Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 5
MiOvikudagur 7. apríl 1982 5 fréttii Hagur Flugleiða vænkaðist í fyrra: ■ Eftir mikið tap und- anfarin tvö ár hefur nú náðst jafnvægi og má segja að rekstur Flug- leiða hafi nálgast það að vera i járnum á árinu 1981, að því er fram kom í ræðum Sigurðar Helgasonar og Arnar ó. Johnson á aðalfundi Flugleiða i gær. Töldu þeir það ánægjulegan árangur miðað við það sem gerist I flugmálum viða um heim, þar sem árið 1981 er talið eitt hið versta i sögu flugfélaga samkvæmt alþjóða- skýrslum. í stað 18,8 milljón dollara rekstrartaps (án fjár- magnsliða) 1979 og 6,5 milljóna dollara árið 1980 varð nú 2,3 millj. dollara rekstrar- hagnaður. ■ Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða flutti itarlega ræðu um afkomu félagsins á aöalfundinum i gær. Bætta afkomu Flugleiða þakkaði Sigurður þeim mark- vissu aðgerðum og kostnaðar- lækkunum sem hófust árið 1979 er hafi nú borið árangur. Auk þess hafi þróun eldsneytisverðs verið hagstæð og starfsemi félagsins i fjarlægum löndum hafi einnig bætt afkomuna. Óhagstæð þróun helstu Evrópu- gjaldmiðla miðað við dollara hafi á hinn bóginn oröið Flugleiðum þung i skauti 1981. Vaxtabyrði félagsins hafi og vaxið gifurlega og sé nú 10,3% af rekstrartekjum félagsins. Heildarvelta Flugleiða var 823,885,000 kr. á siðasta ári og hafði aukist um 53,4% frá árinu áöur. Bókfært verðmæti eigna Flugleiða sagði hann 793 millj. kr. i árslok og neikvætt um 15,6 millj. kr. Tfmamynd Ella Farþegar Flugleiöa i áætlunar- flugi voru samtals 500.156 á siðasta ári, 4,6% færri en árið áður. Þar af voru 120.800 i N-At- lantshafsflugi, (19,7% fækkun), 162.325 i Evrópuflugi (6,6% aukn- ing) og 717.031 i innanlandsflugi (2,2% fækkun). Þess má geta að farþegum til og frá Luxemborg fjölgaði um 44,4% á árinu. 1 frakt- flugi flutti félagið samtals 7.513 REKSTRARHAGNAÐURINN 2.3 MILUÓNUM D0L1ARA — sé f jármagnskostnaður ekki meðtalin tonn. I ræðu sinni sagöist örn O. Johnson ekki efa nð þeir tveir ráðherrar sem hvao mestan þátt áttu i sameiningu f:ugfélaganna á sinum tima séu n'i ekki siður en þeir Flugleiðamenn undrandi og vonsviknir yfir siðustu atburðum i þeim málum. Vart hafi nokkrum þeirra þá dottið i hug að þau lof- orð sem þá voru skriflega gefin af æðstustjórnvöldum landsins yrðu nú, aðeins niu árum siðar, svikin að tilefnislausu. Atti Orn þar við fyrirheit um að ekki skyldu aðrir en Flugleiðir (hérlendis) fá flug- rekstrarleyfi á þeim leiðum sem hið nýja félag teldi eðlilegt og hagkvæmt aö starfrækja. Nú sé aftur á móti boðuð ný flugmála- stefna, „hæfileg og hófleg sam- keppnimeð samvinnu”, hvað svo sem það nú þýði. „Hvernig getum við nú vitað hvað gerist og hvar við stöndum þegar næsti ráðherra sest i stól- inn ”, spurði örn, og kvað augljóst aö takmarka veröi það vald sem samgönguráðherra nú hefur til aö móta „flugmálastefnu” og út- hluta flugrekstrarleyfum. „Hér þarf augljósiega að dreifa valdinu á fleirihendur, þvi mikið er i húfi að rétt sé að málum staðiö”, sagöi Örn O. Johnson. Stjórn Flugleiða var öll endur- kjörin að undanskildum Dagfinni