR Teppi Nylon-Akríl-Filtteppi. Akríl+ Ull-Ullarteppi. Stök teppi-Mottur-Baöteppi Gólfdreglar-Baðmottusett Gólfdúkar Ný þjónusta Sérpöntum: Ullar-Akríl-Nylon teppi Líttu við i Litaver því það hefur ávallt borgað sig > < m jj I LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER OPIÐ: Til kl. 7 á föstudögum. Grensásveq 18 Til hádegis á laugardögum. Hreyf||shúsinu82444 > < m jj 2 < m jj > < m jj > < m jj m jj i Það hefur varíafariðjramhjá neinum aðpaðeruað koma. páskar. Að minnsta kosti höfwn við hjá Nóa og 5iríu5 e&ki aídeihs gleymt því. Undanfama daga fwfum við unnið dag og nótt við að búatdpáskaegg. Nóapáskaeggin eru auðvitað íandspéhfyhr íöngu, afpví að pau eru svo góð, en okkurjmnst rétt að minna sérstaídega á pau núna ekki síst vegna pess aðjramboð á erkendu soágaöx hefur aídrá verið meira hér á (andi. En eggin hans Nóa eru ekki bara ísiensk, - pau eru Cíka ánstakíega gómscá. menningarmál —t . Norræna-Húsinu NORRÆNA HÚSIÐ Hjörleifur Sigurbsson og Snorri Sveinn Friöriksson. Myndlistarsýning. Rúmlega 60 myndir 20. mars — 4. april Opiö á venjulegum timum. Hjörleifur Sigurösson, málari Voriö mun nú vera komiö, brátt fyrir úfinn sjó og landlegu i verstöövum sunnanlands, út- synning og kalt regn. Þaö var þvi gott aö taka hús á þeim Hjörleifi Sigurössyni og Snorra Sveini Friörikssyni i Norræna húsinu, en r sýna þeir saman myndir. Og tt allar árstiöirnar séu þar upp á vegg, breytir þaö i rauninni engu. Góö og vönduö sýning ber alltaf meö sér betri tiö, og maöur kemst i betra skap. Hjörleifur Sigurösson (1925) hefur um árabil veriö einn mikil- virkasti menningarmaöur i myndlistum hér á landi. Hann stundaöi myndlistar og listasögu- nám I Stokkhólmi, Paris og Osló á árunum 1946—1952. En kom siöan hingaö til lands og byrjaöi aö mála hér, en ritaöi aukin heldur um myndlist, einkum i menn- ingarblaöiö Birting og i dagblaöiö Visi. Varö hann fljótlega þjóö- kunnur myndlistarmaöur og á hann hlóöust ýmis störf, er hindr- uöu i rauninni allt málverk. Hann varö forstööumaöur Listasafns ASÍ 1974 og gegndi þvi starfi til ársins 1979 og formaöur mynd- listarmanna FIM var hann á árunum 1974—1979, en þá fluttist hann til Noregs ásamt konu sinni Else Mie, sem einnig kom viö menningarsöguna hér á sama tima. Hjörleifur Sigurösson hefur siöan gefiö sig einvöröumgu að myndlist, eftir aö hafa stundað blandaöan búskap i listinni, ef svo má oröa þaö, f aldarfjóröung, eöa svo. Er hann búsettur i grennd viö Drammen, málar þar og hér heima, en einnig á öörum stööum i Noregi. Hjörleifur hefur tekiö þátt i fjölda sýninga. Haldiö einkasýn- ingar og hann hefur sýnt meö öörum og seinast sýndi hann I FlM-salnum áriö 1980, en þá var hann orðinn frjáls maöur af ööru en málverki. A þeirri sýningu, greindi maöur ef til vill fyrst þá hluti, sem koma svo bersýnilega i ljós á þessari sýningu. Einhverja nýja stefnu, er mætti lýsa á þann hátt, að menn eigi aö leyfa efninu að vinna, vatnslitnum og oliunni. Menn eiga aö mála umhverfi sitt, en ekki gjöra um þaö nákvæmar skýrslur, heldur sé markmiöiö fyrst og fremst aö mála mynd og þá tilfinningu sem blönduð er á staðnum. Myndin á sumsé aö vera mál- verk og sú landafræöi, sem ekki er skráö i bækur. Eftir á aö hyggja, þá er þó ljóst, aö þessi tækni, er Hjörleifur nú notar, hefur fylgt honum enn lengur og má vitna til sýningar i Hamragörðum, sem hann hélt fyrir nokkrum árum. Og sem merkara er, aö þessar myndir eru einnig