Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 07.04.1982, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 7. aprfl 1982 22 frímerkjasafnarinn ■ Nýlega flutti danska fri- merkjaprentsmiðjan, sökum þess að tekin var i notkun ný prentvél, helmingi stærri en sú fyrri. Þá kom i ljós ýmis- legt, sem menn mundu ekki lengur að væri til. M.a. örk þar sem vél frá 1936 hafði verið reynd, með þvi að prenta örk með ýmsum merkjum, þ.á.m. 3 aurar Matthias Jochumson. Nýja vélin sem tekin var i notkun nefnist M4 og er eins og áður segir helmingi stærri en sú sem fyrir var og hét M3. En við það tækifæri, er dyr ■ örkin sem „fannst”. íslensk f rí- merkjaprentun í Danmörku hinar nýju prentsmiðju voru opnaðarvar kannske þaðsem mesta furðu , vakti örk af reynsluprentuhum, sem sýnd var i rammá á ganginum. Arkirnar, þvi þær eru nokkrar eins, höfðu legið vandlega geymdar i skjalageymslu fyrirtækisins árum saman. Auk þess er þetta i fyrsta skipti, sem þær eru sýndar opinberlega. Sjálfur hefi égiað eins séð þessar arkir einu sinni, eða áíið 1968 þegar ég fékkað skoða ýmislegt á lager i kjallara pósthússins i Tit - gensgade, er ég dvaldi i Dan- mörku, eftir að hafa verið i Praga 68. Samsétning arkanna frá vinstri til hægri er: 2 stk. 3 aurar tsland Matthias Jochumson (AFA 183). 2 stk. dönsk gbyr merki (AFA 5). 2. stk. Danmörk 15 aurar H.C. Andersen (AFA 226). 2 stk. Danmörk 10 aurar flugmerki (AFA 216). Þetta eru allt stál- stungumerki frá árunum 1934- 1935. Þessar „nýfundnu” arkir tengja þvi söguna um prófanir á hinum ýmsu vélum, sem prentsmiðja danska póstsins hefir notað. Reynsluarkirnar frá fyrstu vélinni hafa aldrei áður komið fyrir sjónir al- mennings. Þarna var um að ræða að hætta notkun krómaðra stálkefla og taka upp krómuð koparkefli við prentunina. Arkirnar eru niðurstaða þeirra tilrauna, sem gerðar voru á þessu sviði, innan prentsmiðjunnar. Stálkeflin (upprunaleg gerð) voru úr mjúku stáli. Siðan voru þau húðuð með 0,002 mm þykku krómlagi. Prentun frimerkjanna átti sér stað með þessu krómlagi, en var óheppileg aðferð þar sem lagið entist aðeins stutt. Koparkeflin voru i grunninn einnig úr stáli, en koparlag þeirra var 1 mm þykkt, yfir- fært galvaniskt, beint á keflið. Er svo hinu grafna frimerki hafði veriðþrykktá keflið, var það svo krómaö. Þannig var hægt ab króma koparlagið á ný eins oft og þurfti, vegna slits þess. Tilraunir þessar áttu sér stað árið 1936 og lauk þeim i mai það ár, er fundin var þessi aðferð, sem gerði kleift að nota sama kerfið aftur og aftur við prentun merkjanna. Þessi einstaka örk er svo siðasta skref þessara tilrauna. Einstaka néfni ég hana sökum að hún er samansett af raun- verulega útgefnum frimerkj- um, en það eru reynsluarkir ekki að jafnaði, auk þess sem i Siguröur H. Þorsteinsson skrifar örkinni er að finna frimerki tveggja þjóða, raunar i konungssambandi á þeim tima, sem hún er prentuö. Þegar Erik Jenssen i Póst- minjasafninu danska fann þessa örk, gerði hann ráðstaf- anir til að fá lagerinn fluttan á Póstminjasafnið en jafnframt var eitt eintak hennar sett i vandaðan ramma og hengt upp i anddyri hins nýja prent- húss. Opnun hinnar nýju prent- smiðju var hátiölegt og kær- komið tækifæri til að kynna fund þennan fyrir söfnurum og öðrum þeim sem viðstaddir voru. Má segja að örkin hafi vakið mikla athygli og þá ein- mittafþeimástæðum,sem ég hefi getið um hér. Eins og menn munu minnast þá voru reynslu- prentanir i sambandi við M3 vélina myndir af Gruntvig kirkjunni, sem siðan voru gefnar Landssjóði danskra frimerkjasafnara til að selja og nota sem tekjulind. En nú vaknar sú spurning hvað margt slikt sé geymt i vörslu dönsku póststjórnar- innar. Þar get ég strax sam- kvæmt minni sagt frá hvers- konar reynsluprentunum af merkjum frá þessu árabili. Auk heldur heilarkir af skildingamerkjunum, og flest- um merkjum sem prentuð voru i Danmörku. Margt af þessu skoðaði ég 1968, en þá var ekki timi til að vinna nánar úr þvi. Hefi ég tvivegis sótt um að fá dvöl i húsi Jóns Sigurðssonar, til að vinna við þetta’en ekki getað fengið á þeim tima, sem