Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.04.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. april 1982. ■ ÞEGAR þetta er ritað, benda flest sólarmerki til þess, að styrjöld brjötist Ut milli Argentinu og Bretlands. Stjóm Argentinu hertók eyjarnar i siðastliðinni viku, og sendi land- stjóra Breta og brezka hersveit, sem var þar til varnar, heimleiö- is. Siðan hefur her Argentinu unn- ið að þvi að styrkja yfirráð sin á eyjunum ogeinnig á South Georg- iu, sem hefur lotiö brezkum yfir- ráðum. Brezka stjórnin getur eðlilega illa sætt sig við það,að Bretar séu sviptir yfirráöum á eyjunum meö þessum hætti. Hún hefur þvi ákveðið að senda öflugan sjóher og tvö flugvélamóðurskip á vett- vang ogláta hart mæta hörðu, ef samkomulag næst ekki næstu daga. Það mun taka allt að hálf- um mánuði, aö herskip Breta geti hafiö hernaðaraðgerðir á þessum slóðum. ■ Hvalveiðistöðin á South Georgia, en þar gengu argentinskir her- menn fyrst á land. Vérður barizt um Francis Pim utanríkisrád herra Breta ■ Carrington lávarður, utan- rikisráðherra Breta, sagði af sér i gær ásamt tveimur aðstoðarráðherrum, vegna gagnrýni á stjórnina vegna innrásarinnar á Falklands- eyjar. Hefur Francis Pim verið skipaður utanrikisráð- herra i hans stað. Sagði Carr- ington i afsagnarbréfi sinu að gagnrýnin vegna Falklands- eyja hefði verið óréttmæt, en innrásin heföi verið mikil niðurlæging fyrir Breta og þar sem hann hefði verið ábyrgur vegna stefnunnar sem rekin var i þessu máii gagnvart Argentinu segi hann nú af sér. Varnarmálaráöherrann, James Nott, bauðst einnig til þess að segja af sér, en Thatcher neitaði aö taka við afsögn hans. Aður en Carring- ton lagði fram afsögn sina flutti hann ávarp i útvarpið til ibúa Falklandseyja, þar sem hann fullvissaði þá um þann ásetning Breta að binda enda á hernám Argentinumanna. Falklandseyjar? Hafréttarlögin hafa hert deiluna ■ Falklandseyjar og South Georgia. Fyrstu viðbrögð Breta voru að kæra Argentinu fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og samþykkti það áskorun til Argen- tinustjórnar um að hætta her- náminu og setjast að samninga- borði. Argentinustjórn hefur á- kveðið að hafa þau tilmæli að engu. Svar brezku stjórnarinnar við þessari synjun var að láta flotann halda úr höfn og stefna stórum hluta hans til Falklandseyja. Brezka stjórnin hefur hlotið hörð ámæli fyrirað vera óviðbúin aðmæta innrás Argentinumanna. Vegna þessarar gagnrýni hefur Carrington lávarður sagt af sér embætti utanrikisráðherra, en fleiri ástæður kunna að hafa vald- ið þessari ákvörðun hans. Kunnugt er, að hann hefur verið óánægður með efnahagsstefnu stjórnarinnar. Brottför Carringtons lávarðar úr stjórninni er mikið áfall fyrir Margaret Tatcher, en hann var sá ráðherrann,sem naut einna mest álits. BRETUM hefur verið ljó6t, að yfirráð þeirra á Falklandseyjum voru leifar hinnar gömlu ný- lendustefnu þeirra og þeim yrði ekki stætt á þvi að fara þar með völd til frambúðar, þótt hinir 1800 ibúar æsktu þess. Landfræðileg rök mæla með þvi, að eyjarnar heyri undir Argentínu. Þetta hefur verið nokkuð al- menn skoðun þjóða þriöja heims- ins og þvi var samþykkt á alls- herjarþingiSameinuðu þjóðanna, að Bretar og Argentinumenn hæfu viðræður um framtiðar- stjórn á eyjunum. Þessar við- ræður hófustfyrir fimm árum, en litið hefur miðað til samkomu- lags. 1 fyrra lögöu Bretar fram tillögu um þrjá valkosti. Fyrsti valkosturinn var sá, að eyjarnar lytu sameiginlegri yfir- stjórn Breta og Argentinumanna. Annar valkosturinn var sá, að Bretar viöurkenndu yfirráð Argentinu, en fengju siðan eyjarnar leigðar til 99 ára, likt og Hongkong forðum. Þriðji valkosturinn var sá, að viðræðum yrði frestað. Argentinumenn höfnuðu öllum þessum valkostum. Þeir vildu ekki sætta sig við neitt annað en að yfirráð Argentinu yrðu viður- kennd. Hins vegar hétu þeir að gera sitt ýtrasta til að tryggja rétt ibúanna og óskir þeirra um að halda siðvenjum sinum og at- vinnu. Þeir gætu lika fengið að halda sjálfstjórn og þyrftu ekki að lúta argentinskum lögum, nema að vissu marki. T.d. yrðu þeir undanþegnir herskyldu. SENNILEGA hefur hinn væntanlegi hafréttarsáttmáli orðið til að skerpa átökin um Falklandseyjar. Samkvæmt hon- um hljóta Falklandseyjar við- áttumikla efnahagslögsögu. A þessu svæði er að finna auðug fiskimiö, sem enn hafa verið litið nýtt. Þá þykir einnig liklegt, að þar geti veriö að finna miklar oliunámur á