Tíminn - 08.04.1982, Side 1

Tíminn - 08.04.1982, Side 1
og dagskrá ríkisfjölmiðlarma 9/4 til 17/4 ’82 Sjónvarp á föstudaginn langa: „ísmaðurinn kemur” — eftir Eugene O’Neill klukkan 21.05 ® Um Eugene O’Neill hefur oft verið sagt að hann sé upphafs- maður alvarlegrar leikritunar i Bandarikjunum. „ismaðurinn kemuFer eitt af frægustu verkum O’Neills. 1 þvi segir frá nokkrum mönn- um, sem mæta reglulega á barinn hans Harry Hopes i Greenwich Village i New York. Leikritið ger- ist um sumar árið 1912. Það er eftirvænting i loftinu þvi von er á Hickey sem aldrei lætur sig vanta i afmæli Harry Hopes kráareig- anda. Hickey er örlátur á vin og segir sögu af konu sinni og is- manninum. Loksins kemur Hickey en þetta er ekki sá sami Hickey og þeir félagarnir á bar Harry Hopes þekktu. Leikstjóri er John Franken- heimer en Harry er leikinn af Fredric March og Hickey af Lee Marvin. Robert Ryan leikur fyrr- verandi anarkista sem löngu er búinn að gefast upp á lifinu. —Sjó Hljóðvarp - páskaleikrit: „Að morgni er máninn fölur” — eftir Thormod Skagestad ■ Föstudaginn langa 9. april kl. 13.00 verður flutt leikritið „Að morgni er máninn fölur”, eftir Thormod Skagestad. Þýðingu gerði Helgi J. Halldórsson en Gisli Halldórsson leikstýrir. Ihlutverkum eru llelga Valtýs- dóttir, Gestur Pálsson, Steindór Hjörleifsson, Kristbjörg Kjeld og Gisli Halldórsson. Leikritið var áður á dagskrá 1959. Það er tæp- lega klukkustundarlangt. Ketill og Maria búa á litlu sveitabýli i Noregi. Ekki er hús- bóndinn inikið geíinn fyrir bú- skapen hann er hins vegar laginn i höndunum og fæst við að búa til ýmsa listmuni sem hann selur en heldur eru tekjurnar rýrar. Sonurinn Þrándur er mikið eftir- læti föður sins sem vill senda hann i listaskóla. Móðirin er hins vegar á móti þvi kannski vegna þess að sambúð þeirra hjóna er langt frá þvi að vera með skap- legum hætti. ■ Gloria Swanson, William Holden og Erich von Stroheim fara með aöalhlutverkin i iaugardagsmynd- inni, Sunset Boulevard, eða Sólsetursbraut, eins og hún er nefnd i sjónvarpinu. Sú fræga mynd: SUNSET BOULEVARD ■ Laugardagsmyndin heitir Sól- setursbraut (Sunset Boulevard), og er bandarisk biómynd frá árinu 1950. 1 aðalhlutverkinu, fyrrverandi stjörnu i þöglu myndunum, er Gloria Swanson, en William Holden leikur ungan handritahöf- und Ungur atvinnulaus höl'undur er á flótta undan rukkurum og leitar hælis i húsi stjörnunnar fyrr- verandi, þar sem hún býr ásamt hryssingslegum þjóni, sem var leikstjóri áður fyrr og reyndar eiginmaður stjörnunnar. Leikkonan er að skrifa kvik- myndahandrit og telur þaö vel fallið til að koma henni aftur á fjalirnar. Rithöfundurinn ungi, sem er staurblankur i'ellst á að hjálpa henni við handritið, þótt honum finnist það íáránlegt. Sú gamla verður ástlangin af rithöfundinum, hann verður ást- fanginn af annarri yngri og svo fer allt i gang með blóðsúthelling- um o.fl. OPIÐ KL. 9-22 Mikið úrvalaf POTTAPLÖNTUM BLÓMSTRANDI POTTAPLÖNTUM STÖÐUGT NÝJAR SENDINGAR og leikföng / úrvatt SKÍRDAG FÖSTUDAGINN LANGA LAUGARDAGINN PÁSKADAG OG 2. PÁSKADAG BREIÐUMÖRK 12 - SÍMI 4225 (ÁÐUR BLÓMASKÁLI MICHELSEN) HVERAGERÐI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.