Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 04.04.1982, Blaðsíða 22
22__________________ heimsmeistarar í skák Sunnudagur 4. aprll 1982 Morphy — Fyrsti snillingurinn ® Paul Morphy er áreiðanlega einhver mesti snillingur skák- listarinnar og hafði ómetanleg áhrif á þ-óun hennar. Ganga sumir svo langt að fullyrða að án hans væri skákin ekki það sem hún er i dag. Morphy fæddist i New Orleans i Bandarikjunum þann 22an júni 1837, sonur auð- ugra kreóla. Faðir hans var vel metinn lögfræðingur, móðir hans lagði stund á tónlist. Faðirinn Alonzo hafði gaman af að tefla og með þvi að horfa á hann og Ern- est frænda að tafli lærði drengur- inn mannganginn. Brátt var hann oröinn þeim báðum fremri og rúmlega tiu ára hafði hann skotið öflugasta skákmanni New Or- leans, Eugene Rousseau að nafni ref fyrir rass. Því var honum boðið að tefla við Johann Löwenthal, hinn fræga ungverska skákmeistara er sá siðarnefndi kom i heimsókn til borgarinnar árið 1850. Tefldu þeir þrjár skákir og vann Morphy tvær en ein varö jafntefli. Löwenthal var um þess- ar mundir i hópi sterkustu skák- manna heims. Morphy hóf nána i „college” eöa menntaskóla i'desember 1850 og sagði vinur hans siðar að hann hefði aldrei minnst á skák aö fyrrabragði, og ekki að sér vitan- lega hugsað um fyrirbærið. Ekk- ert hafði Morphy þó á móti þvi aö tefla og var þegar farinn að vekja athygli fyrir frábæra rökvisi i skákum sinum. En áhugamálin voru fleiri, leikfist þar á meðal og hann þótti afburða námsmaður. Arið 1857 útskrifaðist hann úr lagadeild Louisiana háskóla en var ekki leyft að leggja stund á fagiö fyrr en hann yrði lögráöa. Það sama ár hafði Willard Fiske sem Islendingum er að góðu kunnur, fengið þá hugmynd að halda skákþing Bandarikj- anna. Honum tókst að venju, að afla fylgis við hugmyndir sinar og i októiber hófst mótið i New York. Morphy haföi verið boðið til þátt- töku en hafnað i' fyrstu en lét að lokum undan miklum þrýstingi Fiskes og fleiri skákunnenda sem vissu hvilíkt efni bjó i þessum unga manni. Skipulag mótsins var hiö sama og i London 1851, keppt var meö útsláttarfyrirkomulagi og háö stutt einvigi þar sem sá vann sem fyrr sigraöi i þremur skákum, jafntefli töldust ekki með. Morphy veittist létt að sigra alla andstæðinga sina i undanúrslit- unum og tefldi að lokum einvigi við Paulsen um sigurinn á mótinu sá myndi sigra sem^fyrr ynni fimm skákir. Paulsen var sem kunnugt er geysisterkur skák- maður en eftir aðeins átta skákir hafði Morphy unniö og vakti einkanlega sjötta skákin mikla athygli. Þá fórnaði Morphy drottningu sinni fyrir biskup en fékk i staðinn þvingaða vinnings- leið. Sigur Morphys þótti sanna að hann stæði evrópskum skáksnill- ingum fyllilega á sporði og ákafir skákunnendur þar vestra þófu þegar aö skipuleggja einvigi hans og Stauntons sem Morphy sjálfur áleit sterkasta skákmann heims. Staunton tilkynnti að hann væri tilbúinn til að mæta Morphy ef keppt yrði í London og hann fengi nægan tima til undirbúnings. Morphy féllst á það og sigldi til Englands i mai-lok 1858. I