Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 9
Miövikudagur 7. aprll 1982 Mmfífrmn „Á næstu dögum og vikum verður vænt- anlega úr því skorið, hvort undirskriftirnar ótímabæru verða gerðar ógildar og samn- ingnum breytt svo að flestir geti sæmilega við unaðog friður komist á, eða hvort áfram verður haldið á sömu braut svo að málsmeð- ferð og niðurstaða verði öllum, sem að þeim málalyktunum unnu, til ævarandi skammar bæði lifandi og dauðum". við bæði virkjunartilhögun og vinnubrögð við samningsgerð að athuga. Oft hefi ég áður tjáð mig um þetta Blöndumál og eflaust verið gagnrýndur fyrir það i bak og fyrir. Ég hefi reynt að stuðla að tvennu. Annars vegar að reyna að bjarga graslendi frá eyðilegg- ingu og hins vegar að stuðla að betri samningsaðstöðu fyrir hreppana. Þetta tvennt hefur far- ið saman. Ég er hinsvegar lengi búinn að vera þeirrar skoðunar að andstaða gegn þvi að Blanda verði virkjuð sé óraunhæf, enda hefur deilan snúist um tilhögun fyrst og fremst. Ég hefi orðið fyrir vonbrigðum með suma af hreppsnefndarmönnum þeirra sveita sem afréttirnir tilheyra. Samstaðan hefur brugðist. Hún var nokkuð góð fyrst, en hefur minnkað eftir þvi sem leið á. Samningsnefnan um virkjun Blöndu hygg ég að sé orðið alveg dæmalaust plagg. (Hún er komin á 16. siðu að lengd en samningur- inn um Fljótsdalsvirkjun er 2 bls.). Mér sýnist samningurinn um Blönduvirkjun vera nauðung- arsamningur likt og landhelgis- samningurinn sem gerður var við Breta i Þorskastriðinu. í hvorug- um sést uppsagnarákvæði en greinar um að lónið verði 220 Gl. til að byrja með og ekki fyllt fyrr en nauðsyn krefur og timi notaður til að upphugsa ráð til að bjarga einhverju landi á Galtarársvæðinu. Einnig um stiflu i Langaflóa og ákvæði um að lækka i lóninu ef ekki þurfi á miðlunarrýminu að halda. Allt er þetta sett með fyrirvör- um og nú segja ráðherrar að þrátt fyrir þessar málsgreinar samn- ingsins verði lónið fyllt innan tveggja ára eftir að virkjun fer i gang, enda er samningurinn um 400 Gl. miðlun og stiflugerðir samkvæmt þvi. Þá eru máls- greinar um eignarrétt hreppanna aö Eyvindastaðaheiði, og segja sumir að virkjunaraðili viður- kenni með þeim að hrepparnir eigi landið en ekki vatnsréttindi (virkjunarréttinn). Sé þetta skoð- að viðurkennir virkjunaraðili hvorugt og hefur lögfræðingur staðfest það. Þá er sagt að virkj- unaraðili muni beita sér fyrir þvi að hrepparnir fái gjafsókn — eða vörn i málaferlum út af eignar- réttinum. Aðeins dómsmálaráðu- neyti getur veitt gjafsókn og gjaf- vörn og hrepparnir þurfa engan millilið til að fá hana, og ótilhlýði- legt að Rarik sé að hafa afskifti af leik i bili og hafa ástæðu til að sleikja sár sin. Landverndarsam- tök vatnasvæða Blöndu og Hér- aðsvatna hafa tekið við. Náttúru- verndarráð hefur tekið málið fyrir að nýju og Alþirigi hefur það til meðferðar. Blöndungarnir hér nyrðra tvistiga taugaspenntir og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Blöðin hafa komist i feitt. En Pálmi og Ragnar standa galvaskir með Hjörleif sin á milli og leita trúlega allra ráða til að keyra málið gegnum þingið án þess að breyta neinu. Þeir hafa teflt djarft i þessu máli, beitt kænsku og siglt mikinn, en staða þeirra er hæpin og má e.t.v. likja við púðurtunnu. Pálmi hefur haft heldur mikil völd i þessu máli. Hann er for- maður stjórnar Rarik og stað- gengill orkuráðherra stundum. Hann er lika landbúnaöarráö- herra og hefði átt að láta það nægja sér. Furðulegt er að hann, landbúnaðarráðherrann, skuli beita sér fyrir eyðingu stórs hluta afréttar sveitunga sinna sem hlýtur að hafa i för með sér tak- mörkun á möguleikum bændanna og um leið lækkun á verðmæti jarðanna. Hann beitir sér lika fyrir óþarfri eyðingu afréttar- landa fyrir öðrum bændum þvi ■ Frá blaðamannafundi Landverndarsamtakanna. Landhelgissamningnum var