var laus hjá mér til þessara starfa. Vonandi rætist úr þvi siðar. Þetta er einn af þáttunum i islenskri póstsögu og þvi taldi ég réttað láta hann koma fyrir augu islenskra fri- merkjasafnara hér. Svona at- vik, eins og þessi reynslu- prentun, er öll hlutar af póst- sögu okkar, sem þegar þeir eru allir settir saman skapa ó- rofa heild. Sifellt eru aö koma i ljós ný og ný atriði i þessari heild og ber okkur þvi að gera þau ljós, svo þau geymist i ritaðri mynd hvort sem verður fyrir einhvern núlif- andi safnara að setja söguna saman i einni heild, eða eftir- komendur okkar. Ég skora þvi á hvern og einn, sem hefir eitthvað i fór- um sinum er varpa kynni ljósi á ýmsa hluti, að senda mér linu um það, Heimilisfangið er: Arbraut 35, 540 Blönduósi. Sigurður H. Þorsteinsson. flokkstarf Kvikmyndir Aðalfundur Aðalfundur hlutafélagsins Framnes verður haldinn mánudaginn 19. april n.k. kl. 20.30 i Hamraborg 5 Kópa- vogi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. A fundinum verður afhent jöfnunarhlutabréf og hlutabréf eftir siðustu hlutafjársöfnun. Stjórnin Framsóknarfélag Árnesssýslu 50 ára Afmælishátið á Flúðum siðasta vetrardag 21. april. Dag- skrá: kl. 18.30 kvöldverður. Agrip af sögu félagsins Agúst Þorvaldsson, kl. 22.00 Avarp Steingrimur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins. Bændakvartett. Hljómsveitin Rætur leikur fyrir dansi. Miðapantanir i kvöldverð verða að berast fyrir 14. april n.k. til Vernharös Sigurgrimssonar simi 6320 eða Guðmars Guðjónssonar simi 6043. Garðars Hannessonar simi: 4223, Hans Karls Gunnlaugssonar simi: 6621 og Leifs Eirikssonar simi: 6537 Allir velkomnir Stjórnin Allt framsóknarfólk i Hafnarfirði. Fundur verður haldinn 14. apriln.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25 Jóhann Einvarðs- son mætir á fundinn og ræðir um stjórnmálaviðhorfið Allir velkomnir FUF Hafnarfirði Útboð Bæjarsjóður Keflavikur óskar eftir tilboð- um i gerð um 5.600 fm af steyptum gang- stéttum i Keflavik. Útboðsgögn eru afhent á afgreiðslu tækni- deildar Keflavikurbæjar Hafnargötu 32 3. hæð gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu bæjar- tæknifræðings i Keflavik Hafnargötu 32 3. hæð fimmtudaginn 15. april 1982 kl. 11. Bæjartæknifræðingur HEYHLEÐSL UVA GNAR LWG 24 rúmm. m/7 hnifum kr. 54.641 K-30 32 rúmm. m/23 hnífum kr. 93.590 Gott verð og greiðslukjör Meiri afköst lengri ending Suðurlandsbraut 32 - Sími 86500 Reykjavík Sími78900 Klæði dauðans (Dresscd to kill) EVERY NlGHTMARE HASABEGINNING- Tfiis One Never Ends. Myndir þær sem Brian de Palinu J gerir eru frábærar. Dressed to kill sýnir það og sannar hvaö I '■ honum býr. Þessi mynd hefur | fengiö hvell aösókn erlendis. Aöalhlutv: Michael Caine, Angie | Dickinson, Nancy Allen Bönnuö innan 16 ára tsl. texti. Sýnd kl. 3-5-7.05-9.10-11.15 Fram isviðsljósið (Being There) Grlnmynd i algjörum sérflokki. I Myndin er talin vera sú aibesta sem Peter Sellers lék I, enda fékk hún tvenn óskarsverölaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLaine, Melvin Douglas, Jack Warden. I lslenskur texti. | Leikstjóri: Hal Ashby. Sýnd kl. 3-5.30 og 9 Dauðaskipið Sýnd kl. 11.30. Endursýnd vegna fjölda áskor- | ana. Þjálfarinn Jabberwocky er töfraoröiö sem I notaö er á Ned I körfuboltanum. | Frábær unglingamynd. Sýnd kl. 3-5-7 cvEiiraoÐr LOVESA WXNNUL' P1AUTAM.I DRAUGAGANGUR \QUR Sýnd kl. 9 og 11. Endless Love t\OU I Enginn vafi er á þvl aö Brooke I Shields er >táningastjarno ungl- I inganna I dag. Þiö muniö eftir | henni úr Bláa lóninu. Hreint frá- J bær mynd. Lagiö Endless Love er | til útnefningar fyrir besta lag I | kvikmynd I mars nk. Aöalhlutverk; Brooke Shields, Martin Hewitt, Shirley Knight. Leikstj.: Franco Zeffirelli. | Islenskur texti. Sýnd kl. 7.15 og 9.20 Halloween ruddi brautina i gerö hrollvekjumynda, enda leikstýrir hinn dáöi leikstjóri John Carpen- ter (Þokan). Þessi er frábær. Aöalhlutv.: Donald Pleasence, Jamie Lee Curtis, Nancy Lomis. Bönnuö börnum innan 16 ára. tslenskur texti. Sýnd kl. 3.15-5.15 11.20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.