Englandi vakti þessi ungi Bandarikjamaður undir eins mikla eftirtekt er hann byrjaði á þviað vinna hverja skákina á fæt- ur annarri gegn reyndum áhuga- mönnum en er hann skoraði Löwenthal á hólm bjuggust fáir við aö hann myndi sigra. Svo fór þó. Morphy vann niu skákir, tapaði þremur em tvær urðu jafn- tefli. Samhliða tefldi Morphy ein- vigi við séra Owen sterkan áhugameistara og þó Banda- rikjamaðurinn gæfi honum peð og leik i forgjöfvann Owen ekki skák en tapaði fimm og náði tvivegis jafntefli. t ágúst hófst skákmót i Birm- ingham og haföi Morphy upphaf- lega hugsaðsér að taka þátt i þvi en hætti við til að hann þyrfti ekki að mæta Stunton á skákboröinu áður en einvigi þeirra hæfist. Samningaviöræður stóðu þá yfir um einvigið en Staunton var tek- inn að færast undan, enda þóttist hann sjá aðhann stæðist Morphy ekki snúning. Til að valda ensk- um aðdáendum sinum ekki von- brigðum tilkynnti Morphy hins vegar að hann myndi tefla átta blindskákir i einu i Birmingham en áður höfðu aldrei verið tefldar fleiri en tvær blindskákir i einu. Andstæðingar hans voru allir prýðilega sterkir áhugamenn en Morphy lék þá grátt vann sex skákir og leyföi aðeins tvö jafn- tefli. Staunton hafði enn ekki gefið ákveiðið svar um einvigi svo Morphy brá sér nú til Parisar og hélt þegar til kaffihiíssins Café de la Regence þar sem skákin var i hávegum höfðog skákmeistarinn Harrwitz hafði aðsetur. Samið var um einvigi milli þeirra og skyldi sá teljast sigurvegari sem yrði fyrri til að vinna sjö skákir. Harrwitz vann tvær fyrstu skákirnarog fylltist sigurvissu en Morphy lét þaðekkert á sig fá og lýsti yfir aö Þjóðverjinn myndi ekki vinna fleiri skákir. Banda- rikjamaðurinn vann tvær næstu skákir og við skulum li'ta á þá siðari, fjóröu einvigisskákina. Morphy hefur hvitt. 1. e4-e5. 2. Rf3-d6 3. d4-exd4 4. Dxd4-Rc6 5. Bb5-Bd7 6. Bxc6(Hér taldi Staunton best aö leika 6. Ddl, en þessi leikur er ekki siðri.) 6. - Bxc6 7. Bg5-f6 8. Bh4-Rh6 9. Rc3-Dd7 10. 0-0-Be7. 11. Hadl-0-0 12. Dc4 + -Hf7, 13. Rd4 (13. e5 er ekkigóður leikur.) 13.-Rg4 14. h3- Re5 15. De2-g5 16. Bg3-Hg7 17. Rf5 (Hin sterka staða þessa riddara á eftir að ráða úrsiitum i skákinni.) 17. -Hg6 18. f4-gxf4 19. Hxf4-Kh8 20. Hh4-Bf8 21. Bxe5-fxe5 22. Hfl- De6 23. Itb5-Dg8 24. Hf2-a6 25. Rxc7-Hc8 26. Rd5-Bxd5 27. exd5- Ilc7(Svartur getur ekki leikið 27. -Dxd5, vegna 28. Hxh7+ og hann eristórhættu.) 28.c4-Be7 29. Hh5- De8 30. C5!!-Hxc5 31. Hxh7+!-Kxh7 32. Dh5 + -Kg8 33. Rxe7+-Kg7 34. Rf5+-Kg8 35. Rxd6 og svartur gafst upp. Morphy vann þessu næst fimmtu skákina og þá var Harr- witz svo illa brugðið aö hann lést vera sjúkur og bað um fri i 10 daga sem Morphy veitti góðfús- lega þó Harrwitz sýndi engin veikindamerki þar sem hann sat dag hvern á Regence og tefldi við ýmsa andstæðinga. Er þeir tóku til við sjöttu skákina var Morphy ekki seinn á sér að vinna hana og aftur bað Harrwitz um frest. Meðan Harrwitz var að ná sér eftir „veikindin” tefldi Morphy ööru sinni blindskákir við átta andstæðinga samtfmis. Það fór á sömu leið og i Birmingham hann vann sex skákir og gerði tvö jafn- tefli. t skák hans við H-Baucher kom þessi staða upp: Morphy, sem hefur hvitt, tefldi framhaldið á þessa leið: 1. Hf3-Bd7 2. Hh3-h6 3. Dd2-Kh7 4. I)xd7-Bd6 5. Hxh6+!