samt sagt upp með ágætum ár- angri. Höfuðgalla samningsins um Blönduvirkjun tel ég vera: 1. Að annar samningsaðilinn, virkjunaraðili, véfengir að sveitarfélögin eigi eða hafi nokkurn tima átt það land og vatnsréttindi, sem um er verið að semja. Aðeins afnotaréttur að beitilandi er viðurkenndur. Er þvi spurning hvort það eru ekki frekar bændurnir sem nota afréttina sem hefði átt að semja við. 2. Að með samningnum er samn- ingamálið tekið úr höndum þar til kjörinna samninganefnda og fært I hendur nefndafargans sem erfitt eða ógerlegt verður að hafa nein áhrif á. Svokölluð matsnefnd er gerðardómur og úrskurðir hennar endanlegir og bindandi. Þar með hafa meiri- hlutar hreppsnefndanna afsal- að sér vernd laganna fyrir hönd bændanna. Það getur enginn á- frýjað neinu til dómstóla. 3. Að samninganefnan er ekki betri en eignarnám og kannske snöggtum verri. 4. Að samið er um að eyða miklu og góðu gróðurlendi en alls ó- vist að hægt sé að græða upp land á heiðunum. Þó að það takist (með ærnum kostnaði) þá verður það öðruvisi beiti- land og ótryggara. 5. Að inn i samninginn hefur verið smeygt ýmiss konar atriðum sem ekkert gildi hafa annað en gylla hann fyrir augum fólks. Má þar til nefna nokkrar máls- þvi. Þetta bendir hinsvegar til að virkjunaraðili ætli að pota sinum mönnum i málaferlin fyrir hrepp- ana, þ.e. hafa áhrif á hvaða lög- fræðinga hrepparnir velja. Það er visasta leiðin til að hrepparnir tapi málinu og þá þarf virkjunar- aðili ekkert að borga i bætur. Greinilega hefur komið fram að virkjunaraðili ætlar sér að hafa þessar eignir/af sveitarfélögun- um bótalaust/ Fjölmörg atriði I samningnum sýnast I fljótu bragði vera skýr og hagstæð bændum en eru I raun háð mats- nefnd, sem hefur einræðisvald um hvernig með verður farið. Þá er mikil upptalning á vegum, brúm og girðingum sem gengur mjög i augu manna, en i mörgum tilfellum er um að ræða sjálfsagö- ar framkvæmdir I þágu virkjunar eða beinar afleiðingar hennar. Kostnað við sumt af þessu fær virkjunaraðili endurgreitt frá öðrum aðilum, svo verða þessar framkvæmdir að hluta til til ó- þurftar. Þá eru I samningnum á- kvæði um mat á bótagreiðslum milli virkjunaraðila og heima- manna og bendir til þess að skýr- ing Björns Pálssonar sé rétt (Timinn 18. febr. 1982) Fleira hefi ég við samninginn aö athuga en læt hér staðar numið (þar sem hér er sagt um samninginn mið- ast viðútgáfu frá 25.02.82 ummæli ráðherra þó væntanlega miðuð við það sem skrifað var undir). Viðhorf á vígstöðvunum Staðan á vigstöðvum Blöndu- striðsins er nokkuð óljós i dag. Hreppsnefndirnar eru flestar úr málið er stefnumarkandi. Afnota- réttur afréttarlanda eru hlunn- indi sem fylgja jörðunum og þótt takast kunni að græða eitthvað upp I stað þess sem eyðileggst, þá væri það eins hægt þótt ekkert eyðileggðist og yrði kannske gert á næstu árum fyrir fjármagn af hinni nýju landgræðsluáætlun sem tekur við af Þjóðargjöfinni. Minnisvarði um menningu nútímamannsins A næstu dögum eða vikum verður væntanlega úr þvi skorið hvort undirskriftirnar ótimabæru frá 15. þ.m. verða gerðar ógildar og samningnum breytt svo að flestir geti sæmilega við unað og friður komist á, eða hvort áfram verður haldið á sömu braut svo að máls- meðferð og niðurstaða verði öll- um, sem að þeim málalyktunum unnu, til ævarandi skammar bæði lifandi og dauðum. Forfeður okkar hafa eflaust að einhverju leyti átt sök á hægfara gróðureyðingu á þessu landi, en þeir hafa mikla afsökun. Nútima- menn sem búa við allsnægtir og hafa mikla þekkingu, en eru samt að stiga stór skref til hraðrar eyö- ingar graslendis, þeir hafa enga afsökun. 