Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 3
Mibvikudagur 14. aprfl 1982 3 fréttir Stórfelldur fjárdráttur gjaldkera hjá Eimskipafélagi íslands: jAtar að HAFA DREG- IÐ SÉR 300- 400 ÞðSUND ■ Magniis Steinþórsson, gullsmi&ur I Gull og silfur meö öskjuna undan 32. þiisund króna armbandinu sem stoliö var aöfaranótt skirdags. Einsog glöggt sést á myndinnieru allar öskjur i skápnum og á borö- inu tómar. Timamynd GE. Skartgripum að verðmæti um 800 þúsund stolið úr Gulli og silfri: ■ Gjaldkeri hjá Eimskipafélagi Islands, kona á fimmtugsaldri, hefur við yfirheyrslur hjá rann- sóknarlögreglu rikisins játað að hafa dregið sér verulegt fé allt frá árinu 1978 til dagsins i dag. Fjár- hæðin er á bilinu frá þrjú til fjögur hundruð þúsund krónur. Forstjóri Eimskipafélagsins fór á fund rannsóknarlögreglu rikisins fyrir skömmu og bað hana um rannsókn á meintu mis- ferli konunnar þvi við endurskoð- un bókhaldsgagna vaknaði grunur um fjárdráttinn. Konan var siðan úrskurðuð i gæsluvarðhald á skirdag og að kvöldiannars ipáskum varhenni sleppt, en þá hafði hún viðurkennt sakargiftir. Rannsóknarlögregla rikisins vann næstum sleitulaust i þessu máli um páskana og gekk rann- sóknin mjög vel. Konan hefur verið starfsmaður Eimskipa- felagsins um árabil. —Sjó. Sjö ungmermi á slysadeild ■ Sjöungmenni slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega, i hörkuá- rekstri sem varð á gatnamótum Elliðavogs og Sundagarða um klukkan 15 á laugardag. Að sögn lögreglunnar i Reykja- vik vildi áreksturinn til með þeim hætti að fólksbifreið með fimm ungmennum á aldrinum 16 og 17 ára var ekið frá höfninni að Elliðavogi og lenti hún þar i á- rekstri við aðra fólksbifreið sem ekið var i vestur, i þeirri bifreið voru tveir ungir menn. Bif- reiðarnar voru báðar mikið skemmdar. -Sjó. Miklar annir hjá Flugleiðum: ■ Alls afgreiddi farþegaaf- greiðsla Flugleiða 40 ferðir á annan i páskum frá Reykjavikur- flugvelli. Þar af voru ferðir véla Flugleiða 29 talsins en 11 ferðir véla Arnarflugs. Fjórar ferðir voru farnar til Akureyrar með Boeing 727 þotu Flugleiða. Mun þetta vera mesta umferð um völl- inn á páskum til þessa. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða, sagði okkur að i gærhefðu verið áætlaðar 25 ferðir frá Reykjavik, en i dag fer loks að draga úr páskaönnum og á- ætlaðar 12 ferðir. Sveinn sagði að farþegafjöldinn frá 1. þessa mánaðar til mánu- dagskvölds væriorðinn 11 þúsund manns og er það einnig met, en til samanburðar má geta þess að i fyrra náði fjöldinn ekki 9 þúsund- um. Flugið um páskana gekk mjög vel fyrir utan ófyrirsjáanlegar tafir stöku sinnum. Flugleiðir fengu afnot af Fokkervél Land- helgisgæslunnar um hátíðarnar vegna óhapps einnar vélar félagsins á ísafirði á dögunum. Verður vél Landhelgisgæslunnar i notkun hjá félaginu þar til á morgun. Mikið óhagræði varð þó vegna fólks sem mætti ekki i ferðir sem það hafði pantað og tók þannig upp sæti fyrir öðrum farþegum. Sagði Sveinn að hér yrði að veröa breyting á, enda mættu menn gera sér ljóst að sá dagur kynni að koma að slikt háttarlag yrði þeim sjálfum til trafala. —AM Fjörutíu ferdir á annan í páskum „ÞJOFARNIR GJÖRÞEKKT VERSLUNINA — og auk þess haft talsvert vit á skartgripum”- segir Magnús Steinþórsson, einn af eigendum verslunarlnnar ■ „Þjófarnir hafa gjörþekkt verslunina og auk þess haft talsv- ert vit á skartgripum, það er greinilegt þvi þeir hafa valið úr dýrustu hlutina,” sagði Magnús Steinþórsson, gullsmiður, einn eigandi verslunarinnar Gull og silfurvið Laugarveginn sem brot- ist var inni aðfaranótt skirdags. „Þeir möskuðu rúðuna i úti- dyrahuröinni, fóru inn og siöan hafa þeirgefið sér nægan tima til að velja úr 400 dýrustu hlutina i versluninni, taka þá úr öskjunum. Ég held að þeir hafi verið inni I versluninni i a.m.k. hálftima, jafnvel klukkutima,” sagði Magnús. — Verömæti? „Eftir þvi sem við komumst næst þá er verð- HAFA mæti þýfisins um 800 þús. krón- ur”. — Var ekkert þjófavarnarkerfi i versluninni? „Nei. Þvi er nú ver. Við keypt- um mjög fullkomið kerfi i desem- ber en af einhverjum ástæðum höfum viðdregið að láta koma þvi upp.” — Tryggingar? „Þetta er náttúrulega tryggt að hluta, en þrátt fyrir það er tjónið sem við verðum fyrir mjög til- finnanlegt, nú meðan ferming- arnar standa yfir er mikil sala hjá gullsmiðum. Jólin eru há- annatiminn og svo koma fermingarnar.” — Hver var dýrasti hluturinn sem hvarf? „Það var hálsmen, skreytt stórum rubin og demöntum að verðmæti 32.000 krónur, svo tóku þeir armband á 16.000 og nokkra hluti aðeins ódýrari en það.” Það tekur náttúrulega langan tima að vinna upp nýjan lager? „Já þaðer vist ábyggilegt. Það tekur marga mánuði, ef ekki ár. Það má segja að fyrirtæki sem heil fjölskylda hefur veriö að byggja upp i ellefu ár hafi horfið á einni nóttu,” sagði Magnús. —Sjó. Hannes Örn Blandon kosinn prestur ■ ólafsfirðingar kusu Hannes Orn Blandon til að þjóna Ólafs- fjarðarprestakalli i prests- kostningum 4. april. Hannes Orn Blandon er fæddur 1949, sonur hjónanna Erlendar Blandon heildsala og Ingu Blandon kennara. Þau bjuggu i Kópavogi og þar er Hannes Orn upp alinn. Hann lauk stúdents- prófi árið 1970, fór þá til Þýska- lands til náms og hafði helst hug á dýralækningum. Or þvi námi varð þó ekki og hann kom heim og lagði stund á ýms störf, t.d. kennslu og lögreglustörf. Hannes Orn lauk svo guðfræði- prófi frá Háskóla Islands árið 1980. Hann vigðist til Ölafs- fjarðarprestakalls 10. mai 1981 og þjónaði þar sem settur prestur þangað til núna að hann var kos- inn til embættisins. Hann hlaut 526 atkvæði af 530 sem kusu, en kosningaþátttaka var mjög góð, þvi að 72,5% þeirra 731 sem á kjörskrá voru, kusu. Hannes Orn Blandon er kvænt- ur Marianne Blandon augnþjálfa, sem er sænsk að uppruna. Þau eiga tvær dætur. Hinn nýkjörni prestur hefur getið sér ágætt orð sem visna- söngvari og semur hann gjarnan lög og ljóð sjálfur. SV ■ Aldrei fór það svo að hann kæmi ekki tii landsins, sá mikið um- ræddi norski rækjutogari, Ingar Iversen, sem mest var i fréttunum hér i fyrra. Ef einhver man ekki iengur um hvað málið snerist, þá er hægt að minna á að þetta er skipið, sem þeir ætluðu að kaupa norður á Þórshöfn, en vondir blaðamenn og aðrir þvældu svo fyrir þeim málunum að seljandinn missti þolinmæðina og hætti við að selja. Stærstu tiðindin við komu skipsins hingað nú, eru kannski þau að það er ekki hingað komið til að bætast i togaraflota landsmanna, þótt lygilegt kunni að virðast, heldur þurfti eitthvað að huga að veiðarfærum hans. Timamynd: GE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.