Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 5
Þriftjudagur 6. april 1982. fréttir NYTT ÞJOÐSKJALflSAFN ÞflRF AD RISA STRflX Á EFI1R ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI” ® Þjóðskjalasafn íslands varö 100 ára sl. laugardag, en þennan dag fyrir öid siðan gaf Hilmar Finsen landshöfðingi út áuglýs- ingu þá sem rekja má upphaf safnsins til. Um það leyti voru Landsbókasafn og Þjóðminjasafn að flytjast af lofti Dómkirkjunnar ihið nýreista Alþingishús og þótti þá við hæfi að loftið yrði notað til þess að geyma skjöl embætta landsins. Var hið nýja safn nefnt Landsskjalasafn. í tilefni af afmælinu var boðað til hátiðasamkomu i safninu á laugardaginn og voru viðstödd Forseti tslands og menntamála- ráðherra og margt fleira góðra gesta. Þjóðskjalavörður, Bjami Vil- hjálmsson, ávarpaði gesti við setningu samkomunnar. Minntist hann eins forgöngumanna um stofnun safnsins, Indriða Einars- sonar, en sjálfur kynntist Bjarni honum i elli hans og var einn þeirra stúdenta er báru hann til grafar á útmánuðum 1939. Sagði Bjarni að i sinum augum hefði Indriði tengt saman gamla tim- ann og þann nýja, en einmitt það Kviknaði í Ibúð við Skúlagötu: Reykkafarar björgudu medvitundar- lausri konu ■ Slökkviliðsmenn björguðu meðvitundarlausri konu út úr brennandi ibúð við Skúlagötu 62 laust eftir miðnættið i fyrrinótt. Slökkvilið Reykjavikur var kvatt að húsinu klukkan 00.11 en þá lagði mikinn reyk út úr ibúð- inni. óttast var að fólk væri sof- andi i húsinu og fóru þvi reyk- kafarar inn til aö leita. Fyrst var leitaö i svefnherbergi þar sem eldurinn var mestur en þar var enginn. Fóru þá reyk- kafararnir i stofuna og þar lá konan. Mikill reykur var i stigahús- inu og notaði slökkviliðið reyk- blásara til loftræstingar' Fljót- lega gekk að slökkva eldinn en skemmdir á ibúðinni sem eldur- inn var i urðu talsverðar. Eldsupptök eru ókunn. — Sjó. Fjögurra ára drengur fyrir bíl ■ Fjögurra ára drengur var fluttur á slysadeild Borgar- sjúkrahússins eftir aö hann varð fyrir bil á gatnamótum Grettis- götu og Barónsstigs á átjánda timanum i gær. Að sögn lögreglunnar i Reykjavik hljóp drengurinn á milli tveggja bila og útá götuna i veg fyrir bilinn sem ók á hánn. Billinn var á mjög hægri ferð og náði aö stöðva áöur en hann fór yfir drenginn. Meiðsli drengsins eru ekki talin alvarleg. — Sjó. Lést eftir mótor- hjólaslys ■ Óskar Björnsson, maðurinn sem lenti i mótorhjólaslysi við bæinn Héðinshöföa á Tjörnesi fyrir nokkrum dögum, lést á sjúkrahúsi i Reykjavik um helg- ina. óskar heitinn var fluttur á sjúkrahús i Reykjavik með- vitundarlaus eftir slysið sem átti sér stað á fimmtudag i fyrri viku. Þar lá hann þar til hann lést nú um helgina. óskar var tuttugu og sjö ára gamall og til heimilis að Lauga- holti 12 á Húsavik. — Sjó. ætti að vera hlutverk Þjóðskjala- safns. Þar eru varðveittar gamlar heimildir um þjóðlifið, stjórnarfar, dómsmál og annað. Blaöamaður Timans fann Bjarna Vilhjálmsson að máli og spurði nokkurra spurninga um safnið. „Hlutverk safnsins er að varð- veita skjalasöfn aUra embætta i landinu, þau sem héraðsskjala- söfn ekki taka viðog yfirleitt allar sögulegar heimildir um Island, geyma þær og skrá og gera aðgengilegar fyrir fólk.” Þjóðskjalasafnið hefur verið i Safnahúsinu við Hverfisgötu frá árinu 1909 og viö spurðum Bjarna um húsakost þess. „Þrengsli eru orðin gifurleg hér,” sagði Bjami ,,og ráðamenn ræða nú um að við munum fá allt húsiö til umráða, þegar Lands- bókasafnið flyst i Þjóðarbdkhlöð- una. Viðsafnamenn erum nú hins vegar á þvi aö þetta hús muni ekki duga okkur lengi og að ráðast verði i byggingu nýs húss. Við höfum nú til umráða eina stóra geymslu sem búið er að fylla að mestu og er hún að Laugavegi 178. Þá höfum við og fengið geymslu á leigu hjá Sam- bandinu, en hún er þvi miður óinnréttuð enn. Já, viö munum sakna sam- býlisins viö Landsbókasafnið, þegarþaðfer, þviviðhöfum notið góðs af bókakosti þess. En það er lika gott að hætt verður að lita á Þjóðskjalasafniö sem litla bróður i þessu sambýli. En eins og til háttar i þessu gamla húsi, þá