1 ljósi þeirrar staðreyndar aö önnur virkjunartilhögun sem eyð- ir langtum minna gróðurlendi, ' býður upp á álfka hagkvæma virkjun, mun eyðilegging lifrikis á stórum svæöum verða þeim ömurlegur minnisvarði. I 22.03. ’82 Rósmundur G. Ingvarsson i 9 iandbúnaðarspjall Sveinn Hallgnmsson? saudf járræktar- ráðunautur, skrifar ullarinnar? ■ Undanfarin ár hefur ull verið mikilvægt hráefni i úr- vinnslu og úr henni er gerð verðmæt útflutningsvara. Enda þótt ullariðnaðurinn hafi átt i erfiðleikum, sérstaklega á siðasta ári, verður að vona að úr þvi rætist á þessu ári og að islenskur ullariðnaður rétti úr kútnum. Það eru hagsmun- ir bænda að svo verði. Verulegur hluti íslensku ullarinnar hefur farið I fram- leiðslu á mjög verðmætum fatnaði, þar sem búið er að leggja mikla vinnu i hönnun vörunnar, framleiðslu og sölu- starfsemi. Islenskar ullarvör- ur hafa á sér sérstakt orð fyrir gæði og er ástæða til að þakka þeim mönnum, sem hafa haft frumkvæði i að skapa sérstaka vöru úr islensku ullinni, svo sérstaka að erlendis er fram- leidd ullarvara sem er eftir- liking þeirrar islensku — hefur islenskt útlit. Enþað er ekki hægt að nota alla islenska ull i þessar ágætu ullarvörur. Aðeins besti hluti hennar er nothæfur I prjóna- fatnað. Sú ull sem er skemmd i meðfórum og ull sem er eðlisslæm er ónothæf. Eðlisslæm og ónothæf i góð- an prjónafatnað er t.d. ull sem hefúr mikið af gulum illhær- um. Gular illhærur eru galli i ull sem þvi miður hefur ekki tekist að útrýma sem skyldi á undanförnum árum. Þessu þarf að sinna betur á næstunni en auðvitað tekur slikt tima, eins og aðrar kynbætur. Eng- inn vafier hins vegar á þvi að þessi galli ullarinnar veldur nokkurri lækkun á verði ullar i heild. En þar sem nú er timi vetrarrúnings er lika rétt að vekja athygli á þvi, hvaða atriði ráða mestu um gæði ullarinnar á þessum tima og hægt er að hafa áhrif á. Rétt er fyrst að vekja at- hygli á þvl, að vetrarrúin ull er yfirleitt talin betri en vor- rúin ull oglang verst er haust- rúna ullin. Á siðustu árum hef- ur um 50% ullarinnar verið vetrarrúin ull. Hún flokkast yfirleitt betur og rýrnar mun minna I þvotti. En til að vetrarrúna ullin sé góð þurfa húsin að vera þurr.Ullin verð- ur að vera þurr þegar rúið er. Annars er mun meiri hætta á að hún skemmist i geymslu, nema hægt sé að þurrka hana strax eftir rúning. Annað sem veldur skemmd á ull er stækjugulka. Miklu meiri hætta er á hlandbruna á ull i rökum og hlýjum en i köldum og þurrum húsum. Auðvitað skemmist ullin lika ef kindurnar vaða i for og skit og hún kleprast. Tvö atriði i viðbót mætti nefna hér i sambandi við gæði ullar. 1. Mor luli.Einn versti galli vetrarrúinnar ullar er morið, sem einkum er á hálsi og herð- um kindarinnar. Erfitt getur verið að koma i veg fyrir mor i ull, þar sem kindur eru á al- gjörri innistöðu. Besta ráðið er að hafa slæðigrindur, eins og bent hefur verið á og til- raunaniðurstöður hafa glögg- lega sýnt. Margir bændur hafa notað slæðigrindur i áraraðir með ágætum árangri, og er hiklaust hægt að mæla með þeim. Kostnaðurinn við þær skilar sér I betri ull, auk þess sem þær eru til hægðarauka við fjárrag i húsum á haustin. 2. Tviklipping er mjög al- gengur galli á vetrarrúinni ull og kemur þegar ullarhárin eru klippt tvivegis I sundur. Þetta á ekki að gerast, en er þvi miöu*- of algengt. Tviklipping er algeng hjá óvönum rún- ingsmönnum og er afleiðing af rangri beitingu klippanna við rúninginn. Það leiðir til þess að mikið verður af stuttum ullarhárum sem skolast burt við þvott eða detta úr kemb- unni þegar ullin er kembd. Rýrnar ull meira af þessum sökum, en einnig fer hluti af þessum hárum meö i spuna- þráðinn og veldur „bláþræði”. Slikt gam slitnar frekar þegar prjónað er og veldur þvl að þráðurinn slitnar i prjóni. Sömuleiðis getur þaö valdið þvi að göt komi I voðina. Þetta er dæmi um það hvernig röng vinnubrögð við rúning geta valdið miklu tjóni. Sveinn Hallgrimsson sauðfjárræktarráðunautur Hvað er hægt að gera til að auka verðmæti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.