i miklu samhengi viö þaö fyrsta, sem Hjörleifur sýndi eftir heimkomuna 1952. Þær hafa þessa sellótóna, sem berast mynd úr mynd. En hvað um baö. Vinnu- friöurinn hefur greinilega haft góö áhrif. Þaö er örðugt aö benda á einstaka mynd eöa myndir, eöa skipta verkum Hjörleifs i vond og góö. Myndirnar eru, eða virðast vera mjög jafnar af gæöum. Viö- fangsefni má ráöa af nöfnum: Himintindar, Lófótsvita hin minni, Við Reykjavikursund, Vesturfjöröur, Sumarveggur og Frá Tranby, en siöasttalda myndin þótti mér best, ásamt mynd sem á var rauöur draugur. Efnin sem Hjörleifur notar eru athyglisverö. Hann notar kin- verskan pappir, er hann kynntist i för til Kina. Hann gefur nýja möguleika, þótt hann sé vist erf- iður mótherji i málverki, aö sömu leyti, aö sögn þeirra er til þekkja. En nái menn réttu taki, þá er hann hiö ákjósanlegasta efni til aö mála á myndir. Og þvi marki hefur Hjörleifur greinilega náð. Hann hefur náö árangri. Snorri Sveinn Friðriksson Snorri Sveinn Friöriksson (1934) er frá Sauöárkróki, en marga málara hefur landiö fengiö úr Skagafiröi. Hann nam viö Myndlistarskólann i Reykjavik en stundaöi siöan framhaldsnám i Stokkhólmi. Snorri Sveinn hélt sina fyrstu einkasýningu áriö 1964, eöa fyrir rúmlega 20 árum. Svona hratt hefur timinn farið. Snorri Sveinn hefur viöa komiö viö i myndlistinni. Hefur sýnt, ýmist einn, eöa meö öörum, og hann hefur gjört miklar veggskreytingar á opinberar byggingar i samvinnu viö arki- tekta. Einnig hefur hann gjört leikmyndir fyrir Þjóöleikhúsiö. Snorri Sveinn hefur unniö viö Sjónvarpiö síöan áriö 1969 og veit- ir nú forstööu leikmyndadeild bess. Þaö er ávalt rik tilhneiging til þess hjá fólki, að pakka lista- mönnum i sérstaka böggla, er þeir svo eiga aö bera allt sitt lif. — Meö þeim hætti hefur Snorri Sveinn orðiö að einskonar kolamanni þjóöarinnar, þvi hann er orðinn svo þekktur fyrir kol- teikningar sinar. Þær skipa þannig að þessu sinni verulegan sess á sýningu hans i Norræna-húsinu, Þó hefur nú komið upp ný staða, sem sé stór oliumálverk, sem koma á óvart. 1 þeim þykjast menn nú greina áhrif frá sjónvarpinu. Leiöslu- flækjum i lofti, búnaöi og köstur- um, sem hanga eins og púkar á fjósbita. Þaö er öröugt að meta þessar nýju oliumyndir. 1 þær vantar þó tærleika. Jaðrateikningin er svört og sótug, en bjartir litir koma inn i milli. Maður hefur þvi ástæður til þess að ætla aö þarna sé Snorri Sveinn á einhverjum nýjum áningarstaö i sinni myndlist. Aö eitthvaö nýtt sé i mótun, en árangurinn muni skila sér siöar. Besta oliumyndin fannst mér vera Óvissa (1981), en myndirnar eru allar málaöar á allra seinustu árum. Kolteikningar Snorra Sveins eru á hinn bóginn hreinasta af- bragö. Hann hefur fundið þar nýjan farveg, án þess þó aö glata nokkru af þvi góöa úr fyrri verk- um. Nokkur skyldleiki er milli allra mynda, eöa flestra myndanna. Hringform, sem snúast um turna og torg og veðra- gný. Samt eru myndirnar fáoröar og einfaldar i allri gerö, og þ^r vantar engan herslumun. Sýning þeirra félaga hefur annars góöan svip og heillegan, og ef til vill ættu fleiri mynd- listarmenn að kanna þann mögu- leika aö halda ekki aöeins einka- sýningar og taka þátt i samsýn- ingum fjölda mann. Tveggja manna sýningar, geta veriö tveggja bakka veöur, en þær geta lika tekist vel, eins og þessi sýning i Norræna húsinu. Sýningunni lýkur 4. april. Jónas Guömundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.