Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 7
Miövikudagur 7. april 1982 7 erlent yfirlit ■ SÚ spurning er nú ofarlega á dagskrá hjá fjölmiðlum um viða veröld, hvort Israelsmenn efna það samkomulag við Egypta að afhenda þeim í siðasta lagi fyrir 26. april nk. þann hluta Si'nai- skagans, sem enn er á valdi þeirra. Enn draga ýmsir þetta i efa, þótt allur undirbúningur af hálfu tsraelsstjórnar bendi til þess, að hún ætli að standa við samkomu- lagið. Meðal annars hefur hún fyrir- skipað hernum að fjarlægja með valdi þá ísraelsmenn, sem hafa tekið sér bólfestu á þessu svæði og hingað til hafa neitað að hverfa þaðan. I samræmi við það, að sam- komulagið verði haldið, streyma nú til Sinai hermenn frá þeim rikjum, sem hafa lofað að taka þátt i alþjóðlega gæzluliðinu, sem á að gæta friðar og öryggis á Sinaiskaga eftir að her ísraels fer þaðan. Gæzluliðið á að vera full- skipað fyrir 25. april. Ellefu riki hafa lofað að leggja til hermenn i gæzluliðið, eða Bandarikin, Nýja Sjáland, Astrali'a, Cólombia, Fiji, Bret- land, Frakkland, Itah'a, Holland, Uruguay og Noregur. Yfirmaður gæzluliðsins verður norski hers- höfðinginn Fredrik Bull-Hansen. Alls verða um 2600 hermenn i gæzluliðinu. Það hefur ekki reynzt tsrels- Innlimar Begin vesturbakkann? Þad gæti orðid kosningamál stjórn átakalaust að undirbúa brottförina. Þetta hefur þegar kostað stjórn Begins meirihlut- ann á þinginu. Aður studdi hana 61 þingmaður af 120alls. Nú hefur einn þingmaður snúizt til and- stöðu gegn stjórninni vegna brott- flutningsins af Slnaí, svo að hún hefur ekki lengur stuöning nema helmings þingmanna. A.m.k. þrir þingmenn til viðbótar hinum eina, sem áður var nefndur, hafa sýnt mikla tregðu 1 stuðningi við stjómina vegna Sinai málsins og studdu hana ekki, þegar nýlega voru greidd atkvæði um van- traustá stjórnina. Það féll með58 gegn 58 atkvæðum. Begin vildi þá að stjórnin segði af sér og efnt yrði til þingkosn- inga. Meirihluti stjórnarinnar var þessu andvigur og var afsögn hennar þvi frestað. Yfirleitt er tahð, að Begin gripi fyrsta tæki- færitil að boða kosningar og muni gera það fljótlega eftir 26. april. ÞAÐ VÆRI ólikt Begin, ef hann tryggði sér ekki áður að kosið yrði um eitthvert mál, sem væri lik- legt til að styrkja flokk hans. Fréttaskýrendur nefna einkum þrjú mál I þessu sambandi. Eitt þessara mála er innlimun Golanhæða, sem áður tilheyrðu Sýrlandi. 1 raun var innlimun Golanhæða lýst yfir fyrir nokkr- um mánuðum. tsraelsstjórn lét mótmæli Araba og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem vind um eyrun þjóta. tbúar Golanhæða hafa hins vegar haldið uppi stað- fastri mótspyrnu i formi verk- falla. Það þykir ekki óliklegt, að tsraelsstjórn gripi til róttækra ráðstafana i því augnamiði að brjóta þau á bak aftur. Þetta eitt myndi þóvart nægja sem kosningamál. Þess vegna gizka ýmsirfréttaskýrendur á, að tsraelsstjórn kunni einnig að gripa til sérstakra ráðstafana gegn bækistöðvum Frelsissam- taka Palestinuaraba, PLO, i Suð- ur-Libanon. Meðal annars geti innrás tsraelshers komið til greina. Margir ráðherrar í stjórninni hafa hvatt til þess að undanfömu, m.a. Sharon varnarmálaráð- herra. Begin er sagður hafa stað- ið gegn þessu, enda hefur Banda- rikjastjórn mótmælt harðlega slikum fyrirætlunum. Hitt er svo annað mál, hvað Begin kunni að gera, þegar kosningar nálgast. ÓTALIÐ er svo mál, sem er tvi- mælalauststærra en þau, sem áð- ur eru nefnd, og getur haft örlagarikastar afleiðingar. Hér er um að ræða vesturbakkann svonefnda, þar sem Arabar búa, en Israelsmenn hertóku hann 1967, eftir að hann hafði heyrt undir Jórdaniu siðan Palestinu var skipt. Samkvæmt samkomulagi Bandarikjanna, tsraels og Egyptalands I Camp David, átti að semja um að Ibúar vestur- bakkans og Gazasvæðisins fengju sjálfsákvörðunarrétt um fram- tiðarstjórn á þessum svæðum. Ekkert samkomulag hefur náðst millitsraelsmanna og Egypta um það, hvernig þeirri stjóm veröi háttað.