Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.12.2008, Blaðsíða 18
18 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR Kreppan nær ekki upp í Álafosskvos þar sem kátir starfsmenn á vernduðum vinnustað peppa hver annan upp að morgni dags með söng. Á jólamarkaði sem verður þar á morgun á síð- an að peppa landann upp og koma honum í jólastuð. „Við finnum ekkert fyrir kreppunni hérna,“ segir Óskar Albertsson handverksmaður í Ásgarði. „Enda þýðir ekkert að vera í fýlu, það verður að peppa mannskapinn upp.“ Og það gera þeir í Ásgarði svo sannarlega. „Við byrjum daginn alltaf á því að syngja og syngjum alltaf sama lagið. Það er Á Sprengisandi. Þá erum við öll komin í vinnustuð.“ Starfsmenn í Ásgarði láta ekki þar við sitja og nú á að koma land- anum í jólaskap. „Við erum með jólamarkað á morgun að Álafoss- vegi 24 í Mosfellsbæ. Þar getur fólk keypt leikföng, bíla, báta og annað sem við höfum lagt alla okkar list í að smíða. Ekki nóg með það heldur hafa margir bak- arar látið okkur hafa kræsingar svo við getum boðið upp á köku- hlaðborð. Að sjálfsögðu verður svo heitt á könnunni og heitt súkkulaði fyrir þá sem vilja.“ Aðspurður um verðlagið hjá þeim segir Óskar: „Við erum allt- af með góða prísa.“ Ekki geta allir farið í Álafoss- kvosina til að nálgast varninginn sem þar er hannaður svo Óskar brá sér ásamt nokkrum kollegum sínum með söluvagn einn mikinn í Kringluna í síðustu viku. Lætur hann vel af þeirri söluferð. Þrjátíu handverksmenn vinna í Ásgarði undir handleiðslu sjö verkstjóra. Óskar vildi koma á framfæri þakklæti til allra þeirra bakara sem gefið hafa kræsingar sem verða á jólahlaðborðinu. „Ég vil þó ekki telja þá upp því þá gleymi ég eflaust einhverjum og það gengur ekki,“ segir Óskar að lokum. jse@frettabladid.is nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Fregnir af aðgerðum, sumir tala um aðgerðaleysi, ríkisstjórnarinnar setja líklega hvað mestan svip á líf mitt eins og annarra landsmanna þessa dagana. Þar við bætast áhyggjur mínar af því að slag í slag heyrist af uppsögnum kollega minna á fjölmiðlum landsins. Aldrei höfum við áður heyrt um það að tugum íslenskra fjöl- miðlamanna hafi verið sagt upp á einu og sama árinu,“ segir Fríða Björns- dóttir blaðamaður. „Það sem kannski kemur mér þó einna mest á óvart þessa dagana er hvað fréttir af „hörmungum“ okkar berast víða. Í nóvemberbyrjun lagði ég leið mína til Flór- ída og þar ræddum við ekki svo við nokk- urn mann að hann minntist ekki á ástandið á Íslandi. Bankamaður í útibúi Bank of America í St. Petersburg fékk nánast tár í augun og spurði hvort ekki væru allar matvörubúðir tómar, og við vesalingarnir við dauðans dyr vegna fjármálaástandsins. Og það sem meira var hann nefndi bæði Landsbankann og Kaupþing með nafni og taldi greinilega að þeir hefðu farið með landið á hliðina. En fiskisagan flýgur lengra en til Flórída. Í mars hitti ég Reza, ungan enskukennara, á ferðamannastað í Íran. Hann var þar á ferð með fjölskyldu sinni og gaf sig á tal við mig og ferðafélaga mína. Samtalið endaði með því að við skiptumst á tölvupóstföngum og af og til hefur hann sent mér fréttir af sér og fjölskyldu sinni, sem býr í Tabriz, nyrst og vestast í Íran. Þetta er ekki mikið menntuð fjölskylda því hvorki faðir hans né móðir eru læs. Sjálfur hefur hann þó fengið að ganga í skóla og kennir ensku hálfan daginn en hjálpar foreldrunum að reka matvöruversl- un hinn hluta dagsins. Nú kom bréf frá Tabriz og viti menn, haldið ekki að sagan um fjármálakreppuna á Íslandi hafi borist alla þessa leið og inn til þessa fátæka fólks. Raza segir í bréfinu að hann hafi heyrt um ástandið á Íslandi: „I heard some news about your country that faces with an econ- omic crisis,“ segir hann og hefur áhyggjur af pennavini sínum á Íslandi. Víst er gott að fólk í öðrum löndum skuli nú loksins vera farið að vita að Ísland sé til, en kannski hefði verið betra að við hefðum orðið fræg að öðru en endemum!“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR: Bankamaðurinn fékk tár í augun ÓSKAR VIÐ SÖLUVAGNINN Í KRINGLUNNI Í síðustu viku voru þeir í Kringlunni en nú er útrás Ásgarðsmanna lokið í bili. Nú má nálgast varning þeirra á jólamarkaði í Álafosskvosinni en þangað hafa áhrif kreppunnar ekki náð að sögn Óskars. