Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 1
Uppruni páskaeggjanna og sitthvað fleira bls. 12-13 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Þriðjudagur 6. apríl 1982 78. tölublað — 66.árg. SíðumúlalS— Ritstjórn 86300 — Auc Erlent yfirlit: B-AMaS*iMsA5w^* Bretar f stríd? — bls. 7 Hetjur fjallanna — bls. 23 Pava- rotti — bls. 2 „Frúin í Hamborg" — bls. 22 Harðar deilur málsaðila um kaupin á Einari Benediktssyni: „FRÁ NfELS KOM EKK- ERT ANNAÐ EN LOFORÐ — segir Gunnbjörn Ólafsson, stjórnarformaður í Vél- skip hf. „Kom aldrei ein einasta króna frá Gunnbirni' segir Níels Ársælsson, framkvæmdastjóri ?7 „Ég hef aldrei orðið var við að neitt hafi komið frá Niels annað en loforð um greiðslu," segir Gunnbjörn Ólafsson stjórnarformaður i Vélskip hf. um eignaraðild Nielsar Ársæls- sonar að fyrirtækinu, sem gerði út Sæhrimni. „Ég get fullyrt að það kom aldrei ein einasta króna frá Gunnbirni," segir Niels Arsæls- son, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. Timinn heldur áfram að leita upplýsinga um kaupin á tog- skipinu Einari Benediktssyni til landsins. Við töluðum við Niels Ársælsson innflytjanda skipsins og fyrrverandi meðeiganda hans i Sæhrimni, Gunnbjörn Ólafsson. Þeim félögum ber mikið á milli og telur Gunnbjörn sig hafa verið einan eiganda að skipinu, en Niels segir að hann haíi aldrei borgað krónu i þvi. Viðleituðum einnig umsagnar Magnúsar Kristjánssonar skipamælingamanns hjá Siglingamálastoínuninni, en hann skráði skipið lil bráða- birgða. Sjá nánar á bls. 3 SV Dómur féll í mordmálinu ígær: Hlaut 12 ára ¦ Þá er blessaður rauðmaginn kominn aftur, en þótt loðnan, sildin og þorskurinn bregðist án fyrirvara og láti ekki sjá sig þar sem við þeim var búist, svikur rauðmaginn ekki. Ættu fyrrnefndir fiskar að taka hann sér til fyrirmyndar i þessu efni. (TimamyndRóbert). I ¦ Dómur i máli Gests Guðjóns Sigurbjörnssonar, banamanns Hans Wiedbusch, gekk fyrir sakadómi Reykjavikur i gær. Gestur Guðjón var dæmdur i tólf ára fangelsi fyrir verknað- inn. Dóminn kvað upp Halldór Þorbjörnsson, yfirsakadómari. Hörkuárekstur á Grindavíkur- vegi: Ellef u manns á sjúkrahús ¦ Elleíu slösuöust og voru fluttir á sjúkrahús, fjórir til Keflavikur og sjö á slysadeild i Reykjavik, eftir mjög harðan þriggja bila árekstur sem varö á Grindavikurveginum aðfara- nótt sunnudagsins. Toyota-bifreið var á leiðinni til Grindavikur þegar hún lenti utan i Bronco-jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Við áreksturinn valt jeppinn Utaf veginum en Toyotan lenti framan á Datsun bifreið sem einnig kom á móti. Við það valt Toyotan nokkrar veltur og hafnaði utan vegar. Að sögn lögreglunnar i Grindavik er aðdragandi árekstarins mjög óljós og sagði hún að enn lægi ekkert fyrir um hvort bifreiðarnar hefðu verið á mikilli ferð. Flestir þeir sem i bilunum voru hlutu minni háttar meiðsl en aftur á móti slasaðist þrennt alvarlega, öll munu þau þó úr lifshættu. Bilarnir skemmdust allir mikið og er jaf nvel talið að tveir þeirra séu næstum ónýtir. -Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.