Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 16
16 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Ríkissaksóknari brýnir fyrir ákærendum mikilvægi þess að fylgja ítrustu gæðakröfum og sýna vönduð vinnubrögð, en mun ekki bregðast frekar við kvörtun lögmanns Benjamíns Þórs Þor- grímssonar vegna vinnubragða saksóknara lögreglu. Saksóknari lögreglu höfuðborg- arsvæðisins ákærði Benjamín fyrir tvær líkamsárásir. Aðra árásina sýndi fréttaskýringar- þátturinn Kompás í september. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Benjamíns, kvartaði til ríkissaksóknara yfir því að tvær ákærur hafi verið gefnar út í mál- inu og að önnur virðist hafa verið dagsett aftur í tímann. Einnig að fjölmiðlum hafi verið afhent ákæran á undan Benjamín. Í svari ríkissaksóknara, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er vísað til úrskurðar héraðsdóms frá því á þriðjudag. Dómurinn vís- aði ákærum á hendur Benjamín frá, sökum þess að tvær ákærur hafi verið gefnar út. Vegna þeirr- ar niðurstöðu dómsins telur ríkis- saksóknari ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna þess að tvær ákærur hafi verið gefnar út. Þá vísar ríkissaksóknari í afrit af tölvupósti til fréttamanns, því til staðfestingar að ákæran hafi verið birt Benjamín fjórum dögum áður en hún var send fjöl- miðlum, og að hún hafi verið þing- fest rúmlega hálfri klukkustund áður en hún var send fréttamann- inum. brjann@frettabladid.is Aðhefst ekki vegna ákæra Ríkissaksóknari brýnir fyrir ákærendum að sýna vönduð vinnubrögð og fylgja gæðakröfum. Ætlar ekki að aðhafast frekar vegna kvörtunar verjanda í líkamsárásarmáli yfir framferði saksóknara. VÍSAÐ FRÁ Héraðsdómur féllst á kröfu verjanda Benjamíns og vísaði ákærum á hendur honum frá á þriðjudag. Ríkissaksóknari fjallaði ekki um þann þátt málsins í svari sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jón H.B. Snorra- son, saksóknari og aðstoðarlögreglustjóri lögreglu höfuðborg- arsvæðisins, segist fullkomlega sáttur við niðurstöðuna. „Ríkissaksókn- ari telur að það sé ekkert í þessu sem sé ámælisvert, þetta sé samkvæmt reglum ríkissaksóknara og dómstólanna,“ segir Jón. Málið allt sé stormur í vatnsglasi, svo vægt sé til orða tekið. Jón segir það að ríkissaksóknari fjalli ekki um þau atriði sem vísað var frá héraðsdómi sýna að honum finnist ekki tilefni til þess. Ef eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað hefði ríkissaksóknari brugð- ist við því, þrátt fyrir frávísun héraðsdóms. Eins og fram hefur komið getur ákæru- valdið gefið út nýja ákæru á hendur Benjamín, þrátt fyrir frávísun héraðsdóms. Jón segir augljóst að ný ákæra verði gefin út í málinu. „Það er ekkert vafamál og búið að gera viðkomandi grein fyrir því.“ FULLKOMLEGA SÁTTUR VIÐ NIÐURSTÖÐU JÓN H. B. SNORRASON Vilhjálmur Hans Vilhjálms- son, verjandi Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, segir niðurstöðu ríkissaksóknara að vissu leyti hafa komið sér á óvart. Hann segir eðlilegt að ríkissaksóknari vísi til frávísunar á málinu. „En það er athyglisvert að hann sjái ekki ástæðu til að gera athugasemd við að saksóknarar falsi dag- setningu á ákæru sem þeir gefa út,“ segir Vilhjálmur. Vísar hann þar til síðari útgáfu ákærunnar, sem hann segir staðfest að Jón H.B. Snorrason, saksóknari og aðstoðarlögreglustjóri lögreglu höfuðborgarsvæðisins, hafi dagsett aftur í tímann. Vilhjálmur segir það einnig merkilega