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þar höfum við það „Og sex þúsund króna árgjald fyrir íbúakort er langt frá því að vera dýrt.“ BJARKI RAFN KRISTJÁNSSON HJÁ BÍLASTÆÐASJÓÐI UM HÆKKANIR Á BÍLASTÆÐAGJALDI. Fréttablaðið 4. desember Afgerandi „Mér finnst líklegt að menn setji þetta í einhvern farveg.“ GYLFI ARNBJÖRNSSON, FORSETI ASÍ, UM HUGSANLEGA LÆKKUN EIGIN LAUNA. Fréttablaðið 4. desember „Er þetta ekki bara smjörklípa?“ segir Birgitta Jónsdóttir skáldkona um orð Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra þess efnis að verði hann látinn fara úr Seðlabankanum fari hann aftur í stjórnmálin. Hún segir að sér virðist viðkvæð- ið vera að enginn sé hæfur til að hreinsa upp alla spillinguna. „Þannig að ég held að Davíð ætti nú bara að gleyma því að fara í framboð. Ég held við verðum að horfast í augu við að það er enginn sem getur tekið á þessum rann- sóknum á Íslandi eða við stjórninni. Við þurfum að fá teymi að utan, sérfræðinga frá nokkrum löndum og lýsa yfir erlendri neyðarstjórn, því við erum ekki hæf um að gera þetta sjálf,“ segir Birgitta sem gefur lítið fyrir að Davíð ætli sér aftur í stjórnmálin. „Ég held þetta hljóti að vera einhver skrítinn brandari.“ SJÓNARHÓLL DAVÍÐ ODDSSON Í STJÓRNMÁLIN Smjörklípa eða brandari BIRGITTA JÓNSDÓTTIR Það þýðir ekkert að vera í fýlu „Ég er nýbyrjuð að lesa frábæra bók sem heitir Shantaram og hingað til hefur sögusvið hennar mest verið í Mumbai á Indlandi þar sem hryðjuverkaárásirnar um daginn áttu sér stað. Mér finnst óhugnanlegt hversu auðvelt það virðist vera að innprenta hatur á öðrum í huga ungra manna. Bandaríkjamenn og Bretar eiga mikið af óvinum og ég vona, enn meira en áður, að ég fái íslenskan ríkisborgara- rétt. Ég ræddi dvöl mína í Afríku við nokkra níundubekk- inga á Seltjarnarnesi. Þeir hafa verið að læra um Afríku svo ég sýndi þeim myndband sem ég gerði um Mósambík, myndir og grímu frá Líberíu, hljóðfæri og afrískan fatnað. Krakkarnir spurðu margs, sérstaklega um snáka og köngulær og sumir voru að velta fyrir sér hvort þeir gætu farið þangað að vinna síðar meir. Ég vona bara að krakkarnir átti sig á hversu góð reynsla slíkt getur verið.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier Vonast til að fá ríkisborgararétt Ráðg jafarstofa Hvatar Hvöt, félag sjálstæðiskvenna í Reykjavík, hefur safnað saman fagaðilum og sérfræðingum úr sínum röðum, sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum við að leiðbeina fólki vegna ástandsins sem skapast hefur. Fagaðilar og sérfræðingar veita ráðgjöf um: Velferðarmál Fjármál heimila Almannatryggingar Félagsmál Skattamál Sálræna ráðgjöf Atvinnuleysistryggingar Húsnæðislán Einnig verða úrræði ríkisstjórnarinnar kynnt og hvernig almenningur getur nýtt sér þau. Opið hús á milli kl. 10 - 17 föstudaginn 5. og laugardaginn 6. desember að Skúlagötu 51. Free consultancy due to the economic situation. Open from 10-17 on December 5th and 6th at Skúlagata 51. A Polish speaking person will be at the premises from 10-13 on December 6th. Nánari upplýsingar um ráðgjafarstofuna og félagsstarf Sjálfstæðisflokksins má finna á heimasíðu flokksins, www.xd.is, eða í síma 515 1700. Alhliða ráðgjöf fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Allir velkomnir! VIKA 42 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA „Nú er ég kominn aftur til Ísafjarðar,“ segir Filipe sem ferðast mikið vinnu sinnar vegna og eins hefur hann skroppið á ýmsa staði í fríum sínum. „Þetta er sá staður á Íslandi sem ég kann best við. Ég hef verið í Reykjavík, Akureyri, Hólum í Hjaltadal, Sauðárkróki og víðar, allir þessir staðir eru fínir en Ísafjörður er bestur. Ég á eftir að sakna hans þegar Íslandsdvöl minni lýkur, það er alveg klárt.“ Hann heldur til Portúgals eftir tvær vikur í jólafrí og er það vissulega mikið tilhlökkunarefni. En telur hann að það verði erfitt að koma aftur til Íslands að fríi loknu? „Nei, alls ekki, ég er orðinn vanur Íslandi.“ Filipe Figueiredo: Á eftir að sakna Ísafjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.