-Kxh6 6. Hd3!-Kh5 7. Df7 + -g6. 8. Dh7 + - Kg4 9. Dh3 mát. Er Morphy skyldi mæta Harr- witz i sjöundu skákinni hafði hann fengið slæmt kvef og háan hita en lét það ekki aftra sér frá tafl- mennskunni. Harrwitz heimtaði nú að teflt yrði I einrúmi en það dugði honum ekki betur, Morphy haföi yfirspilað hann eftir öllum kúnstarinnar reglum er hann lék svo kjánalega af sér i' hitavellunni að hann hló upphátt að sjálfum sér. Skákin endaði með jafntefli. Nokkrir dagar liðu uns Harrwitz féllst á að tefla aftur og þá tapaði hann i fimmta sinn. Er Morphy néitaði aö veita lengri frest vegna „veikinda” Þjóöverjans tilkynnti Harrwitz aðhann væri hættur af heilsufarástæðum. Morphy ætlaði i fyrstu að neita að taka við verð- launum sinum en sneristhugur og sendi féð til Breslau til að Anders- sen gæti ferðast til Parisar og teflt við hann. Ljóst var nú að Staunton ætlaði sér ekki að tefla, þótt hann forðaðist að gefa ákveðið svar og Morphy hafði þá mestan áhuga á að sigra Anders- sen sem hvort sem er var áreiðanlega sterkari en Staunton á þessum tima. Annars var sem Morphy hefði um tima misst allan áhuga á skák eftir sigurinn gegn Harrwitz og stundaði sam- kvæmislifið i Paris af þvi meiri elju. Var hann vinsæll meðal aðalsins sem snobbaði óspart fyrir snillingnum. Er Anderssen komst loks til Parisar i desember 1858 ern þá var Morphy sjúkur en þyrsti i að tefla á nýjan leik. Viö höfum þeg- ar sagt frá þessu einvfgi Morphy vann yfirburðasigur, vann sjö skákir, tapaöi tveimur og tvær urðu jafntefli. Hann var nú óum- deilanlega sterkasti skákmaður heims og lýsti þvi yfir snemma árs 1859 að hann myndi ekki tefla fleiri einvigi nema gefa peð og leik í forgjöf. Undir slikum kringumstæðum vildu fáir öflugir meistarar tefla, sem skiljanlegt er. Undir vor 1859 sneri Morphy aftur til London og tefldi nokkuð af blindskákum og sýningarskák- um sem allar staöfestu menn 1 trúnni á snilli hans. Er til New York kom i mai' tefldi hann ein- vigi við Perrin sem var sterkur skákmeistari er lét sig hafa það að þiggja riddara i forgjöf. Ein- viginu lyktaði meðþvi að Morphy haföi unnið fimm skákir engri tapað en gert eitt jafntefli. James Thompson sem þótti m jög sterkur meistari tefldi einnig einvigi við Morphy og fékk riddara i forgjöf hann vann þrjár skákir en Morphy fimm og ein varð jafn- tefli. Löwenthal sem þekkti styrk Thompsons taldi þetta ótrúleg úr- slit. Bandarikjamenn kunnu vel að meta þennan landa sinn sem hafði lagt gamla heiminn að fót- um sér og var hann heiðraður á margan hátt, bæði af einstakling- um, félögum og borgum. Er hann komst loksins heim til New Or- leans hugðist hann einbeita sér að lögfræðistörfum, auk þess sem hann ritaði skákþátt i The Ledger en brátt fór það úrskeiðis. Borgarastyrjöldin i Bandarilcjun- um lék fjölskyldu hans illa og hann hélt til Parfsar þar sem hann