Stefánssyni er setið hefur i vara- stjórn en i hans stað var kjörinn Jóhannes Markússon. —HEI Söngva- og upplestrarkvöld í Skagaf irdi ■ Dagana 14. og 15. april verður efnt til söngva- og upplestrar- kvölda á Hofsósi og i Varmahlið á vegum Tónlistarfélags Skaga- ljaröar. Þeir sem skemmta eru Jóhanna G. Möller, Krystyna Cortes og Indriði G. Þorsteinsson. Jóhanna G. Möller syngur óperuariur, ljóðasöngva og is- lensk lög við undirleik Krystynu Cortes. Indriði G. Þorsteinsson les upp úr verkum sinum og svar- ar fyrirspurnum ef þurfa þykir. Um kvöldskemmtanir er að ræða. ■ Talið frá vinstri: Jóhanna G. Mölier, Indriði G. Þorsteinsson og Krystyna Cortes. (Timamynd Róbert) Frá aðaifundi Eimskips. Adalfundur Eimskipafélagsins: T ekjuaukning milli ára 53% Ríkisverksmidjurnar: Miðar lítt í samkomulagsátt ■ „Nú er nýlokið fundi og við ætlum að hittast aftur kiukkan niu i kvöld”, sagði Þröstur ólafs- son aðstoðarmaður fjármála- ráðherra þegar Timinn spurði hann siðdegis i gær, hvað væri tiöinda af samningum við starfs- menn rikisverksmiðjanna. Þröstur taldi að heldur hefði miðað i átt til samkomulags en þegar hann var spurður hvort hann væri vongóður um aö ná samningi á næturfundinum, svaraði hann: „Það getur brugðið til beggja vona með það það þarf ekki nema eitt atriði til þess að málinu seinki eða allt fari i loft upp.” — Attu von á löngum fundi i nótt? „Ætli verði ekki farið að birta áður en upp verður staðið.” SV ■ Skip Eimskips sigldu vega- lengd sem svarar 58 feröum um- hverfis jörðina, þau komu við i 264 höfnum og stoppuðu að meöaltali tiu sinnum i hverri. Þau fluttu samtals 646.000 tonn á ár- inu. Starfsmenn hjá félaginu voru að meðaltali 830 og þáðu samtals 136 milljónir króna I laun. Tekjuaukning á árinu miðað við fyrra ár, var 53%. Þegar eignir félagsins hafa verið afskrifaðar um 48 milljónir króna er tap á rekstrinum um 21 milljón króna sem er 3,8% af tekjum. Uppgjör var miðaö við gengi krónunnar eins og það var eftir gengisfell- inguna 14. janúar s.l. enda taldi stjórn félagsins að sú aðgerð til- heyrði efnahagsþróun siðasta árs. Þrátt fyrir taprekstur er fjár- hagur félagsins traustur og heildareignir þess i árslok voru 631 milljón króna en skuldir námu samtals 450 milljónum króna. Skattar félagsins vegna reksturs ársins 1981 verða 13,6 milljónir króna. 1 upphafi ársins 1981 rak félagib samtals 25 skip. Af þeim átti félagið 19 en 6 voru leiguskip. I lok ársins voru 21 skip I siglingum á vegum félagsins. Helstu fjárfestingar félagsins á árinu voru: Kaup á M/S Alafossi og Eyrar- fossi, kr. 103,4 milljónir, aðstaða i Sundahöfn kr. 16,2 milljónir, vél- ar, flutningatæki o.fl. kr. 3,7 milljónir. Farþegaflutningar á sjó voru undir smásjánni hjá félaginu á árinu og var gerð itarleg könnun á þeim i félagi við Hafskip og Færeyska skipafélagið. Sýnt þyk- ir að grundvöllur sé fyrir rekstri farþega- og bilferju yfir sumar- mánuðina til að halda uppi siglingum milli Islands og annara landa og var leitað að leiguskipi til þess, en samningar um það tókust ekki. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.