Það mál er jafn óleyst enn og það var í upphafi. Það hefur hins vegar verið að koma stöðugt gleggra i ljós, að áhrifamenn innan stjórnar Beg- ins vilja ekki ganga lengra en að veita ibúum vesturbakkans valdalitla heimastjórn innan tsraelsrikis. Fremstir i flokki þessara manna er Sharon varnarmálaráðherra, en yfir- stjórn vesturbakkans heyrir und- ir hann. Sharon hefur haft þá trú, að það gæti orðið áfangi að þessu marki að láta borgaralega embættis- menn taka við yfirstjórninni á vesturbakkanum i stað herfor- ingja. Þess vegna fól hann nýlega borgaralegum embættismanni, Menachem Milson, að taka við yfirstjórninni að verulegu leyti. Borgarstjórar, sem Aröbum hefur verið leyft að kjósa, þóttust fljótt sjá til hvers refirnir væru skornir. Þeir höfnuðu allri sam- vinnu við Milson. tsraelsstjórn svaraði með þvi að svipta þá embættum. t kjölfar þess hafa fylgt stöðugar óeirðir á vestur- bakkanum og nokkurt mannfall. Astandið hefur aldrei verið ófrið- legra þar en nú. Þess vegna gizka ýmsir frétta- skýrendur á, að Begin kunni inn- an tiðar að gripa til sérstakra ráðstafana i sambandi við vestur- bakkann I trausti þess, að þær muni'reynast gott kosningamál. Hitt þykir óliklegra, að þessar ráðstafanir verði þess eðlis, að þær auðveldi lausn deilunnar milli Araba og tsraelsmanna eða geri stöðu Bandarikjanna auð- veldari en nú, þótt hún geti ekki öllu ijrðugri orðið en hún er nú. Meðal þess,sem gizkað er á, að Begin kunni að gripa til, er óbein innlimun vesturbakkans i tsrael. Þórarinn Þórarsnsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttlr Setur EBE viðskiptabann á Argentínu? ■ Bretland hefur nú snúið sér til Efnahagsbandalagsins með tilmælium að aðildarikin setji viðskiptabann á Argentinu vegna innrásarinnar i Falk- landseyjar. Bretland ákvað að setja bann á innflutning vara frá Argentinu frá og með mið- nætti sl. nótt. Vist er að verði hin aðildar- rikin niu við þessari ósk, mundi það hafa hinar alvar- legustu afleiðingar íyrir Argentinu, en útflutningur Argentinu til EBE landa árið 1980 nam meira en '2000 milljónum Bandarikja- dala. Liklegt þykir að aðildar- rikin muni verða mjög jákvæð gagnvart þessum óskum Breta, enda teljast Falklands- eyjar hluti af svæði EBE skv. samningum. Vopnasölusamn- ingum rift? ■ Vestur-þýska stjórnin mun ræða það á morgun, hvort rétt mundi að rifta vopnakaupa- samningi sem Argentina hefur gert við V-Þjóðverja. Um þessar mundir er einmitt ver- ið að byggja tvo kafbáta handa Argentinumönnum i v- þýskum skipasmiðastöðvum. Japanir hafa hins vegar að sinni hafnað óskum Breta um viðskiptabann gegn Argentinu og segjast þeir vilja sjá hverju fram vindur i von um að deil- urnar leysist á friösamlegan hátt. stjórnin á rökstólum ■ Breska stjórnin sat á fundum i gær og var umræðu- efnið það hvert vera skyldi fyrsta verkefni flotans, er hann kemur á slóðirnar við Falklandseyjar og enn fremur hvernig beita skuli diplómat- iskum áhrifum á þeim tima sem það tekur flotann að sigla suðureftir, en sá timi er tvær eða þrjár vikur. Að sögn gælir breska stjórnin enn við þá hugmynd að leysa megi deiluna með diplómatiskri ihlutun annarra rikja. t þinginu hefur þvi verið haldið fram að stjórnin hafi fengið upplýsingar um inn- rásaráform Argentinu tiu dögum fyrir innrásina, en frú Thatcher segist aðeins hafa fengið lausafregnir af áform- um um innrásina i S-Georgiu tveimur dögum áður en hún var gerð og þrátt fyrir þær fregnir hafi ekkert verið vitað um hvað argentinski flotinn var að hafast að. Strídsundir- búningur í Argentínu ■ 1 Argentinu keppast menn nú við að efla varnir i þeim hlutum landsins, þar sem mesthætta þykirá að til átaka gæti komið. I hafnarbæjunum Comodore og Rivadavia hafa verið gerðar geysilegar öryggisráðstafanir, en þaðan er haldið uppi liðsflutningum til Falklandseyja. Hefur for- stjórum stærstu hótelanna þar verið sagt að segja öllum blaðamönnum sem þar dvelj- ast að koma sér burtu. Belg- ískir sjónvarpsmenn voru reknir burtu frá Comodore er þeir höfðu verið að kvikmynda birgðaflutninga. I Buenos Aires standa bið- raðir ungra manna fyrir framan hérskráningarskrif- stofur i von um að komast i baráttuna. Breskir Ibúar I borginni eru farnir að tygja sig til brott- farar. 1 gær var gerður að- súgur að húsi breska flota- málafulltrúans þar. Ekki særðist neinn en skemmdir urðu verulegar. Kfnverjar aðvara Bandaríkjamenn ■ Tvö kinversk blöð, sem gefin eru út á ensku, „China Today” og flokksblaðið „The Peoples Daily” hafa ráðist harðlega á Bandarikjastjórn fyrir vopnaflutninga til Taiwan og segja blöðin að Bandarikjamenn sýni með þessu að þeir hafi i hyggju að eyjan verði sérstakt umráða- svæði ameriskrar heims- veldisstefnu á þessum slóðum. Vara blöðin harðlega við þvi að samskipti Bandarikjanna kunni að fara kólnandi ef þess- um flutningum verði haldið áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.