niðurstöðu að gera ekki athugasemd við að saksóknari hafi brotið gegn fyrirmælum ríkissak- sóknara sjálfs, varðandi samskipti við fjölmiðla. Í fyrirmælunum kemur fram að eftir að ákæra hafi verið birt ákærða, og lesin upp í réttarsal, megi saksóknari afhenda hana fjölmiðlum. Ákæran var aldrei lesin upp í réttarsal, þar sem sakborningur hafi boðað forföll, segir Vilhjálmur. Engu að síður hafi hún verið send á fjölmiðlamann sem eftir henni óskaði. Hefði ákæran verið lesin upp hefði uppgötvast að tvær útgáfur af ákærunni voru í gangi. NIÐURSTAÐA KOM Á ÓVART VILHJÁLMUR HANS VILHJÁLMSSON GÓRILLA AÐ SNÆÐINGI Þessi górilla gæddi sér á laufblöðum í Virunga- þjóðgarðinum í Kongó-Kinshasa í hlíðum Mikeno-fjalls þar sem 200 af 700 síðustu fjallagórillum heims hafast við. NORDICPHOTOS/AFP VÍÐSKIPTI „Við höfum unnið að þessu við eldhúsborðið síðustu mánuði. Til lengdar er ekki gaman að fara úr svefnherberginu inn á skrifstofuna í eldhúsinu,“ segir Hrafnhildur Hreinsdóttir, fram- kvæmdastjóri mannauðsfyrirtæk- isins Velvakanda. Samnefndur vefur fyrirtækisins var opnaður formlega í vikunni. Hrafnhildur og samstarfskona hennar, Sigrún Gunnarsdóttir, hafa um nokkurra ára skeið gengið með þá hugmynd í maganum að stofna fyrirtæki sem sinni starfsmanna- málum, ráðgjöf um miðlun innri upplýsinga og rafræna fræðslu hjá fyrirtækjum og stofnunum auk mannauðsmála. Þær stöllur eru glaðar yfir því að komast inn á Torgið með starfsemi sína og þakk- látar fyrir að fá góða vinnuaðstöðu í miðbænum. „Það skiptir líka miklu máli að vera innan um skemmtilegt og skapandi fólk,“ segir Hrafnhildur. Torgið er viðskiptasetur Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands, Lands- bankans og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í húsnæði bankans í Austurstræti. Það var formlega vígt á mánudag en þar fá einstaklingar sem lengi hafa geng- ið með hugmyndir í maganum aðstöðu og umgjörð til að vinna að hugðarefnum sínum. - jab TORGIÐ VÍGT Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, og Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Landsbankans, við vígsluna á mánudag. Nýsköpunarmiðstöð opnar viðskiptasetur fyrir fólk með hugmyndir í maganum: Farið úr eldhúsi og út á Torg DÓMSMÁL Tæplega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að fella tollvörð við skyldustörf. Maðurinn var staddur í tollafgreiðslu í komusal Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar í febrúar þegar hann rak öxlina harkalega í bringu tollvarðar sem þar var við skyldustörf, með þeim afleiðingum að tollvörðurinn féll við. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðs- dómi Reykjaness. Aðalmeðferð í málinu verður í lok janúar. - jss Brot gegn valdstjórninni: Felldi tollvörð í Leifsstöð LÖGREGLUMÁL Kona sem var að koma í heimsókn til fanga á Litla- Hrauni í fyrradag var með fíkniefni innvortis. Fíkniefnaleit- arhundur fangelsisins merkti á hana og var þá lögregla kölluð til. Konan framvísaði efnunum, sem voru kókaín, amfetamín og lyfjatöflur. Fangaverðir á Litla-Hrauni leggja, í góðu samstarfi við lögreglu, mikla vinnu í að upplýsa um tilraunir til að smygla fíkniefnum inn til fanga. Sam- starfið hefur meðal annars leitt til þess að þrjátíu gramma sending af amfetamíni sem átti að berast fanga var tekin í síðustu viku. - jss Tekin með efni innvortis: Fíkniefnasmygl á Hrauninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.