hafsbotni. Vegna þessara ástæðna hafa Argentfnumenn lagt aukið kapp á aö ná yfirráðum yfireyjunum, en Bretar verið tregari til að láta þau af hendi. Liklegahefurþaðsvo flýttfyrir ákvcrðun Argentinustjórnar um að hertaka Falklandseyjar, að efnahagserfiðleikar hafa farið vaxandi og óvinsældir rikis- stjórnarinnar aö sama skapi. Nýr forseti, Leopoldo Galtieri, kom til valda i desember siðastl. Þvi var spáö, að hann myndi reynast mjög herskár. Vafalaust er það einn tilgangur hans með hertöku Falklandseyja að afla sér og stjórn sinni vinsælda heima fyrir. Honum mun lika ljóst, að yfir- ráð Breta á Falklandseyjum njóta ekki samúðar, a.m.k. ekki i þriðja heiminum. Vafalaust munu ýmsir aðilar reyna aö koma á samkomulagi meðan brezki flotinn er að komastá vettvang. Meðal þeirra, sem reynt hafa að koma á sætt- um, er Reagan forseti. Hann hefur rætt simleiðis við Galtieri, en án árangurs. Komi til styrjaldar milli Bret- lands og Argenti'nu, mun Atlants- hafsbandalagiö ekki dragast inn i át(8cin. Vamarsvæði þess nær ekki til Falklandseyja. Sennilegá hefðu Bretar getað verið búnir að leysa þessa deilu, ef þeir hefðu ekki reynt að halda i úreltyfirráð, unz mótaðilinn þoldi ekki seinaganginn lengur. Væntanlega leysist þessi deila nú á þann veg, að Bretar afsali sér úreltum réttindum, en réttur ibú- anna verður hins vegar tryggður. Þetta væri hin eölilega lausn. Falklandsey jar að South Georgiu meðtalinni eru um 6.200 fermilur að flatarmáli. Ibúar eru taldir tæp 2000- . Kvikfjárrækt er aðalatvinnuvegurinn. Veðráttan er heldur köld, vætusöm og stormasöm. Ibúarnir eru flestir brezkrar ættar. Eölilegt er, að fullt tillit sé tekið til þeirrar sér- stöðu þeirra, ef niðurstaöan verður sú, sem liklegast er, að þær færist undir argentinsk yfir- ráð. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar „Lærðum aff heims- styrjöldinnr% segir Thatcher ■ t sjónvarpsviðtali i gær var Margrét Thatcher spurð að þvi hvaða hættur væru þvi fylgjandi að hefja vopnavið- skipti við Argentinumenn, til þess að endurheimta Falk- landseyjar. ,,Það fylgir þvi alltaf nokkur hætta að gripa fram fyrir hendurnar á einræðis- herrum,” sagði Thatcher, ,,en samt er hættulegra að láta undir höfuð leggjast að gera það.” Hún sagði að i annarri hei msstyr jöld inni hefði hennar kynslóð lært þessi sannindi. Utanríkisráðherra Argentínu í Washington ■ Utanrikisráðnerra Argen- tinu er nú kominn til Washing- ton til þess að ávarpa þing Amerikurikja, sem þar situr, og skýra sjónarmið stjórnar sinnar. Er talið aö hann muni ekki eiga þar marga formæl- endur, fremur en i öryggisráði SÞ, en þar var Panama eina rikið sem studdi Argentinu. Er talið aö utanrikisráðherrann muni finna Alexnnder Haig aö máli, en að mnrgra áliti eru Bandarikin eina rikiö, sem miðíað getur málum i deilunni um Falklandseyjar. Landstjóri Falklandseyja í London ■ Rex Hunt, landsstjöri á Falklandseyjum kom til Lond- on i gær og skýröi þar innrás- ina i eyjarnar. Kvaöst hann hafa haldið fram á siðustu stundu að vegna samningavið- ræðnanna sem yfir hafa staðið i New York muni ekki verða úr innrás. Hefði þvi ekki verið óskað aðstoðar. 1 för með honum voru um það bil 80 landgönguliðar úr setuliöi Breta á eyjunum og skýrði foringi þeirra svo frá að hann teldi mannfall innrasar- manna hafa veriö meira en opinberlega var frá skýrt. Sögðu Argentinumenn þrjá hafa fallið og sjö særst, en iandgönguliðarnir töldu að minnsta kosti fimm hafa fallið. Hefðu fallnir og særðir verið fluttir með þyrlum út i argentisku skipin. Argentinumenn hafa skýrt svo frá aö sjö landgönguliöar hafi legið i leynum á eyjunum á föstudag, en aö þeir hafi nú veriö handsamaðir. 36 skip til Falklandseyja ■ Mikill fjöldi manns fylgdist með þvi i höfninni i Ports- mouth i gær, þegar tvö stærstu flugvélamóðurskip Breta létu i haf, „Inviocible” og ,,Her- mes”, en skipin eiga nú 8 þús- und milna ferð fyrir höndum. Munu skipin sameinast öðrum skipum á hafi úti svo hér verður um það bil 36 skipa flota aö ræöa. Er þetta meira en helmingur breska flotans. Breskum þegnum i Argentinu hefur veriö ráölagt að hverfa úr landi, nema þvi brýnni nauðsyn beri til aö þeir dvelji þar áfram. Þingið hefur mælst til aö engir nýir samningar verði gerðir við argentinsk fyrirtæki og einn helsti banki i Bretlandi hefur hætt við þátttöku i 200 milljón dollara láni til raf- orkuframkvæmda i Argentinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.