er hér engin lyfta og það verður að flytja mikið skjalamagn til bæði innan húss og inn i húsið og það verður allt að bera framan á maganum, það geta ekki kallast nútimaleg vinnubrögð.” Nýtt Þióðskjalasafn, begar byggingu Þjóðar- bókhlöðu lýkur. „Sjálfsagt þýðir litið að ræða um byggingu nýs Þjóðskjala- safns, meðan enn er ekki lokið viö Þjóðarbókhlöðuna, en þegar hún er komin upp, þyrfti að fara að hugsa til nýrrar byggingar fyrir safnið. Menntamálaráðherra hefur kynnt sér ástandið i húsnæðis- málum okkar og vék mjög skyn- samlega að þeim i sinni ræðu, nú á afmælissamkomunni. Við ger- um okkur þvi vonir um góðan skilning ráðamanna á þessum málum. Það væri hægt að nota húsnæði safnahússins hér til margra þarfra hluta, til dæmis gæti ég hugsaö mér að það mundi henta vel sem geymslustaöur til bráða- birgða fyrir skjöl Stjórnarráðsins og til fleiri þarfa þess, enda má segja að húsið sé á svæði Stjórnarráðsins. Ég gæti hugsaö mér þann geymslustað þannig að skjöl yrðu geymd hér i ákveðinn tima og aö þau gengju siðan smátt og smátt áfram og höfn- uðu þannig i okkar Þjóðskjala- safni i fyllingu timans. Við spurðum Bjarna um starfs- lið safnsins og hvort þaö væri nógu margt. „Eins og sakir standa er ég ekki óánægður með starfslið, þvi það er ekki svo auðvelt að koma fleirum að við þessar aðstæður. En þegar meira húsrými kemur til.þá þarf fleiri starfsmenn, bæði aðstoðarmenn og vel lærða háskólamenn. Nei, enn höfum við ekki nögu vel undan við að skrásetja skjöl og ganga frá þeim eins og þyrfti, en það færist vonandi i rétt horf við nýjar aðstæður. Við höfum nú undanfarið lagt mesta áherslu á gömlu söfnin og erum langt komnir með þau. En nú erum við að byrja á sýslusöfnunum — að koma þeim fyrir á nýjan og að- gengileeri hátt. en hefur verið ” I tilefni afmælisins hefur litil sýning verið sett upp i safninu og var mestur vandinn að velja úr þvi sem tiltækt er vegna pláss- leysis. Hefur hún þó mælst vel fyrir og hafa menn haft mjög gaman af að skoða hana, enda þar margt mætra muna. —AM * VíiifcV*** VC w&$. & * * « Gestir skoða gripi á sýningunni. (Timamynd G.E.) FERMINGARGJAFIR 103 Davíðs-sálmur. Loía þú Drottin. sála min, ofi alt. srm i nn r cr. hans hcilaga nafn ; loía þú Drottin. sála min. "g gh’ym « igi iifinuiu vclgjtirdum hans, BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG <£mf)branítósítofu Hallgrimskirkja Reykjavlk simi 17805 opið 3-5 e.h. Vinna erlendis Þénið meira erlendis i lönd- um eins og U.S.A., Canada, Saudi Arabiu, Vcnezuela o.fl. löndum. Okkur vantar starfsfólk á viðskiptasviði, verkamenn, fagmenn, sérfræðinga o.fl. Skrifið eftir nánari upp- lýsingum. Sendið nafn og heimilisfang til OVERSEAS, Dept. 5032 701 Washington ST„ Buffalo, NY 14205 U.S.A. Ath. allar upplýsingar á ensku. GOÐAR WPSKRIFTIRs Súkkulaðidrykkir Krem fyrir tertur og kökur ^MEÐ MÓNU TERTU HJÚP 1 Súkkulaðidrykkir I líter mjólk 100 ér- tertu-hjúpur, dökkur Hitað saman, gott að láta aðeins sjóða, einnig má drýgja mjólkina með .vatni, salt eftir smekk. 2. I líter mjólk 150 gr. tertu-hjúpur, dökkur Hitað á sama hátt og no. I, en þeyttur rjómi borinn með, eða látinn í hvern bolla. Bræðið TERTU HJÚP við vægan hita og hrærið stöðugt í á meðan. (Ekki er nauðsyn- legt að nota vatnsbað). SÚKKULÍKI Krem fyrir tertur og kökur 100 gr. smjör 100 gr. tertu-hjúpur brætt og kælt. 4 eggjarauður hrærðar út í, ein í einu og 60 gr. flórsykur, hrært vel, má þeyta. 2. I00.gr tertu-hjúpur 2 eggjarauður 2 matsk. rjómi 2 matsk. flórsykur Eggjarauður og flórsykur þeytt saman, bráðnum tertuhjúpi og rjóma bætt út í. Súkkulaðibráð. 100 gr. tertu-hjúpur. Brætt varlega, hrært stöðugt í, síðan er I matskeið af smjöri (mjúku) hrært saman við (má vera meira), látið volgt á kökuna. Skreytikrem. 100 gr. tertu-hjúpur. Brætt við vægan hita, síðan er 1/4 teskeið af vatni hrært vel saman við. Síðan er þetta látið í sprautu eða sprautupoka, og er þá tilbúið til skreyt- inga, látið ekki bíða. mona SÆLGÆTISGERÐ STAKKAHRAUNI 1 HAFNARFIRÐI SÍMI 50300 - 50302

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.