dvaldi þar til striðinu lauk. Hann tefldi fáar raunverulegar kappskákir og var undir lokin komin i peningavandræði. Er hann ætlaði að opna mála- flutningsskrifstofu i New Orleans eftir striðið komst hann að því að menn höfðu aðeins áhuga á hon- um sem skákmeistara en ekki er vitað til þess að einn einasti hafi leitað til hans sem lögfræðings. Morphy var nú orðinn svo leiður á skákinni að hann tefldi varla nokkurn skapaðan hlut. Er gefa átti útbók með skákum hans neit- aði hann að tefla fleiri skákir til að bæta i bókina og því varð ekk- ert úr útgáfunni. Hann fór enn einu sinni til Parisar en þó haldið væri sterkt skákmót meðan á 15 mánaða dvöl hans þar stóð fór Morphy aldrei að horfa á né er vitað til þess að hann hafi teflt nokkra skák. Er hann héltaftur til New Orleans og gerði aðra tilraun til að opna lög- fræðistofu var sama uppi á ten- ingnum, hann fékk enga viðskiptavini en nóg af gestum sem vildu tala við hann um skák. Hann kvartaði mörgum árum siðar við Steinitz: „FiSk heldur að ég sé ekkert nema skákmaður og ég viti ekkert um lög”. Þessi vandræði leiddu til þess aö andlegu ástandi Morphys hrakaði.Hann fékk ofsöknarbrjá- læði og hagði sér mjög undarlega. Siöar virðist hann hafa náð sér að minnsta kosti sagði Steinitz, eftir aö hafa heimsótt hann árið 1883 að ekkert athugavert væri að sjá eða heyra á Morphy. Þvert á móti virtist hann ákaflega rökrænn og hraustur bæði til sálar og likama. Arið siðar I júli 1884, lést hann af slysförum, skrikaði fótur i bað- keri og rotaðistog komst ekki til meðvitundar og lét daginn eftir. Morphy hefur verið kallaður fyrsti stöðuskákmaðurinn. Hann lagði allt kapp á skjóta uppbygg- ingu og lét sig þá einu gilda þótt hann tapaði nokkru liði i' leiðinni. Jafnframt var innsæi hans þvilikt að fallegustu fléttur hans þykja enn i dag meðal hinna snilldar- legustu sem menn þekkja. Al- gerir yfirburðir hans yfir sam- tiðarmenn hans gerðu að verkum að hann missti áhuga á skák að- eins eru tíl rúmlega sjötiu skákir hans og flestar tefldar með for- gjöf en þær nægja til að tryggja hann i sessi sem einhvern áhrifa- mesta skákmeistara allra tima. S.S. Boden sem var einn af sterk- ustu skákmönnum Englands á tima Morphys sagði um hann: „Arásarstill hans er snilldar- legur, stundum jafnvel fifl- djarfur... og ótrúlegir hæfileikar hans fengu aldrei fulla útrás vegna þess að honum nægði að þroska þá að hluta til að leggja alla andstæðinga sina að velli”. Litum að lokum á stutta og fallega skák sem Morphy tefldi gegn Lichtenhein á fyrsta skák- þingi Ameriku, 1857. Hann hefur svart: 1 e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. d4-exd4 4. Bc4-Rf6 5. e5- d5 6. Bb5-Re4 7. Rxd-Bd7 8. Rxc6-Bxc6 9. Bd3- Bc5 10. Bxe4-Dh4 (Hótar heima- skitsmáti!!) n. De2-dxe4 12. Be3- Bg4 13. Dc4-Bxe3 14. g3-Dd8 15. fxe3-Ddl+ 16. Kf2-Df3+ 17. Kgl- Bh3 18. Dxc6+-Kf8 19. Dxa8+- Ke7 og hvitur gafst upp. I næstu viku segir frá fyrsta „opinbera” heimsmeistaranum Steinitz —ij tóksaman, þýddi og endursagði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.