Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.04.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. aprll 1982 Videósón olli miklum truflunum í móttöku íslenska sjónvarpsins: „Talsvert um kvartanir — en við getum ekkert gert’% segir Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarpsins ■ Jón L. Arnason er nú efstur f landsliösflokki á Skákþingi islands. Þarna er hann aðkljást við Róbert Harðarson og bar Jón hærri hlut frá borði. Timamynd: Róbert. ■ Unnur Guðjónsdóttir, sem á undanförnum árum hefur kynnt tsland f Sviþjóð I ótal borgum og bæjum, hefur nú snúið við blaðinu og ferðast um Island, til þess aö kynna Sviþjóð. Með henni i för er sonur hennar, Þór Bengtsson og syngur hann ýmis sænsk lög á kynningarkvöldum móður sinnar, m.a. með textum Sigurðar Þórarinssonar. Þau hafa þegar heimstótt 19 staöi hér á iandi, en áður en yfir lýkur verða þeir orðnir 30. Reykvikingum gefst kostur á aö heyra iþeim mæðginum og sjá myndskyggnur þeirra n.k. laugardagskvöld i Norræna húsinu. (Timamynd G.E.) OPEL-frumkvöðull í betri akstri ■ „Það var talsvert um það að sjónvarpsnotendur á þessu svæði kvörtuðu hingað til okkar i sjón- varpinu,” sagði Pétur Guðfinns- son, framkvæmdastjóri sjón- varpsins i viðtali við Timann i bær, þegar hann var spurður út i þær truflanir sem urðu i móttöku útsendingar islenska sjónvarps- ins, sl. laugardagskvöld, i Hóla- og Bakkahverfum, vegna bilana hjá Videoson. „Þetta eru bara hlutir sem hús- félög hafa samþykkt að taka inn i húsin,” sagði Pétur, „en að sjálf- sögðu er illt við þetta að búa. Við hér hjá sjónvarpinu gátum svo sem ekkert gert við þessu, þvi þessi kerfi Videoson eru ekki hluti af dreifikerfi sjónvarpsins.” Pétursagði jafnframt að heyrst hefði að svonalagað hefði gerst áður, en sjónvarpið sem slikt hefði aldrei farið út i að endur- sýna dagskrárefni sitt af þeim sökum. „Maður hefur jafnvel heyrt um að menn i þessum fjöl- býlishúsum hafi komið sér upp sinum einkaloftnetum,” sagði Pétur, „i þvi skyni að vera örugg- ir um að geta tekið á móti efni islenska sjónvarpsins. Það er náttúrlega hart fyrir menn, sem hafa komið sér upp sameiginlegu loftnetskerfi i fjölbýlishúsum, að það skuli vera eyðilagt fyrir þeim, að geta séð sjónvarpið, og við vitum til þess að þetta hefur orðið ágreiningsmál i sumum fjölbýlishúsum, en það er hreint ekki svo gott fyrir okkur að hafa afskipti af svona málum, þegar húsfélögin eru að ákveða svona hluti.” —AB Skákþing Islands: Árnór sigraði í áskorendaflokknum ■ „Jú, þetta var talsvert erfitt miðað við skólaskákmeistara- mótið,” sagði Arnór Björnsson, þegar við ræddum við hann i gær, en hann sigraði i áskorendaflokki á Skákþingi Reykjavikur nú um helgina, hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum og tapaði engri skák. Timinn spjallaði við Arnór fyrir nokkrum dögum, þegar hann varð skólaskákmeistari Reykja- vikur og það má þvi segja að þessi fimmtán ára skáksnillingur læturskammt verða stórra högga i milli. Arnór flyst nú upp i landsliðs- flokkinn, en á næstunni hyggst hann samt taka það rólega og láta nægja að æfa sig á kvöldmótunum hjá T.R. enda er stórmótunum lokið i bili. 1 sumar ætlar hann að fá sér einhverja vinnu, eins og aðrir skólamenn, en sagðist þó á- reiðanlega ekki gleyma skákinni fyrir það, heldur tefla áfram. Næstur á eftir Arnóri i á- skorendaflokki varð Björn Sigur- jónsson með 7 vinninga. 1 opna flokknum varð svo Guðmundur Gislason frá Isafirði efstur með 8 vinninga af 9 mögu- legum. Barátta er hörð i landsliðs- flokki,enJónL.Árnáson hefurnú hálfan vinning yfir Jóhann Hjartarson. Er Jón L. með vinninga, en Jóhann 7.5 vinninga. Þriðji er Sævar Bjarnason með 7 vinninga. Elvar, Björn og Július erumeð 5.5 vinninga. Siðasta um- ferð i landsliðsflokki hefst i kvöld klukkan 19 i Norræna húsinu. —AM 1 Innrétting i Ascona Berlina. 2. Mœlaborð með amp-hita-eyðslu og snúningshraðamœlum. 3. Ascona 4 dyra Berlina Islandsmótið í bridge: Sveit Sævars sigradi ■ Sveit Sævars Þorbjörnssonar sigraði tslandsmótið i bridge, en úrslit mótsins voru spiluð um páskahelgina. 1 sveitinni eru auk Sævars þeir Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson og Valur Sigurðs- son, allir ungir menn innan við þritugt. Þessi sveit hefur staðið sig mjög vel á yfirstandandi keppnistimabili, þvi ekki aðeins eru þeir núverandi Reykjavikur- meistarar heldur einnig félags- meistarar BR. 1 úrslitakeppninni áttust við átta sveitir og frá byrjun var ljóst að fjórar þeirra myndu berjast um titilinn. Það voru auk sveitar Sævars sveitir Karls Sigur- hjartarsonar, Arnar Arnþórs- sonar og Þórarins Sigþórssonar, en i öllum þessum sveitum eru margir núverandi og fyrrverandi landsliðsmenn. Fyrir siöustu um- ferð var staða efstu sveita þannig, að sveit Arnars var með 90 stig, Þórarins 87 en Sævars 84. 1 þeirri umferð áttust við tvær efstu sveitirnar, meðan sveit Sævars spilaði við léttari and- stæðing. Þar sem Þórarinn sigraði Orn 15:5, en Sævar sinn andstæöing 19:1, þá varð loka- staðan þannig: 1. Sævar Þorbjörnsson.......103 2. Þórarinn Sigþórsson .....102 3. örn Arnþórsson........... 95 4. Karl Sigurhjartarson..... 90 Næsti stórviöburður bridgespil- ara verður fimmtudaginn 22. april, en þá hefst íslandsmótið i tvimenning, sem stendur öllum spilurum opið. Núverandi Islandsmeistarar eru þeir Jón og Valur i sveit Sævars. Mól. Hafir þú aldrei sezt undir stýri á þessum bíl, fcerð þú líklega aldrei skilið hvaða kostir fylgja skynsamlegri hönnun. í Ascona erm.a.: Glœsilegt áklœði á sœtum og gólíteppi í viðeigandi lit, 2ja hraða rúðuþurkur með biðtíma. 3ja hraða hitablásari, teppalögð iarangursgeymsla, halogen aðalijós, litað öryggisgler, kvartsklukka, viðvörunarljós fyrir aðalljós, rúðuþurka/sprauta á afturrúðu í 5 dyra bilnum. sportfelgur, sórstaklega styrk íjöðrun fyrir íslenzka vegi o.m.fl. $ VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík MÚLAMEGIN) Sími38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.